Morgunblaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 11 FRÉTTIR Vildarklúbbur WWW.VILDARKLUBBUR .IS ÍS L E N S K A S IA .IS IC E 41526 03 /08 HJÁ VILDARFYRIRTÆKJUM VISA OG ICELANDAIR Handhafar Vildarkorts VISA og Icelandair safna Vildarpunktum hraðar með því að beina viðskiptum sínum til Vildarfyrirtækja Vildarklúbbsins. Frá 17. mars til 1. apríl fá þeir tvöfaldan afslátt í formi Vildarpunkta þegar þeir greiða með kortinu sínu. Meðal Vildarfyrirtækjanna eru: OLÍS, um allt land ÓB, um allt land SÓLNING, Smiðjuvegi 32—34 SÓLNING, Fitjabraut 12, Njarðvík SÓLNING, Austurvegi 58, Selfossi BARÐINN, Skútuvogi 2 TVÖFALDIR VILDAR- PUNKTAR TIL 1. APRÍL SJÁLFSTÆÐISFÉLÖG á höf- uðborgarsvæðinu efndu til páska- eggjaleitar á laugardag. Leyndust egg bæði við Ægisíð- una og í Elliðaárdal og var líf í tuskunum þegar litlir eggja- veiðimenn hlupu um í leit að eggi bak við stein eða þúfu. Það er ævaforn siður að skraut- lita egg á þessum árstíma og rekur alfræðivefurinn Wikipedia þessa iðju allt til nýársfagnaðar Persa um jafndægur á vori. Í mörgum kristnum löndum varð það siður hjá yfirstétt á 17. öld að gefa skreytt páskaegg, og breiddist siðurinn fljótlega til alþýðunnar. Hafa alls kyns leikir orðið til kring- um eggin, eins og eggjaleitin. Leita að litríkum eggjum Morgunblaðið/Árni Sæberg Leit Eggjaleitendur við Ægisíðu rýndu gaumgæfilega í hverja þúfu og runna í leit að skreyttum eggjum. UM sex af hverjum tíu íbúum Afr- íkuálfu eru án viðunandi salernisað- stöðu og ógnar lélegt hreinlæti heilsu fólks. Þannig hefst sameiginleg tilkynn- ing sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin sendu frá sér í tilefni af degi vatnsins 22. mars. Í tilkynningunni segir jafnframt að til að vera viðunandi þurfi salern- isaðstaða að halda skólpi frá snert- ingu við umhverfi fólks. Um allan heim hafa um 2,6 milljarðar manna ekki aðgang að klósetti á heimilum sínum og eru sökum bágrar salern- isaðstöðu berskjaldaðir fyrir fjölda sjúkdóma. Niðurgangur er næstalgengasta dánarorsök barna í þróunarlöndun- um, en það eru einkum vatnsból spillt af úrgangi, sem eru orsök slíks smits. Þá má rekja aðra alvarlega sjúkdóma á borð við kóleru, blóð- ögðuveiki og alvarlegar augnsýking- ar til lélegrar salernisaðstöðu og skólpfrágangs. Í tilkynningunni er bent á að hreinlæti er hornsteinn góðrar lýð- heilsu, og með einföldum og ódýrum lausnum mætti draga úr tíðni nið- urgangssjúkdóma um þriðjung. Þá hefur greiður aðgangur að salerni áhrif á öryggi fólks, einkum kvenna og stúlkna sem eiga á hættu að verða fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis þegar þær þurfa að fara út úr húsi að nóttu til til að gera þarfir sínar. Einnig er bætt salernisaðstaða í skólum til þess fallin að auka skóla- sókn og draga úr líkum á að börn hætti í námi, sérstaklega stúlkur. Léleg salern- isaðstaða ógnar heilsu MIKILL fjöldi fólks lagði leið sína á skíðasvæðin tvö á Austur- landi, Stafdal og Oddsskarð, um páskahelgina. Forsvarsmenn skíðasvæðanna höfðu skipulagt uppákomur alla helgina sem líklegt má telja að hafi dregið að skíðaiðkendur alls staðar að af landinu. Voru skíðaiðkendur á öllum aldri og nutu þess að renna sér á fannhvítum snjónum í blíðskaparveðri. Í Stafdal er búið að setja upp leikjabraut þar sem gestir gátu spreytt sig og fyrir neðan skíðasvæðið var vélsleðabraut þar sem vélsleðamenn geta látið gamminn geisa. Á páskadag var farið í páskaeggjaleit auk þess sem haldið var sérstakt brettamót. Í Oddsskarði var haldin svokölluð Alpahátíð. Þar var tírólastemning í algleymingi um helgina auk þess sem sérstök áhersla var lögð á brettaíþróttina. Til Austfjarða var komið tríó alla leið frá Týról sem lék fyrir skíðaiðkendur og á sér- stöku Týrólakvöldi sem og á Týrólahátíð í Valhöll. Í skíða- brekkunum tróð Magni Ásgeirsson upp með hljómsveit sinni Á móti sól föstudaginn langa og mæltist það afar vel fyrir meðal viðstaddra. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Sól, sól skín á mig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.