Morgunblaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 41 Lyfjafalsanir! Um hvað snýst málið? Eru fölsuð lyf notuð hér á landi? Hvert er umfangið? Hver er raunveruleikinn? Morgunfundur um lyfjafalsanir á Hótel Loftleiðum þingsal 4. Fimmtudaginn 27. mars kl. 08.30 - 10.00 Fundurinn er í boði Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja og Lyfjafræðingafélags Íslands. Frummælendur: Ingunn Björnsdóttir, sérfræðingur í lyfjanotkun í samfélaginu og nemi í alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Bifröst. Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlæknir. Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar. Kaffi og croissant í boði frá kl. 08.00 Lyfjafræðingafélag Íslands ELJUMAÐURINN og gítarleik- arinn Halldór Bragason hefur auðgað blúslíf landans svo um munar. Á öndverðum tíunda ára- tug síðustu aldar slæddust hingað til lands á hans vegum listamenn úr þeim geira blústónlistarinnar sem kenndur hefur verið við Chi- cago. Þar á meðal voru goðsagna- kenndir blúsmenn eins og Jimmy Dawkins, Billy Boy Arnold og Pinetop Perkins. Svo varð hlé. Fyrir fimm árum varð mikil endurvakning. Halldór efndi til blúshátíðar á Hótel Borg, sem lukkaðist með miklum ágætum, og hefur hún verið haldin á hverju ári síðan með æ meiri glæsibrag. Aukin aðsókn útheimti stærra húsnæði og hefur gamla Hótel Esja, sem nú er hið glæsilega Hil- ton Reykjavík Nordica, verið að- alvettvangur blúshátíðarinnar undanfarin ár. Kannski ekki beint staður sem maður tengir við reyk- fylltar, rokkandi blúsbúllur en þó nauðsynleg breyting vegna mik- illar aðsóknar og í samræmi við þá hugsjón Halldórs að „ná blúsnum upp úr kjallaraholunum“ og hefja hann til þeirrar virðingar sem honum ber, eins og hann sagði einhvern tíma við undirritaðan. Upphafstónleikar hátíðarinnar að þessu sinni voru ekki af verri endanum. Þar var kominn gamal- gróinn, virtur og margverðlaun- aður Chicago-blúsmaður, Magic Slim, ásamt hljómsveit sinni The Teardrops. Eftir tvö ágæt upphitunaratriði, þar sem komu fram Margrét Guð- rúnardóttir og bandið hans pabba og norsku blúsararnir og spéfugl- arnir Jolly Jumper & Big Moe, stigu The Teardrops á sviðið. Sveitina skipa Jon McDonald, sem leikur á gítar og syngur, Danny O’Connor bassaleikari og Lenny White trommuleikari, allir ein- hverjum áratugum yngri en Slim. Þeir undu sér strax í gamlar blús- lummur svo sem „Boom Boom“ og „Little Red Rooster“, mér vit- anlega eina hreinræktaða blúslag- ið sem komist hefur á topp smáskífulistans á Bretlandi (1964), þá í flutningi Rolling Stones. Leikur Táranna gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi, hrár og hrynþungur. Eftir svo sem fimmtán mínútna leik Táranna steig sjálfur Slim á svið, stór vexti og tilkomumikill, holdgervingur blúsmannsins sem hefur séð allt og gert allt. Honum var vel fagnað af áheyrendum sem fylltu þennan stóra sal og eftir nokkur stólavandræði var honum ekkert að vanbúnaði. Stíll Magic Slims er hrár, oft hraður og alltaf hrynþungur eins og áður var sagt og einkennist af stingandi, sker- andi, skrautlausum gítarleik og kraftmikilli, rámri rödd sem furðu lítið hefur gefið sig þrátt fyrir ár- in sjötíu sem Slim á að baki. Stundum bregður hann meira að segja fyrir sig dýrslegu urri að hætti Howlin’ Wolfs. Í Ameríku er blús af þessu tagi kallaður „house- rocking blues“ vegna þess að rannið rokkar ekki síður en áheyr- endur. Stuðblús er hæfileg hálf- íslenska yfir þetta fyrirbæri. Hann lék bæði frumsamið efni, einkum af þeim plötum sem komið hafa út hjá Blind Pig-útgáfunni, og þekktar blúslummur eins og „Look Over Yonders Wall“ og „Talk to Me Baby“, lag Elmore James. Í síðarnefnda blúsnum spilaði Slim ekki síður á áheyr- endur en gítarinn, líkt og B.B. King gerir gjarnan, og þeir tóku undir af hjartans lyst, og reyndar í fleiri lögum. Af öðrum stuð- blúsum er vert að minnast sér- staklega á „Get Your Business Straight“ (af plötunni Blue Magic frá 2002), þar sem Slim fór á kost- um í mögnuðu, hröðu, nístandi sólói. En Magic Slim á fleiri strengi í hörpu sinni en stuðið. Blúsballöð- urnar „Please Don’t Dog Me“ (af plötunni Snakebite frá 2000) og „Crazy Woman“ (Black Tornado, 1998) fengu báðar glæsilega með- ferð með tregafullum, flugbeittum gítarleik og tilfinningaríkum, rám- um söng að hætti Slims. Að öllu samanlögðu voru tón- leikarnir magnaðir bæði hvað varðar lagaval, söng og hljóðfæra- leik, verðugt upphafsatriði blúshá- tíðar. Samleikur Slims og McDon- alds var hnökralaus og þeir O’Connor og White léðu þann hryn og kraft sem nægði til að þetta stóra og volduga rann rokkaði. Það var við hæfi að tónleikunum lyki með blús sem oftast er eignaður Little Milton, „Blues Is Alright“. Þar er engu logið og áheyrendur voru greinilega sama sinnis ef marka má hvernig þeir fögnuðu þessum síunga blússkörungi. Magic Slim er lifandi sönnun þess að blúsmenn verða ekki gaml- ir, bara betri. Rannið rokkar TÓNLIST Tónleikar Magic Slim á blúshátíð  Karl Emil Gunnarsson Magic Slim Sannar að blúsmenn verða ekki gamlir, bara betri. HVAÐ skyldu Sarah Jessica Parker, Britney Spears, Madonna, Sarah Oh og Amy Winehouse eiga sameigin- legt? Jú, þær eru þær fimm konur í heiminum sem minnstan kynþokka hafa, skv. könnun breska karlablaðs- ins Maxim. Parker er þar í fyrsta sæti, þ.e. með minnstan kynþokka allra kvenna í heimi, hvorki meira né minna. Parker er að vonum ekki sátt við þessa könnun blaðsins sem seint get- ur talist hávísindaleg og segist sár yfir uppátækinu. Hún spyr á móti, í viðtali við glaðamann Grazia kvenna- blaðsins, hvort þetta geti staðist, hvort hún sé virkilega svo laus við kynþokka. Slíkar kannanir séu vissulega vægðarlausar og eigin- maður hennar sé ekki sáttur enda sé verið að setja út á hans smekk og fegurðarskyn. Parker er ekki af baki dottin þó svo að Maxim hafi sagt hana líkjast veðhlaupahrossi. Hún segir það ekkert keppikefli að stand- ast væntingar karlablaða um fegurð. Hún sé bara eins og hún eigi að vera, laus við botox og sílíkon. Alveg laus við kynþokka? Reuters Sarah Jessica Parker Ekki sátt við kynþokkakönnun Maxim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.