Morgunblaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 39 var og heldur ómarkviss. Ómögu- legt var að klúðra næsta lagi, „When I‘m Sixty Four“, KK rúllaði því upp, þótt lítillega hafi hann ruglast á textanum. „Lovely Rita“ söng Stefán svo af áðurnefndu ör- yggi og ídentiteti, þar sem síðasta orði í setningum er gjarnan sleppt snöggt og með mikilli áherslu. Brink bætti svo engu við fyrri frammistöðu í „reprise“ útgáfunni af titillaginu, þótt hann hafi verið líflegur. Lokalagið á Sgt. Pepper’s er „A Day in the Life.“ Það hefði og með réttu átt að verða hápunkt- ur tónleikanna. Svo fór hins vegar ekki. Byrjunin var heldur stirð og spilamennskan framan af ekki nógu afslöppuð. Þetta lagaðist þeg- ar líða tók á lagið, sem Daníel söng annars nokkuð vel. KK skilaði svo millikaflanum einfalda með ágæt- um. Síðustu taktar lagsins urðu góðu heilli magnaðir í flutningi hljómsveitarinnar, enda um eitt- hvert stórkostlegasta „finale“ hljómplötusögunnar að ræða. Ekki var annað hægt en að klappa hljómsveit og söngvara upp eftir um margt frábæra frammi- stöðu. Þá var talið í nokkur frábær Bítlalög til viðbótar, þar sem hæst bara hinn stórkostlegi lokahluti síð- ustu hljóðversplötu Bítlanna, Ab- bey Road. Flutningurinn á því var afbragð, þar sem Björgvin Hall- dórsson fór fyrir fríðum flokki. Aðstandendum tónleikanna skal hér þakkað fyrir frábæra skemmt- un, þótt sitthvað hafi verið að- finnsluvert. Hljómsveitin stóð sig með mikilli prýði og útsetningarnar sem hún lék voru flestar ágætar, þótt stöku sinnum hafi borið of mikið á óþarfa skrauti. En þrátt fyrir mikið flúr var bítl- ið aldrei alveg kæft og ánægjulegt var að hlýða á frábærar bakraddir Péturs Arnar og Haraldar Vignis. Í bakröddunum lá bítlið ekki síst. Hin hefðbundna hrynsveit sá líka til þess að halda uppi hefðbundnu bítli, þar sem Guðmundur Pét- ursson fór ítrekað á kostum. Megi tónlist Bítlanna lifa um alla framtíð. Orri Harðarson Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „ÞETTA hefur verið frábært,“ sagði Agnes Johansen í gær, um 20 mín- útum eftir að tökum lauk í Rotterdam fyrir kvikmynd Óskars Jónassonar, Reykjavík-Rotterdam. Agnes starfar hjá fyrirtækinu Sögn/Blueeyes Pro- ductions sem framleiðir myndina. Þrír íslenskir leikarar voru við tökur í Rotterdam frá skírdegi til annars í páskum en hollenskir leikarar léku einnig í myndinni. Íslensku leik- ararnir sem staddir voru úti fara með helstu hlutverk í myndinni, þeir Balt- asar Kormákur, Þröstur Leó Gunn- arsson og Jörundur Ragnarsson. Myndin segir af manni í fjárhags- legum vandræðum sem hyggst leysa úr þeim með smygli. „Þetta er mið- hlutinn í myndinni,“ segir Agnes um þann hluta sögunnar sem gerist í Rotterdam. „Það er farinn smygltúr til Rotterdam og þar verða ófyr- irséðir atburðir sem hafa ákveðnar afleiðingar í för með sér, snúa sög- unni dálítið við.“ Áhöfnin á Dettifossi frá Eim- skipum lék stórt hlutverk í tökunum sem fóru fram í fyrrinótt og gærdag, en tökuliðið var lóðsað um borð í skip- ið í Rotterdam-höfn og vann um borð í tvo tíma þar til lagt var að bryggju. Þekktur hollenskur leikari Tökur á stórum hluta myndarinnar fóru fram í Reykjavík í október og nóvember í fyrra og hefur sá hluti þegar verið klipptur. Enn á eftir að taka hluta myndarinnar á Íslandi og stendur til að frumsýna myndina í haust. Agnes segir mikinn hasar hafa verið við tökur. „Já, fullt af skemmti- legu stöffi og hasar hérna, að sprengja upp bíla og svona,“ segir Agnes og hlær. Spurð að því hvort einhver þekktur hollenskur leikari leiki í myndinni svarar Agnes því að einn leikari í myndinni, Victor Löw, sé nokkuð virtur og vinsæll í Hollandi. Reykja- vík-Rotterdam hafi fyrir vikið vakið áhuga hollenskra fjölmiðla. Hasar og læti í Rotter- dam Búmm! Bíll springur í loft upp, Baltasar og Þröstur horfa á. Leikarinn Victor Löw grimmur að sjá með byssu í hendi og Óskar leiðbeinir einum af aukaleikurum myndarinnar sem fer með hlutverk sérsveitarlögreglumanns. Ljósmyndir/Dirk Rijneke

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.