Morgunblaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Aðalfundur Aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, þriðjudaginn 8. apríl 2008 kl. 17:15. Fundarefni: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningsskil. 3. Fjárfestingarstefna. 4. Lífeyrisuppgjör pr. 31.12.2007 - skýrsla tryggingafræðings sjóðsins. 5. Stjórnarlaun. 6. Kosning tveggja manna í stjórn og eins til vara. 7. Kosning endurskoðanda og tveggja skoðunarmanna. 8. Önnur mál. Endurskoðaðir og undirritaðir reikningar sjóðsins ásamt skýrslu tryggingafræðings munu liggja frammi á skrifstofu sjóðsins viku fyrir aðalfund, sjóðfélögum til sýnis. Einnig verða skjölin birt á vefsíðu sjóðsins, www.lifsverk.is. Reykjavík, 25. mars 2008 Stjórnin ✝ HjálmarÁgústsson fæddist á Bíldudal 30. maí 1920. Hann lést 14. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jakobína Pálsdóttir prófasts í Vatnsfirði Ólafssonar og Arn- dísar Pétursóttur Eggerts og Ágúst kaupmaður á Bíldu- dal Sigurðsson bónda á Hólalandi í Borgarfirði eystra Árnasonar og Guðrúnar Sigfús- dóttur. Systkini Hjálmars eru: Guðrún Sigríður, f. 23.5. 1914, d. 18.3. 1990; Unnur, f. 15.12. 1915, d. 31.10. 2001; Arndís, f. 5.9. 1917; Páll, f. 9.3. 1923, d. 2.9. 1986; Jak- ob, f. 12.11. 1926; Hrafnhildur, f. 27.3. 1934. Fóstursystur Hjálm- ars: Ingibjörg Ormsdóttir, f. 30.10. 1936 og Karolína Sigurð- ardóttir, f. 19.5. 1911, d. 9.4. 1977. Hjálmar kvæntist 3. mars 1945 Svandísi Ásmundsdóttur, f. á Bíldudal 28. júní 1925. Foreldrar hennar voru hjónin Martha Ólafía Guðmundsdóttir og Ásmundur Jónasson, sjómaður á Bíldudal. Börn Hjálmars og Svandísar eru: A) Jakob Ágúst, prestur, f. 17.4. 1947, kvæntur Auði Daníels- dóttur, f. 13.8. 1947. Synir þeirra eru: a) Þórir Ómar, f. 3.11. 1969. Börn hans og Arndísar Hönnu Arngrímsdóttur, f. 24.3. 1972, eru Óskar Þór, f. 24.4. 1991, Margrét Svandís 2.1. 1994; b) Óskar Ragn- dal í stórum frændgarði móð- urfólks síns en þrjú móðursystkin hans bjuggu þar á uppvaxtarárum hans ásamt mörgum börnum. Hann fór snemma að vinna fyrir sér, lagði um hríð stund á vél- smíðar en réðst rúmlega tvítugur til starfa í Niðursuðuverksmiðju Gísla Jónssonar á Bíldudal og starfaði þar sem verkstjóri lengst af til ársins 1952 að hann og Páll bróðir hans settu á stofn salt- fiskverkun á Bíldudal í Fiskiveri. Árið 1957 varð Hjálmar verkstjóri í Hraðfrystihúsi Bíldudals. Hann sótti ýmis gæðastjórnunarnám- skeið og fékk fiskmatsréttindi. Hann réðst til Barðans í Kópavogi sem verkstjóri 1970 og fjöl- skyldan fluttist til Reykjavíkur árið eftir. Hann varð eftirlits- maður hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna 1971 og sinnti mat- störfum víða um land á vegum fyrirtækisins allt til starfsloka 1990. Hjálmar og Svandís byggðu eigið hús, Ásgarð á Bíldudal og fluttu inn í það fullbúið á brúð- skaupsdegi sínum, stækkuðu síð- ar og bjuggu þar öll Bíldudals- árin. Í Reykjavík voru þau meðal frumbyggjanna í Efra-Breiðholti og bjuggu í Unufelli 31 frá 1972 þar til þau fluttu í Hvassaleiti 58 1994. Hjálmar starfaði mikið að félagsmálum á Bíldudal, var for- maður Sjálfstæðisfélags Arnfirð- inga og í kjördæmisráði, var for- maður sóknarnefndar Bíldudalskirkju 1953-67 og at- kvæðamaður að mörgu því sem til framfara mátti horfa þar vestra. Útför Hjálmars verður frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. ar, f. 12.1. 1971, kvæntur Elínu Gísla- dóttur, f. 5.2. 1969. Dætur þeirra eru Auður María, f. 17.3. 1996, Harpa Sigríð- ur, f. 15.3. 1999 og Eva Rakel, f. 2.12. 2004; c) Daníel, f. 17.8. 1973, kvæntur Hólmfríði Völu Svav- arsdóttur, f. 24.1. 1974. Börn þeirra eru Anna María, f. 17.2. 2000, Jakob, f. 23.7. 2001 og Unnur Guðfinna, f. 13.5. 2006; d) Svan- dís, f. 20.10. 1975, d. 20.10. 1975. B) Martha Ásdís, lektor, f. 27.2. 1951, gift Þorsteini Arnóri Jóns- syni, f. 25.7. 1951. Synir þeirra eru: a) Hjálmar, f. 6.5. 1971, kvæntur Bóel Hjartardóttur, f. 6.11. 1971. Dætur þeirra eru Hekla, f. 5.2. 1994, Martha, f. 31.10. 2001 og Hera, f. 29.11. 2003; b) Magni, f. 18.2. 1976, maki Hugrún Dögg Árnadóttir, f. 18.4. 1977. C) Hera, lyfjafræðingur, f. 8.10. 1954. Börn hennar og Haf- steins Hafsteinssonar, f. 17.10. 1953, eru: a) Inga Dís, f. 4.6. 1977, gift Ævari Karlssyni, f. 27.7. 1971. Börn hennar eru Emilía Rós, f. 27.6. 1995, Hafsteinn Aron, f. 19.7. 1998 og Ísleifur Karl, f. 19.2. 2005; b) Vignir, f. 7.10. 1982, sam- býliskona Kristjana Guðjóns- dóttir, f. 18.9. 1982. D) Sonur, f. 23.8. 1958, d. 23.8. 1958. E) Dóttir, f. 26.11. 1961, d. 26.11. 1961. Hjálmar var uppalinn á Bíldu- Ég hitti tengdaföður minn fyrst á Akureyri 17. júní 1967. Þá vorum við öll að fagna í tilefni stúdents- prófs okkar Jakobs. Hjalli tengda- pabbi bauð mér upp í dans þarna og við dönsuðum saman við „when I am sixty four“. Samleiðin með honum er því orðin rúmlega 40 ár og margs að minnast og þakka. Það hafði verið mér bæði til- hlökkun og kvíðaefni að hitta þessa tilvonandi tengdaforeldra mína en kvíðinn var auðvitað ástæðulaus. Seinna þetta sumar heimsótti ég heimili þeirra á Bíldudal. Þau hafa alltaf átt fallegt og hlýlegt heimili og handarverk þeirra beggja þar sjáanleg úti sem inni. Bíldudalur hafði yfir sér æv- intýraljóma sem mér fannst alveg standast við nánari kynni, fallegt umhverfi og frændfólkið tók mér vinsamlega. Þarna var ríki Hjalla. Þetta var hans pláss alla ævi, allt tók mið af Bíldudal og Arnarfirði. Þarna hafði hann upplifað sínar mestu sorgir og einnig dýpstu gleði. Allar sögurnar sem barna- börn og langafabörn fengu óspart að heyra gerðust í arnfirsku um- hverfi og voru gjarnan kryddaðar vestfirskum göldrum, ísbjörnum, stórfiskum, herskipum og ráðkæn- um, hugrökkum hetjum. Hjalli ólst upp með stórum frændgarði á Bíldudal og var auð- séð að kært var með þeim öllum, mikið um kossa og faðmlög þegar heilsast var. Þau áttu mörg sam- eiginlega erfiða lífsreynslu. Ætt- armótin þeirra voru þó skemmti- legar samkomur, mikið sagt af sögum, sungið, spilað og hlegið. Ættareinkenni þessa fólks eru já- kvæðni og glaðværð og bar tengdapabbi þessu fólki gott vitni, lagði gott til málanna og átti bara góð orð um samferðamenn. Oft varð ég vitni að því hve mörgum var hlýtt til hans, og þótti hann notalegur og jafnframt skemmti- legur félagi. Hann var einstaklega ráðagóður maður bæði í orði og verki, oft svo undrum sætti. Á búskaparárum okkar Jakobs á Seyðisfirði og Ísafirði vorum við svo lánsöm að starf Hjalla gaf til- efni til þess að hann kæmi oft í heimsókn til okkar. Það var alltaf tilhlökkunarefni og líka mikils virði fyrir strákana okkar, þar sem afar og ömmur voru alla jafna langt í burtu. Hann átti það til að útbúa matinn fyrir okkur, svo tók hann strákana í bíltúr og bauð upp á góðgæti og e.t.v. góða sögu með. Stundum varð hann veðurteppt- ur hjá okkur og það fannst okkur nú ekki gera mikið til, en hann vildi helst komast sem fyrst heim til Svandísar sinnar, sem hann virti og elskaði af hjarta alla tíð. Undanfarnar vikur hafa verið langar hjá Hjalla og fólkinu hans, hann mikið veikur rúmliggjandi á spítala, og þrátt fyrir frábæra umönnun starfsfólksins var tíminn lengi að líða. Svandís sat við rúmið hans hvern dag og börnin hans komu flesta daga. Þau hafa öll annast Hjalla einstaklega vel síð- ustu vikur og mánuði og þannig endurgoldið honum umhyggjuna. Fráfall náins ástvinar er alltaf sorglegt og tregafullt, en getur líka verið lausn. Hjalli var orðinn mjög þreyttur og dauðinn kom með líkn. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdaföður mínum elskusemina og alla hans umhyggju fyrir mér og mínum, við söknum hans. Hann fer í friði. Auður Daníelsdóttir. Hjálmari tengdaföður mínum kynntist ég fyrir tæpum 35 árum. Skömmu eftir okkar fyrstu kynni gerðist ég handlangari hjá honum er hann var að smíða rúmstæði fyrir Mörthu dóttur sína. Í upphafi undraðist hann áhuga minn á framvindu verksins og að vel tæk- ist til, þótt fljótt vaknaði grunur hjá honum að hvorki væri sá áhugi tengdur smíðum almennt né hand- bragði hans, þó full ástæða væri til. Í mínum huga var tengdafaðir minn æðrulaus hvunndagshetja. Tuttugu og þriggja ára missti hann foreldra sína í Þormóðsslys- inu. Í framhaldinu bar hann ásamt öðrum ábyrgð á velferð yngri systkina. Þessi lífsreynsla leið honum aldrei úr minni. Fáum hef ég kynnst á lífsleið- inni sem í lífsviðhorfi og athöfnum hafa verið meiri félagshyggju- og jafnaðarmenn en Hjálmar. Í öllum okkar samtölum um samfélagsmál gat hann aldrei útskýrt fyrir mér með trúverðugum hætti hvers vegna hann hefði ávallt stutt Sjálf- stæðisflokkinn, en með stefnu hans átti hann litla samleið. Hjálpsemi og umhyggja Hjálm- ars gagnvart sínum nánustu var annáluð. Á þessum tímamótum kemur mér oft í huga hversu vel það kom sér á árum áður, þegar þrengra var í búi, er hann gaukaði að okkur kassa og kassa af fiski. Það verður seint fullþakkað. Þó svo að oft hefði blásið á móti í lífsbaráttunni leit Hjálmar á sjálfan sig sem lánsaman mann og hafði oft orð á því. Hann hafði ein- stakt lag á því að magna upp björtu hliðarnar og gera gott úr aðstæðum á hverjum tíma. Það er mannbætandi að fá að hafa verið samferða Hjálmari í áratugi og kynnast æðruleysi og lífsviðhorfum hans. Þorsteinn A. Jónsson. Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf átt aðeins einn afa. Flestir vinir mínir áttu tvo afa eða jafnvel fleiri en ég átti bara einn. Því mið- ur er þetta breytt í dag og afi minn er farinn í nýtt ævintýri. Ég þurfti aldrei að öfunda vini mína vegna góðrar stöðu þeirra í afa- eign. Minn afi var nefnilega á við 17 því hann gat allt sem afar áttu að geta. Hann gat sagt manni æv- intýri af sjálfum sér og bestu tröllasögurnar. Hann gat gefið þrusugóð afaknús. Hann tálgaði handa manni sverð og kenndi manni að tálga sjálfur. Hann gat teiknað allt það sem maður bað hann um. Hann gerði bestu kæfu í heimi og ég sakna fiskihringsins sem hann bjó alltaf til. Að hjóla til afa og ömmu í Unufellinu var allt- af skemmtilegt ævintýri. Að fara á rúntinn með afa voru líka forrétt- indi og að fá að fara með honum í „ísbúðina okkar“ sem mér fannst alltaf skrýtið að fara í án hans. Afi minn, ég náði aldrei að þakka þér fyrir að hjálpa mér að verða að þeim manni sem ég er í dag. Ekki bara það að gefa mér fordæmi um hvernig góðir menn eru og að maður eigi alltaf að hafa húmorinn á réttum stað, heldur líka litlu hlutina eins og að tálga og fleyta kerlingar. Ég vona að þú sért með áskrift að Mogganum þar sem þú ert núna og getir lesið þetta þar. Vignir Hafsteinsson. Afi var einstakur maður, ein- stakur fyrir góðlyndi sitt og vel- vilja til allra. Ég hef oft hugsað um lífshlaup afa og hve mikilvæg fjölskyldan var honum. Margar skýringar komu eftir því sem árin liðu, ég heyrði af Þormóðsslysinu þar sem afi missti báða foreldra sína 23 ára að aldri. Hvernig hann tókst á við það ásamt systkinum sínum að koma yngri systkinum til manns. Hvernig afi og amma byrj- uðu búskap sinn með því að byggja sér hús á Bíldudal. Óham- ingju afa og ömmu að 2 börn þeirra dóu ungbarnadauða úr sjúkdómi sem auðlæknanlegur er í dag. Afi var einstakur að bugast ekki, heldur mæta lífinu af æðru- leysi og takast á við hvern vanda. Afi kenndi mér að á hverjum vanda finnst lausn, það þarf bara að hitta á hana. Afi var sannarlega höfðingi ættar sinnar og með vak- andi auga fylgdist hann ávallt með velferð okkar allra. Ég naut þeirra forréttinda að alast upp í skjóli afa og ömmu, fyrstu tvö árin mín bjuggum við mamma hjá afa og ömmu og síðan mörg ár í nánasta nágrenni. Ég var fljótur að læra leiðina milli húsanna og beið oft í stigagang- inum eftir að afi eða amma kæmi heim frá vinnu. Ég lærði að halda sunnudagana heilaga sem voru okkar afa bestu stundir, þá fórum við í góðan bíltúr og síðan heim til ömmu í kaffi og kökur. Þar áttum við tíma hvor fyrir annan, gátum spjallað um allt eða bara notið þess að vera saman. Bíltúrarnir urðu ekki margir síðustu árin en sá síðasti er mér ógleymanlegur. Ég lyfti þér inni í bíl og við lögðum af stað. Áðum eins og oft áður og fengum okkur pylsu og kók ásamt appelsíni og malta í nesti. Leiðin lá á Suðurnes, út að Garðskagavita. Það hafði gengið yfir ein af stærri lægðum haustsins og brimið utan fyrir Garðskagann ólýsanlegt, fallegt en óhugnanlegt samtímis. Oft höfðum við setið þar áður en nú fyrst sagði afi mér af hverju. 64 árum áður hafði vesti langafa fundist þarna í fjörunni framan við vitann. Í brjóstvasanum á vestinu var inn- kaupalista langafa fyrir afa og systkini hans. Ég skildi að við sát- um við leiði langafa og afi var að kveðja í síðasta sinn. Enginn maður hefur kennt mér meira um lífið en afi, betri fyr- irmynd er ekki hægt að hugsa sér. Afi sagði við mig oft: „Veistu nafni, ég er svo ríkur! Ríkur vegna þess að þið eruð heilbrigðar og góðar manneskjur.“ Ég er svo óendanlega þakklátur fyrir að hafa verið hluti af ríkidæmi afa. Þótt vissulega sé í dag kveðjustund og ég kveð þig nú eins og áður: „Afi, við pössum hvor annan, alltaf!“ þá veit ég að afi fylgir mér og minn- ing hans lifir hjá mér að eilífu. Hjálmar Þorsteinsson. Mínar fyrstu minningar um Hjalla afa voru þegar hann var að koma til okkar á Seyðisfjörð vegna vinnu sinnar, það var alltaf til- hlökkun hjá okkur bræðrum að fá afa í heimsókn og hann gaf okkur alltaf góðan tíma þegar hann kom. Hann teiknaði og tálgaði með okk- ur og fór með okkur í ísbíltúra. Ein minning frá þessum tíma hef- ur alltaf verið ofarlega í huga en það var þegar amma og afi komu austur ásamt Hjalla frænda og við fórum í Hallormsstaðaskóg og vor- um í tjaldi þar yfir helgi. Þá var nú ýmislegt brallað. Okkur bræðr- um fannst oft erfitt að alast ekki upp í kringum afa og ömmu en fengum alltaf að njóta þess þegar við komum í heimsókn í Unufellið. Það var alltaf gaman að koma í Unufellið og var oft mikið fjör þegar öll fjölskyldan var þar sam- an komin. Fyrstu kynni Ellu af afa og ömmu voru þau að hún ætti alltaf að kalla þau afa og ömmu sem hún og hefur gert allar götur síðan. Afi var einstaklega barngóður og dæt- ur okkar hafa fengið að njóta þess síðustu ár. Það mátti sjá langar leiðir hve glaður hann var að fá ný lítil langafakríli í fangið. Þá sat hann og talaði til þeirra og gaf sér góðan tíma til þess. Eftir því sem þau eltust breyttust leikirnir við þau, afi sat með þeim og sýndi þeim úttálgaðan ísbjörn og fleira dót sem leyndist í pokanum góða úr geymslunni. Hann spilaði við þau lúdó og spurði svo frétta eftir að þau fóru að ganga menntaveg- inn. Alltaf var tekið hlýlega á móti okkur og oftar en ekki var til ís til að gleðja smáfólkið hjá þeim afa og ömmu. Hann afi var mikill handverks- maður. Allt það sem hann gerði lék í höndunum á honum. Eigum við nokkra dýrmæta hluti sem hann skar út og einnig hafa stelp- urnar fengið að njóta góðs af þar sem hann saumaði nokkra púðana með fallegum barnamyndum á. Þegar ég hugsa um afa man ég hvað hann var vel liðinn af öllum. Ég man eftir þeim sem áttu sam- skipti við hann vegna vinnu á Ísa- firði að þeir höfðu orð á því hvað hann væri góður náungi. Ég man að við að heyra þetta sem lítill strákur fylltist maður stolti að eiga svona góðan afa. Hvíl í friði, elsku afi. Óskar Jakobsson og fjölskylda. Hjálmar Ágústsson  Fleiri minningargreinar um Hjálmar Ágústsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.