Morgunblaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ásta Ingv-arsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 4.
nóvember 1955.
Hún andaðist á
heimili sínu, Leið-
hömrum 44 í
Reykjavík, 13. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
hjónin Ingvar Þor-
steinsson, hús-
gagnasmíðameist-
ari í Reykjavík, f.
28. maí 1929, og
Steinunn Guðrún
Geirsdóttir, húsfreyja, f. 31. jan.
1930. Ásta var þriðja elst fimm
1927. Börn þeirra Ástu og Brynj-
ólfs eru Auður, f. 16. september
1976, unnusti Haraldur Ágúst
Sigurðsson, f. 23. júní 1974, Inga
Lillý, f. 8. desember 1979, eig-
inmaður Þorsteinn Gunnarsson, f.
27. nóvember 1978, og Bjarni, f.
9. apríl 1985, unnusta Sigrún Ív-
arsdóttir, f. 10. desember 1988.
Ásta ólst upp í Reykjavík. Hún
stundaði nám í tækniteiknun við
Iðnskólann í Reykjavík og lauk
náminu árið 1975. Hún hóf störf
hjá Verkfræðistofu Stefáns Ólafs-
sonar hf., nú VSÓ Ráðgjöf ehf.,
árið 1972 og starfaði þar til ævi-
loka, síðustu árin sem skrif-
stofustjóri.
Ásta verður jarðsungin frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.
systkina. Hin eru Re-
bekka, f. 24. mars
1951, d. 12. febrúar
2008, Bergljót, f. 8.
feb. 1954, Þorsteinn,
f. 19. mars 1960 og
Geir Örn, f. 9. apríl
1967.
Ásta giftist 7. júní
1975 Brynjólfi Ey-
vindssyni, lögmanni,
f. 1953 í Reykjavík 8.
desember. Foreldrar
hans eru Eyvindur
Ólafsson, járn-
smiður, f. 1. apríl
1926, d. 25. apríl 1996 og Bjarndís
Bjarnadóttir, húsfreyja, f. 16. júlí
Nú er stríðinu lokið eftir langa
baráttu við krabbameinið. Ásta hef-
ur fengið frið en það er sárt að sjá á
eftir góðum konum, fyrst Rebekku
og nú Ástu. Fjölskyldan situr eftir
harmi slegin og það skarð sem þær
systur skilja eftir er erfitt að fylla.
Ásta var besta manneskja sem við
höfum þekkt, ávallt brosandi, lífs-
glöð, sterk og umhyggjusöm. Hún
háði hetjulega baráttu við sjúkdóm-
inn og sýndi ótrúlegt þrek og æðru-
leysi í veikindum sínum. Það er svo
margt sem kemur upp í hugann
núna. Svo margar góðar minningar
sem við áttum saman. Þakklæti er
okkur efst í huga fyrir að hafa
kynnst Ástu. Þakklæti fyrir að hafa
haft hana í lífi okkar. Ásta hugsaði
vel um alla og var alltaf tilbúin að
hjálpa, hún átti alltaf stund til að
hlusta og það var mikil ánægja að
umgangast hana og Binna.
Ásta átti því láni að fagna að eiga
góðan eiginmann og lífsförunaut,
Binni stóð traustur við hlið hennar
alla tíð. Þau voru samhent hjón og
miklir vinir. Samband þeirra ein-
kenndist af væntumþykju og virð-
ingu. Þau voru góð heim að sækja og
gestkvæmt var á heimilinu. Það var
svo gaman að koma í heimsókn til
Ástu og Binna. Heimilið var eins og
félagsheimili fyrir vini og vanda-
menn. Börn Ástu og Binna, Auður,
Inga Lillý og Bjarni, hlutu gott og
ástríkt uppeldi og eru yndisleg börn.
Ást og umhyggja fjölskyldunnar
kom vel í ljós í veikindum Ástu. Þau
reyndu að hjálpa henni á allan hátt
og voru henni stoð og stytta í öllu
sem á þurfti að halda.
Systurnar Ásta og Rebekka voru
hetjur sem háðu mikla baráttu og
skilaboð þeirra til okkar eru skýr.
Lífið er yndislegt og það heldur
áfram.
Að leiðarlokum Ástu er margs að
minnast og fyrir margt að þakka.
Fjölskyldan á sér sterkt bakland og
munum við sem endranær hugsa vel
hvert um annað og heiðra minningu
um systurnar sem sárt er saknað.
Elsku Binni, Auður, Halli, Inga
Lillý, Steini, Bjarni, Sigrún, Ingvar
og Lillý við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð. Okkar missir er mik-
ill en minningin um góða konu mun
lifa. Minning hennar mun ávallt lifa.
Hvíl í friði, elsku Ásta og góða
ferð.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þorsteinn, Ragna, Ingvar
og Sigríður Alexandra.
Þegar ég nú kveð dásamlega mág-
konu mína rifjast upp öll þau góðu
ár sem við Rebekka áttum saman
með Ástu og Binna, þá sérstaklega
öll ferðalögin og allir veiðitúrarnir.
Það er mér sérstaklega minnisstætt
hvað Ásta hafði alltaf gott skap,
enda ávallt kát og hress. Ef upp
komu einhver vandamál þá bara
leysti hún þau í hvelli. Eins og þegar
þeim systrum datt í hug að baka
smákökur fyrir jólin inn á Hjalla-
vegi, þar sem við Rebekka hófum
okkar búskap saman. Það var stór-
kostleg sjón sem mætti mér þegar
ég kom heim úr vinnunni og kom inn
í eldhús. Þar stóðu systurnar þrjár,
Rebekka, Ásta og Begga, í bakstri
og hafði komið upp það vandamál að
það var ekki rétt kló á hrærivélinni.
Ásta leysti það vandamál í hvelli og-
sat hún flötum beinum á gólfinu með
hrærivélaskálina í kjöltunni og
hrærði deigið með miklum krafti.
Þessi bakstur þeirra systra varð til
þess að ég fann krukkur og dollur
fullar af smákökum inni í skápum
fram eftir öllu árinu.
Ég gæti skrifa heila bók um Ástu
og allt það sem hefur gerst á þessum
38 árum sem nú eru liðin, eða síðan
ég kom inn í þessa dásamlegu fjöl-
skyldu þeirra systra. Við fórum öll
eitt sinn í ferðalag til Spánar og vor-
um þar í heilan mánuð á hóteli.
Þetta var á dögum fyrir kreditkortin
svo við vorum orðin frekar peninga-
lítil og áttum við varla fyrir þjór-
fénu. Þá datt Ástu og systrunum í
hug að safna saman öllum flöskun-
um og dósunum inni á herbergjun-
um okkar og selja svo niðri í búðinni.
Í staðinn fengu þær á annað hundr-
að sleikjóa sem var gengið með um
hótelið og starfsfólkið spurt hversu
mörg börn þau áttu og fengu svo
sleikjó fyrir hvert og eitt þeirra.
Þetta mæltist svo vel fyrir að þeir
sem voru á frívakt þennan dag komu
upp á herbergi daginn eftir til að fá
sleikjóa fyrir sig og sína. Ég held að
það hafi enginn áður glatt eins stór-
an hóp með eins litlu og þær systur
gerðu þarna. Svo árið 2004 veiktist
Rebekka og veikindin tóku sig einn-
ig upp hjá Ástu. Þá var ákveðið að
fara ferðast og nýta tímann okkar
vel. Það gerðum við með því að fara í
tvær siglingar og tvisvar síðan til
Kaupmannahafnar, en einnig fóru
Ásta og Inga Lillý saman til Ítalíu
að hitta Auði og Halla. Alltaf þegar
ég spurði Ástu hvernig hún hefði
það var svar hennar alltaf að hún
hefði það fínt og svo brosti hún út að
eyrum. Þegar þær Rebekka lágu
saman uppi á Landspítala sagði Re-
bekka við mig: „Ég skil ekki í henni
Ástu, hérna er hún fárveik og liggur
bara og prjónar!“ En þetta einmitt
lýsir henni Ástu best, þessari
dásamlegu manneskju sem ég kveð
hér og bið að skila kveðju frá mér og
börnunum til systur sinnar.
Binni minn, þú hefur misst góða
konu og Auður, Inga Lilly og Bjarni
elskulega móður. Missir tengdafor-
eldra minna, Ingvars og Lillýjar, er
mikill en að missa tvær dætur með
mánaðar millibili er meira en leggj-
andi er á eldri hjón, en Ásta og Re-
bekka skilja eftir sig dásamleg börn
sem munu hugsa vel um ömmu sína
og afa. Ég vil votta Binna, Auði,
Ingu Lilly og Bjarna og Ingvari og
Lillý og fjölskyldu samúð mína.
Þinn mágur
Einar.
Ég vil minnast Ástu mágkonu
minnar til 36 ára með þessu fallega
ljóði sem heitir Ásta.
Þótt hún horfðist í augu við fjandafjöld
henni féllust ei hendur, vék ekki um
spönn.
Jafnvel er ævinnar komið var kvöld
og kraftarnir þurru var óslitin önn
allt hennar líf.
Hún var öðrum hlíf,
einstök, heilsteypt og sönn.
Sá er hugsar án afláts um annarra hag,
hvert andartak, hann er bestur.
Sá er ann sér ei hvíldar einn einasta dag
sem er hann á jörðinni gestur
en skilyrðislaust
með skipandi raust
heimtar skerf þeirra smæstu – er mestur.
Því var ekki öllum svo auðvelt að tjá
sinn einlæga harm er hún lést,
þessi einstaka kona er allir þeir dá
sem örlögin léku verst,
þeirra sorg er svo sár.
Þeirra saknaðartár
sýna að þeir þekktu hana best.
(Ásgeir Árnason)
Elsku Binni bróðir, Auður og
Halli, Inga Lillý og Steini, Bjarni og
Sigrún, Ingvar og Lillý, systkini og
aðrir ættingjar. Harmur okkar er
með eindæmum mikill, en minningin
um bros Ástu og glæsileika mun ylja
okkur um ókomin ár.
Í mínum huga varst þú ekki að-
eins mágkona heldur frábær vinur
og félagi. Þú varst besta kona í
heimi.
Þín mágkona
Camilla.
Sterk og ljúf kona eru orð sem
koma upp í huga minn er ég minnist
Ástu frænku minnar. Hún var alltaf
svo jákvæð og eins var stutt í brosið
og hláturinn. Hún vildi allt fyrir alla
gera og sá alltaf það besta í öllum.
Allar veislurnar og veiðiferðirnar,
sem þau Binni buðu til gleymast
ekki. Við fjölskyldurnar, foreldrar
mínir og þau borðuðum alltaf saman
á jóladag og á gamlárskvöld og var
borin fram dýrindismatur.
Ásta var ung er hún veiktist fyrst,
en hún barðist eins og hetja í veik-
indum sínum og aldrei heyrði ég
hana kvarta undan neinu. Sem barn
var ég svo hrifin af rauða varalitnum
og rauðu nöglunum hennar, hún var
alltaf svo fín. Ég var svo montin af
því að vera skírð í höfuðið á henni,
og fannst ég eiga stóran hlut í henni.
Hún var engill í mannsmynd og
sagðist vera varamamma mín.
Við mæðgurnar ásamt Ástu og
Inga Lillý fórum í ógleymanleg ferð
til London fyrir bráðum fimm árum
sem ég á aldrei eftir að gleyma. Allt
sem hún gerði fyrir okkur Jasmín
verður seint fullþakkað. Ég veit að
þær Rebekka hugsa um vel Emilíu
Líf og að nú er hún í góðum hönd-
um. Ég gæti skrifað endalaust um
Ástu og aðáun mína á henni, ég mun
alltaf minnast hláturs hennar og
brossins. Nú kveð ég elsku Ástu
með mikilli sorg í hjarta. En ég veit
að tíminn læknar öll sár og ég mun
hitta hana aftur. Elsku Binni, Auð-
ur, Inga Lillý, Bjarni, amma og afi,
guð gefi ykkur styrk í þessari miklu
sorg.
Nokkur orð frá Jasmín Ósk í lok-
in:
Elsku Ásta, ég sakna þín svo mik-
ið. En nú ertu farin til Guðs, Ásta
mín. Þú ert svo rosa, rosa góð. Þú
varst alltaf svo góð við mig. Bless
Ásta.
Ásta Bjarndís Bjarnadóttir og
Jasmín Ósk Sigurðardóttir.
Elsku Ásta mín. Ég sakna þín svo
sárt. Mér finnst svo skrítið og
óraunverulegt að þú sért farin frá
okkur. Það verður erfitt að hugsa
um að þú sért ekki með okkur leng-
ur. En ég veit að þú ert á góðum
stað og ég veit að þú þarft ekki að
þjást lengur. Þú hvílir loks í friði. Þú
barðist svo hetjulega við erfið veik-
indi í mörg ár. Ég mun alltaf minn-
ast þín sem góðhjörtuðustu mann-
eskju í heimi. Ég man svo vel þegar
ég var lítil að ég kom svo oft í heim-
sókn til ykkar Binna, Auðar, Bjarna
og Ingu Lillýar. Gisti svo oft hjá
ykkur. Ég á ekki orð yfir þær stund-
ir sem við áttum saman, en þessar
frábæru stundir munu alltaf varð-
veitast í hjarta mínu. Mér þykir
vænt um þig, elsku Ásta mín.
Ég nefni nafnið þitt,
og nætur myrkrið flýr,
því ljóma á loftið slær
hið liðna ævintýr.
Ég nefni nafnið þitt
og nýja heima sé;
þar grær hið villta vín,
þar vagga pálmatré.
Ég nefni nafnið þitt
og nóttin verður hlý.
Ég heyri klukknaklið
frá kirkju í Assisi.
Þú kemur móti mér
í minninganna dýrð.
Í sólskini og söng
er sál mín endurskírð.
(Davíð Stefánsson.)
Þín,
Ásta Camilla.
Að gefast upp eru orð sem ekki
voru til í lífsbók elsku Ástu, móð-
ursystur minnar. Baráttugleði henn-
ar við illvígan sjúkdóm var með ein-
dæmum og okkur öðrum til
eftirbreytni. Hún hafði ótrúlegt
jafnargeð og setti sjálfa sig aldrei í
fyrsta sætið.
Vol og væll voru henni ekki að
skapi og minnist ég orða hennar síð-
ustu dagana fyrir andlátið. Þá gekk
ég inn í eldhúsið á Leiðhömrunum
og spurði fólkið hvað það segði,
heyrist þá strax í Ástu „bara allt
gott“. Þessarar setningar mun ég
ávallt minnast. Sárlasin en fegin fyr-
ir hverja stund.
Ég á svo margar minningar um
Ástu að ég gæti hreinlega skrifað
heila bók. Fjölskyldur okkar bjuggu
hlið við hlið, fyrst í Kvistalandi í
kjallaranum hjá ömmu og afa, síðan
í Réttarselinu og svo að lokum í
Grafarvoginum, þar sem stórfjöl-
skyldan öll býr.
Ég á eina minningu frá æsku sem
að mun aldrei hverfa úr huga mér.
Það var þegar foreldrar mínir fóru
til Srí Lanka 1985 til þess að sækja
systur mína og nöfnu hennar Ástu.
Þá skrapp ég yfir í næsta hús í 1
mánuð og Ásta frænka tók mig að
sér á meðan.
Fyrsta alvöruskólaballið mitt í
Ölduselsskóla átti sér stað á þessum
tíma en þá var ég tólf ára gömul.
Diskótímabilið var í hámarki og Ma-
donna í miklu uppáhaldi hjá gelgj-
unni. Ásta tók hlutverk sitt sem
varamamma mjög alvarlega og ætl-
aði sko að sjá til að fyrsta ballið yrði
eftirminnilegt. Hún dressaði mig
upp í langflottasta „outfittið“ á ball-
inu, bleika peysu með herðapúðum,
grifflur og hlóð á mig allskonar
skartgripum. Við skulum ekki einu
sinni fara út í hárgreiðsluna.
Ásta Ingvarsdóttir
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
stjúpmóðir, amma og langamma,
HELGA ÞURÍÐUR MARSELLÍUSDÓTTIR,
Austurvegi 7,
Ísafirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Ísafirði, fimmtudaginn
20. mars.
Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugar-
daginn 29. mars kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabba-
meinsfélagið Sigurvon á Ísafirði.
Þórður Pétursson,
Áslaug Jóhanna Jensdóttir, Magnús Helgi Alfreðsson,
Finnur Guðni Þórðarson, Aðalheiður María Þráinsdóttir,
Hilmar F. Þórðarson, Guðmunda Brynjólfsdóttir,
Pétur S. Þórðarson, Kristín Gunnlaugsdóttir,
Níels Jón Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Faðir minn og bróðir okkar,
STEINDÓR ZÓPHÓNÍASSON,
fyrrum bóndi,
Ásbrekku í Gnúpverjahreppi,
andaðist á hjúkrunar - og dvalarheimilinu
Kumbaravogi mánudaginn 17. mars.
Útför hans fer fram frá Selfosskirkju 27. mars
kl.13.30.
Jarðsett verður í Stóra- Núpskirkjugarði þann
sama dag.
Ingveldur Sigrún Steindórsdóttir
og systkini hins látna.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐJÓN SVERRIR SIGURÐSSON,
áður Grímshaga 7,
síðast til heimilis
hjúkrunarheimilinu
Hrafnistu,
andaðist laugardaginn 22. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Valdís S. Daníelsdóttir,
Bragi Guðjónsson, Ingibjörg Júlíusdóttir,
Herdís Guðjónsdóttir, Bjarni M. Jóhannesson,
Sigríður B. Guðjónsdóttir, Guðmundur Gíslason,
barnabörn og langafabörn.