Morgunblaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AFLÞYNNUVERKSMIÐJAN sem tekur til starfa á Akureyri síðar á árinu er ekki líkleg til þess að hafa í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif, að mati Skipulagsstofnunar. Hún er því ekki háð mati á umhverf- isáhrifum. Alls verða til um 90 störf í verksmiðjunni. Verksmiðjan verður reist í Krossanesi, þar sem iðnaður hefur verið starfræktur í áraraðir en fiski- mjölsverksmiðju Ísfélagsins var lok- að fyrir nokkrum misserum. Ferlið í nýju verksmiðjunni felst í rafgreiningu eða rafhúðun á völs- uðum álþynnum með lífrænni sýru. Um er að ræða röð baða þar sem bæði rafhúðun með efnum og hreins- un á yfirborði álþynna fer fram. Þess á milli er yfirborð álþynnanna hreinsað með fosfórsýru. Þegar ferl- inu lýkur hefur myndast örþunn filma á yfirborði þynnanna og þá er orðin til fullgerð aflþynna, sem svo er kölluð, sem er til þess að geyma orku í rafmagnsþéttum. Skipulagsstofnun telur að þar sem aflþynnuverksmiðjan kemur til með að nota talsvert magn hættulegra efna sé afar brýnt að við leyfisveit- ingar verði hugað sérstaklega að flutningi, geymslu, meðhöndlun og förgun þeirra og telur brýnt að unn- ið verði áhættumat fyrir starfsemina með tilliti til þeirra efna sem notuð eru. Verksmiðjan í Krossanesi mun þurfa mjög mikla orku – alls 640 gígavattsstundir á ári sem er fimm sinnum meira heldur en notað hefur verið á öllu Eyjafjarðarsvæðinu ár- lega að undanförnu. Á heimasíðu Landsvirkjunar kemur fram að raf- orkukerfi fyrirtækisins hafi verið undir miklu álagi í vetur og verði áfram nánast fullnýtt, og þar kemur verksmiðjan í Krossanesi við sögu. „Undanfarin misseri hefur Lands- virkjun framleitt raforku til gang- setningar á stækkun álvers Norður- áls á Grundartanga sem gerði Norðuráli kleift að flýta gangsetn- ingu en virkjanir Orkuveitu Reykja- víkur og Hitaveitu Suðurnesja eiga að framleiða raforku í þágu stækk- unarinnar til frambúðar. Sú raf- orkuframleiðsla Landsvirkjunar nýtist rafþynnuverksmiðju Becro- mal á Akureyri framvegis …“ Í skýrslu Skipulagsstofnunar kemur fram, í kafla um áhrif á at- vinnulífið, að áætlað sé að verk- smiðjan skapi allt að 90 framtíð- arstörf. Það hefur áður komið fram, en í skýrslunni segir að það séu um „60 störf fyrir verksmiðjufólk, 22 fyrir iðnmenntaða, 4 verkfræðistörf og 4 við skrifstofuhald og stjórnun“. 60 störf fyrir verksmiðjufólk Aflþynnuverk- smiðjan þarf ekki í umhverfismat Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Krossanes Aflþynnuverksmiðjan verður á hafnarsvæðinu í Krossanesi, á svipuðum stað og fiskimjölsverksmiðjan var um áratuga skeið. HUNDURINN Pjakkur var á ferð með eiganda sínum í miðbænum á dög- unum og var staldrað við á Bæjarins bestu. Hann Pjakkur litli fékk að sjálf- sögðu bita af góðgætinu enda alkunna að hundaeigendur koma engum vörn- um við þegar vinalegum augum og dillandi skotti er beitt við sníkjurnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bæjarins bestu fyrir besta vininn VERKTAKAR á vegum fram- kvæmda- og eignasviðs Reykjavík- urborgar hófu í síðustu viku vor- hreinsun á gatnakerfinu í Reykjavík. Alls eru um 20 stórvirk hreinsitæki notuð við hreinsun í borginni; götusópar, gang- stéttasópar, sugur og vatnsbílar. Í tilkynningu frá borginni segir að tækjunum verði öllum beitt þegar aðstæður leyfa, en verði kuldakast næstu daga, eins og spáð er, geti orðið tafir á hreinsun enda ekki hægt að þvo og sópa götur í frosti. Þá eru starfsmenn Fram- kvæmda- og eignasviðs stöðugt á ferðinni við að hreinsa upp erfiða staði þar sem rusli hættir sér- staklega til að safnast, sem eink- um vill verða í nágrenni greiða- sölustaða. Í vorhreinsuninni verður í byrj- un lögð áhersla á hreinsun stofn- brauta og stofnstíga. Áætlað er að vorhreinsun ljúki fyrir 15. apríl vestan Kringlumýrarbrautar og fyrir 1. maí austan hennar, en veltur framvinda verksins þó mjög á veðri. Vorhreinsun hafin í Reykjavík Morgunblaðið/Jim Smart TVEIR menn voru handteknir í íbúð við Leifsgötu á páskadags- morgun vegna slagsmála, en átökin reyndust ekki eins alvarleg og ótt- ast var. Skömmu fyrir klukkan 11 á páskadagsmorgun var lögreglu til- kynnt um slagsmál í íbúð við Leifs- götu og var þess getið að maður ógnaði öðrum með hnífi. Því var fjölmennt lið lögreglu og sérsveitar sent á staðinn og götunni lokað. Þegar lögreglu bar að garði sveif mun meiri ró yfir vötnum en búist hafði verið við og enginn með hníf í hendi. Mennirnir voru samt báðir hand- teknir án mótspyrnu og síðan sleppt að yfirheyrslum loknum. Ógnaði öðr- um með hnífi ÍSLENDINGUR hefur tekið sæti í stjórn Samtaka evrópskra þýðenda. Bogi Örn Emilsson, framkvæmda- stjóri þýðingastofunnar Skjals ehf., settist í stjórn ELIA, European Language Industry, á árlegum fundi samtakanna sem haldinn var í París fyrir skömmu. Samtökin hafa starfað í þrjú ár, en evrópsk þýðingarfyrirtæki hafa um árabil átt sér samráðsvettvang. Það þykir mikil viðurkenning fyrir íslenska þýðingarstarfsemi, að fulltrúi Íslands eigi þar sæti. Skjal hefur starfað frá árinu 2000. Meginþorri verkefna fyrirtæk- isins er helgaður þýðingum úr og á 13 Evróputungumál. Liggja þau ýmist á sviði þýðinga viðskipta- gagna fyrirtækja, löggiltra skjala- þýðinga eða efnis tæknilegs eða al- menns eðlis. Í stjórn Samtaka evrópskra þýðenda GUÐJÓN Sverrir Sig- urðsson, rannsóknar- maður, fyrrverandi for- maður Iðju og borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins lést á Hrafnistu 22. mars sl. Guðjón Sverrir fædd- ist 17. október 1925 í Keflavík. Hann var son- ur Sigurðar Ingjalds- sonar Pétursson, út- gerðarmanns í Keflavík, og Birnu Hafliðadóttur húsmóður. Guðjón Sverrir lauk stúdentsprófi frá MR 1946 og stundaði nám í efna- fræði við Háskóla Íslands og lærði þar verkfræðiteikningar. Hann lauk námi í forspjallsvísindum frá HÍ 1977. Hann stundaði auk þess nám í efna- og eðlisfræði við háskólann í Dublin 1947-51, nám í guðfræði við HÍ 1953-56 og nám í hagræðingar- tækni hjá Iðnmálastofnun Íslands árið 1962. Guðjón Sverrir var gæðaeftirlits- sjóri og verkstjóri í málningaverk- smiðjunni Hörpu 1955-67, fram- kvæmdastjóri Iðju 1957-70, starfsmaður Rannsóknarstofnunar iðnaðarins um árabil og starfaði hjá Tækni- stofnun Íslands 1977- 95 þegar hann lét af störfum sökum aldurs. Guðjón Sverrir var alla tíð virkur í fé- lagsstörfum. Hann sat í fjölda nefnda og ráða á vegum Reykjavíkur- borgar, ríkisins og íþróttahreyfing- arinnar. Hann var formaður Iðju 1957-70 og ritari 1970-71, sat stjórn Óðins 1965-69 og var formaður þess 1968-69, var borgarfulltrúi í Reykja- vík fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1962-66 og á sat sama tíma í flokksráði flokksins. Hann sat í miðstjórn ASÍ 1968-72. Guðjón Sverrir var formað- ur knattspyrnufélagsins Þróttar 1965-71. Guðjón Sverrir var sæmdur gullmerki Iðju og gullmerki Þróttar. Eftirlifandi eiginkona Guðjóns Sverris er Valdís Sigurlaug Daníels- dóttir. Þau eignuðust þrjú börn, Braga, Herdísi og Sigríði Birnu. ÁRNI Stefánsson, fyrrverandi hótelstjóri á Höfn í Hornafirði, lést að morgni páska- dags, rúmlega áttræð- ur að aldri, en hann var fæddur 10. júlí 1927 á Felli í Breiðdal. Árið 1951 lauk Árni kennaraprófi og var hann kennari á Höfn og í Breiðdal 1951- 1959. Hann var skóla- stjóri Hafnarskóla á Höfn 1962-1975. Ásamt svila sínum, Þórhalli Dan Kristjánssyni, byggði Árni og rak Hótel Höfn 1966-1996. Hann var frumkvöðull í uppbygg- ingu ferðaþjónustu í Austur-Skafta- fellssýslu og í forystusveit í þeirri at- vinnugrein um árabil. Árni vann mikið að félagsmálum. Var m.a. formaður í ungmennafélög- unum Hrafnkatli Freysgoða í Breið- dal og Sindra á Höfn, einnig í Ung- mennasambandinu Úlfljóti í Austur-Skaftafellssýslu og var dyggur stuðningsmaður íþrótta- starfs alla tíð. Hann var hrepps- nefndarmaður á Höfn, sat einnig þar í skattanefnd, skólanefnd, bygging- arnefnd, skipulags- nefnd, stjórn heilsu- gæslustöðvar og kjörstjórn til alþingis- kosninga. Árni var á meðal stofnenda Karlakórsins Jökuls og lengi formað- ur hans. Hann vann og að stofnun á vikuritinu Eystra-Horni. Sat í frœðsluráði Austur- lands, var stjórnarmað- ur í Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga, Jökla- ferðum hf. og í Sambandi veitinga- og gistihúsaeig- enda. Hann var formaður í sóknar- nefnd Hafnarsóknar í mörg ár, starf- aði í Bridsfélagi, Lionsklúbbi og Golfklúbbi Hornafjarðar og tók þátt í leiksýningum á Höfn um árabil. Hann helgaði sig síðar félagsstarfi eldri borgara og var í nokkur ár for- maður Félags aldraðra á Höfn. Árni hlaut m.a. heiðursmerki KSÍ, SVG, Úlfljóts og Karlakórsins Jök- uls. Eftirlifandi eiginkona Árna er Svava Sverrisdóttir. Börn þeirra eru Hjördís, Sigurbjörg, Árni Stefán, Gísli Sverrir, Guðlaug og Gauti. Andlát Árni Stefánsson Guðjón Sverrir Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.