Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 14
Morgunblaðið/Valdís Thor Uppáhaldsbíllinn minn er Jagúar einsDýrlingurinn ók á sínum tíma. Mérhafa alltaf fundist það stórkostleg-ir bílar en mér þykir líka rosalega vænt um Santa Fe-jepplinginn minn þótt ég nenni sjaldnast að þrífa hann.“ – Tengistu jepplingnum að einhverju leyti á tilfinningalegan máta? „Ég get nú varla sagt það. Ég þekki reynd- ar ekki Volkswagen frá vörubíl á götu en Jagúarbílar hafa ávallt heillað mig sér- staklega. Ég lifi samkvæmt þeirri „fílósófíu“ að það skipti ekki máli hvernig bíl þú ekur svo lengi sem hann kemur þér milli staða. Ég hef lengi predikað þetta í fjölskyldunni og talaði um að því ódýrari sem bílar væru því betra. Maðurinn minn hló því illkvittnislega þegar ég benti á bíl sem rann framhjá okkur á götu í London, lítill hvítur og voða sætur, og sagði: „Svona bíl myndi ég vilja. Þetta er fallegur bíll.“ Um var að ræða sporttýpu af Jagúar sem kostar víst álíka og ævilaun venjulegs launa- fólks á Íslandi. Ég hef farið varlega í að benda á ökutæki síðan.“ – Hvernig bíl myndirðu vilja eignast ef þú þyrftir ekki að velta verðinu fyrir þér? „Draumabíllinn getur verið hvaða tegund sem er en rauður yrði hann, svo mikið er víst. Það er eitthvað svo einstaklega glæsilegt við rauða bíla og svo er maður örugglega áberandi í rauðum bíl. En í bili læt ég mér nægja gráan jeppling og fell inn í fjöldann.“ Þekki ekki Volks- wagen frá vörubíl Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri tímaritsins Hann/Hún verður dreymandi á svip þegar hún er beðin um að segja frá draumabílnum sínum 14|Morgunblaðið Hver er er uppáhalds-bíllinn þinn? ,Ég myndisegja að það væri sábíll sem ég á hverju sinni. Ég hef í raun aldrei verið óheppin í bílakaupum og fer oftast eftir tilfinningunni sem ég fæ þeg- ar ég sest undir stýri til að prufu- keyra. Ætli maður sé ekki bara einfaldlega svona næmur á þetta? Ég vel bíl sem veitir mér góða til- finningu og ég get eytt miklum tíma í á notalegan hátt. Þá skipta t.d. máli gæði hljómkerfis og inn- réttinga, að lyktin sé góð og sætin séu mjúk. Litir hafa einnig mikil áhrif og eru mikilvægir. Ég er til dæmis mjög ánægð með hvíta Volvo-inn sem ég á í dag, það er engu líkara en hann hafi verið hannaður fyrir mig.“ Hvort ertu meira fyrir jeppa eða fólksbíla? ,,Ég er algjör jeppakona! Ég keypti eitt sinn stóran jeppa á risadekkjum og fór á fjöll til að komast í burt úr bænum en það er nokkuð sem ég elska að gera. Einnig tel ég mikið öryggi fólgið í að vera á jeppa, hann er jú með sterkari byggingu en flestir fólks- bílar, maður situr hærra uppi og hefur því betri yfirsýn í umferð- inni.“ Áttu draumabíl? ,,Já, ætli ég verði ekki að segja að það er fallegur jeppi– jafnvel Hummer eða Landcruiser – og hann verður að vera hvítur.“ Fallegur jeppi væri draumabíllinn Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir verkefna- stjóri og markaðsfulltrúi hjá Senu Morgunblaðið/ÓmarVÖKVAKERFISSÍUR SMUROLÍUSÍUR HRÁOLÍUSÍUR KÆLIVATNSSÍUR LOFTSÍUR Reki hf · Fiskislóð 57-59 · 101 Reykjavík Sími 562 2950 · Fax 562 3760 E-mail: bjorn@reki.is · Vefsíða: www.reki.is Fi sk ifr ét tir /G ut en be rg Dedication to Excellence Award 2004 smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.