Morgunblaðið - 28.03.2008, Side 28

Morgunblaðið - 28.03.2008, Side 28
28|Morgunblaðið Upphaflega ætlaðu Jón ogfélagar hans að vinna íþrjá mánuði á bílnumen málin þróuðust á þann veg að þeir eru enn að. Og eru að spekúlera í nýjum bíl sem verður vonandi kominn til þeirra í júní. Jón Helgason lærði til þjóns en tók að sér þriggja vikna vinnu við holræsahreinsun og hefur haft það að atvinnu síðan. Hann hlær og segist núna vinna við ,,hinn end- ann“ á þjónustustörfum. ,,Mér líkaði einfaldlega bara vel við þessa vinnu og hér er maður alltaf að læra eitthvað nýtt. Það er auk þess bæði gott og hressandi að vera í útivinnu og starfið er alls ekki sóðalegt því bílarnir sjá um þá hlið málsins. Svo er nokkur lík- amleg hreyfing í þessu. Við vinnum yfirleitt tveir saman á bílnum en það er gert út frá ör- yggissjónarmiðum. Ef annar okkar þarf t.d. að fara niður í brunn er nauðsynlegt að félagi sé ofanjarð- ar. Við gætum þess ávallt að skola brunnana áður en við förum niður í þá.“ – Í hverju felst starfið fyrst og fremst? ,,Við hreinsum lagnir með há- þrýstislöngu sem fer inn í lagn- irnar. Vatnsþrýstingur ýtir slöng- unni áfram að þeim stað sem við viljum hafa hana, síðan drögum við hana til baka með fullum þrýstingi og með þessum hætti hreinsast lögnin að innan. Það er mikill sandur og grjót sem kemur upp og við erum með sog á bílnum sem reyndar kallaðist eitt sinn ryk- suga. Það kemur fyrir að heilu hverfin stíflist vegna fitu í lögnum og í dag vinnum við mikið við hreinsun allrar fitunnar úr kransæðakerfi borgarinnar sem liggur í jörðinni. Þessi fita er að mestu komin frá matargerð og svo virðist sem ekki séu nógu margar fitugildrur við veitingahúsin. Við getum ímyndað okkur að við hellum hangikjötsfloti í klósettið, þá rennur það fyrst nokkuð marga metra, jafnvel kíló- metra, kólnar á leiðinni og storkn- ar. Þá er komin stífla í æðarnar ef svo má að orði komast. Dregið úr stífluvandamálum Við hreinsum rotþrær og smúl- um plön, jafnvel heilu bygging- arnar. Þá er meðtalið veggir og gluggar. Lögreglustöðin við Hverf- isgötu hefur t.d. stundum fengið slíka meðferð hjá okkur. Þá setj- um við gljáa í vatnið til þess að ná sjávarsaltinu vel af gluggunum hjá þeim og þá fæst fallegt útsýni út á sjó.“ – Gætum við komist af án hol- ræsabíla? ,,Nei, tæplega. þá yrði að grafa mikið. Hér áður fyrr unnu menn þessi störf með gömlum Landro- ver-jeppa og ullarpoka. Þá var reynt að láta band fljóta niður, jeppinn settur í gang en ullarpok- inn vildi stundum festast. Stundum var líka gripið til annars ráðs sem var að draga akkeriskeðjur eftir lögnunum til þess að ná upp úr þeim. Á síðustu árum er unnið þannig að byrjað er á einu ákveðnu hverfi þar sem allar lagnir eru teknar í gegn, hvort sem þær eru óhreinar eða ekki, því það er fyrirbyggjandi hvað stíflur varðar. Með þessu kerfi hefur dregið mjög úr stíflu- vandamálum í borginni. Eins er með niðurföllin en tekin eru í gegn 6-7.000 þeirra í einu en það dregur náttúrlega úr flóðunum sem var mikið um hér áður. Það fer ótrú- lega mikill sandur í hvert nið- urfall.“ – Hvað er skemmtilegast við vinnuna? ,,Það er nú líklega ánægjusvip- urinn á húsmæðrunum þegar við erum búnir að losa hvimleiðar stíflur og leysa málin,“ segir Jón og brosir. hauksdottir@hotmail.com Morgunblaðið/RAX Hrein Jón Helgason ásamt starfsfélaga sínum losar Reykjavíkurbúa við stíflurnar og heldur holræsunum hreinum. » Við getum ímyndaðokkur að við hellum hangikjötsfloti í kló- settið, þá rennur það fyrst nokkuð marga metra, jafnvel kíló- metra, kólnar á leiðinni og storknar. Þá er kom- in stífla í æðarnar ef svo má að orði komast. Árið 2004 bauð Reykjavíkurborg út alla hreinsun á holræsakerfinu. Um það leyti samdi Jón Helgason þá við borgina um að kaupa af henni holræsabílinn og stofnaði fyrirtækið Spíssar ehf. en hann hafði áður starfað á hreinsibílum og síðar hjá holræsa- deild borgarinnar. Hrund Hauksdóttir tók Jón tali og fræddist um lagnirnar undir Reykjavíkurborg. Hreinsar fita og fleira í krans- æðakerfinu undir borginni Morgunblaðið/Ásdís Æðarnar Holræsi er eitt af því fyrsta sem komið er fyrir á nýjum bygg- ingastöðum og mynda æðakerfið undirjarðar. Bretti, húdd, ljós, stuðarar... Boddývarahlutir á bílinn þinn varahlutir.is S: 511 2222 varahlutir.is Norðurhellu 8, Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.