Morgunblaðið - 28.03.2008, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 28.03.2008, Qupperneq 27
Morgunblaðið |27 Ró og næði í vinnunni með hljóðlausum brettatjakk Á lagerum, verkstæðum, verslunum og í vörubílum má finna brettatjakka sem eru nauðsynlegir til þess að flytja stór og þung vörubretti á milli staða en eins eru brettatjakkar mikið notaðir við affermingar á flutningabílum þar sem lyft- arar eru ekki til staðar. Tjakkar þessir eru fremur háværir og í umhverfi þar sem sífellt meiri kröfur eru gerðar um góða vinnuaðstöðu getur skipt miklu máli að draga úr umhverf- ishljóðum. Sömuleiðis má telja líklegt að viðskiptavinir kunni að meta hljóðláta brettatjakka sem ekki æra starfsmenn og viðskiptavini með óhljóðum þegar flytja þarf vörubretti. Það virðist vera komin lausn á hávaðavandamálinu ef marka má Logitrans- fyrirtækið en fyrirtækið hefur kynnt til sögunnar brettatjakk sem er að þeirra sögn svo hljóðlátur að engin ætti að verða fyrir óþægindum af tjakknum – í það minnsta hvað hávaða varðar. Lyftibúnaðurinn sjálfur er afar hljóðlátur en fyrst og fremst eru það hjól tjakksins sem geta dregið úr miklum hávaða sem annars verður til þegar þungt vörubretti er dregið um verslunar- eða lagergólf. Hjólin eru úr sérstakri gúmmíblöndu og því heyrist mjög lítið þegar tjakkurinn er dreginn og því kannski að ekki ástæðulausu sem tjakkurinn fékk heitið Panther Silent. Díóðuljós fyrir vörubíla og kerrur, kerruljós með reflex, kastarar, breiddarljós o.fl. Hagstæð verð! Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík • Sími 567 6744 M bl .9 14 23 6 Í byrjun þessa árs voru teknir í notkun þrír nýir hillu- lyftarar í Ísheimum, frystivörumiðstöð Samskipa. Eru þeir af gerðinni Hyster C1.5 VNA – MAN UP og leysa þeir af hólmi tíu ára gamla lyftara sem hafa verið í notkun frá því Ísheimar voru teknir í notkun í febrúar 1998. Í fréttatilkynningu segir að lyftarahúsin séu sér- staklega vel útbúin fyrir starfsmenn og að sjálfsögðu upphituð, enda er frostið inni í frystigeymslunni sjálfri meira en 20°C. Í lyftarana voru jafnframt settar nýjar og öflugar TraffiCom tölvur. Með nýjum tölvunum bjóð- ast nýir möguleikar til skilvirkni við vinnu. Nýir Hyster hillulyftarar til Ísheima

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.