Morgunblaðið - 28.03.2008, Side 37
Morgunblaðið |37
Verktakar sem aðrir kunnayfirleitt vel við tæki ogtól sem uppfylla þeirraþarfir en eru þó á skyn-
samlegu verði. Við núverandi
efnahagsaðstæður fækkar slíkum
tækjum látlaust en á sama tíma
geta skapast aðstæður fyrir ný
tæki á markaðnum, sér í lagi fyrir
nýja og óþekkta aðila. Við höfum
séð hið sama gerast t.d. þegar Hy-
undai ruddi sér til rúms á vinnu-
bílamarkaðnum en nú gæti tíminn
verið kominn á sókn úr austri.
Hinn rúmenski Renault
Eftirspurning eftir ódýrum,
litlum og liprum pall- og sendibíl-
um er hiklaust til staðar, spurn-
ingin er hins vegar sú hvort nú sé
tækifæri fyrir aðkomu Dacia á
vinnubílamarkaði Íslands. Dacia
er undirmerki Renault en bílarnir
eru framleiddir í Rúmeníu og
þykja á meginlandi Evrópu sterk-
lega verðlagðir en jafnframt
traustir þar sem Dacia sækir sinn
tæknibúnað í smiðju Renault.
Þannig má líkja innkomu Dacia á
Evrópumarkað við innkomu Skoda
í lok síðustu aldar en Skoda bygg-
ir sem kunnugt er á tækni frá
VW.
Hvað er í boði?
Dacia Logan Pickup er líklega
með ódýrustu pallbílum sem fyrir-
finnast. Pallbíllinn mun kosta rétt
rúmar 7 þúsund evrur – það er þó
líklega til lítils að umreikna upp-
hæðina í krónur þar sem gengi
hennar er með eindæmum sveiflu-
kennt um þessar mundir, en
reikni hver fyrir sig ætti það að
sjást að hér er kominn bíll sem er
vel samkeppnisfær.
Tollar á pallbílum eru 13% og
því er vinnubíll í þessum stærð-
arflokki afar ódýr til innflutnings.
Enn sem komið er hefur ekki ver-
ið hafinn innflutningur á Dacia
þannig að um yrði að ræða „gráan
innflutning.“
Fyrir rúmar 7 þúsund evrur
fæst lítill bíll í stærð á við Skoda
Fabia með 800 kílóa burðargetu,
palllengdin er 1,8 metrar og að
auki er 300 lítra farangursrými
bakvið framsætin en Dacia er eins
og sönnum pallbíl sæmir aðeins
tveggja sæta.
Bílinn skortir lítið í vélarúrvali
en þar er byggt á þrautreyndum
og sparneytnum vélum Renault og
skilar 1,6 lítra bensínvél t.d. 90
hestöflum en einnig verður hægt
að fá 70 hestafla 1,5 lítra dísilvél.
Búast má við því að í innkaupum
sé grunngerð Dacia um helmingi
ódýrari en sambærilegur bíll frá
t.d. Skoda, Renault eða Peugeot
en Dacia mun einnig fást með húsi
þegar fram líða stundir.
Vinnubílar á skynsamlegu verði?
!"#!$#% '($)*+,-.$ / $01 23 4$5
Stórar Hardox skóflur • Vökvadrifnir snjóblásarar • Snjótennur
Snjótönn / fjölplógur
Snjótönn / fjölplógur
Snjótönn / fjölplógur
Þær eru ennþá á gamla verðinu.
Upplýsingar veitir Gísli.