Morgunblaðið - 28.03.2008, Qupperneq 18
18|Morgunblaðið
Ásmundur Þór Hreinsson,eða Ási eins og flestirkalla hann, er ævintýra-maður að eigin sögn og
hefur það að mottói að það eigi að
vera gaman í vinnunni. Hann hef-
ur starfað í rúm þrjú ár á kranabíl
og segir starfið ennþá vera æv-
intýri. Hann hefur prófað sitt lítið
af hverju um ævina og m.a. unnið
erlendis við þungaflutninga, vinnu
á borpöllum og í sjómennsku.
Kranabílar þeysast út um allar
trissur í hin og þessi verkefni ólíkt
svokölluðum turnkrönum sem
sjást víða hangandi í loftinu á Ís-
landi í dag. Að starfa á þess konar
krana er ólíkt því að vinna á
kranabíl því byggingarkrönum er
yfirleitt komið fyrir á einum stað
þar sem þeir standa oft í eitt til
þrjú ár. Þótt kranabílar séu auð-
veldari í meðförum þýðir það þó
ekki að það sé ekkert umstang í
kringum uppsetningu á þeim. „Það
halda margir að ef pantaður er
krani þá komi hann, hífi og sé svo
farinn,“ útskýrir Ási. „Það gerir
sér enginn grein fyrir því að þetta
er í raun ákveðið ferli. Það tekur
tíma að koma krananum fyrir,
taka út lappirnar og skjóta bóm-
unni út.“ En hann segir það auð-
vitað komast upp í vana að koma
vinnuvélinni fyrir á hverjum stað.
Meirapróf ekki nauðsynlegt
Þótt ótrúlegt megi virðast þarf
ekki að hafa meirapróf á kranabíl.
Ástæðan er sú að ólíkt langferða-
bílum og öðrum slíkum tækjum er
kranabíllinn ekki fólksflutninga-
tæki. Þeir sem hafa áhuga á að
starfa á kranabíl eða öðrum
þungavélum þurfa hins vegar að
ljúka vinnuvélanámskeiði. Ási seg-
ir þungavélaprófið hér á Íslandi
ekki duga til starfsréttinda í út-
löndum því t.d. í Danmörku þurfi
menn að sækja mánaðarlangt
námskeið. Til samanburðar er
námið hér á landi níu dagar.
Ási segir fjölbreytni í verk-
efnum vera skemmtilegasta og að
þau séu af ýmsum toga. „Við hífum
báta í og úr sjónum, stundum
sokkna báta, flytjum hús og sum-
arbústaði, reisum við ýmis tæki
sem hafa farið á hliðina, hífum
spenna í virkjunum og bara allt
mögulegt,“ telur hann upp. „Menn
geta líka lent í verkefnum þar sem
þeir sitja allan daginn og bíða. Ég
fór t.d. eitt sinn í verkefni þar sem
verið var að tæma skrifstofubygg-
ingu. Ég hífði gáminn upp klukkan
átta og svo aftur niður klukkan
sex. Þar á milli var ég bara við
kranann allan daginn og beið.
Þetta var eitt leiðinlegasta verk-
efni sem ég hef lent í en þetta er
hluti af starfinu.“
Mikið ábyrgðarstarf
Á þeim þremur árum sem Ási
hefur starfað í bransanum hefur
verkefnunum fjölgað mikið og
samkeppninni líka. Hjá GP krön-
um í dag starfa 18 menn á 14
kranabílum. Bílarnir eru af ýmsum
stærðum, allt frá 70 tonna bíl upp í
300 tonna bíl. Kranarnir eru þann-
ig byggðir að þyngdargetan lækk-
ar hratt eftir því sem bóman fer
lengra í burtu frá krananum. Það
kemur því stundum fyrir að menn
gera sér ekki grein fyrir þessu og
panta of lítinn krana fyrir verkið
sem þarf að vinna.
Bílkranar eru þung og mikil
tæki og það þarf að huga að
mörgu. „Þetta er ekkert líkt því að
keyra smábíl,“ segir Ási og hlær.
Kranabílstjóri þarf að vera næmur
fyrir umhverfi sínu, tækinu og
hreyfingum almennt, hafa þol-
inmæði og síðan fylgir starfinu
mikil ábyrgð. Menn þurfa einnig
að vera útsjónarsamir og oft þarf
að spekúlera mikið. „Þau tæki sem
notuð eru í dag eru ekkert lík því
sem áður var,“ segir hann. „Nú er
allt meira og minna orðið tölvu-
stýrt þannig að þegar búið er að
stilla kranabílnum rétt upp þá eiga
menn ekki að geta gert neina vit-
leysu. Kraninn stoppar t.d. ef ætl-
unin er að hífa of mikinn þunga.“
Kranabílstjórinn er svo sá sem
ákveður hvort hlutir séu hífðir eða
ekki,“ segir Ási. „Menn verða að
meta sjálfir hvort allt sé öruggt og
stundum sér maður aðrar lausnir
en aðrir sem vinna að verkinu.“
Að þessu sögðu er blaðamaður
orðinn mun fróðari um starf
kranabílstjóra og tími kominn til
að hleypa Ása heim eftir vinnudag-
inn. Enginn veit hvaða ævintýrum
Ási kemur til með að lenda í næst
en eitt er víst að kranabílabrans-
inn getur komið sífellt á óvart.
valaosk@gmail.com
Kranabílar eru engir smábílar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kranabílsstjóri Ásmundur segir fjölbreytni í verkefnum skemmtilegasta og þau séu af ýmsum toga.
Það er sko engin logn-
molla í kringum krana-
bílavinnu. Verkefnin eru
bæði fjölbreytt og óvænt
og enginn veit fyrir fram
hvernig vinnudagurinn
kemur til með að vera.
Vala Ósk Bergsveins-
dóttir settist niður með
Ásmundi Þór Hreins-
syni hjá GP krönum og
fékk að heyra meira um
starfið.
Bíldshöfða 14 • Sími 534-3442 og 696-1050 • okspares@simnet.is
Búkolludekk
hjólaskófludekk
kranadekk og
trukkadekk
Flestar stærðir fáanlegar
Frábæru vinnuvéladekkin frá
Gámalyftarar Vegheflar Búkollur
Trukkar Kranar Hjólaskóflur
Nýlega tók VélasviðHEKLU í notkun nýj-an smurþjónustubíl afgerðinni Scania R270. Í
fréttatilkynningu segir að bíllinn
sé afar fullkominn og útbúinn, í
samstarfi við Skeljung, samkvæmt
ströngustu stöðlum frá Caterpill-
ar. Staðlarnir eru þannig útfærðir
að allur búnaður og uppsetning
miðast við að hægt sé að bjóða við-
skiptavinum vélasviðs HEKLU
fullkomnustu smurþjónustu sem
völ er á.
Allur slöngubúnaður er á keflum
til að auðvelda vinnu og viðhalda
hreinleika, hvort heldur sem um er
að ræða háþrýstiþvottatæki, olíur,
loft eða vatn. Gömul olía er sogin
upp í tank og gamlar síur settar í
hólf utan á bílnum. Í þessari
hreyfanlegu smurstöð er tæki til
að greina hreinleika olíunnar. Ef
eitthvað finnst að olíu sem ekki á
að skipta um, þá er möguleiki á að
grípa inn í áður en skaði hlýst af.
Caterpillar framkvæmdi úttekt
á bílnum og stóðst hann allar
ströngustu kröfur þeirra og gott
betur. Þykir Caterpillar markvert
að fullkomnasti smurbíll sem
starfræktur er af umboðsaðila
þeirra í Evrópu sé staðsettur á Ís-
landi.
Á næstu vikum munu starfs-
menn vélasviðs HEKLU kynna þá
fjölbreyttu möguleika sem við-
skiptavinum bjóðast með tilkomu
þessa þjónustubíls, smurþjónustu,
þjónustuskoðanir o.fl. Þjónustan
mun standa eigendum allra teg-
unda vinnuvéla til boða, hvort sem
um er að ræða Caterpillar eða aðr-
ar tegundir.
Fyrsta
flokks
„smurstöð
á hjólum
Smurstöð Hekla tók þessa smurstöð á hjólum nýverið í notkun.
Græjaður Bíllinn er vel búin að innan sem utan.