Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 42
» Til að sýna hrikalegastærð þessa tækis birtu dagblöðin myndir af Jóhanni G. Bergþórs- syni, forstjóra Hag- virkis, þar sem hann stóð uppréttur innan í skóflunni og hefði ekki getað teygt hönd upp á brúnina. Eftir Leó M. Jónsson leómmm@simnet.is Fyrsta Komatsu-tækið semtekið var í notkun á Ís-landi var jarðýta semGuðmundur Einarsson verkfræðingur keypti fyrir verk- takafyrirtæki sitt, Aðalbraut hf., um miðjan 8. áratug síðustu aldar. Þótt Komatsu væri nánast óþekkt merki hérlendis um þær mundir stóð þetta japanska fyrirtæki á gömlum merg. Það hafði framleitt námavinnslutæki frá stofnun 1917. Beltadráttarvélar frá Komatsu voru algengar í Japan og víðar á 4. áratugnum en um það leyti hóf Komatsu framleiðslu eigin dísilvéla. Sú þróun og framleiðsla hefur nú staðið yfir í rúm 70 ár. Hérlendis varð Komatsu hins veg- ar landsþekkt í einni svipan, ef svo má segja, þegar þeir Hagvirkismenn ásamt bræðrunum Ellert og Svavari Skúlasonum úr Keflavík höfðu stofn- að fyrirtækið Hraunvirki hf. og voru að hefja eitt stærsta jarðvinnsluverk sem fram að því hafði verið unnið hérlendis. Verkið var stór þáttur í Hrauneyjafossvirkjun fyrir Lands- virkjun, en fyrsta áfanga þeirrar framkvæmdar hafði lokið 1978. Þá keypti Hraunvirki stærstu jarðýtu sem fram að því hafði sést á Íslandi, ef ekki í Evrópu. Hún var af gerðinni Komatsu og innflytjandinn Bílaborg hf. Stóra Komatsu-jarðýtan, sem þeir Hraunvirkismenn nefndu „Ömmu gömlu’’ – því hún var fyrsta nýja tækið sem þeir keyptu, reyndist vel þrátt fyrir hrakspár: Það var ekki fyrr en eftir 11 þúsund vinnutíma sem jarðýtan þarfnaðist viðgerðar en þá þurfti einungis að yfirfara og stilla hliðardrifin. Síðan 1980 hefur Komatsu- tækjum fjölgað með hverju árinu. Og nú, árið 2008, er ein af hverjum 4 gröfum í heiminum af gerðinni Ko- matsu! „Grænni gröfur’’ Komatsu hefur lagt sérstaka áherslu á að minnka neikvæð áhrif vinnutækja á umhverfið. Til þess beitir Komatsu fyrst og fremst tvenns konar tækni: Annars vegar nýrri tækni í glussaknúnum drifbún- aði, sem gerir hann mun hljóðlátari en hefðbundinn, og hins vegar tæknilega fullkomnari dísilvélum. Aukin afköst og sparneytni fara þannig saman með umhverfisvænni áhrifum: Vinnustaðurinn verður þægilegri fyrir starfsmenn og vinnu- tækin raska síður ró þeirra sem búa eða starfa í næsta nágrenni. ECOT3 er ný gerð af dísilvélum sem Komatsu hefur þróað og sér- staklega eru gerðar fyrir vinnutæki. Komatsu ECOT3-vélarnar eru túrbódísilvélar með forkældu inn- takslofti (millikæli) og búnar nýjustu tækni í eldsneytisinnsprautun; – tölvustýrðri innsprautun beint í brunahólf frá háþrýsti-forðagrein (common rail). Í stað þess að nota hefðbundið olíuverk og spíssa úða rafstýrðir lokar eldsneytinu í allt að 5 þrepum inn í hvern sílindra eftir að aflslag er hafið. Innsprautunin er 3. kynslóðar tölvustýrt kerfi með mis- munandi álagsforritum, verkkerfum sem tækjastjóri getur valið. Með því að nota sameiginlega forðagrein með áföstum rafstýrðum spíssum í stað olíuverks, gormaspíssa og spíss- aröra vinnst margt í senn. Margfalt hærri þrýstingur (1600- 2000 bör) gerir úðun virkari og hrað- ari; eldsneytið brennur því betur en við það verður minna af kolvatns- sameindum (sóti) í útblæstrinum. Þar sem háþrýstingur er einungis í forðagreininni, sem er áföst raf- stýrðu spíssunum, veldur margfalt hærri þrýstingur ekki hættu á leka (engar háþrýstilagnir – engin spíss- arör). Eldsneyti er úðað beint inn í brunahólf með stöðugum og jöfnum þrýstingi án tillits til snúningshraða vélarinnar og án tillits til þess hvort hún er heit eða köld. Árangur þess- arar tækni er auðveldari gangsetn- ing og minna slit vegna gangsetn- ingar í kulda. Bruninn er og verður jafn frá því vél er gangsett köld og þar til drepið er á henni. Allur óþarfa lausagangur er takmarkaður á sjálf- virkan hátt. Í eldri gerðum dísilvéla var eldsneytinu úðað inn í forhólf til að draga úr hávaða. Með marg- földum úðaþrýstingi með rafspíssum (3. kynslóðar tölvuinnsprautun) er hægt að sleppa forhólfinu, bæta brunann og jafnframt gera dísilvél- ina hljóðlátari en áður þekktist. Betri og jafnari bruni með 3. kyn- slóðar tækni þýðir að ECOT3- dísilvélarnar eru sparneytnari en dísilvélar með tölvustýrt inn- sprautukerfi af 2. kynslóð. T.d. eru Komatsu-gröfur af gerðinni Dash 8 (með ECOT3) að jafnaði allt að 10% sparneytnari en gröfur af gerðinni Dash 7. Þessi tækni minnkar við- haldsþörf, eykur sparneytni, dregur úr hljóðstyrk, minnkar mengun frá útblæstri jafnframt því að minnka reksturskostnað. Með 3. kynslóðar tækni í inn- sprautun og ýmsum öðrum aðgerð- um, t.d. með hljóðlátara loftinntaki og sjálfvirkri glussaknúinni kæli- viftu, er mælanlegur hljóðstyrkur frá dísilvélinni, í fullri vinnslu undir álagi (botngjöf), minni en gengur og gerist. Í næsta nágrenni gröfunnar mælist hljóðstyrkur í fullri vinnslu* 102 dB(A) og einungis 69 dB(A), mælt við eyra tækjastjórans, en það er svipað og mælist í algengum fólksbíl af meðalstærð. Betri bruni og aukin sparneytni minnka mengun í útblæstri veru- lega. Komatsu-tæki búin ECOT3- dísilvélum standast ströngustu kröf- ur nýjustu mengunarvarnarstaðla varðandi útblástur vinnutækja, sem tóku gildi um áramótin 2006/2007, þ.e. EU IIIA** í Evrópu og EPA Tier III í Bandaríkjunum. Nituroxíð í útblæstri (NOX) er um 29% minna og losun koldíoxíðs er sambærileg við það sem gerist hjá bílum. Lág bilanatíðni Þar sem Komatsu býr að rúmlega 70 ára reynslu í hönnun og fram- leiðslu dísilvéla þróar það og fram- leiðir dísilvélar, svo sem ECOT-3, sérstaklega til að þær henti vinnu- tækjum, álagi og aðstæðum sem þeim fylgja – hvers konar málamiðl- anir eru óþarfar eins og hjá þeim sem framleiða svokallaðar iðn- aðardísilvélar, Komatsu-vélarnar eru sniðnar fyrir ákveðið tæki og notkun og þær eru búnar tölvu- stýrðu vélstýrikerfi, sem má forrrita fyrir ákveðnar aðstæður, inniheldur sjálfvirka bilana- og viðhaldsgát. Ár- angurinn er m.a. ein lægsta bil- anatíðni sem þekkist hjá vinnutækj- um. Viðhaldsþörf er að sama skapi lítil og Komatsu-tækin jafnframt sérstaklega hönnuð til að skipulegt eftirlit sé sem auðveldast. Sem dæmi má nefna sjóngler í stað útdrag- anlegra kvarða til að fylgjast með vökvastöðu. * Komatsu beltagrafa af gerðinni PC 210-8. ** Sérstakir mengunarvarn- arstaðlar gilda í Evrópu (EU) og Bandaríkjunum (EPA) fyrir vinnu- tæki sem ekki er ekið á vegum. Ein- kennistala þeirra staðla er einni tölu lægri en staðlar fyrir bíla sem gilda á sama tíma. EU 3 er þannig nýjast staðallinn fyrir vinnutæki en EU 4 sá nýjasti fyrir bíla. Komatsu ECOT3-dísilvélar Grænni Nýju Komatsu ECOT3-dísilvélarnar eru ,,grænni" og því hægt að tala um að gröfurnar sé grænni eða umhverfisvænni en áður. Byggja á 70 ára reynslu 42|Morgunblaðið Ath! Bjóðum upp á sérstakan afslátt fyrir hópa!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.