Morgunblaðið - 08.04.2008, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ÉG er djúpt snortinn og mikill sómi
sýndur með þessum verðlaunum og
það er með mikilli auðmýkt sem ég
veiti þeim viðtöku,“ sagði Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
eftir að sendiherra Indlands á Íslandi
skýrði frá því á Bessastöðum í gær að
forsetinn hefði hlotið Jawaharlal
Nehru-verðlaunin á árinu 2007, ein
þau æðstu sem indverska rík-
isstjórnin veitir einstaklingum.
„Ég er þakklátur fyrir þann vin-
áttu- og virðingarvott sem mér er
sýndur persónulega með þessum
verðlaunum og eins vona ég að þessi
einstæða viðurkenning komi til með
að nýtast Íslendingum og íslensku
þjóðinni um langa framtíð.“
Ólafur rakti því næst mikilvægi
verðlaunanna og sagði það svo hafa
verið „mikil forréttindi fyrir sig að
hafa átt vináttu margra Indverja“.
Sá lærdómur sem hann hefði num-
ið af Indverjum og reynsla hans af
indversku þjóðinni hefði mótað hann
sem manneskju og þjón íslensku
þjóðarinnar. Hann stæði í mikilli
þakkarskuld við Indverja. Verðlaunin
hétu í höfuðið á merkum stjórnmála-
manni sem hefði verið „ein af sínum
hetjum“ sem ungur maður á Íslandi,
ásamt Mahatma Gandhi.
Verða afhent í Nýju-Delhí
Pratibha Patil Indlandsforseti mun
afhenda Ólafi Ragnari verðlaunin í
forsetahöllinni í Nýju-Delhí að við-
staddri ríkisstjórn landsins, tíma-
setningin liggur ekki fyrir. Verðlaun-
unum fylgir viðurkenningarskjal,
verðlaunagripur og ríflega níu millj-
ónir íslenskra króna.
Verðlaunin eiga sér langa sögu (sjá
ramma). Margir sögufrægir ein-
staklingar eru í hópi verðlaunahafa
og má þar nefna Martin Luther King
og Nelson Mandela.
Að loknum blaðamannafundinum í
gær sagði Mahesh Sachdev, sendi-
herra Indlands á Íslandi, það hafa
verið tilfinningaríka reynslu fyrir sig
persónulega að fá að skýra frá
ákvörðun indversku ríkisstjórn-
arinnar. Samskipti Indverja og Ís-
lendinga hefðu eflst stöðugt og for-
setinn átt þar stóran hlut að máli.
Spurður um aðdraganda þeirrar
ákvörðunar að veita Ólafi verðlaunin
sagði Sachdev að þáttur forsetans í að
stofna til Friðarfrumkvæðis sex þjóð-
arleiðtoga á árunum 1984 til 1989
hefði vegið þungt. Kalda stríðið hefði
verið í algleymingi og með því að
stofna slíkt frumkvæði hefði heims-
byggðinni verið send sterk skilaboð
um að menntamenn og leiðtogar fjöl-
margra ríkja vildu binda enda á víg-
búnaðarkapphlaupið og stíga skref í
átt til afvopnunar.
Náin tengsl forsetans
Á þeim rúma aldarfjórðungi sem
Ólafur Ragnar hefði beitt sér fyrir
samvinnu ríkjanna hefði hann kynnst
flestum leiðtogum Indlands og verið
vinur margra þeirra. (Má nefna að
Indira Gandhi, dóttir Nehru, og sonur
hennar, Rajiv Gandhi, voru bæði þátt-
takendur í því frumkvæði, samkvæmt
tilkynningu frá skrifstofu forsetans).
Inntur eftir tengslum Ólafs Ragn-
ars við áhrifafólk í indversku þjóðlífi
sagði Sachdev að forsetinn hefði í ald-
arfjórðung unnið í þágu samskipta
ríkjanna, sem hefðu styrkst og eflst
með árunum, einkum eftir heimsókn
Indlandsforseta til Íslands fyrr á
þessum áratug.
Indverjar hefðu einnig tekið eftir
framlagi forsetans til umræðna um
kenninguna um hlýnun jarðar af
mannavöldum og hann átt í góðu sam-
starfi við Rajendra Pachauri, formann
alþjóðlegrar vísindanefndar Samein-
uðu þjóðanna um loftslagsbreytingar,
IPCC, sem væri af indversku bergi
brotinn. Þá hefði forseti Íslands tekið
þátt í að miðla þekkingu Íslendinga á
sviði endurnýjanlegrar orku á síðustu
árum.
Djúpt snortinn og mikill sómi
sýndur með verðlaununum
Skýrt var frá því í gær
að forseti Íslands hefði
hlotið eina æðstu við-
urkenningu sem Ind-
verjar veita einstak-
lingum. Baldur Arnar-
son var á Bessastöðum.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Viðurkenning Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tekur við bókargjöf úr hendi Mahesh Sachdev, sendiherra
Indlands á Íslandi, eftir að skýrt var frá því að forsetinn hefði hlotið Jawaharlal Nehru-verðlaunin á árinu 2007.
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
„ÞVÍ miður kemur það stundum fyrir að kettir
eru skildir eftir í reiðileysi,“ segir Sigríður
Heiðberg í Kattholti en í Morgunblaðinu á
laugardag kom fram að aflífa þurfti kött á
Akranesi sem skilinn hafði verið eftir í íbúð í
marga daga eftir að leigjendurnir fluttu út.
Í Kattholti eru á hverjum tíma yfir 60 kettir
sem finnast á víðavangi eða er komið fyrir þar
af öðrum ástæðum. „Ég var einmitt að sækja
læðu sem hafði verið skilin eftir í bíl fyrir utan
BSÍ í marga daga,“ segir Sigríður. Starfsmenn
Kynnisferða höfðu komið læðunni, sem er af
persnesku kyni, til bjargar og komu henni í
öruggar hendur Sigríðar í Kattholti. Læðan
hafði gert stykki sín í bílinn og var aðkoman að
sögn Sigríðar ömurleg. Feldurinn er mjög flók-
inn og læðan skítug og horuð. Þó hafði verið
skilinn eftir matur hjá henni í bílnum. „En það
er auðvitað hrikalegt að loka kött inni í bíl, sólin
er farin að skína og hitinn getur verið mikill.“
Hryggbrotin eftir illa meðferð
Samkvæmt upplýsingum sem Sigríður fékk
hjá lögreglunni er skráður eigandi bílsins lát-
inn. „En kisan hefur engu að síður verið á ein-
hvers vegum,“ segir Sigríður. Tveir dýralækn-
ar voru kallaðir til í gær til að meta ástand
læðunnar og komust að því að hún var illa hirt
en líklega mun hún þó ná sér að fullu. „Hún er
mögur en ekki mjög horuð,“ segir Hrund Lár-
usdóttir dýralæknir. „Hún var greinilega ekki
hirt, skítug og flókin. Hún hefur búið við öm-
urlegar aðstæður.“
En dæmi um vanrækslu eru mun fleiri. Ný-
verið fékk Sigríður t.d. í sína umsjá læðu sem
reyndist við læknisskoðun vera hryggbrotin
eftir slæma meðferð. Aflífun var eini kosturinn
í stöðunni.
„Þetta er auðvitað alveg skelfilegt en svona
kemur alltaf fyrir öðru hvoru.“
Sigríður segir að dæmi séu um að fólk hafi
verið dæmt til fésekta vegna brota á dýra-
verndunarlögum. Vissulega sé það jákvætt en
betur þyrfti að gera í málaflokknum. „Mörgum
finnast upphæðirnar vera lágar en ég er þeirr-
ar skoðunar að þetta hafi fordæmisgildi og er
bjartsýn á að þetta muni breytast. Það hefur
alltaf verið mín skoðun að reglurnar þurfi að
vera strangari,“ segir Sigríður og nefnir sem
dæmi að hún hafi oft þurft að afhenda dýraníð-
ingum aftur dýr sín og þau hafi síðar endað á
ný í hennar umsjá. „Það þarf því margt að
breytast og nauðsynlegt að taka á þessum mál-
um af meiri alvöru.“
Læða lokuð inni í bíl í marga daga
Taka þarf dýravernd-
unarmál fastari tökum,
segir Sigríður Heiðberg
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á batavegi Læðan sem fannst í bíl við BSÍ var skoðuð af dýralæknunum Hrund Lárusdóttur
(t.v.) og Ragnhildi Ástu Jónsdóttur í Kattholti í gær. Læðan er mögur, skítug og flókin.
Í HNOTSKURN
»Árið 2006 var karlmaður dæmdur íHéraðsdómi Vesturlands til greiðslu 40
þúsund króna vegna brots á dýravernd-
arlögum.
»Hann var dæmdur fyrir að hafa í umfimm vikur skilið kött, er hann hafði í
sinni vörslu, eftir án nokkurs eftirlits eða
umönnunar og eigi tryggt viðunandi vist-
arverur, fullnægjandi fóður, drykk og um-
hirðu og hafa á engan hátt fylgst með
heilsu kattarins né gert nokkrar ráðstaf-
anir til að koma í veg fyrir vanlíðan hans.
»Lögreglan fann köttinn í íbúð manns-ins en þá hafði hann verið yfirgefinn í
um fimm vikur og var beinhoraður og í
slæmu ástandi.
JAWAHARLAL Nehru-verðlaunin
eru veitt einstaklingum „fyrir
framúrskarandi framlag til gagn-
kvæms skilnings, velvilja og vin-
áttu á meðal jarðarbúa“, eins og
það er orðað á vefsíðu indverskra
stjórnvalda um sögu verðlaunanna.
Stofnað var til verðlaunanna árið
1965 í minningu Jawaharlal Nehru,
fyrsta forsætisráðherra Indlands
eftir að landið öðlaðist sjálfstæði
frá Bretum 1947 og hefur þeim all-
ar götur síðan verið ætlað að
heiðra einstaklinga í anda hins ævi-
langa starfs leið-
togans í þágu
friðar.
Nehru var ná-
inn vinur frið-
arsinnans Ma-
hatma Gandhi og
samherji í frið-
samlegri sjálf-
stæðisbaráttu
Indverja.
Nehru öðlaðist líkt og Gandhi
heimsfrægð og þótti ötull tals-
maður hagsmuna þriðja heimsins í
kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar.
Á þriðja áratugnum hrifust margir
indverskir menntamenn af hug-
myndum kommúnista og átti
Gandhi þátt í að Nehru tók sér póli-
tíska vígstöðu á miðjunni, á tíma
þegar ófá ungmenni vildu fara rót-
tækari leiðir í átt til sjálfstæðis.
Congress-flokkurinn fór fyrir
sjálfstæðisbaráttu Indverja og var-
Nehru á meðal helstu leiðtoga hans
á tuttugustu öld. Nehru fæddist ár-
ið 1889 og lést 1964, árið áður en
stofnað var til verðlaunanna.
Veitt fyrir „framúrskarandi“
framlag til friðar og samvinnu
Jawaharlal Nehru