Morgunblaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 11 FRÉTTIR „REYKJAVIK Energy Invest (REI) var stofnað til að vera í útrás og á meðan fyrirtækið er til þá sinnir það því hlutverki sínu,“ segir Kjartan Magnússon, stjórnarformaður REI, en hann er á ferð um Afríku ásamt Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra REI, Össuri Skarphéðinssyni iðnað- arráðherra og föruneyti. Í samtali við Morgunblaðið segir Kjartan markmið ferðarinnar að ræða við ráðamenn í Jemen, Djíbúti og Eþíópíu þar sem REI sé að skoða samstarf við heimamenn um nýtingu jarðvarma. Forsvarsmenn REI und- irrituðu sl. sunnudag viljayfirlýsingu um áframhaldandi viðræður og sam- starf milli REI og rafveitunnar í Jem- en, en viðræður hafa staðið yfir síðan í september sl. Segir Kjartan stefnt að því að viðræðum verði lokið fyrir ágúst á þessu ári og að þá liggi ljóst fyrir hvort farið verði út í forkönnun á borunum á jarðhitasvæði í Jemen. Aðspurður segir Kjartan ekki ósennilegt að for- svarsmenn REI undirriti sams- konar viljayfirlýs- ingu við ráða- menn í Eþíópíu síðar í vikunni. Að sögn Kjartans eru viðræður hins vegar lengra komnar í Djíbútí, en þar eru menn að skoða möguleika þess að undirrita samning um hagkvæmnis- athugun sem felur í sér jarðhitarann- sóknir og tilraunaboranir. Ekki á móti útrásinni Spurður hvort fyrrgreind útrás- aráform REI samræmist hugmynd- um sjálfstæðismanna svarar Kjartan því játandi. „Við tókum alltaf fram að við værum ekki á móti útrásinni í sjálfu sér. Það sem skipti máli í henni var að það færu ekki tugmilljarðar króna af almannafé í áhættusamar fjárfestingar víða um heim. Stefna okkar er alveg óbreytt, við erum ekki að fara að taka fé úr OR til að setja í áhættufjárfestingar í þriðja heimin- um,“ segir Kjartan og tekur fram að starf núverandi meirihluta miði að því að lágmarka áhættu í þeim verkefn- um sem eru fyrir hendi án þess þó að glata verðmætum í einstökum verk- efnum. Kjartan bendir á að þó búið sé að fjárfesta fyrir nokkurn hluta þess 2,6 milljarða kr. hlutafjár sem lagt var inn í REI við stofnun fyrir ári þá sé enn töluvert fé eftir í sjóði. Tekur hann jafnframt fram að þegar og ef mál komist á það stig að hægt sé að byggja virkjanir þá megi ljóst vera að REI ætli sér ekki að fjármagna jarð- hitaboranir í löndunum þremur held- ur verði leitað til alþjóðlegra fjár- festa. Lágmarka áhættuna án þess að glata tækifærum Kjartan Magnússon ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðarráðherra átti í gær fund með forsætis- ráðherra Jemen, Ali Mojawar, í höfuðborg- inni Sanaa. Ráðherrarn- ir ræddu framboð Ís- lands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og samvinnu Íslendinga og Jemena um nýtingu jarðhita, jarðskjálfta- rannsóknir, samstarf og þjálfun á sviði fiskveiða og fiskvinnslu. For- sætisráðherrann fagnaði aukinni samvinnu og hét stuðningi við hana á öll- um sviðum. Hann sagð- ist myndu ræða framboð Íslands við utanrík- isráðuneyti sitt með það í huga að Jemen myndi styðja Ísland. Í heimsókninni til Jemens hefur iðn- aðarráðherra átt einka- fundi með níu ráðherr- um, þar á meðal utanríkisráðherra, orkumálaráð- herra, olíumálaráðherra, sjávar- útvegs-, umhverfis- og við- skiptaráðherra landsins. Í gær flutti ráðherra erindi um jarðskjálftarannsóknir og virkjun jarðhita við opnun á fimmtu Flóa- ráðstefnunni um jarðvísindi sem haldin er þessa dagana. Í máli sínu vakti ráðherra sér- staka athygli á þeim viðvör- unarkerfum sem íslenskir vís- indamenn hafa þróað til þess að segja fyrir um yfirvofandi jarð- skjálfta og flóð undan jökli af völdum eldgosa. Iðnaðarráðherra var ásamt orkuráðherra Jemena, Mustafa Bahran, viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar milli Reykjavík Energy Invest og Rafveitu Jem- ena um rannsóknir á Dahmar- svæðinu í nágrenni við höfuðborg- ina Sanaa vegna 100 megavatta jarðhitavirkjunar. Í Jemen er mikill orkuskortur og hafa stjórnvöld verulegan áhuga á að virkja óbeislaðan jarð- hita sem þar er í miklum mæli. Forsætisráðherra Jemens telur að Jemenar geti fetað í fótspor Ís- lands við nýtingu jarðhita, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Össur hitti níu ráðherra að máli í Jemen Samvinna Össur Skarphéðinsson og forsætis- ráðherra Jemens, Ali Mojawar. JÓHANNA Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, undirrit- aði í gær reglugerð sem kveður á um hækkun húsaleigubóta frá og með 1. apríl 2008. Húsaleigubætur hafa ekki hækkað frá árinu 2000. Einnig mun ríkið nú í fyrsta skipti koma að greiðslu sérstakra húsaleigubóta, segir í frétt frá ráðuneytinu. Samkvæmt reglugerðinni hækka grunnbætur húsaleigubóta um 69%, úr 8.000 krónum í 13.500 krónur, bætur vegna fyrsta barns hækka um 100%, úr 7.000 krónum í 14.000 krón- ur og bætur vegna annars barns hækka um 42%, úr 6.000 krónum í 8.500 krónur. Hámarkshúsaleigu- bætur hækka þar með um 15.000 krónur eða um 48% og geta hæstar orðið 46.000 krónur í stað 31.000 króna áður. Í samkomulagi við Samband ís- lenskra sveitarfélaga um hækkun húsaleigubóta er einnig kveðið á um þátttöku ríkisins í greiðslu sérstakra húsaleigubóta. Sveitarfélög eru hvött til að taka upp sérstakar húsa- leigubætur og rýmka skilyrði fyrir sérstökum húsaleigubótum svo þær nái til fleiri heimila. Hámarks- greiðsla almennra og sérstakra húsaleigubóta gæti þar með orðið 70.000 krónur í stað 50.000 króna áð- ur. Ríkið kemur nú í fyrsta sinn að greiðslu sérstakra húsaleigubóta. Áætlaður árlegur viðbótarkostn- aður vegna þessara aðgerða er um 620 milljónir króna vegna húsaleigu- bóta og um 100 milljónir króna vegna sérstakra húsaleigubóta. Samkomulag er um að ríkissjóður greiði 60% af heildarkostnaði vegna hækkunarinnar og sveitarfélögin 40%. Húsaleigubætur hækka í fyrsta sinn síðan árið 2000 Heilsuvika Hrafnistu vikuna 7. til 11. apríl vi lb or ga @ ce nt ru m .is Fylltar paprikur með geitarosti, steiktum hrísgrjónum og speltbrauði Tenerife 11.-27. maí Í BEINU FLUGI FRÁ AKUREYRI Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum í frábæra 16 nátta vorferð til Tenerife, í beinu leiguflugi frá Akureyri. Gríptu þetta einstaka tækifæri og njóttu lífsins í vorblíðunni á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta og íbúða í boði. MasterCard Mundu ferðaávísunina! E N N E M M / S IA / N M 3 3 0 0 9 Heimsferðir Akureyri • s: 461 1099 • Geislagata 12 • akureyri@heimsferdir.is frá kr. 49.990 Verð kr. 49.990 – m.v. 4 í íbúðFlug. skattar og gisting, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi á Granada Park í 16 nætur. Netverð á mann. Verð kr. 64.990 – m.v. 2 í íbúð Flug. skattar og gisting, m.v. 2 saman í íbúð á Granada Park í 16 nætur. Netverð á mann. Granada Park Granada Park íbúðahótelið er við Las Americas golfvöllinn, um 1 og ½ km. frá Los Cristianos og Las Ameritas ströndunum. Í litríkum garðinum eru tvær sundlaugar, barnalaug, góð sól- baðsaðstaða, bar, lítil matvöruverslun, minigolf, barnaleiksvæði og fleira. Íbúðir eru með 1 eða 2 svefnherbergjum, stofu með svefnsófa, vel búnu eldhúsi, m.a. með örbylgjuofni, brauðrist, ísskáp og frysti og baðherbergi með hárþurrku. Gervihnattasjón- varp og öryggishólf eru á öllum íbúðum. Verönd eða svalir með húsgögnum við hverja íbúð. Vel búnar íbúðir á rólegum og fjölskylduvænum stað. ÓTRÚLEGT SÉRTILBOÐ 16 nætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.