Morgunblaðið - 08.04.2008, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
526 526 $%
$%
7
7
526 .86
$%
%
7
7
9&:;&
<
=
%
&%
7
7
9 6
$%
$%
7
7
526/
5260
$%
$%
7
7
! "#$ %&''(
12
3 43
)&
"&@-#
8
(/"&@-#
?A )
-#
4"&@-#
" ) B
-#
C#? @
#.
!
DE
"&@-#
F
@+ !8
-#
4
B
-#
2
-#
GH5<
)
I8
**#B-#
>
J -#
K-#
6 2 7 89
-#
#
E
-#
)
) E :
J
)
) EG
)&
G
? 8
!
"&@-#
L&J
8
DE
E"&@-#
<M-
-#
@) -#
>J!! !
)/ -#
3 )/ -#
1 0 7 :
N
)J N&
C8"
-#
C
@
-#
;9<
=
9
%
%
%
% %
%
%
%
%
%
%
%
%
%
3 @)
! > B&,&
!O
F
@
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
/
( @)
I
I
I
I
I
I
I
I
9
!
) ( (
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@mbl.is
ERLENDIR hlutabréfamarkaðir
vísuðu mestmegnis upp á við í gær.
FTSE 100-vísitalan í London hækk-
aði um 1,1% og náði sínu hæsta gildi í
fimm vikur. Með síhækkandi hrá-
vöruverði höfðu námafyrirtæki þar
sitt að segja, sem og á evrópskum
mörkuðum. Þannig hækkaði
FTSEurofirst 300 vísitalan að um
0,8% og allir 18 markaðir í Vestur-
Evrópu samkvæmt Bloomberg.
Á móti þessu kveður við myrkan
tón í Bretlandi. Mikið verðfall á hús-
næðismarkaði þar er sagt það mesta
síðan árið 1991. Búist er við að breski
seðlabankinn muni lækka stýrivexti
sína enn frekar, úr 5,25% í 5% næsta
vaxtaákvörðunardag, fimmtudaginn
næstkomandi. Bankinn hefur tvisvar
lækkað vexti síðan í desember, en
þrátt fyrir það hafa t.a.m. HSBC,
Nationwide Building Society og Ro-
yal Bank of Scotland, hækkað vexti á
fasteignalánum og dregið ýmis tilboð
til baka vegna lausafjárkreppunnar.
Samkvæmt Bloomberg hefur fram-
boð á fasteignalánum dregist saman
um 21% á síðustu tveimur vikum.
Margir hafa viljað benda á Alan
Greenspan, fyrrum seðlabanka-
stjóra Bandaríkjanna, sem sökudólg
kreppunnar. Hann hafi valdið bólu á
fasteignamarkaði með of lágum
stýrivöxtum í of langan tíma.
Greenspan svarar fyrir sig í Financi-
al Times í gær og undrast að svo
margir kenni bandaríska seðlabank-
anum um, aðrir seðlabankar hafi séð
viðlíka verðhækkanir á húsnæði.
T.a.m. þrefaldaðist húsnæðisverð í
Bretlandi síðasta áratuginn. Að sögn
Greenspan er líklegasta skýringin
afdrifarík lækkun raunvaxta, sem
hafi orsakast af of miklum sparnaði.
Greenspan segir rót húsnæðis-
lánavandans liggja í röngu mati fjár-
festa. Engar aðgerðir eða regluverk
yfirvalda hefðu getað unnið á móti
vextinum sem varð í þessum geira.
Húsnæðisáhyggjur
skyggja á hækkanir
Í HNOTSKURN
»Hlutabréf í Bandaríkj-unum hækkuðu í byrjun
dags þegar lánasjóðnum
Washington Mutual var spáð 5
ma. dala fjárfestingu. Gengi
félagsins hækkaði um 29%.
»Á móti varð lækkun ámörkuðum þegar spáð var
samdrætti í tæknigeiranum.
Örflöguframleiðandinn AMD
lækkaði um 44% eftir neikvætt
uppgjör. Ásamt samdrætti hjá
Alcoa leiddi það til þess að
vísitölur stóðu nánast í stað.
● UM þriðjungi
starfsmanna
Glitnis í Lúx-
emborg verður
sagt upp er bank-
inn mun draga sig
út úr fasteigna-
lánastarfsemi þar
í landi. Starfs-
menn eru nú um
60 talsins. Stór
hluti lánasafnsins
er skammtíma brúarlán og munu lán-
in ýmist endurgreidd eða þau seld.
Þannig mun losna um allt að 100
milljarða króna í lausafé.
Glitnir í Lúxemborg mun framvegis
leggja áherslu á eignastýringu en
breytingarnar eiga að ná fram hag-
ræðingu og auka kostnaðarsam-
legð. Þá er markmiðið að styrkja
lausafjárstöðu og efla kjarna-
starfsemi bankans, samkvæmt upp-
lýsingum frá Glitni.
Hætta fasteignalán-
um í Lúxemborg
Höfuðstöðvar
Glitnis
● EXISTA er nú komið með yfir 94%
hlutafjár í Skiptum, eftir að yfirtöku-
tilboð hefur verið í gildi í hálfan mán-
uð. Af því tilefni ákvað stjórn Skipta í
gær að óska eftir því við íslensku
kauphöllina að hlutabréf félagsins
verði tekin úr viðskiptum, þar sem
félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði
sem sett eru um lágmarksdreifingu á
eignarhaldi.
Skipti fari af markaði
● YAHOO hefur í
annað sinn hafn-
að yfirtölutilboði
Microsoft, eftir að
hafa fengið þriggja
vikna frest til að
svara. Tilboðið
hljóðaði upp á 41
milljarða dollara,
jafnvirði um 3.000
milljarða króna.
Microsoft kvaðst
myndu leita beint til hluthafa, að sögn
Steve Ballmer, forstjóra, yrði boðinu
ekki svarað. Tilboðið var fyrst lagt
fram í lok janúar síðastliðnum en því
var hafnað af stjórn Yahoo sem taldi
það of lágt. „Skoðun okkar er óbreytt.
Gengi bréfa ykkar hefur lækkað, og til-
boðið því minna virði.“
Yahoo hafnar Micro-
soft í annað sinn
Steve Ballmer
hjá Microsoft.
ARÐBÆR rekstur Nyhedsavisen
reyndist ómögulegur með þeim
kostnaði sem viðgekkst. Þetta segir
eigandi danska fríblaðsins, Morten
Lund, í samtali við viðskiptablaðið
Börsen. Nyhedsavisen hafi verið
mannað á við Politiken, en ekki hafi
verið þörf fyrir svo marga blaða-
menn. Nú taki við stíf sparnaðar-
áætlun. Lund kveðst hafa margar
hugmyndir, „en nú skulum við sýna
að við ráðum við verkefnið sem
þegar er fyrir höndum“. Óvíst er
hvenær tekjur ná að mæta kostn-
aði, en Lund sér ekki af hverju
reksturinn gæti ekki orðið arðbær.
„Við erum mest lesna blað lands-
ins. Það tekur bara að tíma að síast
inn að auglýsendur sannfærist um
að við verðum það áfram.“
Nyhedsavisen í sparnaðaráætlun
ÞETTA HELST ...
● ÁFRAM lækkar skuldatrygg-
ingarálag íslensku bankanna. Kaup-
þing fór niður um 70 punkta í 780,
Glitnir lækkaði um 60 niður í 790 og
Landsbankinn um 45 í 555 punkta.
Þá styrktist krónan um 2,3%.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,7%
í gær og lauk henni í 5.392 stigum.
Bréf Spron hækkuðu langmest, eða
um 9% og bréf Existu hækkuðu um
6,2%. Mesta lækkunin, um 7,6%,
var hins vegar á bréfum Flögu.
Heildarvelta nam rúmum 53 millj-
örðum, þar af 44,6 milljarðar með
skuldabréf. Mest var verslað með
bréf fjármálafyrirtækja, Kaupþing dró
vagninn með 1,1 milljarða viðskipti.
Álag bankanna lækkar
RÍKISSTJÓRNIR heims þurfa að
grípa til aðgerða til að bregðast við
lánsfjárskorti á alþjóðlegum fjár-
málamörkuðum. Þetta kemur fram í
samtali Dominique Strauss-Kahn,
yfirmanns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
við Financial Times. Til viðbótar við
peningamálastefnu seðlabanka og
efnahagsstefnu, myndu opinber af-
skipti mynda þriðja vígið og hafa
bein áhrif á bankageirann, skulda-
bréfa- og húsnæðismarkaði.
Sjóðurinn mun lækka hagvaxtar-
spár sínar nú í vikunni. Að sögn
Strauss-Kahn verða þær ekki mjög
bjartsýnar. Greiningar sjóðsins
áætla að Bandaríkin og nokkur lönd
sem svara til 20-25% heimshagkerf-
isins, geti veitt fjárhagsinnspýtingu
ef þörf krefur. Flest Evrópulönd séu
hins vegar ekki í þeirri stöðu.
Inntur eftir viðbrögðum sagði
Árni M. Mathiesen fjármálaráð-
herra of snemmt að segja til um
hvort gripið yrði til aðgerða af hálfu
ríkisstjórnarinnar, eða hvers eðlis
þær yrðu. Ekki væri tilefni til frekari
viðbragða að svo stöddu.
Vill opinber afskipti
SAMKVÆMT
tölum frá Seðla-
bankanum nam
velta með gjald-
eyri á millibanka-
markaði 1.212
milljörðum króna
í marsmánuði
sem er met í ein-
um mánuði. Í
Morgunkorni Glitnis er bent á að
veltan hafi meira en tvöfaldast frá
fyrri mánuði þegar hún nam um 500
milljörðum króna. Á fyrsta ársfjórð-
ungi nam gjaldeyrisveltan um tvö
þúsund milljörðum sem er svipuð
velta og allan fyrri hluta síðasta árs.
Þá var veltan á fyrsta ársfjórðungi
síðasta árs sú sama og í marsmánuði
sl. Til samanburðar nam veltan í
mars árið 2007 um 413 milljörðum
króna. Í Morgunkorni segir að sam-
hliða aukinni þátttöku á íslenskum
gjaldeyrismarkaði og tengslum við
alþjóðlega markaði muni umsvif og
dýpt gjaldeyrismarkaðarins vaxa
líkt og endurspeglist í aukinni veltu á
milli ára.
Metvelta með
gjaldeyri
BRESKA fyrirtækjaskráin hefur
sent ítrekun til Baugs sem hefur
látið hjá líðast að skila ársreikn-
ingum dótturfélaga sinna. Fjórir
mánuðir eru liðnir síðan frestur
a.m.k. 22 fyrirtækja rann út, sem
flest tengjast tískufélaginu Mosaic.
Talsmaður Baugs segir seink-
unina vera af tæknilegum ástæðum
og að henni verði kippt í liðinn inn-
an mánaðar, en á breska frétta-
vefnum This is Money þykja tíð-
indin óheppileg fyrir ímynd
félagsins í ljósi efnahags heima-
landsins, Íslands. Þau gögn sem þó
eru til staðar þykja sýna slaka
frammistöðu fyrirtækjanna. Baug-
ur hafnar því að hafa orðið illa úti
vegna stöðu efnahags Íslands.
Hafa ekki skilað
ársreikningum
♦♦♦
● HAGNAÐUR Alcoa, stærsta ál-
framleiðanda Bandaríkjanna, dróst
saman um 54% á fyrsta fjórðungi
ársins. Fyrirtækið lýsti erfiðu efna-
hagsástandi og sagði samdrátt í eft-
irspurn á áli á heimsmarkaði vera
væntanlegan. Hagnaðurinn nam
303 milljónum dala, eða tæpum 22
milljörðum króna, samanborið við
662 milljónir dala á sama tímabili í
fyrra. Tekjur lækkuðu úr 7,91 millj-
arði dala í 7,38 milljarða.
Stjórnarformaður Alcoa sagði
hærra orkuverð og veikari dollara
hafa unnið á móti hækkandi álverði.
Bréf Alcoa lækkuðu um 4%.
Hagnaður Alcoa
dregst saman um 54%