Morgunblaðið - 08.04.2008, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 21
BOLLI Thoroddsen, varaborg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er
skrifaður fyrir grein sem birtist í
Morgunblaðinu þann 1. apríl. Í
greininni átelur hann formann Sam-
fylkingarinnar, Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur, fyrir að kasta steinum
úr glerhúsi og segir hana ekki þess
umkomna að gagnrýna klækina sem
einkenndu atburða-
rásina sem kom Sjálf-
stæðismönnum aftur í
Ráðhús Reykjavíkur.
Að mati Bolla á hún
ekki innistæðu fyrir
því vegna þess að sams
konar lúalegir klækir
hafi viðgengist þegar
valdaskipti urðu í
Reykjavíkurborg í
kjölfar REI-málsins.
Sjálfstæðismaðurinn
Bolli setur sig á furðu-
lega háan hest gagn-
vart konu sem sótti
lýðræðislegt umboð sitt til borg-
arbúa í þrennum kosningum í röð.
Ekki síst vegna persónulegs trausts
og trúverðugleika sem hún naut í
borgarstjóratíð sinni.
Ég veit vel að borgarbúar gera
sér grein fyrir því að reginmunur er
á myndun meirihluta Tjarnarkvart-
ettsins annars vegar og myndun
meirihluta Ólafs F. Magnússonar og
Sjálfstæðismanna hins vegar. En
Bolli virðist ekki gera sér fyrir hon-
um og af þeim sökum er mér bæði
ljúft og skylt að fara í gegnum mála-
vöxtu.
Mikið í húfi
Í aðdraganda REI-málsins var
með öllu óvært í Reykjavíkurborg.
Djúpstæður klofningur hafði komið
upp á meðal Sjálfstæðismanna í
borgarstjórn og í þeim darraðar-
dansi birtist gríðarlegur skoðana-
ágreiningur innan flokksins, óvönd-
uð vinnubrögð þáverandi borgar-
stjóra og trúnaðarbrestur milli
félaga sem náði hápunkti í stefnu-
móti ,,sexmenninganna“ við flokks-
forystuna. Borgarbúar voru órólegir
yfir málinu enda stærsta fyrirtæki
borgarinnar í húfi. Fyrirtæki í eigu
Reykvíkinga sem sér okkur fyrir
vatni og rafmagni, fyrirtæki sem er
milljarðavirði og á að sjálfsögðu að
vera í samfélagslegri eigu, hvort
sem verkefni þess eru hér á landi
eða á okkar vegum erlendis, og vaxa
þannig um ókomna tíð.
Þetta var slagur um almanna-
hagsmuni. Og hann stóð tæpt.
En þá er ótalinn þáttur Fram-
sóknarflokksins. Á borgarstjórn-
arfundi tveimur dögum fyrir stjórn-
arslitin fylgdust landsmenn með
umræðum úr borg-
arstjórn í beinni út-
sendingu þar sem
klofningur milli sam-
starfsflokkanna krist-
allaðist í ræðustól.
Fulltrúi Framsókn-
arflokksins vildi ekki
sjá á eftir verðmætum
jarðvarmans undir fót-
um okkar sem við öll
eigum í sameiningu.
Hann vildi ekki heldur
afsala borginni þeirri
þekkingu á jarðvarma
og reynslu sem byggst
hefur upp í Orkuveitu Reykjavíkur í
hendur einkaaðilum. Um ókomna
framtíð. Það stefndi allt í eina átt.
Daginn eftir var mynduð ný borg-
arstjórn. Stjórn félagshyggju og
varðstöðu um almannahagsmuni.
Skerið sem hin gamla stjórn steytti
á var hvorki lítið né ómerkilegt.
Klofningurinn varðaði meðal annars
eignarhald á auðlindum, eitt stærsta
álitamál okkar tíma, hvorki meira né
minna.
Nýja borgarstjórnin naut stuðn-
ings frá fyrsta degi. Flokkurinn sem
hlaut mesta fylgið í kosningum fékk
borgarstjórastólinn. Öðrum stólum
var skipt niður í mesta bróðerni og
voru fulltrúar F-lista harla sáttir,
þar með talinn guðfaðir nýja meiri-
hlutans, núverandi borgarstjóri.
Sjálfstæðismenn sleiktu sárin og
áttu mikið verk fyrir höndum að
berja í brestina, vinna traust sinna
umbjóðenda og róa öldurnar innan
flokksins.
Að hundrað dögum liðnum var
blásið til blaðamannafundar á Kjar-
valsstöðum. Nýr meirihluti hafði
verið myndaður og borgarbúar
spurðu í forundran: Hver var stóri
klofningurinn nú? Var oddviti F-
listans skyndilega orðinn óhress
með sinn hlut? Ekki voru flokks-
systur hans á sama máli enda datt
þeim Margréti Sverrisdóttur og
Guðrúnu Ásmundsdóttur ekki í hug
að fylgja Ólafi yfir í hið vanhelga
hjónaband hans og Vilhjálms Þ.
Engir atburðir höfðu skekið borg-
arkerfið, teppt fréttatíma kvöld eftir
kvöld né skapað djúpstæðan ágrein-
ing innan flokkanna í nýja meirihlut-
anum.
Það er reginmunur á klofningi og
klækjum. Það er reginmunur á því
að hrökklast frá völdum – og að
hrifsa til sín völdin. En á þessu
tvennu sér Sjálfstæðisflokkurinn
engan mun, enda hefur hann prófað
hvort tveggja í vetur. Stuðningur við
þennan meirihluta er lítill, vel undir
kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins.
Traust landsmanna til borg-
arstjórnar segir meira en þúsund
orð, níu prósentustig. Sögulegt lág-
mark í traustsmælingum Capacent-
Gallup.
Virðuleikinn þverr
En stærstu tíðindin eru líklega
þau að borgarstjóraembættið, hið
virðulega og skapandi embætti, var
sett á uppboð. Fulltrúi sem mælist í
könnunum með nær ekkert fylgi –
og hefur nær enga fylgismenn úr
sínum röðum – fékk borgarstjóra-
stólinn í býttum fyrir völd. Engin
slík hrossakaup einkenndu meiri-
hluta Tjarnarkvartettsins. Þar var
enginn keyptur til fylgilags og eng-
um flokkanna var gert að kokgleypa
hugsjónir sínar og stefnumál.
Stjórnsýsla borgarinnar og þjón-
usta við borgarbúa hefur liðið vegna
þessa enda hagnast enginn á klækja-
stjórnmálum. Allra síst Bolli og
flokkssystkin hans.
Bolla svarað
Oddný Sturludóttir svarar
grein Bolla Thoroddsen » Sjálfstæðismaðurinn
Bolli setur sig á
furðulega háan hest
gagnvart konu sem sótti
lýðræðislegt umboð sitt
til borgarbúa í þrennum
kosningum í röð.
Oddný Sturludóttir
Höfundur er borgarfulltrúi.
Á FYRSTA fundi leikskólaráðs
haustið 2006 var samþykkt tillaga
þess efnis að stofna skyldi til hvatn-
ingarverðlauna leikskóla. Mark-
miðið með verðlaun-
unum er að veita
leikskólum í Reykja-
vík, starfsfólki þess
eða öðrum hvatningu í
starfi, vekja athygli á
gróskumiklu starfi
sem fram fer í leik-
skólum borgarinnar
og stuðla að auknu ný-
breytni- og þróun-
arstarfi. Hvatning-
arverðlaunin eru
jákvæð og afar verð-
mæt fyrir reykvískt
samfélag og framtíð
yngstu Reykvíking-
anna.
Ólíkir skólar og
ólík verkefni
Fyrstu verðlaun
voru afhent í Höfða í
maí 2007 af þáverandi
borgarstjóra Vilhjálmi
Þ. Vilhjálmssyni. Sex
gróskumiklir leik-
skólar fengu þá verð-
laun. Þeir voru
Dvergasteinn fyrir verkefnin ótrú-
leg eru ævintýrin og samstarf
Myndlistaskólans í Reykjavík, leik-
skólinn Fellaborg fyrir verkefnið
mannauður í margbreytileika, leik-
skólinn Hamraborg fyrir vísinda-
verkefni, leikskólinn Nóaborg fyrir
verkefnið stærðfræði, leikskólinn
Sólborg fyrir verkefnin sameig-
inlegt nám fatlaðra og ófatlaðra
barna og samvinna og fagstarf og
síðast en ekki síst leikskólinn
Steinahlíð fyrir verkefnið umhverf-
isvernd. Miklu fleiri skólar fengu
tilnefningar frá ólíkum aðilum og
fyrir ólík verkefni.
Þitt tækifæri til að hrósa
Í skólum borgarinnar er suðu-
pottur hugmynda, frjórrar umræðu
og framkvæmd verk-
efna sem tengjast
reynslu og tilfinningum
starfsfólks fyrir breyt-
ingum í samfélaginu
hverju sinni. Verðlaun-
in veita kennurum og
starfsfólki viðurkenn-
ingu fyrir hug-
myndauðgi og fram-
kvæmdagleði og hvetur
þá áfram til að láta
hugmyndir sínar um
umbætur og úrræði
verða að veruleika og
hafa þannig bein áhrif
á aukin gæði skóla-
umhverfisins. Nú fer
hver að verða síðastur
til að vekja athygli á
fagstarfi í leikskólum
borgarinnar. Hægt er
að skila inn tilnefn-
ingum til 15. apríl
næstkomandi á heima-
síðu Leikskólasviðs,
www.leikskolar.is. Allir
geta tilnefnt til verð-
launanna, foreldrar,
kennarar, skólar, starfsmenn og
aðrar borgarstofnanir. Við val á
verðlaunahöfum var haft til hlið-
sjónar að verkefnið væri öðrum til
eftirbreytni og hvatning til góðra
verka, svo og að fjölbreytt verkefni
fái viðurkenningu. Tökum höndum
saman og hrósum leikskólunum fyr-
ir gott starf!
Hrósum fyrir
gott starf
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
segir mikla uppörvun
felast í hrósi
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
» Allir geta til-
nefnt til
verðlaunanna,
foreldrar, kenn-
arar, skólar,
starfsmenn og
aðrar borg-
arstofnanir.
Höfundur er formaður leikskólaráðs.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
4
13
41
0
4/
08
HLUNNINDI SEM FYRIRTÆKJASAMNINGUR VEITIR:
• Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki
• Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn - alla daga ársins
• Afsláttur sem býðst á fargjöldum til áfangastaða Icelandair
• Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum
+ Skráðu fyrirtækið þitt núna á www.icelandair.is
ÞJÓNUSTA SEM
SPARAR FYRIRTÆKJUM
TÍMA OG PENINGA
ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING?
M
A
D
R
ID
B
A
R
C
E
LO
N
A
PA
R
ÍS
LO
N
D
O
N
MANCH
ES
TE
R
GLASGOW
MÍLANÓ
AMSTERDAM
MÜNCHEN
FRANKFURT
BERLÍN
KAUPMANNAHÖFN
BERGEN
GAUTABORG
OSLÓ
STOKKHÓLMUR
HELSINKI
H
AL
IF
AX
BO
ST
ON
OR
LA
ND
O
MINN
EAPO
LIS – ST
. PAUL
TOR
ONT
O
NE
W
YO
RK
REYKJAVÍK
AKUREYRI