Morgunblaðið - 08.04.2008, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
STÓRIÐJUSTEFNA Í UPPNÁMI
Stóriðjustefna annars stjórnar-flokksins, Samfylkingarinnar,er augljóslega í uppnámi.
Þórunn Sveinbjarnardóttir um-
hverfisráðherra hefur horfzt í augu
við þá staðreynd að hún getur ekki
komið í veg fyrir byggingu álvers í
Helguvík og ætla má að Samfylk-
ingin standi frammi fyrir hinu sama
á Húsavík.
Þessi veruleiki gengur þvert á yf-
irlýsta stefnu Samfylkingarinnar
gagnvart stóriðjuverkefnum.
Flokksforystan þarf að útskýra fyr-
ir kjósendum sínum hvað valdi því
að hún geti ekki staðið við gefnar
yfirlýsingar.
Umhverfisráðherra hefur boðað
lagabreytingar og jafnvel breyting-
ar á stjórnarskrá sem eiga að gera
Samfylkingunni kleift að standa við
gefin loforð í umhverfismálum. Hef-
ur Sjálfstæðisflokkurinn samþykkt
þær lagabreytingar og stjórnar-
skrárbreytingar fyrir sitt leyti?
Það er augljóst að Samfylkingin,
sem ræður yfir bæði iðnaðarráðu-
neyti og umhverfisráðuneyti í rík-
isstjórninni, þeim tveimur ráðu-
neytum sem mest koma við sögu í
stóriðjumálum, hefur enga stjórn á
þróun og uppbyggingu álvera á Ís-
landi. Og reyndar fer ekki á milli
mála að ráðherrar flokksins eru tví-
stígandi í þessum málaflokki. Þeir
geta ekki upplýst almenning um
það hvað þeir vilja. Hefur Samfylk-
ingin breytt um stefnu frá því fyrir
kosningar og er nú hlynnt byggingu
álvera eða er stefna flokksins
óbreytt að ekki eigi að byggja hér
fleiri stóriðjuver að sinni?
Það er ekki ósanngjörn krafa til
Samfylkingarinnar að forysta henn-
ar upplýsi bæði flokksmenn sína og
aðra um stefnu flokksins í þessum
málum þegar hér er komið sögu en
svör við þeim spurningum liggja
greinilega ekki á lausu.
Á undanförnum árum hafa um-
ræður um umhverfismál fyrst og
fremst snúizt um vatnsaflsvirkjanir
en ekki um iðjuverin sjálf. Nú er
augljóst að stefnt er að því að knýja
hin nýju álver með jarðvarmavirkj-
unum. Þá má búast við því að orku-
framleiðslan verði ekki jafn umdeild
og verið hefur en að álverin sjálf
komizt í brennidepil umræðna.
Þá vakna spurningar um hvert
framlag álveranna er til þjóðarbús-
ins, hvers konar vinnustaðir þau
eru og hvernig mengun er frá þeim
í samanburði við mengun frá ann-
arri atvinnustarfsemi. Um þetta
hefur lítið verið rætt hin síðari ár
vegna þess að áherzlan hefur öll
verið á umræður um vatnsaflsvirkj-
anir og áhrif þeirra á umhverfið.
Það er sjálfsagt að þessar um-
ræður fari fram og þá jafnframt
hver afstaða þeirra sem búa í næsta
umhverfi fyrirhugaðra álvera er.
Svo virðist sem meirihluti Suður-
nesjamanna sé hlynntur álveri í
Helguvík. Með sama hætti sýnist
mikil samstaða vera um álver á
Húsavík.
Er forysta Samfylkingarinnar
kannski tvístígandi af þeim sökum?
RÝMUM TIL FYRIR GANGANDI FÓLKI
Gísli Marteinn Baldursson, formað-ur umhverfis- og samgönguráðs
miðborgarinnar, sagði á borgarstjórn-
arfundi í síðustu viku að sigið hefði á
ógæfuhliðina hvað vandamál vegna
bíla varðar í miðborginni. Í Morgun-
blaðinu í gær var haft eftir honum að
„æ fleiri bílum sé lagt á gagnstéttar, á
torgum miðborgarinnar og víðar, þar
sem þeir trufla umferð gangandi
fólks“.
Fundur lögreglunnar, Bílastæða-
sjóðs og Reykjavíkurborgar um þenn-
an vanda sem fyrirhugaður var í gær
er löngu tímabær. Það er fullkomlega
óviðunandi að jafnmargir bílstjórar og
raun ber vitni skuli ekki geta virt rétt
annarra til að komast leiðar sinnar
hvort heldur sem þeir eru gangandi,
hjólandi, í hjólastólum eða með barna-
vagna. Svo virðist sem þessi hegðun sé
enn ein birtingarmynd þess agaleysis
sem ríkir í umgengni í miðborginni,
agaleysis sem borgaryfirvöld og lög-
reglan hafa heykst á að takast á við
fram til þessa.
Í Morgunblaðinu í gær kom fram að
sektir fyrir að leggja ólöglega væru
miklum mun lægri hér á landi en í ná-
grannalöndum okkar – eða um 1.500
kr. (900 ef greitt er innan þriggja
daga) á móti um 10.000 annars staðar.
Ef miðað er við hvað það kostar að
borga í stöðumæli getur nánast „borg-
að sig“ að leggja ólöglega yfir daginn.
Ekki síst ef lögreglan lætur sér nægja
að sekta fólk í stað þess að láta um-
svifalaust draga sökudólgana í burtu á
þeirra kostnað, eins og ætti að gera. Í
þessu sambandi verður að hafa í huga
að hlutfall bílastæða í miðborg
Reykjavíkur er miklum mun hærra en
í öðrum Evrópulöndum og í Banda-
ríkjunum. Tölurnar eru sláandi og tala
sínu máli; hér eru 800 stæði á hver
1.000 störf en í Evrópu 270 á móti 500 í
Bandaríkjunum. Ökumenn hafa því yf-
ir litlu að kvarta.
Gísli Marteinn bendir á að bráðlega
bætist við 1.600 til 1.800 ný stæði í
kjallara Tónlistar- og ráðstefnuhúss-
ins og heldur því fram að borgin hafi
sofið á verðinum „því ekki hafi enn
verið gert ráð fyrir að fækka stæðum á
yfirborðinu þegar þessi fjöldi stæða
bætist við“. Þessum orðum hans er
ástæða til að fagna. Það er kominn
tími til að breikka gagnstéttar í mið-
borginni og fækka bílastæðum til
hagsbóta fyrir gangandi vegfarendur.
Mörg gömul borgartorg hafa til að
mynda verið lögð undir bílastæði sem
nú geta vikið ef marka má orð Gísla
Marteins. Á þeim gæti þrifist upp-
byggjandi mannlíf, svo sem markaðir
eða leikvellir fyrir börn gesta mið-
borgarinnar. Hvernig væri að núver-
andi borgarstjórn, með Gísla Martein í
broddi fylkingar, bretti upp ermarnar
eftir að hafa vaknað til vitundar um
vandann og hefjist handa við að sópa
bílum inn í bílastæðahús og rými götur
og torg svo fjölbreyttara og skemmti-
legra miðborgarlíf fái þrifist?
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Ólympíuloginn var slökkt-ur nokkrum sinnum á försinni um París í gærvegna mótmæla gegn
framferði kínverska alþýðuhersins í
Tíbet. Kínverskir skipuleggjendur
kyndilhlaupsins gáfust á endanum
upp er kyndillinn hafði verið borinn
með hléum um helming ráðgerðrar
leiðar og létu aka honum í bíl sér-
sveitar lögreglu á áfangastað við
höfuðstöðvar frönsku ólympíu-
nefndarinnar í suðvesturhluta
borgarinnar.
Kyndilhlaupið hófst við Eiffel-
turninn klukkan 12:30 og ráðgerð
28 kílómetra leið hans lá um önnur
helstu kennileiti Parísarborgar. Bú-
ist hafði verið við mótmælum og því
höfðu ráðstafanir verið gerðar til að
kyndillinn kæmist óhindrað leiðar
sinnar. Um 3.000 lögreglumenn og
slökkviliðsmenn vörðuðu leiðina;
lögregluþyrlur sveimuðu yfir og
víkingasveitir flotans voru til taks á
hraðbátum á Signu en leiðin lá að
stórum hluta eftir bökkum hennar.
Nokkrir tugir sérsveitarmanna
frönsku lögreglunnar, skokkandi
eða á línuskautum, og nokkrir kín-
verskir öryggisverðir klæddir
íþróttagalla, slógu öllum stundum
skjaldborg um kyndilberann. Oft-
ast hvarf hann í hersinguna en und-
an henni og á eftir – og jafnvel til
hliðar á breiðgötum – óku tugir lög-
reglubíla. Var gæsla eldsins mun
umfangsmeiri og öflugri en þegar
forseti Frakklands ekur í opinni bif-
reið um Ódáinsvelli á þjóðhátíðar-
daginn, 14. júlí.
Vart voru nema 200 metrar af 28
kílómetrum að baki er nema varð
staðar vegna mótmæla. Og sagan
endurtók sig hvað eftir annað en
lögregla hafði yfirburði og yfirbug-
aði fljótt þá sem höfðu sig harðast í
frammi og reyndu að slökkva eld-
inn. Alls tók lögregla 20 manns
fasta sem harðast gengu fram. Vart
var hersingin lögð af stað aftur er
ný fyrirstaða tafði för. Mótmælend-
ur lögðust jafnvel á götuna til að
trufla för kyndilsins.
Athöfn í ráðhúsinu aflýst
Spenna ríkti einnig milli frönsku
lögreglunnar og hinna kínversku
skipuleggjenda hlaupsins. Þrátt
fyrir liðssafnað sinn vildi lögreglan
fljótlega hætta hlaupinu og aka
kyndlinum til Charletyvallar. Greip
hún til þess ráðs við fyrirstöðu að
fara með kyndilinn inn í rútu og
slökkva á honum.
Kínverjar vildu hins vegar halda
hlaupi áfram og náðu sínu fram.
Aftur var kveikt á kyndlinum en
vegna mótmæla slokknaði á honum
nokkrum sinnum til viðbótar. Og
margsinnis var leitað skjóls með
kyndilinn inni í rútu vegna andófs-
ins, m.a. einu sinni er mótmælendur
náðu honum úr hendi fatlaðrar
íþróttakonu.
Skömmu áður en ólympíueldur-
inn átti að koma að ráðhúsi Parísar
var tilkynnt að aflýst hafi verið hálf-
tíma kyndilathöfn sem þar átti að
fara fram. Að frumkvæði Bertrand
Delanoe borgarstjóra hékk uppi á
framvegg ráðhússins stór borði þar
sem sagði, að Parísarborg tali máli
mannréttinda, bæði í Frakklandi
sem um heim allan. Þá hengdu
borgarráðsmenn flokks græningja
fána Tíbets og svartan borða með
handjárnum sem látin voru tákna
ólympíuhringina. Var það mótmæ-
lafáni samtakanna Fréttamenn án
landamæra en liðsmenn þeirra
komust framhjá öryggisverði og
festu slíkan fána í 75 metra hæð á
Eiffelturni og hlekkjuðu sig þar við.
Delanoe sagði við fréttamenn að
hann hefði viljað fá ólympíueldinn
að ráðhúsinu en kínverskir for-
svarsmenn kyndilhlaupsins og kín-
verska sendiráðið hafi á síðustu
stundu aflýst för hans þangað. Þar
var saman kominn fjöldi fólks til
stuðnings málstað Tíbeta.
Þingmenn mótmæltu
Frá Louvre-torginu var í staðinn
tekin stefnan yfir Signu að þinghús-
inu og hlaupaleiðin því stytt tals-
vert vegna tafa. Rúmum tveimur
stundum eftir að lagt var af stað frá
Eiffelturni var hlaupið t.a.m. orðið
klukkustund á eftir áætlun og
seinkaði framgangi þess eftir það.
Hlé var gert á þingfundi klukkan
16:30 þar sem þingmenn úr öllum
flokkum yfirgáfu þingsalinn til að
taka þátt í mótmælum gegn fram-
ferði kínverska alþýðuhersins í Tíb-
et. „Virðið mannréttindi í Kína“
stóð á mótmælaborða sem þing-
menn höfðu hengt upp. Saman
hrópuðu þeir taktfast „frelsi fyrir
Tíbet“ og sungu síðan franska þjóð-
sönginn í kór.
Þegar hér var komið sögu átti
kyndillinn að vera kominn á leið-
arenda við Charletyvöll en aðeins
49 af 80 kyndilberum, núverandi og
fyrrverandi íþróttastjörnur, búnir
að skila sínu hlutverki. Va
inu hætt við þinghúsið og
kyndlinum ekið tæpan t
metra sem eftir var. Fór
stutt athöfn og tendraður e
Mikil óánægja
Spenna var mikil í Par
kyndilhlaupsins. Megn ó
garð Kínverja einkenndi a
loftið. Það vakti sérstaka a
varps- og sjónvarpsstöð
fylgdust beint með kyndi
hversu mikill mannsöfnu
meðfram allri leiðinni. A
mestu leyti Parísarbúar s
ljós megna óánægju í garð
vegna Tíbet en þar voru ei
etar eða fólk sem þangað á
rekja og búsett er í Fr
Samtök þeirra lýstu ánæ
með mótmælin; sögðu mál
et hafa fengið kröftugar u
ir. Fáni Tíbet var áberand
borg og harðorðir mótmæ
Á þeim hljómuðu m.a. s
eins og „logi skammarin
„viljið þið blóðveröld, velko
ympíuleika í Kína.“
Á stöku stað voru einni
komnir stuðningsmenn kí
stjórnvalda, m.a. náms
Ólympíuloginn
París vegna gö
Rimma Franskir lögreglumenn kljást við mann sem reyndi að hr