Morgunblaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 25
Ég veit ekki hvort mér leyfist
að hafa skoðun á Reykjavík-
urflugvelli sem íbúa á Suðurlands-
undirlendi þar sem við notum
flugvöllinn kannski
ekki eins mikið og
landar okkar fyrir
norðan, vestan og
austan. Reykjavík er
höfuðborg okkar Ís-
lendinga og því fylgir
mikil ábyrgð fyrir höf-
uðborgina gagnvart
öðrum þegnum þessa
lands, aukinheldur
sem Reykjavík hefur
alþingi og stjórnsýslu,
styrkustu stoðir heil-
brigðiskerfisins og svo
mætti lengi telja, eins
og höfuðborg sæmir.
Umræðan um flugvöllinn í
Vatnsmýri finnst mér um langa
hríð hafa verið út og suður og
tímabært að fara að taka af skarið
um framtíð hans og tel ég það
mjög mikilvægt líka þar sem stutt
er í endanlega ákvörðun um fram-
tíð nýs hátæknispítala. Ég dreg
enga dul á þá skoðun mína að ef
Reykjavík á áfram að vera höf-
uðborg með öllu sem því fylgir, þá
verður Reykjavíkurflugvöllur
áfram í Vatnsmýri með kostum
þess og göllum og hvergi annars
staðar. Kannski má eitthvað
þrengja að honum og nýta rými í
kringum hann betur líkt og við
getum séð í stórborgum erlendis
þar sem flugvelli er að finna innan
um stórhýsi og íbúðarbyggð.
Vissulega erum við hér fyrir
austan fjall líkt og félagar okkar
suður með sjó alveg til í að taka
við innanlandsflugvellinum, t.d. á
Selfoss, og með honum þeim 400
störfum sem vellinum fylgja beint
og óbeint. Þar með er ekki sagan
öll, því ef Reykvíkingar hrekja
flugvöllinn burt þá
veikja þeir að mínu
mati í leiðinni stöðu
höfuðborgar landsins
og þá sjálfgefið að
það sem flugvellinum
fylgir, hin sterka
heilbrigðisþjónusta
steinsnar frá, færi
með. Ég veit að ég á
mér skoðanabræður
en klárlega marga
líka sem ekki eru
mér sammála, ég hef
til að mynda heyrt
borgarfulltrúann Dag
Eggertsson segja að það muni
kosta borgina tugi milljarða að
flytja flugvöllinn ekki. Er hann þá
búinn að reikna inn í ef borgin
tapar einhverju af því sem flug-
vellinum fylgir; sterkum sam-
félagsstoðum sem elta munu flug-
völlinn að kröfu þeirra sem nota
þurfa þjónustu vallarins þegar
neyðin er stærst og mest? Ég held
að nú sé tími ákvarðana runninn
upp, byggja skal sæmandi aðstöðu
á Reykjavíkurflugvelli fyrir flugið
og stjórn borgarinnar gæti athug-
að með íbúðarbyggð á Löngu-
skerjum og á Hólmsheiði.
Ekki meiri vangaveltur, tími
þeirra er liðinn og menn verða að
horfast í augu við stórt og mikið
hlutverk flugvallarins sem lyk-
iltengingu höfuðborgar og lands-
ins alls.
Í lokin langar mig að vitna í
ágætan eldri mann sem bjó á hin-
um fallega stað Vopnafirði þar
sem hann stundaði róðra á bát
sínum part úr ári og hinum hlut-
anum varði hann í sumarbústað
sínum hér fyrir austan fjall. Hann
kom reglulega til okkar á rakara-
stofuna á Selfossi og þegar til tals
kom í útvarpi umræða um
Reykjavíkurflugvöll sagði þessi
hógværi maður að sér hrysi hugur
við tilhugsuninni um hjartaáfall
eða eitthvað álíka heima á Vopna-
firði, að bíða þá eftir sjúkraflugi
frá Egilsstöðum, flugi til t.d.
Keflavíkur nú eða Selfoss og svo
akstri þaðan á sjúkrahús í
Reykjavík. Hann taldi daga sína
líklega talda þegar á áfangastað
yrði komið. Þessi hógværi maður
snerti strengi í hjarta mér þegar
hann mælti þetta og æ síðan hef-
ur mig langað að segja eitthvað
um málefni Reykjavíkurflugvallar.
Hann hefur fyrir nokkru kvatt
okkur þessi heiðursmaður en
hann vakti mig til umhugsunar
um flugvöllinn og mál hans sem
ég ekki hafði áður gert svo neinu
nam.
Höfuðborgin Reykjavík
og flugvöllurinn
Kjartan Björnsson skrifar um
Reykjavíkurflugvöll »… ef Reykjavík á
áfram að vera höf-
uðborg með öllu sem því
fylgir, þá verður
Reykjavíkurflugvöllur
áfram í Vatnsmýri með
kostum þess og …
Kjartan Björnsson
Höfundur er rakari á Selfossi.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Vilnius
30. apríl
frá kr. 49.990
Frábær 4 nátta helgarferð!
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum í fjögurra nátta
helgarferð til Vilnius 30. apríl. Upplagt tækifæri til að njóta vorsins í þessari
fallegu borg og dekra við sig í aðbúnaði. Fararstjórar okkar kynna þér sögu
borgarinnar og heillandi menningu. Bjóðum frábær sértilboð á Hotel Europa
City *** og Hotel City Park ****. Vorið í Vilnius er komið á fleygiferð á
þessum tíma og þetta er því einstakur tími til að heimsækja borgina. Ath.
aðeins fá herbergi í boði á þessum kjörum.
Verð kr. 49.990
- *** gisting
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli
með morgunverði í 4 nætur á
Hotel Europa City *** með morgunmat.
Verð kr. 54.990
- **** gisting
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli
með morgunverði í 4 nætur á
Hotel City Park **** með morgunmat.
M
bl
9
89
89
5
Síðustu sætin!
* Verð í auglýsingunni er án virðisaukaskatts. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Aukabúnaður á mynd af Transit er samlitur á stuðara og grilli og þokuljós í framstuðara. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar.
„Standard“ heitur alla morgna
Nýtt útlit. Nýtt innlit. Ný vél. Nýtt
stöðugleikastýrikerfi. Komdu.
Skoðaðu nýjan Ford Transit.
Kannaðu aðstæður. Vinnuaðstöðunni hefur verið breytt til hins betra í nýjum Transit.Reyndu nýju vélina í Transit:
2,2 l dísil Duratorq TDCi.
G
C
I
G
R
O
U
P
píáääíì=âäìââìå~=~ð âî∏äÇá=çÖ=þ∫ Äóêà~ê=Ç~Öáåå=ÜÉáíìê=~ð=ãçêÖåáK
q∞ã~ëíáää~åäÉÖ=çä∞ìãáðëí∏ð Éê ëí~ð~äÄ∫å~ðìê ∞ qê~åëáí ëÉåÇáÄ∞äìã
Ñê•=cçêÇ=J ë¨êëí~âäÉÖ~ Ñóêáê ∞ëäÉåëâ~ê ~ðëí‹ðìêK hçãÇì=∞ _êáãÄçêÖK
hóååíì=þ¨ê åýíí ëí∏ðìÖäÉáâ~ëíýêáâÉêÑá=cçêÇ qê~åëáí ëÉã Éê ëí~ð~äÄ∫å~ðìêK
Vertu í hópi þeirra bestu. Komdu í
Brimborg. Veldu Ford Transit í dag.
sÉêð Ñê• OKSOSKRMS âêK=•å îëâGK
hóååíì=þ¨ê ë¨êí‹â~=þàμåìëíì ^íîáååìÄ∞ä~=cçêÇ=Üà• _êáãÄçêÖ
hóååíì=þ¨ê ë¨êí‹â~=þàμåìëíì
^íîáååìÄ∞ä~=cçêÇ=Üà• _êáãÄçêÖ
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.ford.is