Morgunblaðið - 08.04.2008, Síða 31
hann gaman af því að stríða og ögra
fólki með skoðunum og orðum en það
var bara til að lífga upp á umræðuna
og brjóta ísinn. Fyrir vikið var Sveinn
kannski ekki allra við fyrstu kynni en
þegar komið var inn fyrir harðgerða
skelina var þar góður og gegnheill
maður, traustur vinur vina sinna.
Það hefur verið gaman að fylgjast
með og vera þátttakandi í lífi rauð-
hausanna þriggja í Arnarsíðunni,
hver á sinn hátt lík pabbanum, og nú
síðustu árin afadrengnum Gunnari
sem er lifandi eftirmynd afa síns.
Stóri og sterki maðurinn getur
stoltur flogið á braut og kvatt þessa
tilvist.
Áshildur.
Ég hef átt því láni að fagna að um-
gangast sjómenn meira og minna frá
unga aldri. Þess vegna tel ég mig
þekkja talsvert það umhverfi sem
þeir lifa í og hef alltaf talið að skip-
stjórn á fiskiskipi sé mest krefjandi
allra starfa. Skipstjórinn ber ábyrgð
á skipi og skipshöfn, en hann þarf
einnig að vera sífellt á vaktinni eða á
tánum eins og oft er sagt, því ef hann
kemur ekki með viðunandi afla að
landi á hann ekki framtíðarmögu-
leika. Þannig hefur orðatiltækið „Að
skipta um karlinn í brúnni“ orðið til.
Vinur minn Sveinn Hjálmarsson
skipstjóri er látinn langt um aldur
fram. Við vorum samstarfsmenn hjá
ÚA þar sem góður kunningsskapur
tókst með okkur, sem smám saman
leiddi til vináttu. Hann var maður
sem stóð undir þeim kröfum, sem
minnst er á hér að ofan, kom alltaf
með skip sitt heilt til hafnar og var
aflamaður með afbrigðum. Sagt hef-
ur verið að líf sem vel er nýtt sé langt
líf og ef það er þannig þá hefur Svenni
þrátt fyrir allt verið langlífur því
þetta á einstaklega vel við hann.
Hann nýtti líf sitt vel.
Það lýsir Sveini vel að hann var all-
an sinn sjómennskuferil hjá sama
fyrirtækinu, ÚA, þar sem hann byrj-
aði á nýsköpunartogaranum Harð-
bak með Áka Stefánssyni um miðjan
7. áratuginn. Hann varð síðar 1. stýri-
maður á Kaldbak hjá vini sínum Þor-
steini Vilhelmssyni, og síðan skip-
stjóri eftir að Þorsteinn fór í eigin
útgerð. Traust og tryggð eru orð sem
hæfa honum vel og hann var einn af
þessum mönnum sem enskir kalla
„company man“, en það er sá maður
sem hugsar alltaf um hag fyrirtæk-
isins sem hann vinnur hjá. Hann naut
mikils álits Vilhelms Þorsteinssonar
framkvæmdastjóra og eru það mikil
meðmæli, því ein sterkasta hlið Vil-
helms var hversu vel hann skynjaði
hverjir ættu framtíð fyrir sér í
brúnni.
Kaldbakur fór í viðamikla klössun í
Póllandi haustið 1994. Ég ákvað að
sigla með þeim og þótt ég hafi farið
margar ferðir til hinna ýmsu staða og
heimshorna er þetta ein sú eftir-
minnilegasta. Eftir að hafa spilað
„Undir bláhimni“ á hæsta styrk við
suðurodda Noregs komum við til
Gdansk eftir 5 sólarhringa siglingu.
Fyrsta kvöldið fór áhöfnin í land og
dreifðist í ýmsar áttir. Við Svenni
komum snemma til baka. Ég gekk til
náða, en vaknaði síðan að áliðinni
nóttu og fór niður í borðsal. Þar var
skipstjórinn fyrir og hafði ekki enn
hallað sér, sagðist ekki gera það fyrr
en allir hefðu skilað sér til skips. Síð-
asti maður kom svo stuttu síðar og þá
fór Sveinn loks í koju. Þessi litla saga
sýnir í hnotskurn ábyrgðartilfinningu
og er lýsandi fyrir mann, sem ekki að-
eins bar ábyrgð á skipshöfn sinni,
heldur sýndi henni líka mikla um-
hyggju.
Eftir að Svenni kom í land fyrir
nokkrum árum höfum við hist reglu-
lega og fyrir það er ég þakklátur.
Hann lifir í minni mínu sem einn heil-
steyptasti maður sem ég hef átt sam-
leið með.
Ég sendi Guðrúnu og dætrunum
þremur innilegar samúðarkveðjur
svo og dóttursyninum, sem sér nú á
eftir afa sínum. Megi góður guð
styrkja þau.
Guð blessi minningu Sveins Hjálm-
arssonar.
Gunnar Ragnars.
Sveinn Hjálmarsson hefur lokið
ævistarfi sínu til sjós og kvatt sam-
ferðafólk sitt langt fyrir aldur fram.
Hann helgaði Útgerðarfélagi Akur-
eyrar, sem nú heitir Brim, starfs-
krafta sína óslitið í fjóra áratugi og
var stýrimaður og skipstjóri á togar-
anum Kaldbak samfleytt í meira en
þrjátíu ár. Slíkt er nánast einstakt og
á milli hans og vinnuveitenda hans
ríkti ávallt mikið traust.
Við Sveinn kynntumst ungir þegar
við vorum saman til sjós á gamla
Harðbak og bundumst þar traustum
vináttuböndum enda þótt oft væri
tekist á. Sveinn hafði hleypt heim-
draganum úr Skagafirði og ráðið sig
sem háseta þegar síldarævintýrið var
í algleymingi. Vinnuharkan var gíf-
urleg og í áhöfn skipanna á þessum
árum voru oft misjafnir sauðir í
mörgu fé sem síst hlífðu þeim sem
voru að byrja. Það er ekki ólíklegt að
óharðnaður unglingurinn, og að-
komumaður að auki, hafi verið í þeim
hópi. Gefist menn á annað borð ekki
upp við slíkar aðstæður er viðbúið að
skrápurinn harðni hratt. Ég held að
sú hafi einmitt orðið raunin hjá Sveini
og að þessi fyrstu ár hans á sjó hafi
mótað hann á margan hátt.
Við urðum samferða í Stýrimanna-
skólann ásamt nokkrum félögum frá
Akureyri og Sveinn skilaði því verk-
efni með miklum sóma eins og öðru
sem hann tókst á hendur. Hann var
dugnaðarforkur, harður við sjálfan
sig og eflaust líka þá sem hann setti
til verka á sjó, orðheppinn og glaðvær
í góðum hópi, traustur vinur vina
sinna og mikill fjölskyldumaður.
Sveinn sótti Kaldbak nýjan til
Spánar sem 2. stýrimaður og þar urð-
um við aftur samskipa stuttu síðar, ég
sem skipstjóri og hann 1. stýrimaður.
Við vorum ungir og til okkar voru
gerðar miklar kröfur. Sveinn tók svo
við skipstjórastöðu 1983 þegar ég fór
á annað skip. Vinátta okkar hélst og
áttum við mikil samskipti á sjónum.
Sveinn var farsæll skipstjóri. Hann
missti aldrei mann, fiskaði vel og fór
ávallt vel með áhöfn sína, skip og
veiðarfæri. Hann var alltaf tilbúinn til
að prófa ný veiðarfæri og bæta við
þekkingu sína og reynslu. Aðrir nutu
góðs af. ÚA sendi hann meðal annars
í nokkra túra á togurum sínum í
Þýskalandi þar sem hann kenndi þar-
lendum áhöfnum heppilegustu hand-
tökin á nýjustu veiðarfærunum.
Sveinn sagði mér nýlega, þá orðinn
langt leiddur af þeim sjúkdómi sem
dró hann til dauða, að síðasta ferð
hans á sjóinn hefði verið þegar hann
bauð mér og Stefáni syni mínum með
í siglingu um Eyjafjörð. Við fórum
ásamt tveimur öðrum á bátnum
Húna, sem öðru hvoru er leigður út til
skemmtiferða í nágrenni Akureyrar.
Sveinn fór sem skipstjóri í nokkra
slíka túra eftir að hann hætti á Kald-
bak. Í þessari síðustu ferð hans
renndum við að sjálfsögðu fyrir fisk
en afraksturinn varð ekki nema einn
þorskur. „Þetta var eini þorskurinn
sem eftir var í firðinum,“ sagði
Sveinn við mig á leiðinni í land og
bætti brosandi við – „og þú fékkst
hann“.
Ég kveð góðan vin með söknuði og
bið honum Guðs blessunar. Við Þóra
vottum Gurru, dætrum, tengdasyni
og dóttursyni innilega samúð og biðj-
um Guð að styrkja þau í sorginni.
Þorsteinn Vilhelmsson.
Fleiri minningargreinar um Svein
Hjálmarsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 31
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Hvolpar til sölu, Ungverskur
Vizsla. Vizsla er frábær veiði- og
fjölskylduhundur. Ættbók frá HRFÍ,
örmerktir og bólusettir. Verð 160.000
kr. Upplýsingar í s. 6920279/6915034
vizsla.blog.is
Húsnæði í boði
Til leigu strax!
efri hæð í einbýlishúsi svæði 108,
3 herbergja og eldhús, 70 fm.
Uppl í síma 553-5916.
Íbúð til leigu í Hveragerði
Tveggja herbergja íbúð, á annarri
hæð, til leigu. Uppl. í gsm 891 7565.
Atvinnuhúsnæði
Atvinnuhúsnæði óskast.
Húsnæðiðið þarf að rúma einn til þrjá
bíla.ætlumin er að nota það til filmu
ísetíga öruggar greiðslur, banka
ábyrð ef með þarf upplýsingar í síma
662-5844 eða sendið skila boð á
bv@vortex.is
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús .
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Tómstundir
Plastmódel í miklu úrvali.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is.
Til sölu
Tékkneskar og slóvenskar
handslípaðar kristal- ljósakrónur.
Mikið úrval. Frábært verð.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Þjónusta
Hitaveitur/vatnsveitur
Þýskir rennslismælar fyrir heitt og
kalt vatn.
Boltís sf.,
símar 567 1130 og 893 6270.
Byggingavörur
www.vidur.is
Harðviður til húsbygginga. Vatns-
klæðning, panill, pallaefni, parket
o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði.
Sjá nánar á vidur.is.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Teg. Darcey - flottur og sumarlegur í
D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.995,-
Teg. Iona - mjúkur og yndislegur,
styður samt vel í
D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 4.995,-
Teg. Saskia - mjög sérstakur og
smart í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr.
6.990,-
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán-fös 10-18, lau 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is.
GreenHouse vor-sumarvaran er
komin. Verið velkomin að sækja
frían bækling.
Opið í dag, þriðjudag 13-19.
GreenHouse, Rauðagerði 26.
Arcopédico hinir einu sönnu
komnir aftur í Rauðagerði 26.
Alltaf góðir. Varist eftirlíkingar.
Opið í dag, þriðjudag, 13 - 19.
Veiði
Veiðferðir til S-Grænlands
í sumar. Stangveiði, sauðnaut og
hreindýr. Leitið upplýsinga
Ferðaskrifstofa
Guðmundar Jónassonar ehf.
S.: 511 1515
www.gjtravel.is
Bílar
Subaru Forester Luxury, árgerð
03.´03. Ekinn aðeins 54 þús. km.
Sjálfskiptur, topplúga, álfelgur,
dráttarkrókur. Topp bíll. Verð 1.790
þús. Ath. skipti á ódýrari. Upplýsingar
í síma 690 2577.
Nissan Terrano SE 08/99
7 manna, 5 gíra bensín. Ek 148 þ km.
Topplúga álfelgur auka dekkjagangur
á felgum. Bíll í sérflokki einn eig!
Verð 1.090 þús, ath sk á ódýrari.
Upplýsingar í síma 690 2577.
Hjólbarðar
Álfelgur og dekk, Landcruiser
Glænýjar og ónotaðar Toyota álfelgur
og Michelin 265/65 R17. Af Landcrui-
ser 120, passa líka á LC 90 o.fl. Kosta
ný 130þ.kr. Tilboð 80þ.kr. S.824-5290.
Einkamál
Til félaga minna í ISTE
Ég bið hér með alla félaga mína ISTE
innilega afsökunar á að hafa verið
fjarverandi á árshátíðinni síðastliðna
helgi. Bestu kveðjur, Sveinn.
Þjónustuauglýsingar 5691100
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
BJÖRGVINS A. JÓNSSONAR,
Sólvangsvegi 1,
áður Hörðuvöllum 4,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 4. hæðar hjúkrunarheimilisins
Sólvangi, Hafnarfirði, fyrir kærleiksríka og hlýja umönnun.
Rakel Guðmundsdóttir,
Sigurlína Björgvinsdóttir, Ögmundur Karvelsson,
Jón Már Björgvinsson, Guðrún M. Jónsdóttir,
Guðmundur Björgvinsson, Stefana B. Gylfadóttir,
Sigríður G. Björgvinsdóttir, Randver Þ. Randversson,
barnabörn og barnabarnabörn.