Morgunblaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 36
Því þegar best lætur
er þetta algerlega
magnað stöff - og alveg
orginal … 40
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
KRISTÍN Björk Kristjánsdóttir,
öðru nafni Kira Kira, hefur verið ráð-
in í starf listræns stjórnanda listahá-
tíðarinnar Sequences. „Ég hef verið
að leika mér að því að hugsa um 300
ára gamlan kall sem rís úr gröf sinni
og upplifir eitthvað af þeim verk-
efnum sem hafa verið á Sequences,
þessar kviku listir. Hann kann ekki
að skýra hvers vegna þetta gerist eða
hvernig, það eina sem hann kann er
að hrífast. Þetta er það sem mig lang-
ar alltaf svolítið í, að skynfærin end-
urfæðist svo við getum gleymt okkur
í barnslegri undrun, leyft upplif-
uninni að hellast yfir okkur
óþynntri.“
Hátíðin fer fram á hverju hausti á
sama tíma og Airwaves-tónlistarhá-
tíðin. Í ár var fyrirkomulagi hennar
breytt og listræn stjórn skipuð en
fram að þessu hefur framkvæmda-
stjóri séð um skipulag hátíðarinnar. Í
framhaldinu var listrænn stjórnandi
ráðinn í fyrsta sinn. Kristín Björk út-
skrifaðist úr Listaháskóla Íslands ár-
ið 2005 og gaf út fyrstu sólóplötu sína
Skottu árið á eftir undir listamanns-
nafninu Kira Kira. Hún er líka einn af
stofnendum listahópsins Kitchen
Motors eða Tilraunaeldhússins sem
vinnur að því að brjóta niður múra
milli ólíkra listgreina.
Kira Kira stýrir Sequences
Kira Kira Listrænn stjórnandi hefur verið ráðinn á Sequences-hátíðina í
fyrsta sinn og varð Kristín Björk Kristjánsdóttir fyrir valinu.
Rúmur mán-
uður er nú í stór-
tónleika Páls
Rósinkranz og
Jet Black Joe
sem haldnir
verða í Höllinni
föstudaginn 16. maí. Margir af vin-
sælustu tónlistarmönnum þjóð-
arinnar munu stíga á svið með
sveitinni en þar má m.a. nefna KK,
Hreim í Landi og sonum, Guð-
mund Jónsson úr Sálinni og síðast
en ekki síst Sigríði Guðnadóttur
en hún skaust upp á stjörnuhim-
ininn í nokkrar vikur árið 1993
þegar hún söng lagið „Freedom“
með Jet Black Joe í upphafi tíunda
áratugarins. Þá munu félagar úr
Gospelkór Reykjavíkur einnig
verða rokkurunum til fulltingis á
tónleikunum.
Gamlir vinir troða upp
með JBJ í Höllinni
Fullt var út úr
dyrum í stóra sal
Borgarleikhúss-
ins á föstudags-
kvöldið þegar
leikverkið Komm-
únan var sett þar
upp í síðasta
skipti í bili, en að-
standendur
verksins héldu til
Mexíkó í gær þar
sem verkið verður sett upp sex
sinnum. Eins og fram hefur komið
gerist verkið á meðal hippa í
kommúnu nokkurri árið 1975, og er
frjálsræðið á sviðinu eftir því.
Þannig er töluverð nekt í verkinu,
og fara leikararnir Atli Rafn Sig-
urðarson, Gael Garcia Bernal og
Nína Dögg Filippusdóttir nánast úr
hverri spjör. Hið sama gildir um
Ilmi Kristjánsdóttur sem hefur
tekið við hlutverki Elenu Anaya í
sýningunni, en það var ekki nóg
með að Ilmur sýndi töluvert af beru
holdi á meðan á sýningunni stóð,
heldur „múnaði“ hún á meðan á
uppklappi stóð, við mikla kátínu
viðstaddra.
Sýndi óæðri endann
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
ÞÆR breytingar voru á dögunum
gerðar á keppnishópi Íslands í Evr-
óvisjón að í stað fjögurra dansara
komu fjórir bakraddarsöngvarar.
Bakraddirnar eru ekki af verri
endanum; Hera Björk Þórhalls-
dóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Pét-
ur Örn Guðmundsson og sjálfur
Grétar Örvarsson.
Páll segir ástæðu breytinganna
þá að á æfingu hafi verið prófað að
flytja lagið með bakröddum og hafi
það gjörbreytt ásýnd lagsins svo
söngvararnir Friðrik Ómar Hjör-
leifsson og Regína Ósk Ósk-
arsdóttir fá að njóta sín mun betur:
„Samkvæmt reglum keppninnar
mega að hámarki vera sex þátttak-
endur á sviði frá hverju liði og urð-
um við því að láta dansarana fara
út í staðinn fyrir bakraddirnar. Ef
ég hefði mátt það, hefði ég leyft
öllum hópnum, dönsurum og ba-
kröddum að taka þátt. Ég hefði
ekki heldur getað hugsað mér að
gera upp á milli dansaranna, halda
sumum þeirra en láta aðra fjúka
og því fór sem fór.“
Páll hlær þegar hann er spurður
í gríni hvort Regína og Friðrik
þurfi nokkuð að hafa áhyggjur af
sínum plássum í liðinu: „Þau eru
með okkar bestu söngvurum og
lagið í góðum höndum hjá þeim.“
Bjartsýnn á árangur
Þegar þessi grein birtist er enn
rúmur mánuður í keppni og segir
Páll nú unnið að því að hanna at-
riði hópsins í smáatriðum. Hann er
mjög bjartsýnn á frammistöðu
hópsins, sérstaklega eftir tilkomu
bakraddarsöngvaranna. „Það er
samt engin trygging fyrir því að
við komumst upp úr undankeppi
og ljóst að róðurinn er þungur og
keppnin hörð í ár,“ segir Páll sem
síðustu daga hefur kynnt sér fram-
lög annarra þjóða til keppninnar.
Í mörgu að snúast
Nóg er um að vera. Tökum á
myndbandi við lagið er nýlokið og
hópurinn tekur þátt í Evr-
óvisjónveislu í Lundúnum í apríllok
á vegum aðdáenda- og fréttasíð-
unnar ESCToday.com. Þar mæta
fleiri keppendur til leiks og kynna
lögin sín.
Aðspurður segist Páll ekki hafa
miklar áhyggjur af hættum í Serb-
íu en varað hafði verið við ferðum
samkynhneigðra þangað til lands
þar sem hommahræðsla er alvar-
legt vandamál í landinu. Allir
keppendur verða undir náinni
vörslu lögreglu og kallar Páll
raunar ekki allt ömmu sína í þess-
um málum og minnist sprengjuhót-
ana IRA þegar hann tók þátt í
söngvakeppninni í Dyflinni árið
1997.
„Ég held að yfirvöldum í Serbíu
sé mikið í mun að þetta líti eins vel
og hægt er út á við, enda er öll
Evrópa að fara að mæta. Þeir
kappkosta því að allt gangi snuðru-
laust fyrir sig og keppendur jafnt
sem aðdáendur verði ekki fyrir
neinu hnjaski,“ segir Páll.
„Það eina sem þeir hafa tekið
fram er að gestir bryddi ekki upp á
pólitík í samræðum við innfædda,
því slíkt getur endað illa.“
Vegas-stemning í Laugardal
Auk þess að vinna að kappi við
undirbúning Eurovision er Páll
með hugann þessa dagana við 15
ára tónlistarafmælishátíð sína sem
haldin verður í Laugardalshöll í
september auk þess sem hann vinn-
ur að tvöfaldri safnplötu.
„Tónleikarnir í september verða
með allt öðru sniði en sambæri-
legir tónleikar síðustu ár. Áherslan
verður fyrst og fremst á „sjóið“ og
má segja að það verði Las Vegas-
stemning í höllinni.“
Lagið í góðum höndum
Bjartsýnn á gengi lagsins eftir að stórskotalið bakraddarsöngvara bættist við
Evróvisjónhópinn Lofar Vegas-stemningu í Höllinni í september
Reynslubolti Páll Óskar er eldri en tvævetur þegar það kemur að Evr-
óvisjón og öruggt má telja að hann kasti ekki til hendinni við undirbúning-
inn fyrir keppnina í Serbíu í næsta mánuði.
■ Fim. 10. apríl kl. 19.30 - uppselt
Síðbúin meistaramessa
Heimsóknir heiðursstjórnanda hljómsveitarinnar, Vladimir
Ashkenazy, eru alltaf stórviðburður. Að þessu sinni stjórnar hann
flutningi á Missa Solemnis eftir Beethoven.
Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy Einsöngvarar: Joan Rodgers,
Sesselja Kristjánsdóttir, Mark Tucker og Ólafur Kjartan
Sigurðarson. Íslenski óperukórinn, kórstjóri Garðar Cortes.
■ Fim. 17. apríl kl. 19.30
Söngfuglar hvíta tjaldsins
Söngleikjadívan Kim Criswell flettir söngbókum helstu lagahöfunda
Bandaríkjanna frá gullöld söngvamyndanna og fetar í fótspor
sönggyðja á borð við Judy Garland, Marilyn Monroe og Doris Day.
■ Lau. 19. apríl kl. 14.00
Bíófjör - Tónsprotatónleikar
Öll fjölskyldan skemmtir sér konunglega á þessum tónleikum þar
sem tónlist úr kvikmyndum á borð við Stjörnustríð, Harry Potter,
Mary Poppins og Simpsons hljómar. Trúðurinn Barbara kynnir
tónlistina á sinn einstaka hátt.Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is