Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 1
fimmtudagur 24. 4. 2008 viðskipti mbl.isviðskipti Markaðsstjóri Glitnis í Noregi undirbýr sig fyrir maraþonhlaupið í Osló » 16 VELTA í kauphöllinni á Íslandi nam 32,6 milljörðum króna í gær, þar af voru 28,6 milljarðar með skuldabréf. Mest við- skipti voru með bréf Glitnis, fyrir um 1,5 milljarða króna, sem er nær 40% af heild- arhlutabréfaveltu gærdagsins. Lokagildi úrvalsvísitölunnar var 5.203 stig eftir 0,6% hækkun. Mest hækkuðu bréf Össurar hf., um 3,3%, og Existu,um 2%. Á móti lækkuðu mest Atlantic Air- ways, um 10,4%, og Flaga, um 4,5%. Næsta mánuðinn munu kauphallarfélög birta afkomutölur sínar fyrir fyrsta fjórð- ung ársins, Nýherji og Eik banki ríða á vaðið nú fyrir helgina. Gengi krónunnar styrktist um tæpt 1%. Bandaríkjadalur kostar nú um 74 krónur og evran um 118 krónur. Skuldatryggingarálag bankanna lækk- aði, Kaupþings um 75 punkta niður í 500, Glitnir fór úr 600 punktum í 525 og Lands- bankinn lækkaði um 25 í 375 punkta. Bréf Glitnis 40% af hlutabréfaveltu NÝHERJ sendi frá sér uppgjör í gær- kvöldi fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs, fyrst félaga í kauphöllinni. Þó að sala hafi aukist miðað við sama fjórðung í fyrra þá fór félagið ekki varhluta af þróun geng- ismála í upphafi árs. Gengistap á fjórð- ungnum nam 430 milljónum króna og tap Nýherja nam 341 milljón, borið saman við 104 milljóna hagnað eftir sama tímabil í fyrra. EBITDA hagnaður tímabilsins nam um 145 milljónum króna, svipað og í fyrra, og tekjur jukust milli ára um rúm 40%, námu 3,3 milljörðum. Þórður Sverrisson forstjóri segir kjarnastarfsemina vera öfl- uga og er bjartsýnn á afkomu ársins. Gengistap Ný- herja 430 milljónir Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is RÉTT var af íslenskum fjármála- fyrirtækjum að nýta þann byr sem bættar aðstæður heima fyrir og framboð á fjármagni á alþjóða- mörkuðum gaf þeim, að mati Björg- ólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðs Landsbankans, en hann ávarpaði í gær aðalfund bankans. Sagði hann að ýmsir hefðu látið í veðri vaka að íslensku bankarnir hefðu farið of geyst meðan vel lét á fjármálamörkuðum og ættu jafnvel sök á því ástandi sem nú ríkti og ein- kenndist af hættu á samdrætti, verðbólgu, háum vöxtum og lækk- andi gengi krónunnar. Taldi hann rétt að líklega hefði verið farið of geyst. „Eftir sem áður er ég þeirrar skoðunar að við gerðum rétt. Við nýttum byrinn sem bættar aðstæð- ur heima fyrir og framboð á fjár- magni á alþjóðamörkuðum gaf okk- ur,“ sagði Björgólfur. Í máli sínu vék Halldór J. Krist- jánsson, bankastjóri Landsbank- ans, einnig að aðstæðum á erlend- um fjármálamörkuðum og áhrifum þeirra hér á landi. Við núverandi aðstæður skipti höfuðmáli að sýna fram á sterka fjárhagsstöðu og styrkja undirstöð- ur bankans meðal annars með því að fjölga enn frekar stoðum fjár- mögnunar, styrkja lausafjárstöðu með þróun nýrra innlánsleiða og út- gáfu á eignatryggðum skuldabréf- um og draga úr vexti efnahags- reiknings. Sagði hann að endurverðmat á áhættu á alþjóðleg- um fjármálamörkuðum leiddi til aukinnar áherslu á hefðbundna bankastarfsemi og væri slíkt um- hverfi hagstætt stofnun eins og Landsbankanum, sem byggði á al- hliða fyrirtækjaþjónustu og sér- hæfðri alþjóðlegri lánastarfsemi. Varfærin vaxtastefna Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, sagði í ávarpi sínu að staða Landsbankans væri afar traust miðað við sambærilega banka erlendis. Þrátt fyrir að bank- inn hefði vaxið mikið undanfarin ár hefði vaxtastefna hans verið var- færin. Í stað þess að kaupa stór er- lend fyrirtæki dýru verði hefði bankinn frekar keypt smærri ein- ingar sem hefðu verið í góðum rekstri og gæfu möguleika á áfram- haldandi innri vexti. Þá væru hreinar vaxta- og þjón- ustutekjur um 85% af hreinum rekstrartekjum bankans og gæfi það greinilega til kynna að tekju- grunnur hans væri traustur. Þá benti hann á að arðsemi eigin fjár undanfarin fimm ár hefði að með- altali verið um 36% og væri það með því hæsta sem gerðist í heiminum. Á fundinum var ákveðið að fella niður hlutafé í eigu Landsbankans að nafnvirði um 300 milljónir, en auka hlutaféð aftur um 300 milljónir með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Ákveðið var að greiða ekki út arð fyrir árið 2007, heldur nota hagnað bankans til að auka eigið fé hans. Ákveðin var þóknun til banka- ráðsmanna, 350.000 krónur á mán- uði, tvöföld sú upphæð til varafor- manns og þreföld til formannsins. Á fundinum voru kjörin í bankaráð Landsbankans Björgólfur Guð- mundsson, Andri Sveinsson, Kjart- an Gunnarsson, Svafa Grönfeldt og Þorgeir Baldursson. Rétt var að nýta byrinn þegar hann gafst Morgunblaðið/Golli Staða Björgólfur Guðmundsson sagði Landsbankann aldrei hafa staðið traustari fótum og hafi í annan tíma ekki verið betur undir átök búinn. Við núverandi aðstæður skiptir höfuðmáli að styrkja undirstöðurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.