Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 9 Sími 533 4800 153 fm glæsileg skrifstofuhæð (2. hæð) við Ármúla. Eignin skiptist í opið rými og lokað fundarherbergi. Góð starfsmannaaðstaða með kaffistofu. Húsnæðið er allt endurnýjað hið innra, sem og sameign. Falleg aðkoma. Notuð hafa verið vistvæn byggingaefni og bestu fáanlegar loftaplötur til að tryggja góða hljóðvist. Mjög vönduð tölvustýrð lýsing er í húsnæðinu. Nánari upplýsingar á skrifstofu Miðborgar. Sjá nánari upplýsingar á http://www.alta.is/leiga/ Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Ármúli - Leiga Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is A ctavis og Róbert Wessm-an forstjóri voru í fyrra-dag viðfangsefni svo-nefnds greiningardæmis (e. Case Study) við Harvard Bus- iness School í Bandaríkjunum. Kennarinn, Dr. Daniel Isenberg, segir að Robert Wessman og Actavis sé gott dæmi fyrir nemendur til að læra af. Fyrirtækið hafi náð undra- verðum árangri á sínu sviði á stutt- um tíma, og það uppfylli öll þau skil- yrði sem hann setji til að taka fyrir í kennslunni, en hann starfar innan þess sviðs viðskiptafræðideildar skólans sem fjallar um brautryðj- endur og frumkvöðla. Róbert var viðstaddur þegar Is- enberg fjallaði um Actavis í kennslu- stundinni og tók þátt í umræðum um fyrirtækið og svaraði spurningum frá nemendum sem voru um 110 tals- ins. Hann segir þetta hafa verið mjög ánægjulega reynslu. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta skipti sem íslenskur stjórnandi er sérstakt viðfangsefni slíks greiningardæmis við Harvard. Geta lært mikið af Actavis og Róbert Wessman Isenberg segir að ástæðurnar fyrir því að hann hafi valið Actavis sem greiningardæmi séu nokkrar. Í fyrsta lagi sé eitt af þemum kennsl- unnar hjá sér að taka fyrir lítil frum- kvöðlafyrirtæki sem séu komin með öfluga alþjóðlega starfsemi. Actavis falli fullkomlega að þeirri skilgrein- ingu. Fyrirtækið hafi verið stofnað og sé með höfuðstöðvar sínar á Ís- landi, en það hafi legið fyrir frá upp- hafi að til að ná umtalsverðri mark- aðshlutdeild á sínum markaði væri nauðsynlegt að fara í útrás. Það hafi skapað áskoranir fyrir forstjórann. „Í annan stað hefur Actavis náð undraverðum árangri frá árinu 1999, sem gerir að verkum að fyrirtækið er með sérstöðu sem einungis örfá fyrirtæki í heiminum hafa náð. Þetta er ekki bara mín skoðun heldur tala tölurnar sínu máli, og er þá sama hvort litið er til starfseminnar og umsvifanna, framleiðslunnar, söl- unnar eða hagnaðarins. Og fyrirtæk- ið uppfyllir einnig þau skilyrði sem ég set fyrir að taka það sem grein- ingardæmi, að vera alþjóðlegt á hin- um ýmsu sviðum, svo sem hvað varð- ar viðskiptavinina, birgjana, rannsóknar- og þróunarvinnuna, framleiðsluna og svo framvegis. Á sama tíma hefur fyrirtækið náð framúrskarandi árangri í stjórnun sem er á heimsmælikvarða.“ Isenberg segist hafa valið að taka Actavis fyrir meðal annars til að hvetja nemendur sína til að hugsa um það hvernig lítið fyrirtæki á Ís- landi, langt frá helstu mörkuðum og með takmarkaðan aðgang að starfs- fólki með hliðsjón af fámenninu, tókst að breyta fyrirtækinu í eitt af þeim helstu á sviði samheitalyfja- framleiðslu í heiminum. Og þetta hafi tekist á tiltölulega stuttum tíma. „Ég vildi fá nemendurna til að reyna að skilja hvaða þættir það eru sem gerðu að verkun að vöxtur Actavis varð eins mikill og hraður og raun ber vitni. Nemendur mínir geta lært mikið af Actavis og Robert Wessm- an.“ „Jómfrúrferðin“ heppnaðist Fyrsta umfjöllun Isenbergs um Ac- tavis var í kennslustund í fyrradag. Hann segir að um hafi verið að ræða „jómfrúrferð“ Actavis um kennslu- stofur Harvard og efnið hafi fallið nemendunum vel í geð. „Jómfrúrferðir heppnast ekki allt- af sem skyldi, eins og dæmin sanna, en í þessu tilviki sigldi skipið inn í sólarlagið,“ segir Isenberg. Um framhaldið segir hann að það sé undir nemendunum sjálfum kom- ið hvernig þeir nýta sér það sem fjallað var um, en hann muni halda áfram að fjalla um Actavis í kennsl- unni við Harvard. Mjög gaman en um leið mjög einkennilegt Róbert Wessman segir að það hafi verið mjög ánægjulegt að taka þátt í umfjöllun um Actavis við Harvard. Nemendurnir hafi beint fjölmörgum spurningum að honum og þeir hafi verið mjög áhugasamir. „Þeir einbeittu sér nokkuð að því að reyna að finna út hvað það er sem skiptir mestu máli í sögu fyrirtæk- isins. Umfjöllunin og spurningarnar frá nemendunum snerust ekki ein- göngu um þá sýn sem fyrirtækið hef- ur og markmiðasetningu þess, held- ur einnig um kúltúrinn í fyrirtækinu og hvernig því er stjórnað. Það var reyndar nokkuð mikið gert úr því að fjalla um mig sem stjórnanda. Það var mjög gaman, en um leið mjög einkennilegt, að hlusta á meira en hundrað nemendur greina bæði mig og fyrirtækið í einn og hálfan tíma. Nemendurnir spurðu mig mikið um hvernig stjórnunarstíll minn væri, hvernig ég hefði náð að byggja upp kúltúrinn í öllum löndunum og hvernig ég hefði fengið starfsfólkið með mér,“ segir Róbert. Actavis tekið fyrir hjá Harvard Harvard Róbert Wessman á svæði Harvard háskólans í Bandaríkjunum þegar hann og Actavis var viðfangsefnið. Ljósmynd/Georg Lúðvíksson Forstjórinn og kennarinn Róbert Wessman og Dr. Daniel Isenberg. GREININGARDÆMI, eða Case Study eins og það heitir á ensku, eru mikið notuð við kennsluna í Harvard Business School. Í hand- bók skólans á Netinu segir að greiningardæmin séu eins konar grunnur að náminu við skólann. Tilgangurinn sé að færa nemend- urna sem næst raunveruleikanum í viðskiptalífnu með því að fara í gegnum það sem fyrirtæki og stjórnendur þeirra hafa tekist á við. Með greiningardæmum sé nemend- unum gert auðveldara að greina þá þætti sem ráða því að tiltekin fyr- irtæki eða stjórnendur ná árangri eða jafnvel skara fram úr. Við Harvard frá 1981 með hléi Dr. Daniel Isenberg kennir stjórnun á öðru ári við Harvard Busi ess Sc ool, innan þess sviðs viðskiptafræð deildarinnar sem skoðar starf brautryðjenda og frumkvöðla. Hann kenndi við Har- vard frá 1981 og til 1987. Þá flutti hann til Ísrael þar sem hann bjó til 2005. Þar starfaði hann meðal ann- ars hjá fyrirtækinu Triangle Tec- hnologies, sem sérhæfir sig í við- skiptum við japönsk fyrirtæki, auk þess sem hann gegndi ýmsum öðr- um verkefnum. Árið 2005 tók Is- enberg aftur við stöðu hjá Harvard þar sem hann hefur starfað síðan. Raunveru- leikinn í kennslunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.