Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 16
Ég er að mestu uppalin í Hafnarfirði, en bjó íKristiansand í Noregi frá fimm til tíu ára ald-urs, þegar pabbi var að vinna á olíuborpalli,“segir Jenný, sem hefur nú búið í Noregi í ára- tug. Jenný er stúdent frá MR og útskrifaðist svo með B.S. í lífefnafræði og sem leiðsögumaður. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af raungreinum en vinna á rannsóknarstofu hentaði mér engan veginn, hún var of einmanaleg.“ Jenný hélt því til tveggja ára meist- aranáms í markaðsfræði við viðskiptaháskólann í Osló. „Markaðsmálin eru blanda af fræðum og hugmynda- smíði, sem mér fannst vanta í raungreinarnar. Á þessu sviði gerist allt mjög hratt og maður er mikið í tengslum við aðrar einingar, bæði innan og utan fyrirtækisins.“ Auglýsingar í anda norskrar jafnaðarstefnu Í gegnum námið í Osló komst hún í tengsl við Orkla, gamalgróið norskt fyrirtæki með ýmis vörumerki á sínu borði. Þar komst hún í þriggja ára þjálfunarnám fyrir mögulega stjórnendur, svokallað management training. „Ég sótti um bæði vegna þess að þeir voru með efna- iðnað og öflugir á sviði markaðssetningar, og komst að eft- ir langt og strangt viðtalsferli. Við sóttum ýmis námskeið m.a. með stjórnendum innan samstæðunnar og lærðum allt frá því að halda ræður til þess að skála rétt, sem ég kunni alls ekki áður,“ segir Jenný og hlær. Jenný starfaði hjá Orkla í fimm ár til viðbótar en rakst svo á starfsauglýsingu frá Glitni í norsku dagblaði. „Ég hafði alltaf verið í viðskiptum við bankann og fylgst með því sem hann var að gera hér í Noregi. Svo fannst mér gaman að komast í tengsl við Ísland.“ Aðspurð segir Jenný umræðuna í Noregi um íslensku bankana ekki vera eins einhliða og áður, hún sé aðeins að breytast í jákvæðari átt, enda sé mönnum ljóst að staðan á fjármálamörkuðum einskorðast ekki við þá. „Margir hafa verið forvitnir um útrás íslenskra fyr- irtækja og uppbyggingu hennar. Þeir sem eru nýir á markaðnum verða oft verr úti í umræðunni heldur en rótgróin fyrirtæki þegar staðan á mörkuðum er erfið.“ Meðal viðskiptavina Glitnis í Noregi eru einmitt slík traust norsk fyrirtæki. Að sögn Jennýjar skipar bankinn 9.-10. sæti hvað varðar markaðshlutdeild. Jenný vinnur nú að því að kynna vörumerki bankans, en starfsemi hans er mest í Álasundi, Þrándheimi og Osló. Markaðssetning í Noregi og á Íslandi er hins vegar tvennt ólíkt. „Í Noregi ríkir mikil jafnaðarstefna og margt sem gæti gengið á Íslandi myndi ekki falla í kramið þar. Til dæmis myndi aldrei ganga að segja: „Glitnir, banki fyrir klárari kúnna“, eða almennt gefa í skyn að einhverjir séu betri, sætari eða ríkari. Norðmönnum finnst mikilvægt að allir séu jafnir en á Íslandi ríkir meiri einstaklingshyggja.“ Fer á tónleika og þjálfar fyrir maraþonið „Eins og allir í bankanum er ég alltaf að hlaupa til að þjálfa fyrir maraþonið,“ segir Jenný, sem vinnur nú að undirbúningi fyrir Glitnismaraþonið í Osló. „Þótt Norð- menn séu mjög duglegir í hvers kyns útivist og íþróttum hefur lítið farið fyrir maraþoni hérlendis. Við finnum þó fyrir miklum áhuga, en í fyrra jókst skráningin um 50%.“ Jenný er líka mikil áhugakona um tónlist. Tvíburasyn- irnir, Ísak og Viljar, fá pössun einu sinni í viku og foreldr- arnir nota gjarnan tækifærið til að fara á tónleika, að- allega rokk- og popptónlist, en stundum djass. „Ég á mína heimildarmenn sem halda mér upplýstri og ég sæki aðallega minni tónleikastaði. Osló er nefnilega mjög góð tónleikaborg þótt fáir viti af því.“ Eiginmaður Jennýjar heitir Stein Simonsen og starfar sem textahöfundur á auglýsingastofu. „Hann gerði svolítið eins og ég, vann áður sem lögfræð- ingur hjá stóru fyrirtæki en hundleiddist og fór því yfir í þennan bransa. Eins og gefur að skilja er mikið rætt um markaðs- og auglýsingamál á heimilinu, svo þegar við för- um í frí pössum við okkur á því að tala um eitthvað annað,“ segir Jenný að lokum. Jenný Rut Sig- urgeirsdóttir er sú fyrsta sem gegnir starfi markaðs- stjóra Glitnis í Noregi. Halldóra Þórsdóttir heyrði um tónleikaborg- ina Osló, maraþon og markaðsmál. Morgunblaðið/Rax Markaðsstjóri Jenný hóf störf hjá Glitni í Noregi í ágúst og segir markaðsmál þar og hér mjög ólík. Fræðin og hugmyndasmíðin sameinast í markaðsmálum halldorath@mbl.is SVIPMYND» HEFÐ hefur myndast fyrir því að olígarkinn Roman Abramovich, eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, sé álitinn auðugastur Rússa. Svo er þó ekki lengur ef marka má nýjan lista bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes yfir auðugustu menn heims. Samkvæmt honum hefur álkóngurinn Oleg Deripaska hirt nafnbótina af Abramovich en Deripaska þessi á álfyrirtækið Rusal. Forbes telur Abramovich enn vera næstauð- ugastan Rússa en þar er Moscow Times þó ekki sammála. Samkvæmt lista þess blaðs hefur annar rúss- neskur auðkýfingur farið upp fyrir Abramovich. Sá heitir Alexei Mor- dashov og er eigandi stálfyrirtæk- isins Severstal. Upp fyrir Abramovich Reuters Ríkastur Rússa Oleg Deripaska, eigandi Rusal, er vellauðugur. SUMUM þykir fátt betra en að fá sér bjór til þess að svala þorsta sín- um. Mörgum þykir hann þó dýr enda er óvíða í heiminum dýrara að fara á pöbbarölt en hér á Íslandi. Samkvæmt vefsíðunni pintprice.com kostar kollan að meðaltali 4,6 pund á Íslandi, jafngildi um 690 króna, og er hún aðeins dýrari í Mónakó, Gvadelúp, Noregi og Frakklandi. Í Mónakó kostar kollan 7,56 pund. Víða er hins vegar hægt að kaupa mun ódýrari bjór og á pintprice.com má finna lista yfir þau lönd þar sem mjöðurinn er ódýrastur. T.d. er hægt að fá kolluna á 10 pens, þ.e. um 15 krónur, í Kongó-Kinshasa. Samkvæmt vefnum dohop.com kostar flug fram og til baka í áttina að Kinshasa um 600 þúsund krónur þannig að til þess að ferðin borgi sig upp þurfa áhugasamir að drekka um 900 bjóra. Hvað kostar kollan? GRUNDVALLARLÖGMÁL hagfræð- innar eru mörg, t.d. fórnarkostnaður og lögmálin um framboð og eft- irspurn. Grundvöllur þessara grund- vallarlögmála er þó lögmálið um skort. Öll gæði eru af skornum skammti segir lögmálið og hingað til hefur Útherji ekki séð neina ástæðu til þess að draga það í efa, enda skýrir þetta lögmál margt. Ein leið til þess að bregðast við þessum skorti er að reyna að end- urnýta þau gæði sem framleidd hafa verið en þannig má draga úr ágangi í hinar endanlegu og um leið takmörk- uðu auðlindir. Útherja þykir rík- isstofnanir eiga að sýna gott for- dæmi við endurnýtingu gæða og á það við um fréttir líkt og annað. Útherja þótti fréttastofa Rík- isútvarpsins einmitt axla vel þessa ábyrgð nýlega. Þá flutti hún frétt um það að erlent fyrirtæki hygðist bjóða upp á óverðtryggð íbúðalán með föstum vöxtum. Einmitt sömu frétt flutti Viðskiptablað Morgunblaðsins fyrir hálfum mánuði þegar birt var við- tal við yfirmann hjá hinu erlenda fyr- irtæki. Útherji endurtekur að honum þykir til sóma fyrir hið opinbera þegar það stuðlar að betri nýtingu auðlinda. Takmörkuð auðlind ÚTHERJI Vegmúla 2 – 108 Reykjavík – 550 1310 – verdbref@spron.is – www.spronverdbref.is Stuttur- og Langur skuldabréfasjóður eru verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðanna er Rekstrarfélag SPRON. Útboðslýsingar má nálgast á heimasíðu SPRON Verðbréfa, www.spronverdbref.is. Lyf gegn verðbólgu Langur skuldabréfasjóður Stuttur skuldabréfasjóður Stuttur skuldabréfasjóður Traustur fjárfestingarkostur, litlar sveiflur. Langur skuldabréfasjóður Traustur fjárfestingarkostur, meiri sveiflur. T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA                                                      !"#$  %" &'%"()*("+ ) ) "(,(") "-,$  *( #)   #'%% .-)  ) $  % / *( *%")&'%"()0 ) $+()%1"( *((- (,(("$  2)%,) - % "" "         ##  3 4 5  6 . 7  8  9 4  :  !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.