Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Ekki voru allir sammála umágæti skuldaaflausnarþeirrar sem átta helstuiðnríki heims samþykktu á fundi sínum í Gleneagles í Skotlandi í júlí 2005 til handa fátækustu ríkjum heims, sem flest eru í Afríku en nokk- ur í Mið-Ameríku. Þá var ákveðið að bjóða skuldsettustu fátæku þjóðum heims að allar skuldir þeirra við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), Al- þjóðabankann og Þróunarbanka Afr- íku yrðu þurrkaðar út. Til þess að svo gæti orðið þurftu yfirvöld í ríkjunum sem um ræddi þó að vinna ýmsum umbótum brautargengi. Sérstaklega var þá kveðið á um að tekið skyldi hart á spillingu og um leið gerðar póli- tískar umbætur. Að sama skapi var mikil áhersla lögð á efnahagslegar og félagslegar umbætur í ríkjunum sem talin voru tæk til skuldaaflausnar. Ekki nýtt fyrirbæri Skuldaaflausn til fátækra ríkja er svo sem ekki nýtt fyrirbæri og eins og segir í upphafi eru ekki allir jafnsann- færðir um ágæti hennar og finna margir henni ýmislegt til foráttu. Meðal þess má nefna að sumir segja skuldaaflausn jafnast á við að afhenda stjórnvöldum þeirra ríkja sem safnað hafa miklum skuldum óútfyllta ávísun og telja jafnframt ólíklegt að aðstoðin, sem skuldaaflausn óneitanlega er, skili sér til þeirra sem mest þurfa á henni að halda vegna spillingar sem oft vill einkenna þau ríki sem talin eru fátækust í heimi hér. Aðrir hafa bent á að ríki sem fái skuldaaflausn séu lík- leg til þess að taka ný lán í trausti þess að nýju lánin verði sömuleiðis af- skrifuð. Hið nýja fé verði síðan notað til þess að bæta við auð hinna ríku sem síðan muni beita fénu erlendis. Betra sé að nota fjármagnið til hjálp- arstarfs og hnitmiðaðri þróunarað- stoðar til þess að hjálpa hinum fá- tæku. Enn aðrir eru svo þeirrar skoðunar að það sé í hæsta máta ósanngjarnt gagnvart þeim fátæku ríkjum heims sem ekki hafa safnað skuldum ótæpi- lega að þeir sem þá iðju hafa stundað skuli fá aflausn synda sinna. Allt eru þetta gild rök en spurningin er hver áhrif skuldaaflausnarinnar hafa orðið. Hefur hún verið til góðs eða hefur ekkert breyst? Gulrót til umbóta Í nýlegri úttekt IMF, sem fjallað er um á vef sjóðsins, kemur fram að skuldaaflausnin hefur vissulega verið Afríku sem heimsálfu í hag. Skuldaaf- lausn „hefur átt þátt í því að draga verulega úr skuldabyrði mjög skuld- settra fátækra ríkja í Afríku og losað um úrræði til þess að draga úr fátækt og auka útgjöld til félagslegrar upp- byggingar“, segir í umfjöllun IMF. Niðurstöður IMF benda til þess að skuldaaflausnin hafi átt rétt á sér ef litið er til þess að 19 af þeim 33 Afr- íkuríkjum sem eiga rétt á skuldaaf- lausn hafa þegar með góðum árangri uppfyllt þau skilyrði sem sett voru fyrir aðstoðinni. Þessi 19 ríki eru að sögn IMF komin á lokastig ferlisins og er því búist við að lánardrottnar veiti þeim fulla skuldaaflausn eins og þeir hafa skuldbundið sig til þegar þar að kemur. Þess ber að geta að skuldaaflausnin fer fram sem greiðslur til þess að greiða af skuldum þeirra ríkja sem aðstoðina fá og þegar umbótaferlinu hefur lokið verða skuldirnar felldar niður, eða greiddar upp að fullu. Fyrir þessi nítján ríki, sem reyndar er ekki tiltekið hver eru í skýrslu IMF, virðist skuldaaflausnin hafa reynst einmitt sú gulrót til um- bóta sem vonast var til og ef til vill bú- ist var við. Efling heilbrigðis- og menntamála Eins og fram kom í grein í Viðskipta- blaði Morgunblaðsins 10. apríl sl. er hraðari hagvexti spáð í ríkjum Afríku sunnan Sahara og eru þar taldir til þættir sem hafa haft áhrif í þá átt, s.s. aukinn efnahagslegur og pólitískur stöðugleiki. Skuldaaflausn hefur ekki síður haft sitt að segja hvað varðar hraðari hag- vöxt í álfunni enda hefur skuldastig þeirra ríkja sem fengu aðstoðina lækkað mikið. Í kjölfarið hefur áhugi erlendra fjármagnseigenda á því að fjárfesta í þessum ríkjum aukist til muna en aukin fjárfesting er einmitt eitt af frumskilyrðum hagvaxtar. Önnur afleiðing lægri skuldabyrði er sú að ríkin geta varið því fé sem ella hefði farið í afborganir og vaxta- greiðslur til þess að byggja upp heil- brigðis- og menntakerfið. Áður en verkefnið hófst vörðu þau ríki sem töldust tæk til skuldaaflausnar að meðaltali meira fé til skuldagreiðslna en til heilbrigðis- og menntamála samanlagt. Nú eru aðstæður breyttar og ríkin sem um ræðir hafa nýtt tæki- færið og byggja heilbrigðis-, mennta- og félagslega kerfið upp á mun mark- vissari hátt en áður samkvæmt IMF. Útgjöld til þessara málaflokka eru að sögn sjóðsins nú að meðaltali fimm sinnum meiri en útgjöld vegna skulda. Enn má deila um sanngirni þess að veita sumum ríkjum skuldaaflausn og öðrum ekki en eins og skýrsla IMF sýnir er ljóst að skuldaaflausnin var hvati til framfara. Að sama skapi er ljóst að frekari umbóta er þörf og að þau ríki sem hafa hlotið skuldaaflausn þurfa að gæta þess að missa ekki tök- in á skuldastöðunni á nýjan leik. Skuldaaflausn hefur skilað töluverðum árangri í Afríku Í HNOTSKURN » Fyrsta skuldaaflausnarverk-efni IMF og Alþjóðabankans var HIPC (Heavily Indebted Po- or Countries) sem hleypt var af stokkunum árið 1996. » Markmið þess var að tryggjaað ekkert fátækt ríki byggi við skuldabyrði sem það réði ekkert við. » MDRI-verkefnið (Multil-ateral Debt Relief Initiative), sem samþykkt var í Gleneagles árið 2005, var framhald af HIPC. » Alls teljast 42 ríki tæk til að-stoðar samkvæmt MDRI. Þar af hafa 25 hlotið aðstoð, 19 þeirra í Afríku. Reuters Fátækt Þrátt fyrir að skuldaaflausn hafi skilað árangri ríkir enn sár fátækt mjög víða í Afríku. Þessi mynd er tekin í Freetown, höfuðborg Sierra Leone. . 0 M +A/ 0 '20 9# $ , , . ! $ $ , 0 $  123&4 &0"   E  0#) A!# A20" ! & & ## =2 ;1 2  N A - # :)#!  /2 :  A(# %  C) A 0"  &2 E20 9 B#   567 89: ;76 ;9: 9<8 997 996 996 99: 9=7 <7 <6 <9 :7 :5 ;> ;; 9; ; VESTUR-Afríkuríkið Níger er gott dæmi um fátækt ríki sem hefur notið mjög góðs af skuldaaflausn- arverkefnunum HIPC og MDRI. Níger á það sameiginlegt með Níg- eríu að draga nafn sitt af fljótinu Níger en á hinn bóginn eru að- stæður íbúa í Níger gjörólíkar því sem gerist sunnan landamæranna. Nígería er eitt af stærstu olíu- framleiðsluríkjum heims og þar af leiðandi tiltölulega auðugt. Níger á hins vegar hvergi land að sjó og þrátt fyrir að landið flokkist til þeirra sem eru sunnan Sahara teygir eyðimörkin sig langt suður eftir landinu. Níger er eitt fátæk- asta ríki heims og stutt saga rík- isins sem sjálfstæðs hefur m.a. ein- kennst af einræði og uppreisnum þótt undanfarin ár hafi lýðræði náð að skjóta einhverjum rótum og póli- tískur stöðugleiki að mestu leyti komist á. Þess ber að geta að í Níg- er er að finna auðugar úrannámur en sá galli er á gjöf Njarðar að úran er ekki lengur mjög eftirsótt vara og má jafnvel segja að fallandi heimsmarkaðsverð á því hafi grafið undan efnahag landsins. Sýnilegur árangur Níger hefur fengið 86 milljónir dala í skuldaaflausn en samkvæmt IMF jafngildir það því að skuldir ríkisins sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu (VLF) hafi minnkað úr 76% í lok árs 2002 í lok árs 2006. Um leið hefur myndast rými í rík- isfjármálum landsins til þess að byggja upp innviði samfélagsins og um leið draga úr fátækt. Sem dæmi um þann árangur sem hefur náðst má nefna að ung- barnadauði hefur dregist saman úr 15,6% árið 1997 í 8,1% árið 2006, hlutfall barna sem útskrifast úr grunnskóla hefur aukist úr 16% ár- ið 1997 og það sem kannski er mik- ilvægast af öllu, árið 1996 höfðu að- eins 40% íbúa Níger aðgengi að nothæfu vatni en árið 2005 hafði hlutfallið aukist í 69%. Legu lands- ins vegna og þeirrar staðreyndar að eyðimörkin þekur jafn stóran hluta landsins og raun ber vitni er þurrkur stórt vandamál í Níger. Eitt mikilvægasta verkefnið fram- undan er því að byggja upp áveitu- kerfi sem stutt getur við frekari uppbyggingu landbúnaðar sem er landinu lífsnauðsynlegur. Ef litið er til hagvísa á borð við hagvöxt og fjárfestingu kemur einnig í ljós að Níger hefur notið góðs af skuldaaflausn. Hlutfall fjár- festingar af VLF hefur var um 10% á síðustu árum síðustu aldar en á tímabilinu 2005-2007 var það orðið rúmlega 20%. Hagvöxtur hefur einnig aukist undanfarin ár og er það mat IMF að fram undir árið 2015 geti hann orðið allt að 5,5%. Níger er, eins og segir í upphafi, gott dæmi um hvernig skuldaaf- lausn getur haft áhrif til hins betra. Þó er enn langt í land sem sést best á því að samkvæmt lífsgæðavísitölu Sameinuðu þjóðanna (e. Human Development Index) er ríkið í 174. sæti af 177 ríkjum. Níger er eitt fátækasta ríki heims AnnarhfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl RAFMAGNSHITARAR ís-húsið Smiðjuvegi 70 - 200 Kópavogur S: 566 6000 - www.ishusid.is VERÐ FRÁ 1.990 Er þér kalt? ne tv er slu n ish us id .is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.