Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
viðskipti/athafnalíf
R
úmlega 40% hagvaxtar
í heiminum eru upp-
runnin í BRIK-lönd-
unum, Brasilíu, Rúss-
landi, Indlandi og
Kína. Á næstu árum er spáð sam-
drætti á heimsvísu. Hann verður þó
líklega minni í þessum löndum en
víða annars staðar, og ég spái því að
hlutföllin muni haldast svipuð.“
Þetta kom fram í máli Bala Mu-
rughan Kamallakharan á málstofu
Háskóla Íslands fyrir tveimur vik-
um. Bala er forstöðumaður á þróun-
arsviði Glitnis og leiðir starfsemi
fyrirtækisins á Indlandi, þar sem
hann er borinn og barnfæddur.
Gífurlegur uppgangur hefur ein-
kennt indverskan efnahag undan-
farið. Hagvöxtur síðustu fimm ára
var 8,9% að meðaltali, samanborið
við 5,1% á Íslandi og 2,8% í Bret-
landi. Indland, næstfjölmennasta
ríki veraldar, hefur nokkuð fallið í
skuggann af fjölmennasta ríkinu,
Alþýðulýðveldinu Kína, þar sem
vöxturinn hefur verið 10,1% síðustu
fimm ár.
Vöxtur í Indlandi svarar til 9% af
hagvexti í heiminum. Sama hlutfall
er 8% á evrusvæðinu og 14% í
Bandaríkjunum. Ekkert lát virðist
ætla að vera á, rannsóknardeild
tímaritsins Economist spáir t.a.m.
7,6% meðalvexti næstu fimm árin.
Því er einnig spáð að verðbólga
hjaðni jafnt og þétt úr 6,4% (2007) í
5,2% árið 2012.
100 milljónir þvottavéla
„Neysla almennings er í miklum
vexti,“ segir Bala. Engan skyldi
undra því hópur hinna tekjuhærri
einstaklinga stækkar sífellt. Rúmur
þriðjungur heimila hefur nú efni á
helstu lífsgæðum, svo sem vélknún-
um fararskjóta, þvottavél og ísskáp.
Sambærilegt hlutfall var um 18% á
árunum 1994-95. Enda fjölgar
möguleikunum í samræmi við það.
„Þegar ég var lítill strákur og fór
út í búð til að kaupa sápu gat ég val-
ið um þrjár gerðir. Ein var ódýr,
önnur var í meðallagi og sú þriðja
var fín og dýr. Nú eru líklega 600
tegundir af sápum!“ segir Bala.
Svipað er upp á teningnum með
„hina ríku“, næstu stétt fyrir ofan.
Um miðjan tíunda áratuginn gátu
aðeins um 0,6% Indverja leyft sér
að eyða því sem svarar til 175 þús-
und króna á mánuði eða meiru, þeg-
ar leiðrétt er m.t.t. kaupmáttar. Nú
eru um 3% landsmanna í þessum
hópi sem getur keypt sér bíla og
tölvur.
Þetta eru vissulega lág hlutföll,
enda er það staðreynd sem engum
dylst hve tekjudreifing er ójöfn í
Indlandi. Engu að síður er það mik-
ilvægt atriði að 3% Indverja eru
talsverður mannfjöldi, nefnilega um
33 milljónir manna. Næstu stétt
fyrir neðan skipa aftur nær 400
milljónir manna. Í viðskiptalegum
skilningi má hugsa þessa tölu sem
75-100 milljónir ísskápa og þvotta-
véla fyrir fjölmennustu millistétt
heims.
Orkuþörf eykst með hagvexti
„Indland er statt á vendipunkti.
Vöxturinn þar hefur verið nokkrum
árum á eftir Kína en er nú kominn á
virkilegt skrið,“ segir Bala Murug-
han Kamallakharan, og vísar þar
ekki síst til fjölgunar þeirra sem
hafa efni á meiri lífsgæðum.
Engan skyldi því undra að fyr-
irtæki hvaðanæva sjái viðskipta-
tækifæri í hverju indversku horni.
Íslensk fyrirtæki eru síst undan-
skilin. Aukin neysla og tæknivæð-
ing kallar á aukna orkueftirspurn.
Þannig má ætla að 8% hagvexti
fylgi 12-13% aukning á orkuþörf, að
sögn Bala, en raforkunotkun á
hvern Indverja nemur aðeins um
0,6 Mw stundum á ári. Sama tala
fyrir hvern Íslending er um 11,6
Mw stundir, að frádreginni raf-
orkunotkun stórnotenda. Á meðan
ekki tekst að koma til móts við
aukna orkuþörf hækkar verðið. Þar
hefur Glitnir séð sóknarfæri.
„Einhverjir kunna að spyrja hvað
lítil fyrirtæki frá litlu landi eins og
Íslandi geti haft fram að færa til
efnahags sem er eins stór í sniðum
og sá indverski,“ segir Bala. „Hjá
Glitni búum við að sérþekkingu á
sviði sjávarafurða og jarðhitaorku.
Á Indlandi höfum við starfað með
aðilum sem hafa gífurlega fjármuni
undir höndum. Á móti bjóðum við
öflugt tengslanet, við vitum hvar á
að byrja og til hvaða sérfræðinga
skal leita ef áhugi er fyrir að koma
upp jarðvarmavirkjun.“
Eins og áður sagði fjölgar ört í
stétt þeirra Indverja sem geta leyft
sér þann munað að eyða í annað en
helstu nauðsynjar á borð við mat.
Tveimur þriðju af neyslu meðal-
mannsins er nú varið í matvæli. Í
erindi sínu benti Bala ennfremur á
að skipulögð smásala, t.a.m. í formi
stórmarkaða og samþjappaðri fyr-
irtækja, er mjög lítill hluti af versl-
un á Indlandi. Árið 2005 var hún að-
eins um 3%, samanborið við 20% í
Kína og 85% í Bandaríkjunum.
Miklir vaxtarmöguleikar eru taldir
vera á þessu sviði.
Samhliða almennri tekjuaukn-
ingu verður neysla matvæla æ fjöl-
breyttari. Þar kemur aukin neysla
sjávarafurða inn í myndina, og
þekking Íslendinga á því sviði, ekki
síst á sviði hafrannsókna. Útflutn-
ingur frá Íslandi til Indlands er að
vísu ekki mikill og svarar til um
milljarðs króna, en megnið af hon-
um tengist sjávarútvegi.
Skilvirkni eða skrifræði?
Ýmislegt stendur í vegi fyrir frek-
ari skilvirkni í tígrishagkerfinu.
Víða er pottur brotinn í innviðum
samfélagsins, þar sem nefna má lé-
legt vegakerfi og hafnir, auk fyrr-
nefnds orkuskorts. Opinberi geir-
inn er svo kafli út af fyrir sig, en
þar starfa um tíu milljónir manna.
„Hinn indverski opinberi starfs-
maður, með eyðublöðin sín í þríriti,
hefur verið skopmynd svo lengi að
auðvelt er að gleyma þeim óheyri-
lega fjölda starfa sem um ræðir,“
sagði í leiðara Economist hinn 8.
mars sl. Opinberi geirinn er þar tal-
inn hægja á vexti og koma í veg fyr-
ir dreifingu sívaxandi auðsins til
hinna fátæku.
Þrátt fyrir rómaðar framfarir í
tækni- og þjónustugeiranum er
menntun enn ábótavant. Læsi karla
á aldrinum 15-24 ára er 80% og að-
eins 65% hjá konum á sama aldri.
Á sviði viðskipta hefur það reynst
Kínverjum heilladrjúgt að draga úr
ýmsum sértækum höftum og skrif-
ræði, ef marka má samanburðinn
við Indland. Þannig tekur t.d. 41
dag að afla nauðsynlegra leyfa til að
stofna fyrirtæki í Kína, en 89 daga
á Indlandi. Þá eru viss takmörk á
erlent eignarhald. Sem dæmi má
nefna reglugerð um 74% hámarks-
eignarhald erlendra aðila á fjar-
skiptafyrirtækjum, sem tafði kaup
Vodafone á 67% í fjórða stærsta
símafyrirtæki Indlands síðasta ári.
Stjórnvöld voru milli steins og
sleggju, milli þess að framfylgja
lögunum og þess að auka fjárfest-
ingar erlendra aðila.
Bein erlend fjárfesting nemur nú
um 6,2% af vergri landsframleiðslu,
samanborið við 23% í Kína. Hún
hefur þó aukist stórum, meðal ann-
ars vegna nýtilkominna vinsælda
fasteignaþróunarverkefna í kjölfar
mikilla verðhækkana í stórborgun-
um Mumbai og Delhi.
Þeir sem þekkja til segja ýmis-
legt benda til þess að stjórnvöld
muni taka sig á í að laða að erlent
fjármagn og skera niður skrifræðið.
Þar er um að gera að láta ekki böl-
sýni lánsfjárkrepputíma stöðva sig.
Heimildir:
CIA – World Factbook.
The Economist – India Country Profile.
Population Reference Bureau,
www.prb.org
Þorvaldur Gylfason: Indland og Kína,
málstofa í HÍ, nóvember 2005.
Bala Murughan Kamallakharan: Glitnir
India: Why India? Why now?, málstofa við
HÍ, apríl 2008.
Nokkur íslensk fyrirtæki eru með fjölbreyttastarfsemi á Indlandi. Þar má nefna Actavis,Promens, Askar Capital og Eskimo Models
með verksmiðjur, fjármálastarfsemi og umboðs-
skrifstofu. Þá hefur Baugur kannað möguleikana á
Indlandsmarkaði fyrir sín vörumerki.
Árið 2005 var Íslensk-indverska viðskiptaráðið
stofnað með það að augnamiði að auka og liðka fyrir
viðskiptum milli landanna tveggja. Andrés Magn-
ússon, framkvæmdastjóri ráðsins, segir íslensk og ind-
versk stjórnvöld hafa undirritað tvísköttunarsamning
og að áhugi sé fyrir viðræðum um tvíhliða viðskipta-
samning.
„Íslendingar hafa þegar sýnt að þeir eru vel í stakk
búnir til að fjárfesta á Indlandi,“ segir Andrés og vísar
í ofangreind fyrirtæki. Viðskiptahættir séu þó vægast
sagt ólíkir þeim sem við eigum að venjast. „Indverska
stjórnkerfið er byggt upp að breskri fyrirmynd, svo
maður gæti ímyndað sér að það væri nærtækara en
t.d. það kínverska, en svo er ekki.“
Andrés segir Indverja fullhrifna af stimplum og áð-
ur hafi þurft 50 stimpla til að stofna fyrirtæki. Stjórn-
völd séu þó að taka til hjá sér, skera niður skrifræðið
og sýna viðleitni til að opna fyrir erlendri fjárfestingu.
„Mín tilfinning er sú að Indverjar séu 4-5 árum á
eftir Kínverjum hvað varðar hagvöxt og almenn lífs-
gæði. Nú fjölgar sífellt í millistéttinni sem kýs að til-
einka sér neysluvenjur vesturlandabúa,“ segir Andrés
og telur að þannig aukist eftirspurn í ýmsum geirum,
ekki síst smásölu.
Viðrar vel fyrir bresk vörumerki
Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, tekur undir
þetta.
„Þótt í heildina litið sé mikil fátækt á Indlandi eru
þar um 200 milljónir manna sem hafa einhverja kaup-
getu, sem er fjórfalt á við Bretland, og þeim fjölgar
stöðugt. Vaxtarmöguleikarnir eru þannig talsvert
meiri.“
Gunnar segir að hugur ráðamanna standi til að
draga úr hömlum á viðskiptum erlendra aðila, enda
sjái þeir að það sé til hagsbóta fyrir þegna landsins.
Þá sé mikið um fjárfestingu í grunngerð samfélagsins
af hálfu hins opinbera, vegakerfinu og öðru slíku, sem
þörf sé á. Spurningin sé bara hversu hratt þessi þróun
muni ganga.
Áhrif frá nýlendutíma breska heimsveldisins eru
víða sjáanleg á Indlandi. Almenn enskukunnátta og
áhugi á breskum vörumerkjum, líkt og Hamley’s, Kar-
en Millen og All Saints sem eru í eigu Baugs, eru ekki
síður fallin til að gera þennan markað spennandi að
mati Gunnars. Baugur hefur þegar fjárfest í fasteigna-
verkefnum og uppbyggingu lúxusvörumerkja á Ind-
landi en Gunnar segir þó engar fastar dagsetningar
vera komnar um innreið vörumerkja Baugs á mark-
aðinn.
Áhugi á tvíhliða samningum
Indland á suðupunkti
Rífandi hagvöxtur og
síaukinn kaupmáttur í
áraraðir, hvað tekur nú
við? Halldóra Þórs-
dóttir spáði í Indland.
halldorath@mbl.is
Morgunblaðið/Einar Falur
Kaupmaðurinn Indverjum sem hafa efni á helstu lífsgæðum og vestrænum neysluvenjum fjölgar stöðugt, en skipulögð smásala er enn í lágmarki.
Andrés Magnússon Gunnar Sigurðsson
&? *
&
*
@ * A
3%
@%B?
2 *3&CD
&3* 3
3!
2."
,(
0.
E
+" A
E
"($E0
F /
;==>
1.
4
G-
/
"($E0
F /
;=;5
0$ ./
1*'
0+ 4
2/
!
/
$..
F
0
$EF $
.
!
$
$
*'
F /
;==6
%
$
"(
.
$
$
.
;
0+ .
F
0
9
0 ,
(H $+ ,+
,
F
. 9I989
.EJ
9I879
.EJ
9I=7=
.E /
<7K
F
F
6;K
<=K
9<6
I
, J
69<
,L
MF