Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 15 NÝVERIÐ héldu TM Software og ContentXXL International sameig- inlegan kynningar- og notendaráð- stefnudag í höfuðstöðvum TM Software að Urðarhvarfi 6. TM Software hefur einkaumboð fyrir Content XXL hér á landi en um er að ræða vefumsjónarkerfi er byggist á .NET-tækninni. Í tilkynn- ingu frá TM Software kemur fram að kerfið hafi hlotið fjölda verð- launa frá Microsoft og mörg íslensk fyrirtæki séu með kerfið í notkun hjá sér. Á kynningunni fóru fulltrú- ar þriggja þessara fyrirtækja yfir reynslu sína af kerfinu, þau Dögg Matthíasdóttir, vefstjóri Íslands- pósts, Hreinn Hreinsson, vefrit- stjóri Reykjavíkurborgar, og Jóna Grétarsdóttir, markaðsstjóri ÁTVR. Michael Nutz, sölu- og markaðs- stjóri ContentXXL í Þýskalandi, kynnti síðan kerfið, auk erinda frá starfsmönnum TM Software. Var góður rómur gerður að fyrirlestr- unum, segir í tilkynningu frá fyr- irtækinu. Ráðstefna um vefumsjónarkerfi Vefumsjón Góð þátttaka var á ráðstefnu TM Software um vefumsjón- arkerfi frá ContentXXL þar sem helstu þættir kerfisins voru kynntir. INGÓLFUR Hreimsson hefur verið ráðinn sem verkstjóri við gatnagerðarframkvæmdir Klæðn- ingar í Hellnahrauni í Hafnarfirði. Ingólfur hefur verið flokksstjóri og verkstjóri við nokkur verk fyrirtæk- isins, m.a. á Grundartanga og í Kaplakrika. Michal Arkadiusz Rintz verður flokksstjóri við framkvæmdir Klæðningar á svæði Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Þar vinnur Klæðning að lagningu vatnsveitu og gerð uppistöðulóns fyrir Alcan á Ís- landi. Michal hefur unnið sem suðu- maður hjá Klæðningu frá því hann kom til landsins í janúar 2007. Nýir stjórar Klæðningar Ingólfur Hreimsson Michal Arkadiusz Rintz HEILDSALA Opinna kerfa hefur gert samstarfssamning við Ljósgjaf- ann á Akureyri. Í samningnum felst að Ljósgjafinn mun sjá um sölu á og þjónustu við HP búnað á Norður- landi. Ljósgjafinn mun einnig selja og þjónusta búnað frá Alcatel, Cisco, Microsoft og fleiri birgjum sem heildsala Opinna kerfa sér um inn- flutning á, að því er segir í tilkynn- ingu. Opin kerfi og Ljósgjafinn hafa þegar heimsótt nokkur fyrirtæki á Norðurlandi og kynnt þá þjónustu sem í boði er. „Helsta breytingin sem felst í þessum samningi er að nú hafa fyrirtæki á Norðurlandi greiðan aðgang að þjónustu, sem áður þurfti að sækja til Reykjavíkur, í heima- byggð. Ljósgjafinn veitir alla þjón- ustu tengda HP búnaði með dyggum stuðningi frá Opnum kerfum,“ segir í tilkynningu um samstarfið. Opin kerfi í samstarfi við Ljósgjafann HEILDVERSLANIRNAR Berg- ís og Hvítar stjörnur hafa verið sam- einaðar undir nafninu Bergís-Hvítar stjörnur ehf. Bergís var stofnað árið 1985 og Hvítar stjörnur árið 2000 og hafa því langa reynslu á þessum markaði, að því er segir í tilkynningu. Megin- starfsemi hins sameiginlega fyrir- tækis er innflutningur og dreifing á gjafa- og lífsstílvörum fyrir verslanir og fyrirtæki. Helstu vöruflokkar eru gjafavörur, kerti, gjafaumbúðir, kort, ýmsar baðvörur og fleira Sameinað fyrirtæki er til húsa í Skútuvogi 1H, bæði með sýningarað- stöðu og lager. Bergís sam- an við Hvítar stjörnur Gjafavara Sameinuð heildverslun er m.a. með gjafavörur í boði. ◆ ◆ Rannsóknastyrkir til háskólanema Stjórn Íbúðalánasjóðs ákvað í tilefni af hálfrar aldar afmæli húsnæðis- lána hér á landi að veita háskólanemum styrki til rannsókna á sviði húsnæðismála í þrjú ár. Þessir styrkir nema samtals 2.500.000 kr. árlega og eru síðustu styrkirnir veittir á þessu ári. Val á þeim verkefnum sem hljóta styrki byggist á því að þau nýtist starfsemi Íbúðalánasjóðs. Nánari upplýsingar er að finna á www.ils.is og hjá Þórdísi B. Sigurþórsdóttur í síma 569 6900 eða með tölvupósti thordisb@ils.is Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2008 www.ils.is Borgartúni 21, 105 Reykjavík Sími : 569 6900, 800 6969 Íbúðalánasjóður fyrir alla Lán og styrkir til tækninyjunga og umbóta í byggingariðnaði Íbúðalánasjóður auglýsir til umsóknar lán og styrki til tækninýjunga og umbóta í byggingariðnaði. Lán eða styrki má veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem vinna að þróun tæknilegra aðferða og nýjunga sem leitt geta til lækkunar á byggingarkostnaði og viðhaldi íbúðarhúsnæðis, styttri byggingartíma eða stuðlað með öðrum hætti að aukinni hagkvæmni í byggingariðnaði. Umsóknum um lán eða styrki skal skila til Íbúðalánasjóðs á sérstöku eyðublaði eða rafrænt á www.ils.is Nánari upplýsingar veitir Einar Örn Stefánsson hjá Íbúðalánasjóði í síma 569 6900 og með tölvupósti einarorn@ils.is Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2008 Íbúðalánasjóður skal samkvæmt lögum stuðla að tækninýjungum og umbótum í byggingariðnaði, m.a. með því að veita lán eða styrki. Munið umsóknarfrestinn 30. apríl 2008

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.