Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf                                                                Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, net- fang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Björn Jóhann Björnsson, frétta- stjóri, bjb@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÍSLENSK-ameríska fyrirtækið Carbon Recycling International, CRI, hefur samið við Mannvit um að hanna og byggja verksmiðju sem breytir koltvísýringsútblæstri frá jarðvarmavirkjunum í metanól, fljót- andi eldsneyti fyrir bíla og önnur farartæki. Mun þetta vera fyrsta verksmiðja sinnar tegundar í heim- inum og skapar í fyrsta áfanga fjög- ur ný störf. Að sögn Andra Ottesen, fram- kvæmdastjóra rekstrarsviðs CRI, eru viðræður á lokastigi við Hita- veitu Suðurnesja um orkuöflun og staðsetningu en eigendur CRI vilja reisa verksmiðjuna við Svartsengi. Andri segir fjármögnun sömuleiðis hafa gengið vel, með helmingsskipt- ingu lána frá bandarískum og ís- lenskum bönkum, en fjárfesting við fyrsta áfanga nemur tæpum millj- arði króna. Tuttuguföldun áformuð Árleg afkastageta í fyrsta áfanga miðast við um 4,5 milljónir lítra af metanóli, sem blandað verður með bensíni í hlutföllunum 5 á móti 95. Standa vonir til þess að geta allt að tuttugufaldað framleiðslugetu verk- smiðjunnar. Orkuþörf verksmiðj- unnar er um 4,5 megavött. Tímaáætlanir gera ráð fyrir að verksmiðjan verði tilbúin strax á vormánuðum 2009 og bensínblandan muni þá standa ökumönnum hér á landi til boða. Er blandan sögð hækka oktangildi eldsneytisins og stuðla að hreinni brennslu og betri nýtingu þess, auk þess að auka afl bensínbíla án þess að nokkurra vél- arbreytinga sé þörf. Mun Mannvit annast verkefna- stjórnun við hönnun og byggingu verksmiðjunnar, sem og verkefni sem tengjast efnafræði, vélaverk- fræði, skipulags- og byggingaverk- fræði og ýmsum umhverfisþáttum. Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, segir í samtali við Morg- unblaðið að samningurinn við CRI sé mjög mikilvægur fyrir hina nýju sameinuðu verkfræðistofu, hún búi yfir nægri þekkingu og reynslu til að taka að sér verkefnið. Vinna þeirra fari nú á fullt. Samið um byggingu metanólverksmiðju Carbon Recycling International hyggst breyta koltvísýringi frá jarðvarmavirkjun í metanól sem blandast við bensín Morgunblaðið/G.Rúnar Svartsengi Forráðamenn CRI hafa verið í viðræðum við Hitaveitu Suð- urnesja um að setja metanólverksmiðjuna upp í Svartsengi. Í HNOTSKURN »CRI er í eigu íslenskra ogbandarískra fjárfesta. Fyr- irtækið rekur starfsemi í Banda- ríkjunum, forstjóri er KC Tran en höfuðstöðvar á Íslandi. »Rætt hefur verið við Olís umdreifingu á blandaða elds- neytinu og samið verður við fleiri olíufélög. »Orkuþörf verksmiðjunnar erum 4,5 megavött. »Mannvit varð nýlega til viðsamruna VGK-Hönnunar og Rafhönnunar og er stærsta verk- fræðistofa landsins. BJARNI Ármannsson, fyrrver- andi forstjóri Glitnis, hefur gengið til liðs við framtaksfjárfesting- arsjóðinn Paine & Partners, ásamt Frank O. Reite. Bjarni og Reite, sem var framkvæmda- stjóri hjá Glitni, munu stýra fjár- festingum í N- Evrópu, með áherslu á sjáv- arfang, orkugeir- ann og fjármálaþjónustu. Paine & Partners var stofnað árið 1997 og með þeim starfa 22 atvinnu- fjárfestar. Síðastliðin tíu ár hefur ávöxtun sjóðsins verið um 33% á ári, en fjárfestingar hans frá stofnun nema um 6,4 milljörðum dala, eða um 470 milljörðum króna. W. Dexter Paine, stofnandi sjóðs- ins, segir þekkingu og reynslu Bjarna og Reite munu auka vaxta- möguleika hans í N-Evrópu. Bjarni segir helsta styrk Paine & Partners vera framsækna og agaða fjárfestingastefnu sem fagmenn sjóðsins framfylgja. Hann kveðst hlakka til að miðla þekkingu sinni á iðnaði og bankastarfsemi á Norð- urlöndunum og í Evrópu. Til fjárfesta vestanhafs Bjarni Ármannsson ÍSLENSKA flugleitarvélin Do- hop.com er nú aðgengileg á netinu á kínversku. Leitarvélin leitar að ódýrum flugfargjöldum hjá 91 flug- félagi sem þjónustar Kína, þar af 11 kínverskum flugfélögum. Alls leit- ar Dohop hjá 660 flugfélögum um heim allan sem fljúga til um 3.000 áfangastaða. Í síðustu viku var frá því greint að Dohop opnaði japanska útgáfu. Dohop er nú aðgengilegt á um 20 tungumálum og er stefnan að fjölga þeim jafnt og þétt. Í fréttatilkynningu er haft eftir Frosta Sigursjónssyni, forstjóra Dohop, að Kína sé mikilvægur markaður fyrir fyrirtækið. Dohop kominn á kínversku ÞRJÚ íslensk fyrirtæki hækka á lista bandaríska viðskiptatímarits- ins Forbes yfir 2 þúsund stærstu fyrirtæki heims sem skráð eru á markað. Mest hækkar Kaupþing, um 202 sæti og er fyrirtækið nú meðal 600 stærstu fyrirtækjanna. Exista hækkar um 165 sæti og Glitnir um 51 sæti. Líkt og á síðasta ári eru fjögur íslensk fyrirtæki á listanum og er Landsbankinn hið eina íslensku fyrirtækjanna sem fellur milli ára, um 13 sæti. Glitnir er nú orðinn stærri en Landsbankinn samkvæmt reikniað- ferðum Forbes. Glitnir stærri en Landsbanki Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is VERSLUN Íslendinga um netið hefur tvöfaldast frá árinu 2002. Ís- lenskar netverslanir njóta þó ekki góðs af þessu því að sala þeirra dróst saman um 37% á síðustu tveimur árum. Á sama tíma jókst hún t.d. um 36% í Svíþjóð, og al- mennt fer þessi aukna velta úr landi. Þetta er meðal helstu nið- urstaðna nýrrar skýrslu rannsókn- arseturs verslunarinnar við Háskól- ann á Bifröst. „Stærsta hindrun íslenskra net- verslana er smæð markaðarins,“ segir Emil B. Karlsson, höfundur skýrslunnar. Þannig keppi netversl- un mun frekar við aðrar slíkar á al- þjóðlegum markaði heldur en við hefðbundna verslun. „Þær íslensku verslanir sem hafa verið að gera það gott hafa náð til annarra mark- aðssvæða. Þar má til dæmis nefna Bláa lónið sem er líklega ein stærsta netverslun á Íslandi. Svo hefur verslunin nammi.is t.d. vaxið um 30-40% á ári. Þar hafa Íslend- ingar búsettir erlendis komið öðr- um á bragðið, því verslunin á stór- an hóp erlendra viðskiptavina.“ Emil bendir á að verslanirnar þurfi að skapa sér sérstöðu, og segir það hverfandi vandamál að fólk vilji ekki versla gegnum netið vegna ör- yggismála eða slíks. Eldri viðskiptavinir æ virkari Í skýrslunni kemur fram að eldri aldurshópar verða sífellt virkari netkaupendur, þeir kaupa t.a.m. oftar flugfarmiða. Almennt er mest verslað með ferðatengdan varning, svo sem flugmiða og hótelbókanir. Í könnun Hagstofunnar árið 2007 sögðust 79% þeirra sem pöntuðu eða keyptu um netið hafa keypt ferðatengt efni. Næst á eftir koma ýmiss konar aðgöngumiðar, með um 48%. Af vörum er mest keypt af bókum og tónlist, en „17% netversl- anaeigenda töldu að mestur vöxtur yrði í tónlist og DVD þó svo að að- eins 7% þeirra stundi slíka versl- un,“ segir í skýrslunni. Íslendingar kaupa aðallega frá Bandaríkjunum, og að sögn Emils jókst sú verslun talsvert þegar gengi dollarans var sem hagstæð- ast. „Tollar, gengið og flutningskostn- aður er vissulega þröskuldur fyrir netverslun hér á landi.“ Netverslanir þurfa að ná til erlendra markaða Morgunblaðið/Golli Á netinu Talið er að á Íslandi séu 200-300 netverslanir. SKOÐA þarf nánar hvort breyta eigi lögum og heimila lífeyr- issjóðum að stunda skortsölu, að sögn Árna M. Mathiesen fjár- málaráðherra. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu sl. mánudag var raunávöxtun flestra stærri lífeyrissjóða landsins mjög lág á síðasta ári og í mörgum til- vikum neikvæð. Rekja má það til erf- iðleika á fjármálamörkuðum um heim allan og vakna af því tilefni spurn- ingar um hvort ekki sé eðlilegt að gera lífeyrissjóðum kleift að verja sig gegn falli á verðbréfamörkuðum t.d. með skortsölu en samkvæmt túlkun Fjármálaeftirlitsins á núgildandi lög- um, frá því í júlí á síðasta ári, mega líf- eyrissjóðir ekki stunda skortsölu. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á lögum um starfsemi lífeyrissjóða og þar er m.a. lagt til að lífeyrissjóðum sé leyft að lána bréf til skortsölu. Árni segir að með því frumvarpi megi segja að skref sé stig- ið í þá átt að gera lífeyrissjóðum kleift að verja sig en að frekari opnun þarfnist nánari skoðunar. Hvort slík skoðun sé á döfinni vill hann ekkert segja um. Árni M. Mathiesen Skoða þarf frek- ari opnun ◆ GENGIÐ hef- ur verið frá sam- einingu VST, Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen og Raf- teikningu. For- stjóri fyrirtækis, Sveinn I. Ólafs- son, fyrrverandi aðstoðarforstjóri VST, segir að fyr- irtækið muni ganga undir nafninu VST-Rafteikning þar til nýtt nafn verður kynnt seinna í sumar. Stjórn verður skipuð sjö mönnum, fjórum frá VST og þremur frá Rafteikningu. Formaður verður Gunnar Ingi Gunnarsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Rafteikningar. Starfs- menn eru um 240. VST-Rafteikn- ing orðið til Sveinn Ingi Ólafsson ◆ BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfs- son hallar sér nú aftur í stólnum og bíður eftir brunaútsölu á hlutabréf- um og eignum. Þetta kemur fram í viðtali danska blaðsins Børsen við Björgólf. „Hvert sem verðið er í dag verður það lægra eftir fimm mánuði. Ég hreyfi mig ekki fyrr en fyrir jólin, og þá almennilega, ég hef nægan tíma,“ segir Björgólfur. Brunaútsala? ◆ Bergstaðastræti 37 Sími 552 5700 holt@holt.is - www.holt.is NÝTT ELDHÚS MEÐ BREYTTUM ÁHERSLUM Bergstaðastræti 37 s. 552 5700 holt@holt.is - www.holt.is 3ja rétta hádegisverður 3.300 kr. 2ja rétta hádegisverður 2.700 kr. ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.