Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
viðskipti/athafnalíf
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
S
P
4
15
80
0
3.
20
08
Foreldrar Andreu Jung erusagðir hafa verið lítiðhrifnir af því þegar hún réðsig til starfa hjá stórversl-
uninni Bloomingdale’s eftir að hún
lauk háskólanámi. Hún sem var með
prófgráðu í enskum bókmenntum
frá Princeton og hafði lært kín-
verska tungumálið mandarín, svo
ekki sé minnst á alla píanótímana.
Foreldrunum á að hafa fundist að
það væri henni ekki samboðið að
starfa í slíkri verslun með alla sína
menntun. Álit þeirra á dótturinni á
hins vegar að hafa breyst þegar hún
var orðin forstjóri snyrtivöru-, ilm-
vatns- og leikfangaframleiðandans
Avon árið 1999 og jafnframt stjórn-
arformaður fyrirtækisins árið 2001.
Andrea Jung er 51 árs, fædd í To-
ronto í Kanada. Hún er fráskilin og á
tvö börn. Foreldrar hennar fluttu til
Kanada frá Kína. Móðir hennar er
fædd í Shanghaí. Hún er með próf-
gráðu í efnaverkfræði en hefur mest
stundað konsertpíanóleik. Faðir
hennar er frá Hong Kong, arkitekt
að mennt, og fyrrverandi kennari við
MIT-háskólann í Massachusetts í
Boston í Bandaríkjunum. Jung hóf
störf hjá Avon árið 1994. Um tveim-
ur árum síðar kom hún til álita sem
forstjóri fyrirtækisins en gengið var
fram hjá henni. Hún ku hafa hugleitt
að yfirgefa Avon vegna þessa, en
ákvað þó að starfa áfram að mark-
aðs- og þróunarmálum, aðallega
vegna áskorunar eins stjórnar-
manns, Ann Moore, forstjóra Time
Inc. Ekki liðu nema rúm tvö ár þar
til Jung var svo orðin forstjóri Avon.
Með starfsemi víða um heim
Avon er eitt af stærstu fyrirtækjum
heims á sínu sviði með um 10 millj-
arða dollara veltu, eða um 750 millj-
arða íslenskra króna. Fyrirtækið var
stofnað árið 1886. Upphaflega seldi
Avon eingöngu hús úr húsi, en það
hefur breyst þó bein sala sé enn stór
þáttur í starfseminni. Avon er með
starfsemi víða um heim, eða samtals
í um 60 löndum í öllum heimsálfum.
Ísland og Norðurlöndin að Finnlandi
frátöldu eru þó ekki á lista yfir
starfssvæði Avon samkvæmt heima-
síðu fyrirtækisins á Netinu. Flest
lönd í Afríku og Mið-Austurlöndum
eru ekki heldur á heimskorti Avon
en önnur lönd en þau sem hér hafa
verið nefnd eru á starfssvæði Avon.
Meðal þeirra bestu
Í nýlegu hefti viðskiptavikuritsins
BusinessWeek (BW) er Avon í 18.
sæti á lista yfir þau 50 stórfyrirtæki í
heiminum sem sérstök dómnefnd
telur að hafi staðið sig best að und-
anförnu. Til að komast á þennan lista
er annars vegar lögð til grundvallar
meðalafkoma fyrirtækjanna síðast-
liðin þrjú ár, og hins vegar hvernig
fyrirtækin standa sig í samanburði
við önnur fyrirtæki í sama rekstri. Í
efsta sæti á þessum lista BW er lúx-
usvörufyrirtækið Coach. Avon er
hins vegar það fyrirtæki sem kemst
efst á listann þar sem kona er for-
stjóri og/eða stjórnarformaður.
Næst í þeirri röð er gosdrykkjar-
framleiðandinn Pepsico, sem hin ind-
verska Indra Nooyi stýrir, en Pep-
sico er í 31. sæti á lista BW.
Í fyrra var Jung í 9. sæti á lista
Fortune-tímaritsins yfir voldugustu
konurnar í viðskiptum. Og frá árinu
2004 hefur hún verið á lista Wall
Street Journal yfir þær „50 konur
sem ástæða er að fylgjast með“.
Í skrifum um Jung á vefmiðlum
segir að Avon hafi vaxið mikið og
hratt undir hennar stjórn. Hún hafi
lagt mikið til stefnumörkunar fyrir-
tækisins og haft einna mest áhrif í þá
veruna að breyta Avon frá því að
vera bara snyrtivörufyrirtæki yfir í
að skilgreina það sem fyrirtæki sem
starfi fyrst og fremst fyrir konur.
Enda er kjörorð fyrirtækisins ein-
mitt, „Avon, fyrirtækið fyrir konur.“
Jung fékk að kynnast því á árinu
2005 að það eru gerðar miklar kröfur
til æðstu stjórnenda stærstu fyrir-
tækja heims. Hagnaður Avon þá
jókst ekki eins mikið frá fyrra ári og
verið hafði næstu ár þar á undan og
gagnrýndu greiningaraðilar hana
fyrir að hafa sofnað á verðinum. Hún
brást hins vegar við með því að
draga úr rekstrarkostnaði um 300
milljónir dollara með því að fækka
deildum og yfirmönnum. Þá hóf
Avon útrás á kínverskan markað og
fór jafnframt í mikla auglýsingaher-
ferð á helstu mörkuðum fyrirtækis-
ins. Þetta skilaði árangri, afkoma
Avon batnaði til muna.
Eflaust hefur móðir Jung ein-
hvern tíma látið sig dreyma um það
að dóttir hennar myndi feta í fótspor
hennar og gerast konsertpíanóleik-
ari. Úr því hefur þó ekki orðið enn.
Jung sagði hins vegar í blaðaviðtali
fyrir nokkru, að ef það væru fleiri
klukkustundir í sólarhringnum og
hún hefði tíma aflögu, sem hún hefur
ekki nú, myndi hún vilja nota þann
tíma til að æfa sig enn betur á píanó-
ið. Hún sagði að fátt gæfist betur til
að koma jafnvægi á í lífinu en spila
Mozart og Beethoven. Það yrði hins
vegar að bíða um tíma.
Byrjaði í afgreiðslu og vann sig upp
Reuters
Samstarf Andrea Jung ásamt leikkonunni góðkunnu, Reese Witherspoon, í New York í marsmánuði síðastliðnum
þegar greint var frá formlegu samstarfi Avon og UNIFEM, þróunarsjóði Sameinuðuþjóðanna fyrir konur.
Andrea Jung er for-
stjóri og stjórnarfor-
maður bandaríska
snyrtivöru-, ilmvatns-
og leikfangaframleið-
andans Avon. Grétar
Júníus Guðmundsson
bregður upp svip-
mynd af Jung.
gretar@mbl.is
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@mbl.is
Fjármál eru yfirleitt ekkitalin fyndin,“ sagði BjarniHaukur Þórsson, leikari
og höfundur uppistandsins Hvers
virði er ég? Því næst hellti hann
sér í að leita að fyndnu hliðinni á
peningum. Þessar hliðar eru auð-
vitað tvær og virðast helst birtast
í yfirdrifnu magni af peningum
eða skorti á peningum.
Að sama skapi birtast í fjöl-
miðlum þessa dagana tveir and-
stæðir pólar í peningaumræðu,
yfirdrifin umræða og áhersla á
peningamál, á móti þeim sem eru
fullsaddir á peningasýkinni.
Með Hvers virði er ég? förum
við hringinn, kannski eru fjármál
ekkert svo fyndin þó hægt sé að
spinna út frá þeim fagmannlega
uppbyggða brandara um hvers-
dagslífið. Bjarni Haukur spyr í 70
mínútna gamanmáli af hverju
peningar skipti svona miklu máli
og svarar með vel tuggnum og
jórtruðum ályktunum.
Í hlutverki þess sem hugsar
ekkert allt of mikið um fjármál
eða peninga almennt, ákveður
hann að hrista upp í fjárhagslegri
heilsu sinni, koma sér í fjárhags-
legt form. (Hljóma frasarnir
kunnuglega? Ef ekki, þá er þeim
varpað á skjá í sýningunni.)
Bjarni fær að sjálfsögðu dygga
aðstoð, eða öllu heldur viðleitni,
frá þjónustufulltrúa aðalstyrkt-
araðila síns. Þjónustufulltrúinn
talar bara um fjárflæði, hvað get-
ur venjulegur maður gert annað
en að hrista höfuðið?
Sams konar orðagjálfur heyrist
frá auðmanninum í „Kastljósi“
Bjarna: „Peningar eru eins og
rigning. Stundum rignir mikið og
stundum lítið. Á Íslandi rignir.[...]
Persónulega finnst mér rigningin
góð.“
Með þessari veðurfarslíkingu
hittir Bjarni líklega naglann á
höfuðið, enda birtist þar nær eina
vísun verksins í undangengið
óveður, ýktar sveiflur og ófyr-
irsjáanleika á íslenskum mörk-
uðum. Svo er líka klassískt að
gera grín að klisjum slíkra sjálf-
skipaðra spekinga.
Engum hlíft og ekki einu sinni
styrktaraðilanum BYR, sagði í
samtali Bjarna við Morgunblaðið
fyrir viku. Tæplega, segjum frek-
ar að tiplað sé varlega á milli
margnefndra nafna. Kapítalískt
landsföðurhlutverk Björgólfs
Guðmundssonar, 67 milljarða tap
FL Group og „botoxfylltar“ auð-
mannafrúr með hjálp hjálplítils
þjónustufulltrúa leiða þannig til
þeirrar þekktu niðurstöðu að
ríkidæmið má sjá í fjölskyldu-
myndaalbúminu, ekki bankabók-
inni.
Fyndni og
fjárhagslegt
veðurfar
Morgunblaðið/Kristinn