Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
viðskipti/athafnalíf
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
Fyrirtæki geta nýtt sérhugmyndaauðgi við-skiptavina sinna á skipu-lagðari hátt en mörg
þeirra gera nú, að mati Dr. Corne-
lius Herstatt, deildarstjóra tækni-
og nýsköpunarstjórnunar hjá
Tækniháskólanum í Hamburg-Har-
burg í Þýskalandi, en Herstatt var
hér á landi fyrir nokkru á vegum
Rannís.
Segir hann að fyrsta skref fyr-
irtækja, sem vilji taka upp not-
endastýrða nýsköpun, eins og hann
kallar það, sé að finna og virkja
hæfa notendur, en með því á hann
við þá notendur sem geti best að-
stoðað við nýsköpun og þróun fram-
leiðsluvara.
Með því að fylgjast og starfa með
þessum hæfu notendum geti fyr-
irtæki fyrr komið auga á þarfir not-
enda í framtíðinni og betur komið
til móts við þær.
Segir Herstatt að hingað til hafi
fólk, sem hægt væri að telja til
hæfra notenda, sjálft breytt og að-
lagað tæki og tól til nýrra verka
vegna þess að ekkert tæki gat innt
af hendi þau verk sem vinna þurfti.
Nefnir hann sem dæmi að fyrstu
gasgreinarnir voru smíðaðir af
efnafræðingum á rannsóknarstofum
sínum þar sem slík tækni var ekki
til staðar.
„Í þessu tilviki eru notendur að
vinna vinnu sem sérfræðingar í þró-
unardeildum framleiðslufyrirtækja
ættu að vera að vinna. Fyrirtæki
eiga að fylgjast með hegðun not-
enda sinna, sérstaklega ef notendur
eru farnir að breyta þeirri vöru
sem er á markaðnum, eða lýsa yfir
óánægju sinni á annan hátt.“
Eykur tryggð notenda
Sem annað dæmi um iðnað þar sem
notendur hafa verið í fararbroddi
nýsköpunar nefnir Herstatt fram-
leiðslu hjóla- og brimbretta en þar
er sterk hefð fyrir nær stanslausum
endurbótum og endurhönnun á
þeim brettum sem keypt eru úr
búð.
Þrátt fyrir nýsköpun notenda
eins og þeirra sem hér hafa verið
nefndir segir Herstatt allt of sjald-
gæft að fyrirtæki nýti sér sköp-
unargáfu notenda sinna, sem sé
slæmt af því að fyrirtæki sem virki
notendur sína geti öðlast umtals-
vert forskot á samkeppnisaðila sína.
„Oft skortir á upplýsingaflæði milli
framleiðenda og notenda og þetta
flæði þarf að bæta. Virk og árang-
ursrík samvinna við notendur eykur
ánægju þeirra og tryggð við við-
komandi fyrirtæki.“
Herstatt leggur áherslu á að ekki
sé einfaldlega um það að ræða að
ræða öðru hvoru við notendur og
bera undir þá hugmyndir sem
sprottið hafi innan veggja fyrirtæk-
isins. Nánari samvinna fyrirtækis
og notenda sé grundvallaratriði.
Koma beri auga hina fyrrnefndu
hæfu notendur og breyta verkferl-
um hönnunar- og rannsóknarsviðs
viðkomandi fyrirtækis á þann hátt
að hæfir notendur komi að þróun
vörunnar á sem flestum stigum
hennar. Fyrirtæki verði að vera op-
in fyrir tillögum notenda og taka
mark á þeim þegar við á.
Indversk fyrirmynd
Sem dæmi um hvernig virkja má
notendur nefnir Herstatt verkefni á
vegum ríkisstjórnar Indlands, sem
hann segir að fyrirtæki geti dregið
lærdóm af.
„Sérstakir leitarmenn, sem vinna
í sjálfboðavinnu fyrir Nýsköpunar-
stofnun Indlands, fara um landið í
leit að nýstárlegum hugmyndum og
lausnum sem almenningur hefur
tekið upp. Þessir leitarmenn eru í
tengslum við samfélagið sem þeir
vinna í og gera sér grein fyrir því
hvaða vandamál almenningur
stendur frammi fyrir og hvaða
lausnir eru líklegar til að virka.
Þegar þeir koma auga á nýja, eða
bætta lausn á vandamáli fær upp-
finningamaðurinn hjálp við frekari
þróun og hönnun hennar. Hann fær
einnig aðstoð við að tryggja sér
einkarétt á hugmyndinni og að lok-
um sér Nýsköpunarstofnunin um að
dreifa hugmyndinni um Indland. Án
þessa verkefnis er hætta á að nýjar
hugmyndir og lausnir dreifist síður,
eða ekki, út fyrir nánasta umhverfi
uppfinningamannsins.“ Segir Her-
statt að kostnaðurinn við verkefnið
sé um 6-700 milljónir króna á ári og
að 10.000 nýjum vörum og lausnum
hafi þegar verið safnað saman af
stofnuninni. Segir hann að fyrirtæki
geti auðveldlega tekið þetta fyr-
irkomulag sér til fyrirmyndar þótt
það verði seint gert á jafn umfangs-
mikinn hátt og indverska ríkið ger-
ir. Þá geti önnur þróunarríki tekið
Indland sér til fyrirmyndar.
Fyrirtæki vinni
náið með notendum
Ræktun Á Indlandi er unnið að því að rækta nýsköpunarstarf, og fara sér-
stakir leitarmenn um sveitir landins í leit að nýjum hugmyndum og vörum.
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
BJÓRFRAMLEIÐENDUR heims-
ins hafa ekki farið varhluta af hækk-
andi kornverði undanfarin misseri
frekar en aðrir, en maltað bygg og
humlar, tvö af fjórum mikilvægustu
hráefnunum í bjór, hafa hækkað um-
talsvert á síðustu þremur árum.
Að sögn Árna Stefánssonar, for-
stjóra Vífilfells, sem framleiðir m.a.
Thule- og Viking-bjór, hefur verð á
humlum hækkað um 200-500% frá
árinu 2005 og fer hækkunin eftir teg-
undum. Á síðasta ári einu nam með-
alhækkun á verði humla 53%, en
ákveðnar tegundir hafa hins vegar
hækkað um allt að 100%.
Maltað bygg hefur einnig hækkað
mjög, og nemur hækkunin á síðustu
tólf mánuðum ríflega 50%.
Uppskerubrestur
Ástæðu hækkunar á humlaverði seg-
ir Árni í stuttu máli vera þá að fram-
leiðsla á humlum hafi ekki haldið í við
eftirspurn. Uppskerubrestur á
ákveðnum svæðum hafi hins vegar
valdið hækkunum á byggverði. Má
sem dæmi nefna að bygguppskeran í
Ástralíu brást að stórum hluta í fyrra,
líkt og hveitiuppskeran þar í landi.
Innkaupaverð á byggi og humlum
er stór hluti framleiðslukostnaðar á
bjór og því er ekki að furða að Vífilfell
hafi neyðst til að hækka listaverð á
sinni framleiðslu. Í febrúar síðastliðn-
um hækkaði fyrirtækið listaverð á
bjór um u.þ.b. 8%, en Árni segir að
vegna þess hve skattar eru stór hluti
af útsöluverði áfengis þá hafi þessi
hækkun ekki numið nema um 1-2% til
neytenda.
Hvað varðar verðþróun í framtíð-
inni segir Árni að hún muni að stórum
hluta ráðast af uppskerunni erlendis
og illmögulegt sé að segja fyrir um
hana.
Ekki bara bygg
Undanfarin þrjú ár hefur matvæla-
verð í heiminum hækkað umtalsvert,
eins og áður segir. Þannig hefur
hveiti meira en tvöfaldast í verði frá
árinu 2005, maísverð hefur nær tvö-
faldast á sama tímabili og þá hefur
verð á hrísgrjónum hækkað umtals-
vert. Að sjálfsögðu er það mun alvar-
legra ef svo fer að matarverð fari yfir
það sem fátækustu íbúar jarðarinnar
ráða við, en það er einnig athyglisvert
að sjá hvernig þróunin kemur við
fleiri neytendur, eins og bjórunnend-
ur.
Bjórframleiðendur
finna fyrir því
Morgunblaðið/Valdís Thor
ÁTVR Vegna þess hve skattar eru stór hluti af útsöluverði á bjór hafa neyt-
endur ekki orðið mikið varir við hækkanir af hálfu framleiðenda.
Í HNOTSKURN
» Fjögur mikilvægustu hrá-efnin til bjórgerðar eru vatn,
ger, maltað bygg og humlar, og
er t.d. ólöglegt að nota önnur
hráefni til bjórgerðar í Þýska-
landi.
» Miklar verðhækkanir á mölt-uðu byggi og humlum hafa
því eðlilega haft áhrif á fram-
leiðslukostnað á bjór, hér heima
og erlendis.
» Íslenskir bjórframleiðendurhafa þurft að hækka lista-
verð á bjór vegna þessa, síðast í
febrúar.
LÁRUS Welding, forstjóri Glitnis,
hefur af lesendum tímaritsins Int-
rafish verið valinn sem maður ársins
í sjávarútvegi árið 2008. Var Lárus
tilnefndur ásamt átta öðrum aðilum
úr sjávarútvegi í mars sl., eins og
greint var frá hér í blaðinu.
Meginástæða tilnefningar Intra-
fish var sú áhersla sem Glitnir legg-
ur á sjávarútveg og aðkoma bankans
að fjölmörgum verkefnum tengdum
sjávarútvegi og sjávarafurðum víðs
vegar um heiminn. Í röksemda-
færslu Intrafish segir m.a. að Glitnir
sé þekktur fyrir sérfræðikunnáttu
sína á þessu sviði auk þess sem bank-
inn búi yfir öflugu teymi sérfræðinga
með þekkingu á sviði fyrirtækjaráð-
gjafar í sjávarútvegi. Lárus segir
það mikinn heiður að hafa tekið við
verðlaununum fyrir hönd Glitnis.
Lárus Welding maður
ársins hjá Intrafish
Verðlaun Lárus Welding með verð-
launin frá Intrafish í höndunum.
TB
W
A\
RE
YK
JA
VÍ
K\
SÍ
A