Morgunblaðið - 05.05.2008, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.05.2008, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 122. TBL. 96. ÁRG. MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Magnaðar stundir í leikhúsinu Kommúnan >> 33 Leikhúsin í landinu FRÉTTASKÝRING Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is FERÐAMENN hafa lengi sótt hálendi Ís- lands í miklum mæli en síðustu ár hefur þeim fjölgað verulega. Bæði hefur aukist mjög að Íslendingar fari á eigin bílum og einnig er áberandi hve gangandi ferða- mönnum hefur fjölgað, sem og útlendingum í hópferðum með leiðsögumönnum. Þeirri spurningu hefur öðru hverju verið varpað fram hvort takmarka þurfi aðgang að hálendinu með einhverjum ráðum. Við- mælendur Morgunblaðsins telja það tæp- lega nauðsynlegt, en segja þó fyllilega sann- gjarnt að velta því fyrir sér. Mjög margir koma á svæðin þar sem Ferðafélag Íslands rekur skála; í Land- mannalaugar er t.d. algengt að 5.000 manns komi um helgi að sumarlagi, og þangað koma alls 100.000 manns á tveggja mánaða tímabilið yfir hásumarið. Á sama tíma koma 60-80.000 manns í Þórsmörk. „Við teljum ekki að setja þurfi reglur um hámarksfjölda eða selja inn á svæðin heldur að vernda megi náttúruna nægilega með því að auka upplýsingar og bæta aðgengi, göngustíga og salernisaðstöðu,“ segir Páll Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins. Hann segir 5.000 manns hreinlega „hverfa inn í gönguleiðirnar“ við Landmannalaugar án nokkurra vandkvæða. „Ef gönguleiðir eru vel merktar er hægt að komast hjá því að valda spjöllum, en þar sem merkingar eru ekki í lagi sjáum við að strax verður tjón á náttúrunni,“ segir framkvæmdastjórinn. Páll nefnir, og segir lykilatriði, að víða þurfi að bæta stórlega salernisaðstöðu og aðra lágmarksþjónustu við ferðamenn, sem oft sé til skammar. Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu, segist ekki vilja fullyrða um ástandið á landinu en telur hvergi stór- hættu á ferðum. Álagið sé vissulega gíf- urlegt sums staðar en reynt sé að stýra um- ferð ferðalanga, m.a. með því að styrkja uppbyggingu utan hálendisins. Nú er að hefjast rannsóknarverkefni í Háskóla Íslands um landnýtingu og eru nið- urstöður slíkrar vinnu álitnar besti grunn- urinn til þess að byggja á ákvarðanir um skipulag ferðamála á hálendinu. Reyndar eru til þolmarksskýrslur fyrir ákveðin svæði en enn hefur ekki verið unnið mark- visst að skipulagi eftir þeim. Skýrsla um Lakasvæðið liggur t.d. fyrir og er stefnt að því að vinna fleiri slíkar fyrir miðhálendið. Þarf að takmarka aðgang? Álagið á hálendinu er víða mjög mikið Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vinsældir Séð yfir Landmannalaugar, einn vinsælasta áfangastað ferðamanna. 48 KONUR hafa komið til dvalar í Kvennaathvarfinu það sem af er árinu. Þetta eru mun fleiri konur en þangað höfðu leitað á sama tíma í fyrra, en þá höfðu 34 dvalist þar þegar kom fram í maí. Að sögn Sig- þrúðar Guðmundsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfs, hefur meðaldvöl kvenna í athvarfinu heldur lengst undanfarna mánuði. Hún telur það skýrast að hluta til af mjög erfiðum húsnæðismark- aði. „Konur sem fara ekki heim aftur eftir dvöl í athvarfinu eiga erfitt með að finna sér húsnæði hér á suðvesturhorninu. Bæði er það dýrt og erfitt að fá. Þá verðum við varar við fordóma í þá átt að fólk vill síður leigja erlendum konum,“ segir hún. Í Morgunblaðinu í dag er rætt við konu sem beitt var ofbeldi af manni sínum um árabil. Hún telur að enn séu fordómar í samfélaginu gagnvart ofbeldi gegn konum. Þeir koma m.a. fram í því viðhorfi að konur láti lemja sig. | Miðopna Lengri dvöl í Kvennaathvarfi AÐ MINNSTA kosti 350 manns biðu bana og nær 100.000 manns misstu heimili sín í fellibylnum Nargis sem gekk yfir Búrma um helgina. Þúsundir húsa eyðilögðust í óveðrinu og stór svæði urðu raf- magns- og símasambandslaus. Ótt- ast var að tala látinna myndi hækka. Talið er líklegt að þörf sé á al- þjóðlegri aðstoð á hamfarasvæðun- um. Andófshreyfingar og stjórnar- erindrekar sögðust hafa áhyggjur af því að herforingjastjórn landsins yrði treg til að óska eftir aðstoð vegna einangrunarstefnu hennar og tortryggni í garð annarra ríkja. Tré rifnuðu upp með rótum í óveðrinu, síma- og rafmagnsstaur- ar brotnuðu og vatnsleiðslur skemmdust. Ríkissjónvarpið í Búrma, MRTV, sagði í gærkvöldi að 109 manns hefðu beðið bana á Haing Gyi-eyju, undan strönd Ayeyawaddy-héraðs, þar sem felli- bylurinn kom á land á föstudags- kvöld. Embættismaður í upplýsinga- málaráðuneyti Búrma og ríkisfjöl- miðlar sögðu að 222 til viðbótar hefðu látið lífið í óveðrinu í Ayeya- waddy og nítján í Rangoon (Yang- on), stærstu borg landsins. Um 20.000 hús eyðilögðust MRTV sagði að um 20.000 hús hefðu eyðilagst á Haing Gyi-eyju og 92.700 íbúar eyjunnar hefðu orðið heimilislaus. Í einum bæja Ayeya- waddy er talið að 75% íbúðarhús- anna hafi eyðilagst. Upplýsingamálaráðuneytið sagði að sjö mannlausir bátar hefðu sokk- ið í stærstu höfn landsins. Alþjóða- flugvöllurinn í Rangoon var lokað- ur vegna óveðursins en talið er að hann verði opnaður í dag. Um 100.000 heimilislaus  Að minnsta kosti 350 manns biðu bana í miklum fellibyl í Búrma  Óttast er að mun fleiri hafi látist í óveðrinu                       !!"#!$      AP Eyðilegging Fallin tré í Rangoon. BIÐ EFTIR NAGGRÍS DÝR LEIKA Í HÖNDUM VALGERÐAR ÓSKAR ÁLFTNESINGUR >> 17 „BEAT“-HÁTÍÐ HJÁ ÓLAFI GUNNARSSYNI INNBLÁSNIR MENN >> 35 SKÁLD Á FERÐ KRAKKARNIR í grunnskól- anum í Hveragerði eru ánægðir með skólalóðina sína, en um tvö ár eru frá því lokið var við end- urnýjun hennar. Á lóðinni eru fjölmargir boltavellir og leik- tæki fyrir börnin. Guðjón Sig- urðsson, skólastjóri grunnskól- ans, segir að hin endurnýjaða lóð hafi haft mjög góð áhrif á leik barnanna í frímínútum. Árekstrar milli barnanna séu núorðið miklu minni en fyrr og börnin dreifist um alla lóðina í ýmsum leikjum. „Lóðin er meiri háttar góð,“ segir hann. Ekki er hægt að segja það sama um ýmsar aðrar skólalóð- ir. Á skólalóðum í Reykjavík eru dæmi um að helsti leikvöllur barnanna sé steypt plan. | 8 Leik- gleði á lóðinni Misvel er staðið að leiksvæðum barna í grunnskólum Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.