Morgunblaðið - 05.05.2008, Side 6

Morgunblaðið - 05.05.2008, Side 6
6 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ er skylda stjórnmálaflokkanna að finna leið til að svara kalli almenn- ings og atvinnulífsins eftir niður- stöðu í því hver staða Íslands í Evr- ópu skuli vera, að því er segir í ályktun miðstjórnar Framsóknar- flokksins. Vorfundur hennar var haldinn í safnaðarheimili Háteigs- kirkju á laugardaginn var. Miðstjórnin telur að „aðlaga verði Stjórnarskrá Íslands að nýjum veru- leika í Evrópu- og alþjóðasamstarfi, m.a. til þess að tryggja að þátttaka Íslands í því sé hafin yfir allan vafa í nútíð og framtíð“. Þá telur mið- stjórnin eðlilegt að það hvort stjórn- völd fái umboð til þess að ganga til aðildarviðræðna við ESB verði borið undir þjóðaratkvæði, óháð öðrum kosningum. Niðurstaða samninga- viðræðna við ESB verði einnig lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu til synjunar eða samþykktar. Í kafla um blikur á lofti í efnahags- málum þjóðarinnar segir að íslenskt efnahagslíf standi nú frammi fyrir meiri vanda en blasað hefur við um áratugaskeið. Síðan er rakið hvernig varnaðarorð komu fram í fyrrasum- ar. Framsóknarmenn hafi tekið und- ir þau og talið mikilvægt að ríkis- stjórnin hefðist eitthvað að. Hvetur miðstjórnin ráðamenn þjóðarinnar til að grípa þegar til aðgerða til að sporna við vaxandi verðbólgu í sam- ráði við atvinnulífið, sveitarfélög, verkalýðshreyfinguna og fjármála- fyrirtæki. Þá telur hún við blasa að peningastjórn Seðlabankans hafi ekki náð þeim markmiðum sem stefnt var að. Í ályktuninni kemur fram að framsóknarmenn hafi skipað nefnd sem ætlað er að kortleggja stöðuna og benda á leiðir. Varðandi húsnæðismál hvetur miðstjórnin ríkisstjórnina til að af- nema útlánaviðmið Íbúðalánasjóðs við brunabóta- og lóðamat og hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs í 20 milljónir svo forða megi fasteigna- markaðnum frá fyrirsjáanlegu hruni. Í sjávarútvegsmálum telur miðstjórnin m.a. brýnt að efna til umræðu og reyna að skapa sátt um aðgerðir til að bregðast við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um úthlutun kvóta. Hvað varðar velferðarmál segir miðstjórnin að loforðum um aukna velferð hafi rignt yfir kjósendur í að- draganda síðustu kosninga. Fram- sóknarmenn hafi hins vegar verið hógværir í sinni tillögugerð. Nú þeg- ar séu komin fram svik á kosninga- loforðum núverandi stjórnarflokka og hætt við að það sé bara byrjunin. Þá varar miðstjórnin við „hugsunar- lausum einkarekstri og einkavæð- ingu í heilbrigðiskerfinu“. Aðlaga verður stjórnarskrána Miðstjórn Framsóknarflokksins segir það skyldu stjórnmálaflokkanna að svara kalli almennings og atvinnulífs og komast að niðurstöðu um hver staða Íslands í Evrópu skuli vera Morgunblaðið/Frikki Framsókn „Við höfum verið hinn staðfasti flokkur á miðju íslenskra stjórnmála,“ sagði Guðni Ágústsson formaður m.a. í ræðu sinni. ÁREKSTUR varð á Steingríms- fjarðarheiði klukkan 17.45 í gær þegar tveir bílar rákust saman í krapa og snjó. Ekki urðu teljandi meiðsli á fólki. Tveir voru í öðr- um bílnum og fjórir í hinum. Lög- reglubíll var staddur í nágrenn- inu og var kominn á vettvang tólf mínútum eftir tilkynningu. Sjúkrabíll var afturkallaður þeg- ar athugað hafði verið um ástand fólksins og fékk það far til Hólmavíkur og Ísafjarðar að sögn lögreglunnar. Árekstur í krapa og snjó RANNSÓKNARNEFND flugslysa hefur tekið þyrluslysið við Kleifarvatn á laugardag til rann- sóknar og er með þyrluflakið í sinni vörslu. Upp- lýsingar um tildrög slyssins liggja ekki fyrir. Þyrlan er bandarískrar gerðar, Schweizer/ Hughes 300C árgerð 2004, og er í eigu Þyrlu- þjónustunnar. Flugþol hennar er fimm og hálf klukkustund og er sæti fyrir flugmann og tvo farþega. Þyrlan telst lítil og er ekki hraðfleyg miðað við ýmsar aðrar þyrlutegundir. Er slysið varð var einn farþegi um borð ásamt flugmanni og var um að ræða útsýnisflug. Ekki urðu slys á fólki en vélin er töluvert skemmd. Sindri Steingrímsson, flugrekstrarstjóri Þyrluþjónustunnar, segir kúpu þyrlunnar vera byggða til að taka af högg við nauðlendingu í þeim tilgangi að vernda flugmann og farþega innanborðs eftir því sem við verður komið. Þyrluslysið til nánari rannsóknar ÖGMUNDUR Jónasson, for- maður BSRB, boðsendi Geir H. Haarde forsætis- ráðherra bréf í gær þar sem hann ítrekar ósk BSRB um fund með ríkisstjórn- inni eins fljótt og verða má. Samrit af bréfinu fengu Ingibjörg Sólrúnu Gísladóttir utanríkisráðherra, Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra og Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra. Í bréfinu kemur m.a. fram að Ög- mundur hafi haft samband við for- mann samninganefndar ríkisins 1. maí síðastliðinn og sagt að ef fjár- málaráðuneytið stæði við þá ákvörð- un að semja til langs tíma við aðild- arfélög BSBB mætti ætla að BSRB myndi óska eftir fundi með fyrrtöld- um ráðherrum. „Myndum við vilja heyra á hvern hátt ríkisstjórnin ætl- aði að efna fyrirheit sín og einstakra ráðherra varðandi bætt kjör umönn- unarstétta, svo og hópa innan al- mannaþjónustunnar þar sem launa- gliðnun hefði orðið og mannekla vegna þess að ónóg kjör væru í boði,“ skrifar Ögmundur. Krafa BSRB um fund með ráð- herrunum var síðan gerð formlega á samningafundi síðastliðinn föstudag og þess óskað að henni yrði komið þegar í stað til ríkisstjórnarinnar. Enginn viðbrögð höfðu borist um miðjan dag í gær frá ríkisstjórninni við ósk BSRB um fund. Formaður BSRB skrifar ráðherrum BSRB ítrekar ósk um fund Ögmundur Jónasson FRESTUR um- sagnaraðila til að skila sjávarút- vegs- og landbún- aðarnefnd Alþing- is athugasemdum vegna frumvarps um innleiðingu matvælalöggjafar ESB rennur út á morgun, að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur, formanns nefndarinn- ar. Haft var eftir Helgu Láru Hólm, framkvæmdastjóra Ísfugls, í Morg- unblaðinu í gær að innleiðing matvælalöggjafarinnar mundi hafa mjög mikil áhrif á stöðu íslenskra kjúklingabænda. Hún sagði einnig að þeir hefðu fengið mjög lítinn tíma til að veita umsögn um frumvarpið. Arnbjörg sagði að í byrjun apríl hefði málið verið sent utan til um- sagnar og veittur umsagnarfrestur til 21. apríl. Hann hefði síðan verið fram- lengdur til 6. maí og kvaðst Arnbjörg ekki eiga von á frekari framlengingu. Hún sagði að umsagnaraðilar hefðu verið kallaðir á fund nefndarinnar og sumir tvisvar. Málið væri enn í vinnslu og á meðan væri hægt að koma viðbótarupplýsingum á fram- færi. Helga Lára Hólm telur nauðsyn- legt að Alþingi taki sér lengri tíma til að skoða áhrif þess að taka matvæla- löggjöf ESB upp hér á landi og eðli- legt sé að fresta málinu til hausts. Kemur það til greina? „Við höfum verið að fara yfir málið og átta okkur á því hvað það innifelur. Hins vegar hefur ekkert komið enn fram sem segir um það afdráttarlaust hvort ástæða sé til að fresta málinu,“ sagði Arnbjörg. Hún sagði að slátur- leyfishafar og kjötvinnslur hefðu helst lýst áhyggjum sínum vegna málsins. Einnig þeir sem framleiða hvíta kjötið, það er kjúklinga- og svínabændur. Arnbjörg sagði að innleiðing mat- vælalöggjafarinnar ætti að fara fram í áföngum. Fyrsti hlutinn ætti að öðlast gildi strax við samþykkt laganna, en reiknað með að honum yrði frestað um tíma. Næsti áfangi ætti að koma til framkvæmda næsta haust. Þetta þrýsti á afgreiðslu málsins á Alþingi því ráðrúm yrði að gefast til samn- ingar nauðsynlegra reglugerða. Skv. frumvarpinu á að opnast fyrir inn- flutning á fersku kjöti haustið 2009. Frestur til athugasemda ekki framlengdur Innleiðing matvælalöggjafar ESB mun fara fram í áföngum Arnbjörg Sveinsdóttir TVEIR aðilar voru fluttir á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi eftir árekstur í Reykjavík um klukkan hálfeitt í fyrrinótt, samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu. Ökumaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, missti stjórn á bif- reið sinni á aðrein að Miklubraut og fór ökutækið yfir umferðareyju með þeim afleiðingum að það lenti framan á bifreið sem kom á móti. Ökumaður og farþegi í þeirri bif- reið voru fluttir á slysadeild. Lögreglan er með slysið til frek- ari rannsóknar. Árekstur á Miklubraut

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.