Morgunblaðið - 05.05.2008, Page 12
12 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
FYRSTI stóri samningurinn sem 3X
Technology hefur náð við fyrirtæki í
kjötvinnslu var undirritaður á Evr-
ópsku sjávarútvegssýningunni í
Brussel á dögunum. Raunar gekk 3X
einnig frá öðrum samningi á sýning-
unni, um endurbyggingu rækju-
vinnslu Bakkavíkur í Bolungarvík,
auk minni samninga.
„Sýningin gekk vel. Íslensku þátt-
takendurnir voru ánægðir með þátt-
tökuna. Það komu heldur færri gestir
en í fyrra en gestirnir voru góðir,“
segir Bryndís Steindórsdóttir, for-
stöðumaður hjá Útflutningsráði Ís-
lands. Á þjóðarbás Íslendinga, sem
Útflutningsráð skipulagði, voru 22
fyrirtæki auk þess sem nokkur stór-
fyrirtæki voru með eigin bása. „Fyr-
irtækin eru þarna til að sinna við-
skiptavinum sínum og ná til nýrra.
Það virtist ganga vel,“ segir Bryndís.
Sækja út fyrir sjávarútveginn
3X Technology á Ísafirði var á þjóð-
arbásnum. Þetta er í níunda skiptið
sem fyrirtækið tekur þátt. Fyrsta árið
var það með tvo fermetra en núna
sextíu svo þetta hefur aldeilis vafið
upp á sig. „Sýningin hefur verið að
skapa sér sess sem sú þekktasta í
þessum heimshluta, á sjávarútvegs-
sviðinu,“ segir Jóhann Jónasson,
framkvæmdastjóri 3X, og er ánægður
með niðurstöðuna.
Fyrirtækið lokaði nokkrum samn-
ingum á sýningunni. Slíkir samningar
eiga vitaskuld nokkurn aðdraganda
en Jóhann segir að sú þróun hafi orðið
að menn noti gjarnan tækifærið á sýn-
ingum sem þessum, þar sem stjórn-
endur fyrirtækjanna hitti birgja sína
og viðskiptavini, til að klára málin.
3X er með þrjár vörulínur í tækjum
fyrir matvælavinnslu. Fyrirtækið
byggðist upp á framleiðslu fyrir frum-
vinnslu í sjávarútvegi en hefur mark-
að sér þá stefnu að stækka markað-
inn, sækja meira inn í fullvinnslu
afurða í sjávarútvegi og inn í kjöt-
vinnslugeirann. Hugmyndin er að
nýta við þá vinnu þá þekkingu og
reynslu sem starfsmenn hafa aflað
sér.
fyrirtækin að vera vel útbúin til þess
að standast alþjóðlega samkeppni,
bæði á mörkuðum og um hráefni.
„Það er annaðhvort að vera vel útbú-
inn eða loka. Því finnst okkur það
einkar ánægjulegt að fá að taka þátt í
uppbyggingu þessa fyrirtækis,“ segir
Jóhann.
Gengið var frá minni samningum
og Jóhann segir að fjöldi vænlegra
fyrirspurna hafi borist sem unnið
verði úr á næstu vikum.
Markaðurinn að jafnast
3X Technology hefur verið háð ís-
lenskum sjávarútvegi með verkefni.
Það hafði því mikil áhrif á fyrirtækið
þegar tilkynnt var um niðurskurð
þorskkvótans síðastliðið haust. „Það
var eins og skrúfað væri fyrir krana í
viðskiptunum hér á Íslandi. Það er
eitthvað farið að rétta við núna og
verkefnastaðan orðin ágæt,“ segir Jó-
hann.
Útflutningur hefur verið um helm-
ingur sölu fyrirtækisins en á þessu ári
hefur hlutfallið aukist í um tvo þriðju.
Það er stefna okkar að félagið vaxi og
til þess að svo megi verða þurfum við
að auka útflutninginn. Við vonum
auðvitað að íslenski markaðurinn taki
við sér á ný,“ segir Jóhann.
3X lauk fyrsta stóra samn-
ingnum við kjötvinnslu
Brussel Básinn hjá 3X Technology á Evrópsku sjávarútvegssýningunni í
Brussel hefur stækkað með árunum. Hann er fullur af tækjum.
Á sýningunni í Brussel var gengið
frá fyrsta stóra samningnum við fyr-
irtæki í kjötvinnslu. Framleitt verður
sjálfvirkt kerameðhöndlunarkerfi
fyrir breskt fyrirtæki, eitt það
stærsta á sínu sviði í Evrópu, sem
framleiðir gæludýrafóður og fleiri
vörur úr kjötúrgangi. „Það eru mikil
sóknarfæri á þessum markaði. Við
höfum lengi stefnt að þessu og samn-
ingurinn er því stór áfangi fyrir okk-
ur,“ segir Jóhann.
Tækjavæða rækjuvinnslu
Gengið var frá öðrum stórum
samningi í Brussel, endurbyggingu
rækjuvinnslu Bakkavíkur í Bolungar-
vík.
Rækjuiðnaðurinn hefur átt í erfið-
leikum. Jóhann segir mikilvægt fyrir
Fyrirtækin ánægð með árangur þátttöku í Evrópsku sjávarútvegssýningunni
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Verðlaunahafar 3X Technology ehf. fékk Útflutningsverðlaunin á síðasta ári. Af því tilefni heimsótti forseti Ís-
lands, Ólafur Ragnar Grímsson, fyrirtækið á dögunum ásamt stjórn Útflutningsráðs. Stillt var upp til hópmynda-
töku við húsnæði fyrirtækisins að loknu kaffiboði í húsnæði fyrirtækisins á Ísafirði.
ÚR VERINU
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
„ÞETTA hefur verið skemmtilegt hjá okkur.
Veisla dag eftir dag,“ segir Grétar Þorgeirs-
son, skipstjóri og útgerðarmaður á Farsæli
GK frá Grindavík, sem hefur verið afar far-
sæll í ýsuveiðinni í vetur. Skipið er á veiðum
með dragnót.
Farsæll hefur, eins og fleiri, aðallega verið
á höttunum eftir ýsu í vetur. Það hefur geng-
ið vonum framar, að sögn Grétars. „Það gaf
sig um tíu tonn í róðri að meðaltali í mars og
upp undir ellefu í apríl. Það er yfirleitt stutt
að fara, við förum mikið í Víkurnar út af
Grindavík, frá fimmtán mínútum og upp í
hálfan annan tíma stím. Það kom fyrir að við
fylltum og komum í land fyrir hádegi, lönd-
uðum og fórum út aftur,“ segir Grétar. Bát-
urinn er um 60 tonn en tekur ekki nema 12-13
tonn í ker í lest þannig að hann hefur verið
með fullfermi flesta daga. Ef lestarplássið
væri meira hefði hann borið mun meira að
landi í vetur.
Ýsa um allan sjó
Ýsan hefur verið góð. „Það er ýsa hér um
allan sjó, alveg frá Selvogsbanka og vestur
fyrir Reykjanes. Þetta hefur verið sannkölluð
veisla,“ segir Grétar. Telur hann að skýringin
sé hvað 2003-árgangurinn er sterkur. Auk
þess hljóti að vera eldri ýsa með.
Ýsan hefur að sögn Grétars gefið sig vel.
Var þó meira blönduð af þorski í apríl en í
mars.
„Við ætlum að vera í þessari veislu á meðan
hún stendur yfir, vonandi út júní eða lengur,
það er að segja ef kvótinn leyfir. Eftir það er
hægt að fara í blandaðri veiði og nýta þorsk-
kvótann í það,“ segir skipstjórinn á Farsæli.
Fimm eru á Farsæli sem gerður er út frá
Grindavík. Grétar og Hafsteinn bróðir hans,
sem er stýrimaður um borð, eru aðaleigendur
útgerðarinnar.
Vertíð ekki lokið
Margir bátar hafa lagt upp í Grindavík
undanfarna daga og telur Sverrir Vilbergsson
að vertíðin sé ekki búin. „Við vonum að hún
standi sem lengst.“
Eitthvað minna hefur verið í netin en góð
veiði hjá dragnótabátum, trollbátum og línu-
veiðurum. Dragnótabátarnir hafa veitt vel af
ýsu og ágæt þorskveiði hefur verið hjá troll-
bátunum í hófi sem opnað var út af Reykja-
nesi.
Í veislunni á meðan hún stendur
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Með björg í bú Netabáturinn Reynir GK kemur til hafnar og Farsæll GK fer í humátt á eftir.
Dragnótabáturinn Farsæll GK gerir það gott á
ýsunni – fer stundum í tvo róðra sama daginn
RANNSÓKNARSKIPIÐ Bjarni
Sæmundsson er í rannsóknarleið-
angri í Íslandshafi. Tilgangur leið-
angursins er að kanna umhverfis-
þætti svo sem hita, seltu og
næringarefni og magn svifþörunga
og átu að vorlagi á 22 stöðum í
sunnanverðu Íslandshafi en rann-
sóknarsvæðið liggur talsvert utan
við norðlenska landgrunnið. Á
þessum slóðum er dýpi frá 1.000-
2.000 m og verða umhverfisþættir
kannaðir frá yfirborði til botns.
Skipið fór út 30. apríl og stendur
leiðangurinn í sex daga. Í rann-
sóknunum verður meðal annars
beitt sérstökum djúpdýrasvifsháfi
til að kanna dýrasvif á 6 stöðum frá
yfirborði til botns.
Vistfræði Íslandshafs
Rannsóknirnar eru liður í verk-
efninu Vistfræði Íslandshafs sem
staðið hefur yfir á Hafrannsókna-
stofnuninni frá árinu 2006. Er
þetta því þriðja árið í röð þar sem
safnað er slíkum gögnum af svæð-
inu en þó á mismunandi árstímum.
Í ár verða gerðar rannsóknir í
byrjun maí til að ná mælingum af
þeim umhverfisþáttum sem að ofan
eru nefndir og vorkomu gróðurs og
átu í hafinu. Í ágúst-september
verður farið aftur á mun stærra
svæði til að kanna sömu þætti í lok
sumars og byrjun hausts. Í þeim
leiðangri verður einnig markvisst
reynt að kanna útbreiðslu loðnu. Í
verkefninu er því leitast við að ná
utan um árstíðatengdar breytingar
á ofangreindum þáttum og hvernig
samspil þeirra er innan ársins,
ásamt því að tengja þær breytingar
við útbreiðslu loðnu á svæðinu að
vor og sumarlagi.
Leiðangursstjóri er Hafsteinn G.
Guðfinnsson og skipstjóri Ingvi
Friðriksson.
Morgunblaðið/Sverrir
Rannsaka
umhverfis-
þætti í
Íslandshafi