Morgunblaðið - 05.05.2008, Qupperneq 13
Í HNOTSKURN
»Frá 1. júlí nk. verður meistaranám í við-skiptafræði á vegum viðskiptafræðideild-
ar HÍ, er nýtt skipulag tekur gildi og tvær
deildir verða til, viðskiptafræðideild og hag-
fræðideild.
»Sérsviðin í MS-námi eru fimm og að aukier í boði MAcc-nám og MBA-nám.
»Auk meistaranáms hefur deildin hafiðkennslu til doktorsprófs.
starfsframa ótrúlegs fjölda einstaklinga,“ segir
Runólfur.
Hann segir að ef litið sé til baka sé ljóst að Há-
skóli Íslands hafi lyft grettistaki í framhalds-
menntun viðskiptafræðinga. Ný námskeið á meist-
arastigi voru í upphafi fimm talsins og fyrstu tvö
árin fóru allir nemendur utan í eitt misseri af þrem-
ur sem námið tók. Þessi fyrstu ár sóttu nemend-
urnir þrjú sérsvið; alþjóðaviðskipti, rekstrar-
stjórnun og stjórnun og stefnumótun.
Aukin aðsókn
Að sögn Runólfs Smára skiptir fjöldi námskeiða í
rannsóknartengdu meistaranámi mörgum tugum í
viðskipta- og hagfræðideild í dag. Á síðasta ári hafi
um 300 nemendur fengið tækifæri til að bætast í
hópinn og fjöldi umsókna í meistaranám fyrir
næsta skólaár sé um 300 talsins. Runólfur Smári
segir aðsóknina hafa aukist jafnt og þétt á þessum
tíu árum.
„Satt best að segja er þetta ótrúlegur fjöldi nem-
enda sem hefur sótt meistaranám í viðskiptafræði.
Mjög margir einstaklingar hafa sótt námið, bæði
rannsóknartengda meistaranámið og MBA-námið
samhliða starfi. Sú staðreynd hefur sett mark sitt á
hversu margir einstaklingar hafa útskrifast,“ segir
hann.
Sem fyrr segir hafa um 280 manns útskrifast úr
rannsóknartengdu meistaranámi. Flestir hafa út-
skrifast af sérsviðinu stjórnun og stefnumótun,
tæplega 100 talsins. Hátt í 70 manns hafa útskrifast
úr mannauðsstjórnun. Um 40 einstaklingar hafa út-
skrifast sem meistarar í fjármálum og sami fjöldi
hefur útskrifast með meistarapróf í markaðsfræði
og alþjóðaviðskiptum.
HÁSKÓLI Íslands fagnar því síðdegis á morgun í
Gimli, nýbyggingunni milli Odda og Lögbergs, að
10 ár eru liðin síðan farið var að bjóða upp á meist-
aranám í viðskiptafræði við skólann. Síðan hafa alls
280 nemendur lokið rannsóknatengdu meist-
aranámi og til viðbótar hafa 170 manns útskrifast
með MBA-próf. Samanlagt hafa því um 450 manns
útskrifast úr meistaranámi í viðskiptafræði frá Há-
skóla Íslands.
Fyrstu nemendur í rannsóknatengt meist-
aranám, 17 að tölu, voru innritaðir í viðskipta- og
hagfræðideild HÍ haustið 1997. Að sögn dr. Runólfs
Smára Steinþórssonar, prófessors og formanns við-
skiptaskorar, hafði aðdragandinn að náminu verið
nokkur. Samkomulag við Viðskiptaháskólann í Ár-
ósum hafi skipt sköpum þegar kom að ákvörðun um
að setja námið af stað. Runólfur Smári var fyrsti
umsjónarmaður meistaranámsins í viðskiptafræði
og fyrsti forstöðumaður MBA-námsins, sem komið
var á fót árið 2000. Hann hefur jafnframt verið um-
sjónarmaður meistaranáms í stjórnun og stefnu-
mótun og frá árinu 2007 haft umsjón með nýju sér-
sviði, MS-námi í viðskiptafræði.
„Nú, rúmlega tíu árum síðar, má segja að
ákvörðunin um að fara af stað með meistaranámið
hafi bæði verið rökrétt og nauðsynlegt skref í þró-
un viðskiptafræðinámsins í Háskóla Íslands. Á
þessum árum hefur margt breyst og atvinnulífið
tekið stakkaskiptum. Við höfum orðið þeirrar
ánægju aðnjótandi að sjá fjölmarga af nemendum
okkar í aðalhlutverki í þróun og umbreytingu at-
vinnulífsins á Íslandi. Það er að mínu mati ótvírætt
að sú þekking sem nemendur hafa sótt sér í meist-
aranámi í Háskóla Íslands hefur skilað miklu til
uppbyggingar í samfélaginu og átt þátt í eflingu og
Nemendur í aðalhlutverki
Morgunblaðið/ÞÖK
Meistaranám Runólfur Smári Steinþórsson hef-
ur stýrt náminu við HÍ undanfarin tíu ár.
Meistaranám í viðskiptafræði við HÍ fagnar 10 ára afmæli á morgun Yfir
450 nemendur hafa útskrifast Margir í aðalhlutverki í eflingu atvinnulífsins
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Vinningur í hverri viku
Einfaldur miði kostar aðeins 1.000 kr. og tvöfaldur kostar 2.000 kr.
Kauptu miða á www.das.is
6x C20
0
Benz
Mercedes-
K
om
pr
es
so
r
+ 5,6 milljónir í skottið
á tvöfaldan miða!
Fa
t
B
oy
6x
Davidson
Harley
+ 3,2 milljónir í bakpokann
á tvöfaldan miða!
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
D
A
S
41
68
1
04
.2
00
8
Tvöfaldaðu verðgildið með tvöföldum miða
Fleiri vinningar
– meiri líkur á að vinna
52 þús. vinningar á 80 þús. númer
(á tvöfaldan miða)
ÞETTA HELST ...
● MICROSOFT
hefur dregið til
baka tilboð í vef-
fyrirtækið Yahoo.
Stjórnendur
Yahoo telja tilboð
Microsoft of lágt.
Félagið var tilbúið
að greiða 47 millj-
arða dollara fyrir
Yahoo, sem eru rúmlega 3.500 millj-
arðar króna. Á laugardag barst bréf
frá Steve Ballmer, forstjóra Micro-
soft, til Jerry Yang, forstjóra Yahoo,
þess efnis að Microsoft væri til í að
hækka tilboð sitt í 33 dollara á hlut,
en Yang mun hafa svarað því til að
fyrirtækið vildi fá hið minnsta 37
dollara á hlut. Svo hátt treystir
Microsoft sér ekki til að fara.
Microsoft bakkar út
úr tilboði í Yahoo
● BANDARÍSKI fjárfestirinn Warren
Buffett spáir því að héðan af muni
rofa til í fjármálakreppunni á Wall
Street. Almenningur eigi þó erfiðari
tíma í vændum.
Þetta kom fram í upphafi árs-
fundar fjárfestingarfélags Buffett,
Berkshire Hathaway, á laugardag. Sá
fundur er gjarnan nefndur „Wood-
stock fyrir kapítalista“, en í ár
mættu yfir 31.000 manns.
Buffett sagði einnig að undanfarið
ár hefði greinilega mátt sjá að-
stæður þar sem „ef framkvæmda-
stjórinn vissi hvað var í gangi, þá lét
hann það ekki uppi.“
Buffett spáir betri
tíð á Wall Street
KAUPÞING [í Bretlandi] hefur
gegnt veigamiklu hlutverki í hinum
ótrúlega vexti á fasteignamarkaði
Lundúna síðan 1997,“ segir í grein á
vef breska blaðsins Guardian í gær.
Þessi banki segi gjarnan já við æv-
intýragjörnustu athafnamenn Bret-
lands. Nú spyrji hins vegar margir
hvort Kaupþing geti kyngt svo
stórum bita.
Blaðamanni þykir listinn yfir við-
skiptavini Kaupþings ekkert slor,
þar má telja sjónvarpskokkinn
Gordon Ramsay, tískuveldið Karen
Millen, sem er í eigu Baugs, skoska
milljarðamæringinn Sir Tom Hunter
og fasteignajöfurinn Robert
Tchenguiz, sem m.a. situr í stjórn
Exista. Meðal viðskipta sem Kaup-
þing hefur fjármagnað og gefið ráð
um nefnir blaðið 1,5 milljarða punda
yfirtöku Tchenguiz á Somerfield og
134 milljóna punda kaup Mike
Ashley á fótboltaliðinu Newcastle.
Þá muni Kaupþing fjármagna tilvon-
andi hæstu byggingu Evrópu, Shard
of Glass, við hlið Lundúnabrúar.
Með fallandi markaði hafi þó dreg-
ið úr fasteignalánum og í uppgjöri
fyrsta ársfjórðungs kom fram níu
milljarða tap á markaðsviðskiptum.
Að vísu hafi bankanum tekist vel
að draga úr kostnaði, en hækkandi
skuldatryggingarálag hafi reynst
honum erfitt. Hugmyndir um stækk-
anir séu nú víðs fjarri.
Tók Kaupþing
of stóran bita?
Kaupþing Guardian segir kalda
vinda blása um sigursögu bankans.
VELTA á hluta-
bréfamarkaði var
með rólegra móti í
Kauphöll Íslands í
apríl eða um 143
milljarðar króna.
Það sem af er árinu
hefur velta með
hlutabréf verið 644
milljarðar og því dregist saman um
40% frá síðasta ári.
Viðskipti með skuldabréf í nýliðn-
um mánuði námu 547 milljörðum
sem er þriðja mesta velta í einum
mánuði. Það sem af er ári nemur
velta með skuldabréf 2.167 millj-
örðum en heildarvelta síðasta árs
nam 2.430 milljörðum króna. Í apr-
ílmánuði var Landsbanki Íslands
með mestu markaðshlutdeildina á
skuldabréfamarkaði eða 27%, Kaup-
þing banki var með 19% hlutdeild og
Glitnir banki með 18% hlutdeild.
Mestu viðskipti í mánuðinum voru
með bréf Glitnis banka 32 millj-
arðar, Kaupþings banka 28 millj-
arðar og Skipta 27 milljarðar.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,18%
í mánuðinum og stóð í 5.211,53 stig-
um í lok mánaðarins. Frá áramótum
hefur Úrvalsvísitalan lækkað um
17,5%. Kaupþing var með mestu
markaðshlutdeild með hlutabréf í
mánuðinum eða 41%, þá kom Lands-
banki Íslands með 17% og Glitnir
banki með 15%.
Velta með hluta-
bréf 40% minni
Velta með skuldabréf 2.167 milljarðar