Morgunblaðið - 05.05.2008, Síða 17
Þ
að ku vera líflegt, dýralífið á Álfta-
nesi, og þegar blaðamaður renndi
þangað blasti við í nágrenni Bessa-
staða urmull af margæs og nokkrar
heyrúllur hvíldu við hlöðuvegg.
Þessi vinalegi bær er umkringdur náttúrunni
sem iðar af lífi í vorgjólunni og hefur að lík-
indum áhrif á íbúa nessins því svo virðist sem
þeim finnist ekkert sjálfsagðara en að eiga
a.m.k. eitt dýr. Hestamennska á sterk ítök í
Álftnesingum og sagan segir að þar eigi „næst-
um allir“ hund.
Leikskólinn Krakkakot á Álftanesi á sinn
þátt í þessari dýrafjöld því þar alast börnin upp
við mikið dýralíf, t.d. hafa þar verið haldnar
landnámshænur, kanínur og naggrísir. Val-
gerður Ósk Karlsdóttir er ein þessara krakka á
Álftanesi sem eru með náttúruna í blóðinu og til
marks um þennan dýraáhuga segir hún að í vin-
kvennahópnum sínum eigi fimm stelpur af sex
hund, hvern sinnar tegundar, og þær eru alls
ekki einu hundeigendurnir í bekknum. Val-
gerður lætur hund þó ekki duga, auk hans á hún
tvo gára og naggrís.
Varðhundurinn Kolla
kanína og öll hin
„Fyrir hvert einasta afmæli óskaði ég mér
einhvers dýrs þegar ég var lítil,“ minnist Val-
gerður, „og ég man sérstaklega eftir því að hafa
óskað mér naggríss,“ bætir hún við. Henni varð
að þeirri ósk sinni í febrúar síðastliðnum, á
fimmtánda árinu, og Púmba nefnist naggrísinn.
Mesti persónuleikinn í flórunni er svo tíkin
Perla, uppáhald Valgerðar, en hana fékk hún
fyrir tveimur árum. Perla er af tegundinni
cavalier king charles spaniel og Valgerður hefur
sýnt hana í þrígang með góðum árangri. Hún
hafði skrifað skólaritgerð um tegundina áður en
hún eignaðist Perlu. „Mér fannst þetta bara svo
æðisleg tegund,“ segir hún. Á svipuðum tíma
hafði hún tilkynnt foreldrum sínum að hún gæti
fengið hvolp af þýsku fjárhundakyni frá vin-
konu sinni en það hugnaðist ekki öllum í fjöl-
skyldunni og útkoman varð því öllu með-
færilegri hundur; óskahundurinn Perla.
Þegar Valgerður var á leikskólaaldri áskotn-
aðist fjölskyldunni tvær kanínur úr kirkjugörð-
unum í Fossvogi þar sem fjölskyldufaðirinn
vinnur. „Ég nefndi þær báðar Lína, stóra og
litla, en þær voru svolítið villtar. Svo þegar ég
var um tólf ára kom pabbi heim með pínulítinn
kanínuunga úr hreiðri sem hafði birst þegar
verið var að grafa í kirkjugörðunum vegna
steypuvinnu. Ég kallaði þá kanínu Kollu,“ segir
hún. Kolla gerði mikinn mannamun og var lang-
hrifnust af Valgerði. Hún hagaði sér eins og
varðhundur því ef það komu einhverjir krakkar
þegar hún var úti í garði hljóp hún til þeirra og
beit í buxurnar þeirra.
Páfagaukana tvo, Birtu og Tuma, fengu þau
svo fyrir nokkrum árum. Áður hafði fuglinn
Pása verið allsráðandi en hana eignuðust for-
eldrar Valgerðar áður en hún og 17 ára bróðir
hennar, Bjarni Dagur, fæddust og varð hún
mjög gömul. „Birta og Tumi eru svolítið spes en
Tumi, þessi græni, er miklu gæfari,“ segir Val-
gerður og það er augljóst að Birta er príma-
donnan í sambandinu.
Ætlar að kaupa sér hest
um leið og hún getur
Auk alls þessa hefur Valgerður haft brenn-
andi áhuga á hestum frá því hún man eftir sér.
Hún hefur þó aldrei átt hest en farið á ýmis
námskeið og vann um tíma hjá Íshestum í Hafn-
arfirði. „Mamma á land rétt hjá Selfossi, í Gaul-
verjabæjarhreppi, og þar fékk maður sem ég
þekki að hafa fjóra hesta í hagagöngu og ég fékk
að bara á bak þeim, það var rosalega gaman.“
Valgerður er harðákveðin í að halda áfram í
hestamennskunni: „Ég ætla að kaupa mér hest
eins fljótt og ég get! Það eru hesthús hérna rétt
hjá og svo get ég haft hestana uppi í sveit þess á
milli. Pabbi ólst líka upp í sveit og er mikill
hestamaður þannig að hann er til í að fara í þetta
með mér,“ segir hún. Bróðir hennar er ekki eins
áhugasamur og hún í þessum efnum þótt hann
hafi gaman af dýrum. „Þegar ég fékk naggrísinn
fannst honum það frekar fyndið – en samt
skemmtilegt,“ segir Valgerður að lokum og
klappar Perlu blíðlega sem er hænd að henni,
rétt eins og dýr almennt, svo eftir er tekið.
thuridur@mbl.is
Löng bið eftir naggrís
Morgunblaðið/Valdís Thor
Perla og Púmba Valgerður Ósk Karlsdóttir ásamt uppáhaldinu sínu, Perlu, og þrílita
naggrísnum sem hún hefur óskað sér frá því hún var barn.
Hundurinn, páfagaukarnir og
naggrísinn leika í höndum eig-
anda síns, Valgerðar Óskar
Karlsdóttur á Álftanesi. Sagan
segir líka að áhugi á nátt-
úrunni komi með móðurmjólk-
inni hjá Álftnesingum og til
marks um það eiga fimm
stelpur hund af sex í vin-
kvennahópi Valgerðar eins og
Þuríður Magnúsína
Björnsdóttir komst að.
Líf og fjör Tumi er fagur gári en prímadonn-
an Birta fékkst ekki svo glatt í myndatöku.
|mánudagur|5. 5. 2008| mbl.is
daglegtlíf
MARGIR þeir sem hafa glímt við of-
fitudrauginn og haft sigur flaska á
því að halda þar með sé björninn
unninn. Það er nefnilega ekki þann-
ig því það þurfa allir að passa að
bæta ekki á sig, hvort sem þeir eru
„léttir“ eða „þungir“. „Fólk þarf að
líta á offitu sem langvinnan sjúk-
dóm, rétt eins og háþrýsting eða
sykursýki,“ er haft eftir prófessor
við Johns Hopkins-læknaskólann í
Baltimore í Bandaríkjunum, dr.
Lawrence Appel, í umfjöllun banda-
ríska næringarfræðingsins Bonnie
Taub-Dix um offituvandann sem
birtist nýlega á vefmiðlinum
msnbc.com.
Laus við víðu fötin … eða hvað?
Saga 60 ára gamallar ömmu í
Brooklyn-hverfi í New York,
Lenore Katz, er til marks um erf-
iðleikana sem steðja að þeim sem
eru eða hafa verið í ofþyngd. Katz
vó áður 123 kg en er í dag 61 kg og
léttist því um 62 kíló á nokkrum ár-
um. Hún hefur haldið sér í kjör-
þyngd í fimm ár en það hefur ekki
verið auðvelt enda segist hún
hrædd um að geta ekki haldið sig á
mottunni í átinu. Minningin um að
hafa verið í hlutverki „fituboll-
unnar“ hvert sem hún fór sækir á.
Sumir furða sig einmitt á því að
baráttan skuli ekki vera á enda þeg-
ar kílóin hafa fokið og jafnvel þótt
fólk telji að manneskja sé grennri
en áður getur sjálfsmyndin verið
brengluð.
Rannsóknir sýna að árangur af
megrunarkúrum er sjaldnast til
langframa. Ástæðan er oftast sú að
fólk misstígur sig því það telur sig
„búið með þann pakka“ að grennast
og passa upp á mataræðið. Þannig
kom fram í rannsókn Duke-háskóla
að langflestir þeirra sem höfðu
grennst við breytt mataræði og lík-
amsrækt í sex mánuði höfðu fengið
helming kílóanna á sig aftur eftir
21⁄2 ár. Rannsókn Kaliforníu-háskóla
sýnir að sama skapi að 2⁄3 fólks í
megrun fái kílóin aftur utan á sig.
Mikilvægt að losa sig
við fitubollufötin
Sitt hvað er til ráða að sögn nær-
ingarfræðingsins Taub-Dix. Til að
mynda sé algjör óþarfi að tapa sér
yfir nokkrum kílóum sem hafi bæst
við og þegar maður sé í góðu formi
sé allt í lagi að leyfa sér að borða
einstöku sinnum það sem mann
langar til. Aðalmálið sé að temja sér
breyttan lífsstíl í stað þess að snúa
öllu á hvolf í stuttan tíma eins og
flestir megrunarkúrar gangi út á.
Annað mikilvægt sé að hafa eitt-
hvert viðmið í baráttunni við auka-
kílóin, t.d. að vigta sig 1-2 sinnum í
viku eða hafa það fyrir reglu að
fara einu sinni í mánuði í buxur sem
maður telur mátulega þröngar. Síð-
ast en ekki síst ráðleggur hún fólki
að losa sig við „fitubollufötin“ sem
pössuðu einu sinni enda varla á
stefnuskránni að fylla upp í þau
aftur.
Glíman við offitu-
drauginn er eilíf
Reuters
Eilífðarverkefni Það er ýmislegt á sig leggjandi til að grennast, m.a.s.
koma fram í raunveruleikaþætti eins og þessum rússneska. Verra er að
kílóin eiga það gjarnan til að koma aftur.