Morgunblaðið - 05.05.2008, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Maren KarólínaJúlíusdóttir
fæddist að Bæ í
Lóni 20. ágúst 1921.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
austurlands 29. apr-
íl sl. Foreldrar
hennar voru Júlíus
Sigfússon frá Bæ í
Lóni, f. 31.7. 1894,
d. 13.5. 1982, og
Guðný Kristjana
Magnúsdóttir frá
Holtum á Mýrum, f.
6.11. 1897, d. 29.11.
1995. Þau eignuðust 7 börn,
Hjöltu Sigríði, f. 13.11. 1918, d.
5.9. 2002, Eirík, f. 13.8. 1923, d.
6.6. 2007, Óla Sveinbjörn, f. 8.3.
1925, d. 2.11. 2005, Ásgeir, f.
31.10. 1926, Hörð, f. 23.8. 1929,
a) Heiðveig Maren, f. 11.1. 1965,
sambýlismaður Guðbergur Sig-
urbjörnsson, börn hennar eru Jón
Vilberg, f. 8.7. 1982, Bjarki Júlí,
f. 27.8. 1987, og Eva Kristín, f.
17.12. 1993. b) Helgi Jóhannes, f.
15.3. 1972, sambýliskona Áslaug
Skeggjadóttir, börn þeirra Jón
Skeggi, f. 27.8. 1999, Olga Júlía,
f. 27.2. 2007, og Óskar Þór f.
27.2. 2007. c) Bjarni Óskar, f. 9.5.
1982. 3) Hrönn, f. 16.5. 1956,
maki Kristján Þorbergsson, synir
þeirra eru a) Róbert Marel, f. 5.3.
1975, sambýliskona Guðrún Vaka
Helgadóttir, dóttir þeirra Mar-
grét Hrönn, f. 3.1. 2003, b) Ósk-
ar, f. 13.3. 1990, c) Þorbergur
Ingvi, f. 4.7. 1991.
Útför Marenar fer fram frá
Hafnarkirkju í dag, 5. maí, og
hefst athöfnin klukkan 14.
og Jóhönnu Sigríði,
f. 31.7. 1935.
5. apríl 1942 gift-
ist Maren Óskari
Valdimarssyni frá
Fáskrúðsfirði, f. 26.
júlí 1918, d. 13. júlí
1987, og eignuðust
þau þrjár dætur
sem eru: 1) Guðný
Kristrún, f. 7.11.
1941, börn hennar
eru: a) Óskar Mar,
f. 28.3. 1965, b)
Guðrún Björg, f.
15.8. 1977, maki Jón
Birkir Lúðvíksson, synir þeirra
eru Tristan Máni, f. 1.5. 2004, og
Róbert Smári, f. 1.6. 2007. c)
Kristján Valdimar, f. 21.8. 1979.
2) Júlía Katrín, f. 24.5. 1948,
maki Jón Helgason, börn þeirra:
Ég ruddist inn í líf hennar með of-
forsi æskumanns sem taldi sér allt
fært og allt heimilt. En þrátt fyrir
það tók hún mér af alúð og trúði okk-
ur Hrönn fyrir því að sig hefði
dreymt fyrir komu minni með því að
hana dreymdi sig vera í garðinum
sínum að gróðursetja nýtt blóm. Allt
viðmót hennar í minn garð var í þess-
um anda þá áratugi sem í hönd fóru.
Raunar hagaði því svo að ég hitti
hana og Óskar löngu áður en ég
kynntist Hrönn. Fermingarárið lág-
um við Bjarni Jón frændi minn úti í
Skálavík að sumarlagi og gengum yf-
ir Öskubak að Galtarvita. Þegar við
komum til baka til Skálavíkur úr
þeirri för urðu á vegi okkar hjón á
sumarferðalagi sem tóku okkur tali.
Mörgum árum seinna kom svo í ljós
að þar höfðu Óskar og Maja verið á
ferð og tekið út tengdasoninn tilvon-
andi löngu áður en konuefnið leit
hann eða við honum. Minningar úr
þessari ferð þeirra um landið voru
oft rifjaðar upp t.a.m. þegar við ferð-
uðumst saman. Þau Óskar nutu þess
að ferðast meðan heilsan leyfði. Fóru
með Kiddý um Austur-Evrópu og
með okkur Hrönn um Mið- og Suð-
ur-Evrópu. Maja fór með Júlíu til
Mallorka og fór á eigin vegum til Ísr-
aels til að kynna sér af eigin raun það
umhverfi sem Jesús Kristur starfaði
í hérna megin grafar. Trúin var mót-
andi afl í líf hennar og grunnur þeirr-
ar alúðar og umhyggju sem hún
veitti frændgarði sínum og þeim sem
hún annars umgekkst. Ömmubörnin
og langömmubörnin umvafði hún
sérstakri ástúð sem þau ávallt hljóta
að minnast.
Maja unni gróðri jarðar og gróð-
ursetti og ræktaði fram á elliár. Þau
Óskar komu sér upp sælureit í Nú er
komið að kveðjustund og þú, elsku
litla fallega amman mín, farin að
hitta afa. Þú sagðir okkur að hann
kæmi að sækja þig og baðst okkur að
halda vel í trúna því þú værir búin að
sjá þetta allt þarna hinumegin.
Minningarnar um þig eru ómetan-
legar og ekki dónalegt veganesti að
eiga, þú varst svo jákvæð, kát og
með eindæmum góð kona sem gat
alltaf séð það góða í fari fólks, jafnvel
þótt engin annar sæi það varst þú
alltaf fljót að benda á það. Þú varst
alltaf svo fín og vel til höfð, mikið
hafði ég gaman af því þegar þú varst
að setja út á klæðnaðinn á mér eða
mömmu, við ættum nú að vera í kjól-
um eða pilsum eða spurðir hvort við
ættum nú ekki eitthvað skárra að
vera í en gallabuxur.
Þér var margt til lista lagt, handa-
vinnukona og garðyrkjukona af lífi
og sál. Maður man varla eftir þér áð-
ur fyrr nema á hnjánum í blómabeð-
um og í seinni tíð með hekludótið í
höndunum, enda ófá rúmteppin til
eftir þig og garðurinn þinn var alltaf
annálaður fyrir glæsileika. Þú varst
listakokkur og engin toppaði þig
þegar komið var að svartfuglinum og
gæsinni að ógleymdri sósunni sem
klikkaði aldrei.
Þú varst alltaf svo góð við mig og
boðin og búin ef á þurfti að halda,
passaðir meira að segja elsta barnið
mitt þegar hann var lítill og það eru
líklega ekki margar konur sem hafa
passað langömmubarnið sitt þegar
mamman er að vinna.
Þú hafðir gaman af öllu spaugi
eins og allir aðrir sannir Júllar og
varst alltaf til í allt, meira að segja að
fara rúnt með mér, þá 15 ára ung-
lingi á skellinöðru frá Þórisdal í Lóni
og yfir í Stafafellsfjöll og hafðir sko
bara gaman af.
Þakka þér fyrir allt, elsku amma
mín, ég mun aldrei gleyma þér.
Þín ömmustelpa
Heiðveig Maren Jónsdóttir.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að vera skírð í höfuðið á Maju og
Óskari. Svo langt sem ég man þá
ávörpuðum við hvor aðra alltaf nafna
og skemmtilegt er að segja frá því að
synir mínir kölluðu hana það einnig.
Þegar ég var að alast upp var mik-
ill samgangur á milli fjölskyldna
okkar en pabbi minn og nafna voru
systkini. Sem barn og unglingur fór
ég mikið til nöfnu og nafna og átti
góðar stundir með þeim. Þau gáfu
mér alltaf fallegar jóla- og afmæl-
isgjafir og var spenningurinn í stóra
barnahópnum heima alltaf mikill
þegar ég var að taka upp gjafirnar
frá þeim. Því að þær voru oft frá
framandi löndum en þau ferðuðust
mikið til útlanda sem var ekki al-
gengt á þeim tíma.
Nafna mín var mikið náttúrubarn
og hún kenndi mér að umgangast
náttúruna af virðingu og þakklæti.
Hún elskaði að vera í garðinum
sínum að rækta falleg blóm, skraut-
jurtir og allskonar grænmeti, ég
man ennþá vel eftir því hvað gulræt-
urnar og salatið hjá henni var alltaf
gómsætt. Hún átti fallegan garð á
Höfn og í Stafafellsfjöllum og eftir að
hún flutti í Ekruna átti hún sólhús
sem var alltaf fullt af blómstrandi
blómum.
Þegar ég flutti aftur á Höfn 1991
með fjölskyldu minni efldust tengsl
okkar mikið.
Svenni, maðurinn minn, og nafna
deildu því að vera mikil náttúrubörn
og fagurkerar og náðu vel saman,
hann hjálpaði henni við eitt og annað
sem að hún þurfti aðstoð með.
Við vorum mikið með henni í sum-
arbústaðnum í Stafafellsfjöllum og
aðstoðuðum hana við að dytta að
húsi og færa til plöntur, slá og snyrta
garðinn sem var orðinn skrúðgarður
í höndunum á henni. Hún fór upp í
fjöll meðan að heilsa hennar leyfði og
var ótrúlega duglega að koma með
okkur þangað þó að hún væri heilsu-
laus, því að fjöllin gáfu henni svo
mikla orku. Seinna gaf hún okkur
þennan sælureit og erum við óenda-
lega þakklát fyrir það.
Eftir að nafna flutti á hjúkrunar-
heimilið á Höfn í desember 2005 náð-
um við oft í hana í heimsókn og buð-
um henni í mat, hún elskaði að borða
villibráð hjá okkur og ekki var það
verra ef hún fékk bláber úr Lóninu í
eftirrétt.
Nafna var ung í anda, hún vildi
alltaf líta vel út og við sögðum stund-
um við hana að hún væri drottningin
okkar, því að hún var alltaf svo tígu-
leg. Hún hugsaði alltaf vel um líkama
sinn, synti og gekk mikið meðan
henni entist þrek til og það voru ófá-
ar gönguferðirnar sem að við geng-
um saman kringum hjúkrunarheim-
ilið síðustu árin. Hún var einstaklega
góð við strákana okkar og fylgdist
vel með því hvernig þeim vegnaði í
lífinu.
Nafna kenndi okkur mikið og við
munum geyma allar fallegu minn-
ingarnar um hana í hjarta okkar.
Guð blessi þig
þú blóm fékkst grætt
og bjart um nafn þitt er
og vertu um eilífð ætíð sæll.
Vér aldrei gleymum þér.
(Jón Trausti.)
Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til dætra hennar og
fjölskyldna þeirra
Maren Ósk, Sveinn, Júlíus
Gunnar og Jón Páll.
Það er margar ánægjulegar minn-
ingar sem ég á tengdar þér. Frá því
að ég man eftir mér hefur þú verið
hluti af mínu lífi, enda mamma bestu
vinkonu minnar. Ég minnist þín og
Óskars af mikilli virðingu og hlýhug.
Þakk fyrir allt.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Kæra Hrönn, Júlía, Kiddý, fjöl-
skyldur og aðrir aðstandendur sendi
ykkur mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg Hjartardóttir.
Stafafellsfjöllum sem unun er að
heimsækja. Sá staður ber natni
hennar og smekkvísi vitni og þar
undi hún glöð við þessa eftirlætisiðju
sína. Sýndi svo stolt árangurinn þeg-
ar gesti bar að garði, leiðbeindi og
gaf góð ráð. Það var henni og okkur
sem næst henni stóðu sérstakt fagn-
aðarefni þegar frænka hennar og
nafna þeirra, Maren Ósk Svein-
björnsdóttir, tók að sér sælureitinn
að henni genginni þannig að áfram
verða gróðursett þar ný blóm.
Kristján Þorbergsson.
Maren Karólína Júlíusdóttir
✝ AðalheiðurTómasdóttir
fæddist 10. nóv-
ember 1912. Hún
lést 20. apríl sl. á
Hrafnistuheimilinu
í Reykjavík.
Aðalheiður var
fædd í Tungukoti í
Fróðárhreppi á
Snæfellsnesi. Flutt-
ist sjö ára gömul
með foreldrum sín-
um að Bakkabúð á
Brimilsvöllum í
sömu sveit.
Foreldrar hennar voru Tómas
Sigurðsson, f. 1865, bóndi og sjó-
Aðalheiður fór ung að vinna og
vann ýmis störf.
Aðalheiður giftist Ingvari Agn-
arssyni 1939 en hann var fæddur
8. júní 1914 og lést 23. maí 1996.
Saman áttu þau Sigurð Ingvars-
son árið 1942, hann er kvæntur
Ágústu Jónsdóttur, f. 1948, og
eiga þau saman 4 syni þá Ingvar
(1970), Jón (1972), Tómas (1976)
og Agnar (1986).
Frá 1949 bjuggu Aðalheiður og
Ingvar maður hennar á Hábraut 4,
Kópavogi, þar til hún flutti fyrir
10 árum að Hrafnistu í Reykjavík.
Aðalheiður verður jarðsungin í
dag frá Fossvogskirkju og hefst
athöfnin kl. 13.
maður, d. 1952, og
Ragnheiður Árna-
dóttir, f. 16.8. 1879 á
Kárstöðum í Álfta-
firði í Helgafells-
sveit.
Aðalheiður átti 7
systkini sem komust
til fullorðinsára en
þau voru Kristensa,
f. 1902, d. 1987. Pál-
ína, f. 1903, d. 1988.
Sigurður, f. 1905, d.
1991. Helga, f. 1908,
d. 1990. Guðrún, f.
1911, d. 1997. Sigríð-
ur, f. 1915, d. 1985. Kristjana, f.
1917, d. 1986.
Elsku Heiða mín.
Nú ert þú búin að fá þína lang-
þráðu hvíld.
Söknuðurinn var mikill þegar þú
misstir þinn elskulega eiginmann
Ingvar Agnarsson, systur þínar og
bræður.
Þér fannst eins og þú hefðir verið
skilin eftir en samt fannst þér þú
hafa tilgang með lífinu, því hver
ætti annars að biðja fyrir honum
elskulega Sigga þínum og fjöl-
skyldu.
Elsku Heiða mín, við áttum
margar góðar stundir saman alltaf
þegar ég kom til þín.
Á Hrafnistu mætti mér gleði og
innilegt bros og þakklæti, hversu
lítið sem ég gerði fyrir þig.
Elsku Heiða mín. Ég þakka þér
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman.
Þú varst mér alltaf svo góð í þessi
40 ár síðan ég kynntist honum
Sigga þínum.
Með þessum orðum kveð ég þig
Heiða mín og Guð blessi þig.
Þín tengdadóttir,
Gústa.
Elsku amma mín.
Nú er komið að kveðjustund eða
eins og þið afi sögðuð alltaf, að á
degi sem þessum mynduð þið flytja.
Þess vegna er ég fullviss um að þið
afi dansið af gleði á þínum nýja
stað.
Góðmennska, hugrekki, seigla og
gleði er það sem stendur upp úr
þegar ég hugsa til baka og eru það
þeir mannkostir sem ég hef reynt
að tileinka mér og hef ég iðulega
leitað í viskubrunn ykkar afa.
Því heilmikið skilduð þið afi eftir
ykkur, bæði í list og rituðu máli.
Ég veit að þið munuð vaka yfir
okkur öllum. Og hlakka ég til að
hitta ykkur aftur þegar að mínum
tíma kemur.
Með þessum orðum kveð ég þig
amma mín.
Ingvar Sigurðsson.
Heiða eins og Aðalheiður Tóm-
asdóttir var alltaf kölluð var ein-
staklega vönduð og góð kona. Ég
efast um að nokkurn tíma hafi verið
sagt styggðaryrði um þá sæmdar-
konu. Ung flutti hún suður frá Snæ-
fellsnesi, Bakkabúð á Brimisvöllum,
og talaði alltaf vel um uppvaxtarár-
in þar. Á Hábraut 4 í Kópavogi bjó
hún með eiginmanni sínum Ingvari
Agnarssyni, athafnamanni og lista-
manni. Hann lést 1996 og saknaði
frænka mín hans mikið enda voru
þau mjög samrýmd hjón. Húsið
þeirra var nokkuð sérstakt, meðal
annars voru málverk utan á húsinu
sem Ingvar málaði. Fyrirmyndir
þeirra voru Snæfellsnesið og
draumar þeirra hjóna. Garðurinn
var líka glæsilegur og vel ræktaður
af Heiðu. Þar var burstabær og
fleira sem minnti á árin á Snæfells-
nesi. Ingvar skrifaði nokkrar bækur
og skrásetti líka bókina Draumar
og æðri handleiðsla, frásagnir Að-
alheiðar Tómasdóttur, sem kom út
árið 1986. Það var einstaklega gef-
andi að umgangast þau hjón. Friður
og ró fylgdi þeim og æðruleysi ein-
kenndi þau. Heiða var mjög trúuð
kona og trúði innilega á hið góða í
manninum. Hún var mikil reglu-
manneskja, söngelsk, spilaði á
nokkur hljóðfæri og hafði gaman af
því að dansa.
Fyrstu æviár mín bjuggum við
upp á lofti hjá þeim á Hábraut 4 og
Ingvar Agnarsson keyrði móður
mína á fæðingardeildina þegar ég
fæddist. Ég var skírður eftir þeim
hjónum. Þegar ég var 4 ára fluttum
við í næsta hús við þau og var sam-
gangur mikill. Móðir mín var í mjög
nánu sambandi við nöfnu sína og
kært á milli þeirra. Af þeim hjónum
lærði ég mjög mikið, allt fór það inn
en sumt gleymdist og rifjast nú
upp. Nafni minn var mikill tungu-
málamaður og áhugamaður um al-
heimsmál. Tungumál voru honum
hugleikin og var hann talandi á
mjög mörg, t.d. esperanto sem hann
trúði að gæti hjálpað til að sameina
mannkynið. Aðalheiður lifði og
mundi tímana tvenna. Hún fæddist
að morgni síðustu aldar þegar þjóð-
in þráði sjálfstæði og vænti fram-
fara í atvinnumálum og menningu
og kveður nú heiminn þegar ný öld
hefur runnið upp og hátækni hefur
tekið við af handverki og hæglæti
hefur þróast í hraða. Tvímælalaust
má segja að hún hafi upplifað um
daga sína mestu og hraðfleygustu
breytingar sem þjóð okkar hefur
gengið í gegnum. Hún frænka mín
var tilbúin að deyja og var í raun
södd lífdaga, enda farin að nálgast
árin 100. Hún var sátt við allt og
alla og þráði nú aðeins að fá að
komast til systra sinna og eigin-
manns sem biðu eftir henni. Það er
mikil náð að fá að lifa í trú og
treysta því að lífið hafi merkingu og
gildi og til einhvers sé lifað og til
einhvers stefnt. Allt þetta átti mín
kæra frænka og því kvaddi hún
heiminn sátt og sæl og fól sjálfa sig,
vini sína og vandamenn í hendur
Drottins.
Ég kveð hana með virðingu og
þökk fyrir líf og samvistir. Því bið
ég Heiðu þeirra óforgengilegu
launa í eilífðinni sem þeim eru fyr-
irbúin er lifa í trú, von og kærleika.
Ingvar Heiðar Þórðarson.
Aðalheiður Tómasdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upp-
lýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar