Morgunblaðið - 05.05.2008, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 27
Raðauglýsingar
Atvinnuhúsnæði
Til leigu
snyrtileg skrifstofuherbergi í Ármúla.
Mismunandi stærðir. Góð aðstaða.
Upplýsingar í síma 899 3760.
Fundir/Mannfagnaðir
Til leigu í Borgarnesi
Hyrnutorg, Borgarbraut 58-60
Til leigu skrifstofu- og þjónustuhúsnæði á
annarri hæð Hyrnutorgs.
Er 150 m², verður með lyftu og sér inngangi
óháðum verslunum á jarðhæð.
Verður tilbúið mjög fljótlega til afhendingar.
Sólbakki 2, Borgarnesi.
Þjónustu- og verslunarhúsnæði (nú Bílasala
Vesturlands).
Verður laust fljótlega eða skv. nánara
samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir Guðsteinn Einarsson
í síma 430-5502, gsm 660-8240 eða póstfang
gein@kb.is
Borgarland ehf - Borgfirskt afl.
Egilsholti 1, 310 Borgarnesi.
Kennsla
Study Medicine and Dentistry
In Hungary 2008
Interviews will be held in Reykjavik
in May/July. For further details contact:
Tel.:+ 36 209 430 492. Fax:+ 36 52 324 031
E-mail: omer@hu.inter.net
internet: http://www.meddenpha.com
Félagslíf
Landsst. 6008050819 Vll. G.þ I.O.O.F. 10 189557 Lf.
✝ Þorbjörg Finn-bogadóttir var
fædd 15. apríl árið
1921 á Harðbak á
Melrakkasléttu.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 26. apríl
síðast liðinn. Þor-
björg var dóttir
hjónanna Guðrúnar
Stefánsdóttur og
Finnboga Friðriks-
sonar. Bræður
hennar sammæðra
voru Sigþór Jón-
asson og Anton Jónasson og al-
systkini, Súsanna, Jónas, Sigurður
og tvíburarnir Stefán og Kristín.
Þau eru öll látin nema Jónas. Þor-
björg ólst upp á Mel-
rakkasléttu og fór
síðan Suður í Hús-
mæðrakennaraskól-
ann. Þorbjörg starf-
aði lengst af í
Húsmæðraskól-
anum á Akureyri en
þegar hann var
lagður niður flutti
hún sig yfir í Gagn-
fræðaskólann á Ak-
ureyri þar sem hún
lauk sínum starfs-
ferli. Þorbjörg verð-
ur jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju í dag kl. 13.
Minningarathöfn verður í Foss-
vogskapellu, miðvikudaginn 7.
maí kl. 13.
Þegar ég hitti hana nýlega fannst
mér að ég ætti eftir að hitta hana aft-
ur þó að mér væri ljóst að hún væri
fársjúk. Viljinn til að lifa var sterkur
þrátt fyrir að líkaminn væri að þrot-
um kominn. Hún og mamma rifjuðu
upp gamlar minningar og sögur af
fólki á Melrakkasléttunni. Tobba lét
mig sjá um kaffið en hún hafði auga
með mér og passaði að ég gleymdi
ekki að setja servéttur á borðið.
Þetta var eins og að hverfa nokkra
áratugi aftur í tímann þegar ég var í
fóstri hjá Tobbu frænku á mennta-
skólaárunum. Margar af mínum
bestu stundum á þeim árum voru að
snudda í kringum hana í eldhúsinu.
Hún sagði mér til og ég fylgdist
grannt með öllu því sem hún tók sér
fyrir hendur. Ég sé fyrir mér þessa
smávöxnu og handfljótu konu töfra
fram dýrðlegar veitingar á svip-
stundu. Þetta var hennar fag og hún
naut þess að veita öðrum, ekki bara í
mat heldur líka af því sem hún kunni.
Að þessu hef ég búið alla tíð síðan.
Við bjuggum hjá henni á Byggða-
veginum fjórir unglingar, öll í skóla á
Akureyri. Okkur fannst ekkert eðli-
legra en að búa hjá Tobbu, fá heitt
kakó á morgnana og þá umhyggju og
aga sem unglingar þurfa á þessum ár-
um. Umhyggjan er minnisstæðari en
aginn en ég man þó að hún talaði
tæpitungulaust við okkur þegar á
þurfti að halda. Hún snöggreiddist
t.d. þegar ég skrúbbaði pönnuköku-
pönnuna með sápuvatni en stuttu síð-
ar sátum við og spjölluðum yfir kaffi-
bolla. Seinna á ævinni hef ég oft leitt
hugann að því hvað þetta var sér-
stakt. Við höfum eflaust stundum ver-
ið henni byrði þó hún hafi aldrei
minnst á það.
Tobba var í eðli sínu glaðlynd og
hafði alltaf lag á því að vera í góðu
sambandi við fólk sem hún lét sig
varða. Hún var höfðingi heim að
sækja en þegar lengra varð á milli
heimsókna hringdi hún eða skrifaði.
Hún naut þess að senda jólakveðjur
og byrjaði alltaf snemma að skrifa
kortin, svo að hver og einn fengi per-
sónulega kveðju. Kortum til mín
fylgdu gjarnan uppskriftir sem mér
þótti mikill fengur í.
Tobbu minni á ég margt að þakka
meðal annars að hafa borið mig á
höndum sér í gengum veikindi í
fyrstu meðgöngunni. Það má segja að
hún hafi átt lífið í honum Óla syni
mínum. Þakklátust er ég þó fyrir það
að hafa átt hana að vini í öll þessi ár
síðan ég var í fóstrinu hjá henni forð-
um daga. Nú er samferð okkar lokið
en minningin um heilsteypta og
hjartahlýja manneskju lifir.
Að lokum vil ég þakka þeim Sig-
urðarbörnum og fjölskyldum þeirra
fyrir þá umhyggju og stuðning við
Tobbu, sem síðustu ár gerði henni
kleift að lifa með þeirri reisn sem
henni sæmdi.
Elín Rögnvaldsdóttir.
Í dag verður kvödd frá Akureyr-
arkirkju frænka mín, Þorbjörg Finn-
bogadóttir húsmæðrakennari, sem
hefur verið búsett á Akureyri frá því
fyrir mitt minni. Hún var ekki bara
náskyld móður minni heldur voru
þær líka miklar vinkonur, aldar upp á
Harðbak á Melrakkasléttu þar sem
þau bjuggu tvíbýli systkinin, Guðrún
og Guðmundur. Mínar fyrstu
bernskuminningar eru flestar tengd-
ar því að ferðast að sunnan og norður
á Harðbak. Þá var stoppað á Akur-
eyri, Tobba heimsótt og ég man eftir
mér og Elínu systur að leik á göngum
húsmæðraskólans þar sem hún bjó
þá. Þegar kom að því að ég færi í
menntaskóla var ljóst að ég þyrfti að
fara að heiman. Það varð að ráði að ég
færi til Akureyrar og gerðist næstu
fjögur árin leigjandi hjá Tobbu
frænku.
Tobba frænka var lágvaxin eins og
margar konur úr Skinnalónsættinni.
Hún ók ekki bíl heldur gekk rösklega
og fór allra sinna ferða gangandi.
Hún var alltaf önnum kafin Hún var
ekki mikið að vasast í dægurmálum
og pólitík heldur var áhugasöm um
alls konar menningu. Söngur, tónlist-
arflutningur, málverkasýningar,
leikhús og upplestur fóru aldrei
framhjá henni og vinkonum hennar.
Menntaskólaárin á Akureyri voru
bæði viðburðarík og þroskandi. Að
fara að heiman tæplega sextán ára
gamall og ráða yfir tíma sínum og
fjármunum. Þessi mótunarár höfðu
að mörgu leyti afgerandi áhrif á lífið
framundan. Ég hef æ betur gert mér
ljóst hvað Tobba frænka átti mikið í
þessum þroska. Reglur voru fáar en
skýrar, viðmótið hlýtt, áminningar
hreinar og beinar en jafnframt glað-
legar. Maður rífst ekki við svona kon-
ur heldur hlustar og tekur tillit til
þeirra. Þannig ól hún okkur frænd-
systkinin upp og kenndi mér að
minnsta kosti að hugsa um mig sjálf-
ur og jafnframt að standa mig í því
sem ég var að gera.
Eftir að menntaskólaárunum lauk
var samband okkar slitróttara eins og
gengur. Ég kom við hjá henni á Ak-
ureyri, jafnvel gisti ef svo bar undir
og rakst á hana í Reykjavík eða á
Harðbak. Ef eitthvað var jókst hrað-
inn á göngunni eftir því sem árin
færðust yfir. Það var alltaf eitthvað
sem þurfti að gera og ekki þoldi bið.
Hún var oft á ferðinni en stoppaði
stutt á hverjum stað nema heima á
Akureyri.
Á þessari kveðjustundu eru aðeins
nokkrar vikur þar til það verða fjöru-
tíu ár frá stúdentsútskriftinni minni
frá MA og Tobba bauð ættingjunum á
staðnum í kaffi af því tilefni. Þegar við
hittumst síðast hjá henni á Akureyri
var ekki laust við að við værum bæði
farin að hlakka til þess að hittast
vegna þessa afmælishalds. Nú geng-
ur hún rösklega aðra stigu en samt
verður minningin um hana og það
sem hún var mér þennan tíma ofar-
lega í huga. Blessuð sé minning
Tobbu minnar á Akureyri. Innilegar
samúðarkveðjur til Jónasar frænda
sem nú er einn eftir af börnum Guð-
rúnar frænku minnar í hinu húsinu á
Harðbak, til Hollu minnar og líka til
systkinabarna Tobbu sem hafa stutt
hana og sinnt henni síðustu árin í
blíðu og stríðu.
Sæmundur Rögnvaldsson.
Elsku Tobba!
Nú er komið að leiðarlokum og
langar mig að kveðja þig með nokkr-
um minningarorðum um leið og ég
þakka þér fyrir allar góðu samveru-
stundirnar sem við áttum saman. Þú
varst alltaf í góðu skapi og það var svo
notalegt að koma til þín í kaffi enda
hafðir þú mjög góða nærveru. Mér
leið alltaf eins og prinsessu þegar ég
heimsótti þig því slíkar voru móttök-
urnar og þú hafðir dekkað kaffiborðið
svo snyrtilega og hugsað út í öll smá-
atriðin, fyrir utan hvað veitingarnar
voru góðar. Ég man alltaf þegar ég
var 12 ára og stödd á Harðbak eins og
svo margir ættingjar okkar enda
Harðbakshátíð. Einn frændi okkar
sagði við mig: „Klara, þú minnir mig á
Tobbu þegar hún var ung.“ Í því
gekkst þú inn í stofuna og hann hélt
áfram „sérðu svona verður þú þegar
þú eldist.“ Það tók mig mörg ár að
skilja þvílíkt hrós þetta var og vona
ég að spádómur hans rætist, að ég lík-
ist þér og verði jafn létt á fæti, kát og
hress alla tíð.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Tobba, hafðu þökk fyrir allt
og allt. Megir þú hvíla í friði.
Þín
Klara.
Það er þannig með sumar mann-
eskjur að tilvera þeirra teygir sig
langt út fyrir hefðbundið svið mann-
legrar birtingar. Þær lifa svo sterkt í
vitundinni að þær verða nánast
áþreifanlegar við það eitt að nafn
þeirra sé nefnt. Kannski einmitt
vegna þess að þær eru sumarmann-
eskjur; fjörmiklar, nærandi og sólrík-
ar.
Þannig var Tobba; sannkölluð sum-
argjöf í lífi okkar systkinanna í Ham-
arsstígnum.
Hún birtist okkur fyrst sem einka-
vinkonu Lóu móðursystur. Þær
kynntust í Húsmæðraskólanum á Ak-
ureyri og deildu íbúð í áratugi og þar
kom öll fjölskyldan saman á jóladag
hvert ár. Eftir að Lóa lést fyrir aldur
fram, árið 1968, var Tobba áfram
sjálfsagður hluti af fjölskyldunni,
ómetanlegur gleðigjafi og vinkona
mömmu og jafnframt sérstök trúnað-
arvinkona undirritaðs, litla stráksins í
hópnum sem lá svo undur mikið á að
verða fullorðinn.
Samband okkar Tobbu varð mér
allt í senn ómetanlegt veganesti og
uppspretta fleiri nærandi samveru-
stunda en tölu verður á komið. Og
aldrei fæ ég fullþakkað áhuga hennar
á viðfangsefnum mínum og einlægri
hvatningu til dáða, hvernig svo sem
afraksturinn fór í samferðamennina –
og þó einkum móður mína. Ég veit
raunar að ég tala fyrir hönd okkar
systkina allra hvað varðar þennan
eðlislæga stuðning Tobbu við hvað
eina sem við tókum okkur fyrir hend-
ur. Hún treysti ungu fólki til að vita
hvað það var að gera og þess höfum
við notið í jákvæðni hennar og for-
dómalausri afstöðu til allra hluta.
Tobba naut þess öðrum betur að
taka á móti fólki. Helst með stuttum
fyrirvara. Þar fengu margir að kynn-
ast húsmæðraskólakennaranum Þor-
björgu Finnbogadóttur, einstakri
smekkvísi hennar og listfengi. Vafa-
lítið var Tobbukaffið á Þorláksmessu
hápunktur veisluhalda hvers árs í
margra augum en vænna þótti okkur
í fjölskyldunni þó um morgunkaffið
sem hún bauð gjarnan í með örstuttu
símtali eftir daglegan sundsprett;
ferskur heimabakstur, lungamjúkt
smjör og ljúft spjall. Það var alltaf
sólskin í morgunkaffinu hjá Tobbu og
hlýir geislar leikandi um hvítdúkað
borðið.
Hlutur Tobbu í menningarlífi Ak-
ureyinga er kapítuli út af fyrir sig.
Þar naut hún trausts félagsskapar
vinkvenna sinna Sigrúnar Höskulds-
dóttur og móður okkar, Soffíu, en
þessar þrjár urðu snemma eins og
lukkudísir á vegum listagyðjunnar
hvar sem eitthvað bitastætt var í boði.
Það boðaði gott að sjá þær nálgast. Þá
gátu menn treyst því að þeir voru á
réttum stað. Og þó Sigrún standi nú
ein eftir hérna megin, má ganga út frá
því sem vísu að áhrifin eru söm. Þar
sem hún gengur, ganga þær allar;
Sigrún brosandi, mamma talandi og
Tobba fremst, kvik í hverri hreyfingu
og lagin að skjóta inn setningum eins
og „já það er nú svo ágætt,“ þegar
færi gefst.
Tobba var og verður sumarmann-
eskja sem birtist alltaf jafn fyrirvara-
laust og hún hverfur og því alltaf
væntanleg aftur. Það nægir að nefna
nafnið hennar til að sjá henni bregða
fyrir. Hún þurfti bara rétt aðeins að
skjótast.
Hjartans þakkir frá okkur öllum.
Þorvaldur Þorsteinsson og
systkinin úr Hamarsstígnum,
Margrét, Gunnar og Jóna Lísa.
Við fráfall góðrar vinkonu, Þor-
bjargar Finnbogadóttur, sem í okkar
hópi gekk undir nafninu Tobba, leita
á hugann liðnir atburðir.
Sólríkan haustdag árið 1946 hitt-
umst við fjórtán ungar stúlkur sem
voru í þann veginn að hefja nám í
Húsmæðrakennaraskóla Íslands sem
þá var til húsa í kjallara Háskóla Ís-
lands. Við skólasetninguna gerði
Helga Sigurðardóttir skólastjóri okk-
ur skörulega grein fyrir tilhögun
námsins og reglum skólans.
Nemendahópurinn sem var víðs
vegar af landinu átti eftir að deila
daglegri önn og gáskafullum gleði-
stundum innan veggja skólans næstu
árin í bóklegu og verklegu námi. Það
sýndi sig fljótt að þótt við værum á
ólíkum aldri og með misjafnan und-
irbúning unnum við af samheldni og
einhug að erfiðum verkefnum undir
ströngum skólaaga.
Tobba var ein af þeim sem stóðu
vel að vígi því hún hafði stundað nám í
Húsmæðraskólanum á Akureyri og
var að eðlisfari rösk og vel verki farin.
Hún var ákaflega samviskusöm, sam-
vinnuþýð og hjálpsöm, en líka
skemmtilega hnyttin í tilsvörum.
Þess nutum við skólasystur hennar. Í
skólanum var lagður grunnur að
þeirri órofa vináttu sem yljað hefur
okkur allt fram á þennan dag.
Um sumarið starfaði skólinn á
Laugarvatni. Þar átti að mennta
okkur meðal annars til að geta kennt
við húsmæðraskóla í sveit. Við stund-
uðum garðyrkju, svínarækt og
hænsna, mjaltir og mjólkurvinnslu
auk æfingakennslu. Þetta sumar, ár-
ið 1947, bar margt til tíðinda. Hekla
gaus og hluti Héraðsskólans brann
og það stytti naumast upp allan tím-
ann, enda varð grænmetisuppskera
okkar eftir því. Mikið var um gesta-
komur og ófyrirséð viðfangsefni.
Mesta ævintýri sumarsins var þó að
fá að taka þátt í landbúnaðar- og
garðyrkjusýningu sem haldin var í
Reykjavík. Hlutverk okkar þar var
að sýna margs konar grænmetisrétti
og fleira. Auk þess fræddum við sýn-
ingargesti um geymslu grænmetis.
Síðari veturinn tók við hefðbundið
skólanám og kennsluæfingar. Að
námi loknu dreifðist hópurinn og
flestar réðust til kennslustarfa.
Tobba fór norður og kenndi í fyrstu
við Húsmæðraskólann á Akureyri,
síðan við Gagnfræðaskóla Akureyrar
allt til starfsloka. Hún átti fallegt
heimili þar sem gestrisni og góðvild
ríkti og þangað var alltaf gott að
koma. Tobba fylgdist vel með í sínu
fagi og því sem var að gerast í þjóð-
félaginu og var dugleg að sækja
menningarviðburði. Hún var vinmörg
og trygglynd, kom oft suður til
Reykjavíkur og lagði þá áherslu á að
hitta okkur sem flestar skólasysturn-
ar og rækta þannig vináttuna. Hún
hafði meira að segja orð á því eftir að
hún veiktist að við þyrftum að koma
saman í vor til að minnast 60 ára út-
skriftarafmælisins og sagðist koma
suður af því tilefni. Sú ósk rætist því
miður ekki, hún er horfin úr hópnum
og við söknum hennar sárt.
Við vottum ættmennum hennar og
vinum innilega samúð og kveðjum
kæra skólasystur með virðingu og
þakklæti.
Bryndís, Dómhildur, Elín,
Jóna, Sigrún, Sigurborg,
Þorgerður og Þórunn.
Þorbjörg
Finnbogadóttir