Morgunblaðið - 05.05.2008, Síða 29

Morgunblaðið - 05.05.2008, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 29 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Kirkjustarf Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með bænastund / morgunsöng á Dalbraut 27, kl. 9.30 í dag. Grafarvogskirkja | Farið verður í vorferð Safnaðarfélags Graf- arvogskirkju mánudaginn 5. maí. Farið verður frá kirkjunni kl. 19.30. Alþingishúsið heimsótt, landnámssýning í miðbænum skoðuð með leiðsögn. Kvöldkaffi verður í Iðnó, fróðleikur um hús- ið. Þátttökugjald er 1.200 kr. kvöldkaffi innifalið. Kristniboðsfélag karla | Fundur í kvöld kl. 20 á Grensásvegi 7, 2.h. Skúli Svavarsson sér um Biblíulestur. Allir karlmenn vel- komnir. Laugarneskirkja | Morgunbæn kl. 8, Kvenfélag Laugarneskirkju heldur vorfund kl. 20. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16.30, Boccia kl. 10-11, fé- lagsvist (4 skipta keppni) kl. 13.30-15.30. Árskógar 4 | Bað kl. 9-12, handavinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Opið hús kl. 13 – Formleg opnun á handverks- sýningu þátttakenda í fé- lagsstarfinu. Flott meðlæti til sölu með kaffinu. Sýningin stendur fram yfir hvítasunnu. Allir velkomnir. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, kaffitár kl. 13.30, línudanskennsla kl. 18, sam- kvæmisdans byrjendur kl. 19 og framhald kl. 20. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30, handa- vinnustofan opin, gler- og postu- línsmálun kl. 13, lomber og ka- nasta kl. 13.15 og skapandi skrif kl. 20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Létt ganga frá Gullsmára um næsta nágrenni kl. 10. Brids eftir hádegisverð kl. 13. Allir velkomn- ir. Félagsvist kl. 20.30, aðgangs- eyrir kr. 300. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9-9.45, karla- leikfimi kl. 9.30, botsía kl. 10.30, gönguhópur frá Jónshúsi kl. 11. Lokað í Jónshúsi í dag og á morgun vegna undirbúnings vor- sýningar / uppskeruhátíðar. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnu- stofur opnar kl. 9-16.30. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50. Spilasalur opinn frá há- degi. Kóræfing kl. 14.20. Miðvi- kud. 7. maí er ferðalag austur yf- ir fjall, Hveragerði og nágrenni. Nánari uppl. á staðnum og s. 575-7720. Skráning hafin, allir velkomnir. Félagstarfið Langahlíð 3 | Bankaþjónusta frá Landsbank- anum kl. 10. Sögustund og spjall kl. 10.30. Handverkstofa opin frá kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30 Dansað og sungið, Vitatorgs- bandið mætir á staðinn kl. 15. Allir velkomnir. Furugerði 1, félagsstarf | Handavinna, bókband kl. 9, leik- fimi kl. 13.15, framhaldssagan kl. 14. kaffiveitingar kl. 15. Hraunbær 105 | Handavinna og útskurður kl. 9, bænastund kl. 10, hádegismatur, myndlist kl. 13, kaffi. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga og handmennt-gler kl. 10, Gaflarakórinn kl. 10.30, hand- mennt-gler kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnu- stofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, korta- gerð, handstúkuprjón o.fl. Jóga kl. 9-11, Sóley Erla. Frjáls spila- mennska kl. 13-16. Hæðargarður 31 | Listasmiðjan kl. 9-16. Handverk og útsaumur. Morgunkaffi kl. 9, Sniglaganga kl. 9.15, félagsvist kl. 13.30, skapandi skrif kl. 16. Hádeg- isverður (allir geta pantað, helst daginn áður) og síðdegiskaffi. S. 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthúsinu kl. 9.30-11.30. Uppl. í síma 564-1490. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morg- un er sundleikfimi í Grafarvogs- sundlaug kl. 9.30. Kvenfélag Garðabæjar | Vor- fundur félagsins verður haldinn þriðjud. 6. maí kl. 19.30 í Garða- holti. Skrá þarf þátttöku í síð- asta lagi sunnud. 4. maí. Nánari uppl. er að finna í fréttabréfi og á heimasíðu félagsins. Glæsileg skemmtiatriði og funda- sölunefnd verður með spenn- andi varning til sölu. www.kveng- b.is Leshópur FEBK, Gullsmára | Vísnaflóð á Kópavogsdögum. Sr. Hjálmar Jónsson, Ólafur G. Ein- arsson og Steingrímur J. Sigfús- son verða gestir Leshóps FEBK þriðjudaginn 6. maí kl. 20. Vori fagnað með gamni og glensi. Enginn aðgangseyrir. Morgunblaðið/Sverrir Grafarvogskirkja. 60ára afmæli | Í dag, 5.maí, er Hörður Björns- son sextugur. Hann er til heimilis að Vallholti 12, Sel- fossi. dagbók Í dag er mánudagur 5. maí, 126. dagur ársins 2008 Orð dagsins: „Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jh.. 13, 35.) Hádegisfyrirlestraröð Sagn-fræðingafélags Íslandsheldur áfram á morgunmeð erindi Kristins Schram þjóðfræðings: Að endurheimta augnablikið: Þjóðfræði, kvikmynda- tækni og íronía. „Ég ætla að skoða hvort kvikmynd- un sé sjálfsagt tæki í vettvangsrann- sóknum þjóðfræðinga og fræðimanna á skyldum sviðum,“ segir Kristinn. „Ég fjalla um, með dæmum úr rannsóknum mínum og annarra, hvort menning verði varðveitt í mynd og hljóði, hvort hægt sé að endurupplifa hana gegnum miðilinn og hvort hann komi til skila menningarfyrirbærum eins og sjálfs- mynd, performans, menningararfi og íroníu.“ Kristinn segir aðkallandi fyrir fræði- menn að taka afstöðu til kvikmyndunar enda er stafræn kvikmyndatækni orðin mjög aðgengileg og algengari í fræði- rannsóknum: „Innan hug- og fé- lagsvísinda eru uppi ólík viðhorf til þeirra áhrifa sem auglit rannsakand- ans og munduð kvikmyndatökuvélin hefur á þau menningarfyrirbæri sem verið er að rannsaka. Sumir eru á þeirri skoðun að áhrif kvikmyndavél- arinnar séu hverfandi, eða í það minnsta yfirstíganleg ef réttum aðferð- um er beitt,“ útskýrir Kristinn. „Hinir halda því fram að innrás kvikmynda- tækninnar í margar aðstæður vett- vangsrannsókna setji af stað ferli sem ónýti niðurstöðurnar.“ Að sögn Kristins er vert að skoða hvers konar möguleika kvikmyndun bjóði við varðveislu en sú viðleitni vek- ur margar spurningar: „Sem dæmi má nefna bollaleggingar þjóðfræðings við Edinborgarháskóla, Donald Archie MacDonald, sem fyrir mörgum áratug- um rannsakaði vinnusöngva í Suður- eyjum undan strönd Skotlands, þegar kvikmyndun var ekki á allra færi. Hann sagði ekki með nokkru móti hægt að ná fram á hljóðupptöku né lýsa með orðum upplifun sinni og nýjum skiln- ingi á vinnusöngvunum. Hann horfði þó langeygur eftir hentugri kvikmynda- tækni en sýtti það að augnablikið var liðið, og lýsti hann vinnusöngvunum á Suðureyjum sem óendurheimtanlegri fegurð. Nú má velta því fyrir sér hvort kvikmyndavélin hefði klófest augna- blikið eða hvort fegurð þess sé með öllu óendurheimtanleg.“ Fræði | Fyrirlestur haldinn í Þjóðminjasafninu kl. 12.05 á morgun Er að marka kvikmynd?  Kristinn Schram fæddist í Reykja- vík 1972. Hann lauk BA-gráðu í þjóðfræði frá HÍ 2001, meistara- gráðu frá Edin- borgarháskóla 2004 og leggur nú stund á doktors- rannsókn við sama skóla. Kristinn hef- ur starfað við stundakennslu við HÍ, sjálfstæðar rannsóknir við Reykjavík- urAkademíuna, og er forstöðumaður Þjóðfræðistofu. Eiginkona Kristins er Katla Kjartansdóttir þjóðfræðingur og verkefnisstjóri hjá SRR-KHÍ og eiga þau börnin Unu og Matthías. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara. Hægt er að hringja í síma 569- 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Sól á Suðurlandi: „Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverja- hrepps hefur rætt á fundi umsögn lög- fræðings við athugasemdum 279 ein- staklinga vegna Hvamms- og Holtavirkjunar í Þjórsá. Svörin hafa enn ekki verið send ein- staklingum en samkvæmt kynning- unni í hreppsnefnd virðist lögfræðing- ur sveitarstjórnarinnar hafa verið fenginn til að svara athugasemdum íbúa með hagsmuni Landsvirkjunar í huga. Ekki kemur fram í svörum lög- fræðingsins, hvenær sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps breytti samþykkt fyrri hreppsnefndar sem ákvað að forsenda fyrir framkvæmd- unum að lónið yrði ekki hærra en 114 m.y.s. Á hinn bóginn er vísað til Skipulagsstofnunar sem úrskurðaði um þá lónshæð sem Landsvirkjun kaus, 116 m.y.s., en ekki um þá lóns- hæð sem sveitarfélagið hafði fallist á. Skipti samþykkt sveitarstjórnar engu máli og þurfti ekki einu sinni að breyta henni? Einnig kemur fram í svörum lögfræðingsins að þótt sveit- arstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafi lagt áherslu á að samningar náist við eigendur lands, er einnig vikið að þeim möguleika að bæði sveitarstjórn og framkvæmdaaðili óski eignarnáms á landi eða réttindum. Í umsögninni er ekki talin þörf á því að fara nánar í framangreint á þessu stigi enda liggi ekki fyrir hvort beita þurfi eignarnámi eða samningar náist. Með öðrum orð- um, sveitarstjórn Skeiða- og Gnúp- verjahrepps útilokar ekki að hún sjálf fari fram á eignarnám! Og segir jafn- framt að eignarnám sé ekki eignaupp- taka þar sem bætur komi fyrir! Er þetta viðhorf sveitarstjórnar og ef svo síðan hvenær? Athugasemd um að brotið sé gegn lýðræðinu með því að fara gegn vilja margra að vilja fárra er svarað á þessa leið: Að tilgangur kynningar sé að leita eftir sjónarmið- um hagsmunaðila sem nú hafi komið fram. En á Íslandi sé fulltrúalýðræði. Í því felist að samfélagið velji sér full- trúa til að taka ákvarðanir. Sveitar- stjórnarmenn hafi því fullt umboð til að taka þá ákvörðun sem hér er um rætt í umboði íbúa sem þá kusu! Er þá skilningur þessarar sveitarstjórnar á lýðræði þessi? Við gerum eins og okk- ur sýnist sama hvað íbúum finnst fyrst þeir voru svona vitlausir að kjósa okk- ur? Beiðni um að sveitarstjórn boði til íbúafundar um þetta alvarlega mál hefur verið illa tekið. Sól á Suðurlandi lýsir eftir meiri virðingu fyrir skoðunum íbúa og fer fram á að athugasemdum 279 einstak- linga vegna virkjana í Þjórsá verði svarað af sanngirni, en ekki óbilgirni í garð kjósenda og almennings. Sveit- arstjórnin ætti að íhuga hvort hún starfar í umboði Landsvirkjunar eða almennings.“ Opið bréf til sveitarstjórnar- manna og alþingismanna Á STOFNFUNDI Hollvina Hallargarðsins 29. apríl var samþykkt að hvetja borgarstjórn Reykjavíkur til að vernda Hallargarðinn í sem upprunalegastri mynd og tryggja að hann verði óskertur og ætíð opinn almenningi. Á stofnfundinum var m.a. kynnt tillaga að kaupsamningi milli borgarinnar og Novators um Fríkirkjuveg 11 og þær breytingar á Hallargarðinum sem hann hefur í för með sér, en samningurinn verður afgreiddur í borgarstjórn í maí. Þorleifur Gunnarsson borgarfulltrúi kynnti samningsdrögin og sagði mikið ósamræmi milli texta hans og teikninga sem honum fylgdu. Að loknum umræðum voru hollvinasamtökin formlega stofnuð. Í stjórn voru kjörnir: Auður Sveinsdóttir, Erla J. Þórðardóttir, Heimir B. Janusarson, Katrín Fjeld- sted, Samson B. Harðarson, Sólveig Arnardóttir, Þorgrímur Gestsson. Varamenn: Vésteinn Valgarðsson, Júlíana Gott- skálksdóttir, Jón H. Björnsson. Stofnfélagar eru ríflega eitt hundrað talsins. Í tilkynningunni kemur m.a. fram að markmið Hollvina Hallargarðsins eru að vernda Hallargarðinn og færa hann í það horf sem hann var hannaður 1953-1954. Allir landsmenn sem styðja markmið samtakanna og skrá sig í samtökin geta orðið Hollvinir Hallargarðsins. Ályktun fundarins var svohljóðandi: „Stofnfundur Holl- vina Hallargarðsins 29. apríl 2008 hvetur borgarstjórn Reykjavíkur til að vernda Hallargarðinn í sem upprunaleg- astri mynd og tryggja að hann verði óskertur og ætíð opinn almenningi. Hallargarðurinn er einn fyrsti sérhannaði al- menningsgarður borgarinnar og einstakur meðal garða í Reykjavík. Hallargarðurinn er órjúfanlegur hluti af mið- borgarmyndinni og menningarsögunni. Því ber borgaryf- irvöldum að varðveita garðinn þannig að komandi kynslóðir fái notið hans á þann hátt sem hugmyndin var í upphafi til útivistar, leikja og samkomuhalds. Þá hvetur fundurinn borgarstjórn til að hlúa að fornminjum í og við Hallargarðinn svo sem hestagerðinu, tröðunum og múrnum umhverfis.“ Borgin hvött til að varðveita Hallargarðinn Hallargarðurinn Mynd sem Einar Þ. Guðjohnsen tók var prentuð á vinsælu póstkorti í byrjun 6. áratugarins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.