Morgunblaðið - 05.05.2008, Síða 30
30 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR
Gísli Ingólfsson,
lögfræðingur úr
fyrsta útskriftar-
árgangi laga-
deildar Háskól-
ans í Reykjavík,
hlaut í mars síð-
astliðnum lög-
mannsréttindi í
New York-ríki í
Bandaríkjum.
Guðmundur hefur verið við nám og
störf í New York síðan 2006 en
þangað fór hann til að taka LL.M-
próf í hugverkarétti ásamt því að
ljúka samhliða ML-ritgerð sinni af
alþjóðasviði við lagadeild Háskólans
í Reykjavík. Guðmundur starfar nú
fyrir fastanefnd Íslands hjá Sam-
einuðu þjóðunum.
Í fréttatilkynningu kemur fram
að til öflunar lögmannsréttinda í
Bandaríkjunum þurfa lögfræðingar,
með íslenskt lagapróf, fyrst að út-
skrifast með gráðu frá viðurkennd-
um bandarískum lagaskóla. Í nám-
inu fer m.a. fram kennsla í
ákveðnum grunnfögum bandarísks
réttarfars. Að því loknu þarf við-
komandi að standast málflutnings-
próf, svokallað „bar exam“. Lög-
mannsréttindi eru veitt við opinbera
athöfn áfrýjunardómstóls ríkisins
þar sem verðandi lögmenn sverja til
þess gerðan eið og skrá nafn sitt í
bók lögmanna. Að því loknu bera
þeir starfsheitið „attorney at law“
og geta starfað í ríkinu að lögfræði-
störfum og lögmennsku. Málflutn-
ingsprófið í New York þykir erfitt
og er fallhlutfall almennt hátt.
Lögfræðingur frá HR fær
lögmannsréttindi í New York
Guðmundur Gísli
Ingólfsson
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
GEISP!
MAMMA VÆRI STOLT EF
HÚN VISSI AÐ HÚN HEFÐI
ALIÐ UPP UNDIRSKÁL
ÉG VERÐ
AÐ FINNA
TEPPIÐ, KALLI
ÉG ÆTLA AÐ GRAFA
OG GRAFA ÞANGAÐ TIL
ÉG FINNA ÞAÐ
ALLT
Í LAGI
LÍSA VILL EKKI SEGJA MÉR
HVAR HÚN GRÓF ÞAÐ, SVO
ÉG VERÐ AÐ FINNA ÞAÐ
HEFUR ÞÚ SÉÐ
SKÓNA MÍNA?
ÉG ER VISS
UM AÐ ÉG SÉ
BÚIN AÐ
NÁ Í ÞÁ
SKÓNA ÞÍNA?
VEIT
EKKI
ÞEIR VORU
HÉRNA RÉTT
ÁÐAN! ÉG ER
VISS UM ÞAÐ!
VIÐ ERUM AÐ VERÐA SEIN
ÉG KEMST EKKERT
ÁN ÞESS AÐ VERA
Í SKÓM! HJÁLPAÐU
MÉR AÐ LEITA
ÞAÐ
VERÐUR
SKO ENGIN
BARNAPÍA
Í KVÖLD
HVAÐ ER
AÐ ÞÉR
NÚNA,
HRÓLFUR?
ÉG GET
EKKI
SOFNAÐ Á
NÓTTUNNI
ÉG LIGG BARA
MEÐ AUGUN
OPIN TÍMUNUM
SAMAN
ÞAÐ ER
VANDAMÁLIÐ!
ÞÚ VERÐUR AÐ LOKA
AUGUNUM TIL AÐ GETA
SOFNAÐ
TAKK
KÆRLEGA,
HERRA
GUTENBERG...
ÁTTU HANA
NOKKUÐ Í NÝJU
ÞÝÐINGUNNI?
ÉG SKEMMTI MÉR
TÖLUVERT BETUR HÉRNA
EN ÉG BJÓST VIÐ
MIKIÐ AF FÓLKINU HÉRNA HEFÐI EKKI
SVO MIKIÐ SEM LITIÐ VIÐ MÉR ÞEGAR
ÉG VAR Í SKÓLANUM... EN NÚNA ERU
ALLIR MJÖG ALMENNILEGIR
ÞAÐ HEFUR SAMT
ENGINN AF ÞEIM
BEÐIÐ MIG
AFSÖKUNAR
NÓTTIN
ER ENNÞÁ
UNG...
MARY JANE
PARKER VERÐUR
FANGINN MINN
EÐA ÉG BREYTI
PETER PARKER Í
AÐAL FRÉTT
MORGUNDAGSINS
M.J., KOMDU ÞÉR
Í BURTU Á MEÐAN
VÖRÐURINN SÉR UM...
SÉR UM
HVAÐ?
dagbók|velvakandi
Þjóðlegar íslenskar
afreksíþróttir eru hollari fyrir
börn og unglinga en skák
OFMAT á skák sem „íþrótt“ fyrir
börn og unglinga tröllríður nú um-
ræðu í fjölmiðlum – þrátt fyrir að
áratugir hafi liðið án þess að merkj-
anlegur árangur Íslendings í skák
hafi náðst á alþjóðlegum mæli-
kvarða. Þó mun enn svo vera að ís-
lenska ríkið greiði föst stórmeist-
aralaun án þess að það bæti
árangur íslenskra skákmanna á
heimsvísu. Á sama tíma greina
heilsufarslæknar og íþróttafræð-
ingar íslensku þjóðinni frá því að
börn og unglingar hafi aldrei verið í
verra líkamsásigkomulagi.
Ég hef nú sjálfur stundað alvöru
afreksíþróttir í áratugi og það verð-
ur stöðugt mun sjaldgæfara en áð-
ur fyrr, svo sem á frjálsíþrótta-
æfingum, að börn eða unglingar
með mikla líkamlega íþróttahæfi-
leika komi á sínar fyrstu æfingar
og sýni afburðahæfni í íþróttum.
Það er hollara fyrir börn og ung-
linga að stunda æfingar í þjóð-
legum íslenskum afreksíþróttum,
svo sem frjálsum íþróttum, kraft-
lyftingum, lyftingum (snörun og
jafnhending), glímu og sundi frem-
ur en að sitja inni, langa daga og
nætur, grá og guggin yfir skák-
borði.
Þjálfarar barna og unglinga í
raunverulegum, líkamlegum og
ekki síður andlegum afreksíþrótt-
um eiga nú að fá stuðning mennta-
málaráðherra og Íþrótta- og ólymp-
íusambands Íslands til þess að efla
heilsufar barna og unglinga við
þjálfun á afreksíþróttum byggðum
á íslenskum þjóðlegum grunni.
Halldór Eiríkur S. Jónhildarson,
þjóðréttar- og lögfræðingur og
situr í varastjórn Kraftlyftinga-
sambands Íslands.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
KRÖFUGANGA á Akureyri 1. maí. Gengið var suður Skipagötu, frá Al-
þýðuhúsinu, norður Hafnarstræti (göngugötuna) og þaðan út í Sjalla þar
sem fram fór hátíðarsamkoma. Aðalræðumaður dagsins var Pétur Sig-
urðsson, fyrrverandi verkalýðsforingi á Vestfjörðum.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyringar í kröfugöngu
FRÉTTIR
HAFDÍS Rafnsdótt-
ir og Berglind
Hólm Birgisdóttir,
sölufulltrúar hjá
fasteignasölunni
RE/MAX Torg, af-
hentu Krabba-
meinsfélagi Íslands
nýlega um eitt
hundrað þúsund
krónur sem framlag
til baráttunnar
gegn brjósta-
krabbameini. Um
var að ræða ágóða
af sölu hinnar
bleiku slaufu
Krabbameinsfélagsins sem og
hluta söluþóknunar októbermán-
aðar 2007.
Með framlagi sínu vilja Hafdís
og Berglind styðja forvarnarstarf
félagsins og vekja athygli á mik-
ilvægi þess að allar konur fari
reglulega í brjóstamyndatöku hjá
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.
Þetta er í annað sinn sem Hafdís
og Berglind leggja þessu málefni
lið en þær stefna að því að gera
það árlega. Vert er að geta þess
að Hafdís og Berglind eru afkasta-
mestu sölufulltrúar RE/MAX-
fasteignasölukeðjunnar á Íslandi.
Krabbameinsfélagið metur
stuðning þeirra mikils.
Sölufulltrúar REMAX afhenda
Krabbameinsfélagi styrk
Styrkur Hafdís Rafnsdóttir sölufulltrúi, Guðrún
Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, og
Berglind Hólm Birgisdóttir sölufulltrúi.