Morgunblaðið - 05.05.2008, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 37
Sýnd í álfabakka
ÞAÐ ÞARF ALVÖRU KARLMANN
TIL AÐ VERA BRÚÐARMEYJA
eee
,,Hugljúf
og skemmtileg"
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI
IRON MAN kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
DRILLBIT TAYLOR kl. 6 B.i. 10 ára
OVER HER DEAD BODY kl. 8 B.i. 7 ára
THE RUINS kl. 10 B.i. 16 ára
IRON MAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
SUPERHERO MOVIE kl. 8 LEYFÐ
P2 kl. 10 B.i. 16 ára
IRON MAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
FORGETTING SARAH M. kl. 8 B.i. 12 ára
21 kl. 10:30 B.i. 16 ára
SKEMMTILEGASTA RÓMANTÍSKA
GAMANMYND ÁRSINS
eeee
“Ein besta
gamanmynd
ársins”
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
-S.V., MBL
eeee
- 24 stundir
Sýnd í álfabakkaog akureyri
2 vikur á toppnum!
vinsælastamyndin á Íslandi Í daG!
Sýnd í kringlunni og keflavík Sýnd í keflavík Sýnd á akureyri Sýnd á SelfoSSi
UNDRAHUNDURINN
ER BESTI VINUR
MANNSINS
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Sýnd í álfabakkaSýnd í álfabakka
Sýnd í álfabakka
og akureyri
Sýnd í kringlunni
og SelfoSSi
Sýnd í álfabakka
frábær öðruvíSi Spennumynd
í leikStjórn paul HaggiS, (CRASH)
eeee
BBC
eeee
Ebert
eeee
S.V. - MBL
Umsóknarfrestur er til 30. maí
Kynntu þér námið á www.hr.is
MEISTARANÁM Í
Á HEILBRIGÐISSVIÐI
Nýtt og spennandi meistaranám fyrir stjórnendur og leiðtoga sem vilja starfa við
nýsköpun, rekstur, þjónustu og stjórnun á sviði heilbrigðismála. Unnið er í náinni
samvinnu við þrjá erlenda háskóla: Columbia University í New York, McGill University í
Montreal og Mayo Clinic í Rochester.
FORYSTUFRÆÐUM OG NÝSKÖPUN
MPH Ex-nám (Master of Public Health Executive) er fyrir
• framsækna stjórnendur í heilbrigðismálum
• frumkvöðla sem vilja öðlast þekkingu til að koma hugmyndum sínum í verk
• metnaðarfulla einstaklinga sem ætla sér hlutverk í þeim breytingum sem
framundan eru í heilbrigðismálum Íslendinga
Námið miðar að því að þátttakendur öðlist afburðaþekkingu og færni í stjórnun stofnana
og fyrirtækja.
MPH Executive er kennt í lotum tvær helgar í mánuði og sniðið að þörfum þeirra sem
stunda atvinnu með námi.
Mayo Clinic Columbia University
McGill University
Háskólinn í Reykjavík
MUGISON er nú á tónleikaferða-
lagi í Kanada með hljómsveitinni
Queens of the Stone Age, sem
hann og hljómsveit hans hita upp
fyrir. Fyrir tónleika í Victoria í
Bresku Kólumbíu á vesturströnd-
inni hinn 1. maí, var Mugison – eða
Örn Elías Guðmundsson – í viðtali
í dagblaðinu Martlet, en það er
gefið út í Háskólanum í Virginíu.
Blaðamaðurinn hefur hlýtt á síð-
ustu plötu Mugisons, Mugiboogie,
og spáir því að hrár rokkhljóm-
urinn muni verða farinn að dilla
Kanadamönnum innan skamms.
Mugison segir að markmiðið við
gerð plötunnar hafi verið að gera
rokkplötu með hljómi sem væri
ólíkur öllu öðru sem fólk hefði
heyrt, sem snerti við hverjum tóni
á tilfinningaskalanum en væri um
leið heiðarlegasta rokkplata sem
áheyrendur hefðu nokkurn tíma
heyrt. Þá vildi hann skapa tíma-
laust verk.
Ofurmannlegir kraftar
„Ég vil að þú getir keypt þessa
plötu á fornsölu eftir nokkur ár og
ekki haft hugmynd um á hvaða
tíma hún væri gerð,“ segir
Mugison.
Blaðamaður talar um að andinn
á plötum hans sé ólíkur. „Ef eitt
lag hljómar líkt og annað verð ég
fljótt leiður og frústreraður,“ segir
Mugison. „Það er mér eðlislægt að
reyna nýjar leiðir.
Ég var vanur að flytja „electro-
folk“tónlist – eins manns hljóm-
sveit með fartölvu. Ég byrjaði árið
2002 með því að flytja þetta og
taka upp og vera fullur á sviði. Svo
var fullt af fólki að gera það sama.
En þau gátu gert þetta betur en
ég, þannig að ég ákvað að gera
eitthvað sem fengi mig til að
hljóma vel.“ Þá myndaði hann
hljómsveit með alvöru spila-
félögum og áhorfendum er lofað
kraftmiklum tónleikum, enda beiti
þeir félagarnir „ofurmannlegum
kröftum á hljóðfærin.“
Varðandi boðið að leika með
Queen of the Stone Age segir
Mugison að það hafi verið eins og
jólin þegar hann fékk símhring-
ingu og var boðið í tónleikaferðina.
„Ég mun örugglega taka mikið
af myndum og hafa margar sögur
að segja þegar ég er kominn á elli-
heimili,“ segir hann.
Mugiboogie verður dreift í versl-
anir vestanhafs í júnímánuði.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Tilraunir „Það er mér eðlislægt að reyna nýjar leiðir,“ segir Mugison.
Hefur margar
sögur að segja
Mugison í viðtali í kanadísku dagblaði
ROBERT Downey Jr. hefur hlotið
ágæta dóma fyrir hlutverk sitt í
kvikmyndinni Járnmanninum en
hann segist hafa þurft að taka
daglegt líf sitt afar föstum tökum.
Leikarinn sem er 43 ára gamall,
þótti eitthvert almesta efni sem
fram hafði komið í Hollywood og
var meðal annars tilnefndur til
Óskarsverðlauna fyrir að leika
Charlie Chaplin. En hann féll fyr-
ir áfengi og síðar hörðum fíkniefn-
um og í mörg ár var hann ýmist í
fangelsi eða í afeiturefna-
meðferðum. „Lífið er mjög, mjög
erfitt, sagði leikarinn í viðtali við
Daily Mirror og bætti við að
hann þakkaði hjónabandi sínu og
Susan Levin að hann hefði náð
jafnvægi í tilveruna. „Ég gleymi
aldri þeim tíma þegar ég var í
ræsinu. Ég verð að halda áfram
að minna mig á það svo það ger-
ist aldrei aftur.“
Downey segir að síðasta ár hafi
verið það farsælasta í lífi sínu síð-
an hann gerðist leikari og þurfti
að standa á eigin fótum.
Gleymir aldrei ræsinu
Reuters
Lukkuleg Robert Downey Jr. og
eiginkonan sem breytti lífi hans.