Morgunblaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 6
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Margvíslegum aðferðumhefur verið beitt ígegnum tíðina við aðpikka út boðlegt lag til að senda út til Evróvisjón. Völdum höfundum, þjóðkunnum, hefur verið boðið að semja sér- staklega fyrir keppnina, stundum hefur einhver einn einfaldlega ver- ið settur í að semja og stundum er öllum frjálst að senda inn lög, og þá flæddu kassettur, svo brenndir diskar og nú mp3 inn á Rík- isútvarp, sem sér um halda utan um keppnina hérlendis. Í ár var hins vegar svipt upp heilum sjón- varpsþætti sem gekk allan vet- urinn. Völdum höfundum, og það allólíkum, var gert að semja þrjú lög sem síðan voru flutt í þætti og tvö þeirra svo blásin burt með símakosningu. Á endanum stóð svo eitt lag upp úr en leiðin að því var á stundum vörðuð kostulegum uppákomum. Ha? Er ég í Evróvisjón? Snemma á ferlinu kom í ljós að sumir höfundar höfðu ekki einu sinni gert sér grein fyrir því að þeir væru að keppa í Evróvisjón. Héldu einfaldlega að þeir væru að taka þátt í nýjum og fjöl- skylduvænum skemmtiþætti, sem gerði m.a. út á tónlist, en sent var út á besta tíma, laugardags- kvöldum, en þá er áhorf á lands- vísu í algjörum botni. Þá þótti mönnum form þáttarins nokkuð einkennilegt – þótt það svínvirkaði reyndar. Í bland við lagaflutning og spjall við höfunda kom fólk í heimsókn sem talaði um alls óskylda hluti og áður en maður vissi af voru myndavélarnar komnar út í bæ þar sem annar umsjónarmannanna, hinn kynlegi kvistur Gísli Einarsson, var að bardúsa við eitthvað sem kom tón- list og Evróvisjón nákvæmlega ekki neitt við. Hann og sam- umsjónarmaður hans, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, stóðu sig annars afskaplega vel og voru nokkurs konar Fríða og dýrið í þáttunum, og þá meina ég þetta alls ekki illa Gísli minn. Þættirnir fóru af stað og svo virtist snemma að öll „víruðu“ lög- in, sem Dr. Gunni, Barði Bang Gang, Hafdís Huld og fleiri áttu, myndu falla út en hefðbundnari lagasmíðar, runnar undan rifjum Gumma Jóns í Sálinni, Magnúsar Þórs og Magga Eiríks, væru í náðinni. Annað átti hins vegar heldur betur eftir að koma í ljós. Gullmolar í vegkanti Nokkrir gullmolar féllu út í veg- kant fyrsta kastið. Hin frábæra poppsmíð Dr. Gunna, „Ísinn“, komst ekki áfram og var höfundur alveg bit og ekki einn um það. Á meðan argaþrösuðust menn yfir því að „fyllibyttulag“ höfuðsnill- ingsins Magnúsar Eiríkssonar, „Leigubílar“, skyldi fara áfram, lag sem hann virtist hafa verið fljótari að semja en tekur lagið að klárast. Ágætt lag Barða, „Á ball- ið á“, komst þá ekki áfram og menn tóku strax að gruna hann um græsku. Hann væri að voga sér að gera grín að keppninni. Aðrir fögnuðu innilega. Annað lag hans, „Ho ho ho, we say hey hey hey“, komst hins vegar áfram, snilldarleg smíð sem dró nútíma- væðingu Evróvisjónkeppninnar sundur og saman í háði. Ætt- bálkatrommur, smurðir og massa- ðir líkamar, einfaldur pumpandi taktur að hætti Scooter og ódýrt viðlag var á matseðli dagsins en það sem best var – allt gekk þetta frábærlega upp. Eitt eft- irminnilegasta lagið verður þó að teljast James Bond-lag Andreu Gylfadóttur, „The Girl in the Gol- den Dress“, sem var glæsilega flutt af Bjarti Guðjónssyni, syni hennar og stórsöngvarans Guðjóns Rúdolfs. „Alvarlega“ fólkið og „grínararnir“ Lokaúrslit (það var sem keppn- in ætlaði aldrei að enda á tímabili) fóru svo fram í Smáralind og þau þrjú lög sem höfnuðu í þremur efstu sætunum voru, í öfugri röð: „Hvar ertu nú?“ eftir Dr. Gunna í flutningi Dr. Spock, „Ho ho ho, we say hey hey hey“ eftir Barða Jó- hannsson í flutningi Merzedes Club, og svo „Fullkomið líf/This is my Life“ eftir Örlyg Smára í flutningi Eurobandsins. Lag Dr. Gunna er kapítuli út af fyrir sig. Dr. Gunni hafði aug- ljóslega verið að spá og spekúlera í hinni fullkomnu popplagaformúlu í fyrstu tveimur lögunum en hvor- ugt þeirra fékk nokkra náð. Mað- ur finnur hvernig hann henti upp síðasta laginu í tómu flippi, og hugsaði með sér: „Jæja, hvernig ætli þessi sýra muni virka?“ Og viti menn … auðvitað var það lag- ið sem gekk í lýðinn. Það er eitthvað sem segir mér að Dr. Gunni hefði tekið þetta, hefði keppnin farið fram í Finn- landi. Og ætli Barði hefði ekki tekið þetta ef hún hefði farið fram í … ja segjum Króatíu t.d. En Eurobandið stóð uppi sem sigurvegari með óneitanlega hefð- bundnasta lagið, Evróvisjónsmíð sem fylgir formúlunni út í eitt, vel heppnað sem slíkt, en óneitanlega keimlíkt mörgu af því sem fram hefur komið áður og því sem á án efa eftir að heyrast í keppninni úti í Serbíu. Enginn er annars bróðir í leik Það er fyndið hvernig fólk getur gleymt sér í leik og var þetta barnslega, en þó vel skiljanlega, keppnisskap undirstrikað er Frið- rik Ómar, annar söngvari Euro- bandsins ásamt Regínu Ósk, sagði: „Hæst bylur í tómri tunnu“ og beindi þeim orðum að með- limum Merzedes Club. Rimman á milli Merzedes Club og Eurobandsins hefur verið at- hyglisverð, því þar má sjá tvö gjörólík viðhorf til keppninnar. Annars vegar er það fólk sem ger- ir stólpagrín að keppninni, leikur sér með formið, án þess þó endi- lega að það feli í sér einhverja fyrirlitningu (á þessu flaska marg- ir í umræðunni). Hins vegar er það fólkið sem tekur sig „alvar- legar“ (það er samt erfitt að nota það orð í tengslum við Evr- óvisjón), fólk sem leggur sig í líma við að flytja sem flottast og sem mest grípandi lag, með það að markmiði að sigra í keppninni (sem er jú markmiðið). Og þrátt fyrir þessa virðingu og al- vörugefna undirtón þýðir það heldur ekki að það fólk hafi ekki gaman af þessu og sjái jafnvel líka í gegnum keppnina og meðtaki þær súrrealísku bylgjur sem ein- att fylgja henni. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Keimlíkt Hefðbundnasta lagið komst áfram, Evróvisjónsmíð sem fylgir formúlunni út í eitt. Höfundarnir, Örlygur Smári og Páll Óskar, með flytj- endunum, Regínu Ósk og Friðriki Ómar. Sýra Henti Gunnar Lárus Hjálmarsson „Hvar ertu nú?" upp í tómu flippi? Vöðvadiskó „Ho ho ho, we say hey hey hey" náði ekki áfram þrátt fyrir að vera snilldarleg smíð sem dró nútímavæðingu Evróvisjón- keppninnar sundur og saman í háði. Tómar tunnur Íslenska undankeppnin var löng, dramatísk og stundum stórfurðuleg 6|Morgunblaðið ÍSLANDI hefur gengið upp og ofan í Evróvisjón og reyndar aðallega ofan – síðustu ár hefur Íslendingum ekki tekist að komast í aðalkeppnina; sungu þar síðast 2004 þegar Birgitta söng okkur í níunda sæti, en síðustu þrjú ár höfum við keppt í undankeppni. Nú hefur skip- an keppninnar hinsvegar verið breytt; keppt er um tuttugu sæti 20. og 22. maí, og fróðlegt að sjá hvernig okkur farn- ast. Íslendingar tóku fyrst þátt í Evr- óvisjón 1986 með „Gleðibankann“ og lentu þá í sextánda sæti af tuttugu, fengu 19 stig. 1987 fór „Hægt og hljótt“ í sextánda sætið með 28 stig og 1988 fór „Þú og þeir“ líka í sextánda sætið. Við komust þá fyrst úr sextánda sætinu þeg- ar „Það sem enginn sér“ lenti í botnsæt- inu, því 22., með engin stig. Síðan hefur gengið verið misjafnt, hæst náðum við í annað sætið með „All Out of Luck“ 1999 og fjórða sætið 1990 með „Eitt lag enn“, en undanfarin ár hefur okkur ekki tekist að komast í að- alkeppnina. Íslenskar gengis- sveiflur Reuters Öflug Selma Björnsdóttir var hársbreidd frá því að vinna í Ísrael 1999. Ár Flytjandi – Lag Sæti Stig 1986 ICY - Gleðibankinn 16. 19 1987 Halla Margrét - Hægt og hljótt 16. 28 1988 Beathoven - Sókrates 16. 20 1989 Daníel Ágúst - Það sem enginn sér 22. 0 1990 Stjórnin - Eitt lag enn 4. 124 1991 Stefán og Eyvi - Nína 15. 26 1992 Heart2Heart - Nei eða já 7. 80 1993 Inga - Þá veistu svarið 13. 42 1994 Sigga - Nætur 12. 49 1995 Bo Halldórsson - Núna 15. 31 1996 Anna Mjöll - Sjúbídú 13. 51 1997 Paul Oscar - Minn hinsti dans 20. 18 1998 Ekki með 1999 Selma - All out of luck 2. 146 2000 Einar Ágúst og Telma - Tell me 12. 45 2001 2Tricky - Angel 23. 3 2002 Ekki með 2003 Birgitta - Open your heart 8.-9. 81 2004 Jónsi - Heaven 19. 16 2005 Selma - If I had your love (fork.) 16. 52 2006 Silvia Night - Congratulations (fork.) 13. 62 2007 Eiríkur Hauksson - Valentine Lost (fork.) 13. 77

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.