Morgunblaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 24
Ísland Óhætt er að segja að það hafi verið mikil stemmning í kringum Evróvisjónkeppnina á Íslandi
enda var undankeppnin með vinsælasta sjónvarpsefni á meðan á henni stóð. Á endanum stóð Euro-
bandið uppi sem sigurvegari með þau Friðrik Ómar og Regínu Ósk fremst í flokki. Þau hófu sitt sam-
starf í söngvakeppninni 2006, en þá lenti Regína í öðru sæti en Friðrik Ómar í því þriðja, en í keppninni
2007 lenti hann í öðru sæti. Friðrik Ómar hefur aldrei sungið í Evróvisjón, en Regína Ósk kannast ef-
laust vel við sig í keppninni, enda söng hún bakraddir 2001, 2003 og 2005. Í sveitinni er svo annar
reynslubolti, Grétar Örvarsson, sem söng Eitt lag enn með Sigríði Beinteinsdóttur í Evróvisjón 1990
með góðum árangri, og samdi með öðrum að auki lagið Nei eða já sem keppti 1992.
24|Morgunblaðið
Búlgaría Danssveitin Deep Zone & Balthazar syngur fyrir Búlgaríu lagið DJ, Take
Me Away. Sveitin er fjölskipuð og hefur starfað í átta ár, en fyrsta breiðskífan, Ela Iz-
geiin, kom út 2002 og fékk fimm tilnefningar til verðlauna búlgörsku tónlistarsjón-
varpsstöðvarinnar MM TV, en lagið DJ, Take Me Away náði nýverið öðru sætinu á
danslista MTV Europe. Söngkona sveitarinnar heitir Joanna Dragneva.
Georgía Georgía tekur nú þátt öðru sinni, var með í fyrsta sinn í fyrra
og náði þá úr undankeppninni og í tólfta sæti í aðalkeppninni. Aftur
senda Georgíumenn stúlku í keppnina, Diana Gurtskaya, sem syngja
mun lagið Peace Will Come / Friður í nánd. Hún syngur jafnan með
svört gleraugu enda fæddist hún blind. Hún er frá héraðinu umdeilda
Abkasíu og bjó um tíma í flóttamannabúðum með fjölskyldu sinni og
síðar í Rússlandi. Hún hefur sungið frá unda aldri, stóð fyrst á sviði tíu
ára gömul, hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir söng sinn og sungið
víða um heim. Auk söngnáms leggur hún nú stund á leiklist.
Króatía Tvíeykið Kraljevi Ulice,
sem skipað er þeim Miran ’Hadi’
Veljkovic og Zlatko Petrovic ’Pajo’,
keppir fyrir Króata með dyggum
stuðningi félaga sinna Zoran Lovric
’Zoc’ og götusöngvaranum gamla
Ladislav Demeterffy ’Laci’ sem tek-
ið hefur sér nafnið 75 Cents; svar
Króata við 50 Cent (Laci er 75 ára
og elsti keppandinn að þessu sinni).
Lagið sem Kraljevi Ulice flytur er
Romanca, en sveitin fagnaði tutt-
ugu ára afmæli á síðasta ári.
Makedónía Tamara, Vrcak & Adrian urðu hlutskörpust í forkeppninni í Skopje í
Makedóníu og syngja því í Belgrad fyrir hönd heimalands síns. Þau flytja lagið Let Me
Love You sem sungið verður á ensku eins og heiti þess gefur til kynna. Tamara er sjó-
uð í Evróvisjón, söng bakraddir hjá Tose Proeski 2004 og var við það að komast í
keppnina á síðasta ári. Hún er vel þekkt söngkona heima fyrir og margverðlaunuð, en
undanfarin tvö ár hefur hún unnið með Rade Vrcakovski-Vrcak, sem gefið hefur út
nokkrar metsöluskífur í Makedíoníu, en Adrijan, sem er albanskur, slóst í hópinn fyrir
Evróvisjón.
Malta Söngkonan Morena er
þekkt í heimalandi sínu sem
miðjarðarhafseldfjallið, en
hún er með einkar þrótt-
mikla og um leið sérstaka
rödd; syngur allt frá rokki í
framsækið popp. Hún syngur
lagið Vodka. Morena er fædd
á smáeynni Gozo og skammt
síðan hún hóf eiginlega söng-
feril sinn. henni hefur gengið
allt í haginn á síðustu árum
og sumir segja hana hafa
komið eins og stormsveipur
inn í maltverskt tónlistarlíf.
Hvíta Rússland Ruslan Alehno
syngur lagið Hasta La Vista fyrir
hönd Hvítrússa. Hann hefur fengist
við tónlist frá unga aldri, leikur á
fjölmörg hljóðfæri, þar á meðal ba-
yan, gítar, túbu, píanó og trommur,
og byrjaði að semja lög sem ung-
lingur. Að auki er hann margverð-
launaður fyrir söng sinn og sigraði
í Idol-keppni Rússa.
FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008