Morgunblaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 29
Morgunblaðið |29 EVRÓVISJÓN, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöða, er eitt stærsta verkefni hvers árs hjá Sjónvarpinu og var eiginlega meira að vöxtum núna en nokkru sinni fyrr og útsend- ingin á undankeppninni í Laugardagslög- unum gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni. Fjölmargir koma að keppninni hér heima en það fer líka allstór hópur utan; flytjendur, nema hvað, Friðrik Ómar og Regína Ósk, lagasmiðurinn Örlygur Smári og aðstoðarfólk, kynnir, sem verður Sigmar Guðmundsson nú líkt og í síðustu keppni, fararstjórinn Jónatan Garðarsson, og myndstjóri vegna útsending- arinnar hingað, alls 16 manna hópur. Einnig sendir Kastljósið fréttamann út en sá er ekki hluti af eiginlegum Evróvisjónfarahóp. Páll Óskar fjarri góðu gamni Að sögn talsmanna Sjónvarpsins er stærð hópsins áþekk og undanfarin ár, en einn komst þó ekki með, textasmiðurinn Páll Ósk- ar Hjálmtýsson, enda er hann svo önnum hlaðinn að hann komst ekki út. Á myndunum sem hér sjást má sjá Evró- bandið á æfingu í Belgrad, en segja má að hver mínúta sé skipulögð þá daga sem hópur- inn er ytra, því stöðugt er unnið að því að geta atriðið betra úr garði, slípa saman flutning og lag, aukinheldur sem mæta þarf í viðtöl og sinna ýmislegu kynningarstarfi. Reuters Glæsilegt Ekkert er til sparað til að gera Evróvisjón 2008 sem best úr garði eins og sjá má á þessari mynd af Eurobandinu á æfingu á sviðinu í íþróttahöllinni í Belgrad. Fjörug Þau Regína Ósk og Friðrik Ómar hafa verið i miklu stuði á æfingum Eurobandsins í íþróttahöllinni miklu, en hún rúmar um 23.000 manns og er með stærstu íþróttahöllum Evrópu. Fjölmenn sendinefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.