Morgunblaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 12
12|Morgunblaðið
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Það er eitt að vera meðsmellið og grípandi lag,en allt annað að koma þvísómasamlega til skila.
Það hefur nefnilega verið vænlegt
til árangurs, frá því að Evrósv-
isjón hóf göngu sína, að reka lagið
ímyndarlega rækilega inn í hug og
hjarta fólks með glæsilegri sviðs-
framkomu; trylltum dansi og
þokkafullum hreyfingum, og helst
að þetta tvennt fari saman. Fullyrt
er meira að segja að fólk greiði at-
kvæði fyrst og fremst eftir
frammistöðu við flutning, laglína
og slíkt skipti minna máli.
Nýmóðins tíska spillir þá ekki,
djarfur og stællegur klæðnaður
hefur löngum þótt vera akkur
frekar en ekki. Hvað ætli
skrímslaleikrit Lordi og félaga,
finnsku þungarokkaranna sem
fóru með sigur af hólmi í hitteð-
fyrra, hafi t.d. spilað mikið inn í
árangurinn? Alveg heilmikið, svo
mikið er víst. Og hvað ætli skraut-
legur klæðnaður hins síðhærða, en
þó sköllótta, Þjóðverja Guildo
Horn (sem tók þátt í keppninni ár-
ið 1998) hafi haft mikið að segja
um slælegan árangur þessarar
þýsku „schlager“-hetju? Alveg
heilmikið sömuleiðis. Íslendingar
hafa auðvitað ekki látið sitt eftir
liggja í þessum töktum; allt frá
gylltum og svörtum skottum Icy-
hópsins til æpandi jakka Stebba
og Eyfa og yfirdrifinnar bún-
ingaorgíu Silvíu Nætur hefur ým-
islegt verið prófað. Í sviðs-
framkomu hefur líka verið látið
reyna á ýmislegt; Icy-hópurinn
taldi best að standa í hnapp; Birg-
itta stóð líkt og hún væri ein á sæ-
börðum kletti með vindinn í andlit-
ið á meðan Einar Ágúst tók
glæsilega rennu yfir hálft sviðið –
en uppskar þó eigi eftir því.
Hér á eftir förum við yfir þessa
þætti lið fyrir lið, ár eftir ár, og
reynum að draga einhvern lærdóm
af þeim ósköpum sem dunið hafa á
öðrum og blásaklausum þjóðum
fyrir tilstilli okkar Frónbúa.
ICY – Gleðibankinn (1986)
Íslenskt samfélag fór á annan
endann þegar landinu var loks
hleypt inn í þessa merku keppni.
Þjóðarstoltið eða þjóðarremban
kannski fór í slíkan yfirgír að fá
fordæmi eru fyrir öðru eins. Það
var öruggt að við myndum vinna,
og fólk var farið að sjá forsíðufyr-
irsagnir og meðfylgjandi myndir í
hillingum. Að lenda svo í sextánda
sæti var með öllu óskiljanlegt, og
fólk trúði því hreinlega ekki.
Ástæður, ástæður, ástæður …
gat verið að sviðsframkomunni
væri um að kenna? Þau Eiríkur
Hauksson, Helga Möller og Pálmi
Gunnarsson stóðu hvert ofan í
öðru á 500 fermetra sviði og fór
ekki betur en svo, að Helga sló Ei-
rík utan undir (óvart) í hamagang-
inum. „Þú kennir ekki Eiríki
Haukssyni að dansa á einni viku,“
lét Eiríkur hafa eftir sér. Klæðn-
aðurinn var hátískufatnaður þess
tíma, í boði Dóru Einars. Ótrúleg-
ur á að líta í dag … eða hvað? Eit-
ís er víst móðins í dag.
Myndbandið var kannski hugg-
un harmi gegn. Þjóðin hafði aldrei
séð annað eins, hátæknimyndband
stíliserað upp í topp. Við vorum
loksins orðin þjóð á meðal þjóða.
Halla Margrét –
Hægt og hljótt (1987)
Það var nokkuð ljóst að það
þurfti að breyta um taktík. Gleði-
bankanum var því lokað og þess í
stað leitað á fágaðri mið. Valgeir
Guðjónsson snaraði fram ljúfsárri
ballöðu og söngkonan ung óp-
erusöngkona. Framsetningin því í
takt við lagið, Valgeir höfugur á
bak við flygil en glottir þó stöku
sinnum við tönn. Halla Margrét
leið í kringum flygilinn sem í
draumi og framsetningin hin
menntaðasta – og býsna vel
heppnuð bara. Ég var þó hrifnari
af brúna kjólnum sem Halla
klæddist í undankeppninni hér
heima – þessi blái sem var notaður
úti var ekki að gera sig. En hverju
sem um var að kenna lentum við
aftur í sextánda sæti!
Stefán Hilmarsson og Sverrir
Stormsker – Sókrates (1988)
Nýtt ár – og enn ný taktík. Því
ekki að leita á náðir ólíkindatólsins
Sverris Stormskers? Þrátt fyrir
óknyttabrag og óútreiknanleika
býr Sverrir yfir þeirri náðargáfu
að geta samið gullfalleg lög og
grípandi. Sverrir tefldi fram nokk-
uð kómísku lagi og fékk Stefán
Hilmarsson, ungan og upprenn-
andi söngvara, til liðs við sig. Enn
var stærðarflygill á sviðinu og
sviðsmyndin eins og atriði úr
framtíðarmyndinni Tron. Hreyf-
ingar minniháttar, sviðsframkoma
sosum ekkert ósvipuð og sú sem
brúkuð var árið á undan. Grall-
aragrínið kraumaði þó undir, á
einum stað hnyklar Sverrir vöðv-
ana (er sungið er um John Paul
Sigmarsson) og lagið endar á
klappi og stuði. Sverrir og Stefán
voru flott teymi, einhver svona
Fríðu-og-dýrið-bragur á þeim. Nú
var búið að prófa gleði, svo drama
og nú gamanmál. Niðurstaða? Sex-
tánda sæti.
Daníel Ágúst –
Það sem enginn sér (1989)
Ja, hvað skal til bragðs taka?
Valgeir var lóðsaður inn á nýjan
leik og bauð hann í þetta skiptið
upp á fremur hefðbundið popp,
fremur en ballöðu. Söngvarinn
ungur og efnilegur eins og síðast,
Daníel Ágúst Haraldsson, söngvari
spútniksveitarinnar Nýdanskrar.
Samþykkti hann að syngja í Evr-
óvisjón, sem þótti ekkert voðalega
fínn pappír, þar sem Valgeir hafði
verið meðlimur í Spilverki þjóð-
anna og það var aftur á móti gull-
bryddaður gæðapappír. Enn var
flygill á sviðinu (það er af sem áð-
ur var) og sviðsframkoma í algeru
lágmarki. Daníel flutti einfaldlega
lagið og gerði það ágætlega, það
eina sem braut þessa minimalísku
sviðslist upp voru þokkafullar bak-
raddasöngkonur. Í raun ekkert út
á þetta að setja en niðurstaðan var
„núllta“ sætið eins og Valgeir
sagði einhverju sinni í gríni. Ekk-
ert stig og neðsta sætið staðreynd.
Áttu Íslendingar kannski ekkert
erindi í Evróvisjón?
Stjórnin (Sigga og Grétar) –
Eitt lag enn (1990)
Þetta lag átti heldur betur eftir
að græða sært þjóðarstoltið þar
sem það fór alla leiðina í fjórða
sætið og fólk heima í stofu trúði
vart eigin augum. Eldhresst stuð-
lag sem hefur enst vel og sviðs-
framkoman glæsilega í takt við
það – Sigga og Grétar einstaklega
lifandi á sviðinu og mændu hvort á
annað eins og ástfangnir ungling-
ar. Blásarasveit og allar græjur,
sannkölluð karnivalstemning á
sviðinu og „danssmíðin“ eða kó-
reógrafían einstök. Grétar hleypur
eins og byssubrenndur inn á svið
og tekur um mjaðmir Siggu sem
lætur sér það vel líka. Allt eftir
þessu og atriðið minnir á köflum á
lokaatriðið í Grease. Hárauður
kjóllinn var þá mikil prýði og
stjórnandinn, Jon Kjell, var meira
að segja í banastuði með sprotann.
Snilld!
Stefán og Eyfi – Nína (1991)
Nú var allt tekið að rúlla hér
uppi á Ísalandi og framlag þessa
árs ekki síðri snilld, og lagið eitt
það besta sem Ísland hefur teflt
fram í gervallri keppninni. Það er
því reginhneyksli að lagið skuli
ekki hafa náð lengra en í fimm-
tánda sæti.
Hvað framsetningu í úrslitunum
varðar verður lagsins minnst fyrir
tvennt: Jakkana sem þeir fóst-
bræður klæddust, en maður fær í
augun þegar maður sér þá, verður
hálfpartinn sleginn snjóblindu (þó
að Eyfi haldi því fram að litirnir
séu mjúkir pastellitir). Eyfi var í
skærgrænbláum jakka og toppaði
hann með því að vera með
fjólubláan ennisklút. Ein magnað-
asta fatasamsetning fyrr og síðar,
hvað varðar þátttöku Íslands í
keppninni. Stefán var hins vegar í
skærfjólubláum jakka en lét höf-
uðfat blessunarlega eiga sig. Ekki
var mikið um fettur og brettur,
tvíeykið stóð einfaldlega keikt og
söng lagið af mikilli innlifun.
Kannski var slakur árangurinn
jökkunum að kenna? Þeirra örlög
urðu alltént farsælli en lagsins,
urðu umsvifalaust að popprænu
fyrirbæri og voru hengdir upp til
skrauts á hinu sáluga Hard Rock
Café.
Sigga Beinteins og Sigrún Eva
(Heart 2 Heart) –
Nei eða já (1992)
Tvö síðustu ár voru fengsæl, all-
tént hvað gæði lagasmíðanna varð-
aði, en ekki náðist það í gegn í
þriðja sinn. Lagið er eins konar
annars flokks „Eitt lag enn“ en
það breytti engu og það flaug alla
leið upp í sjöunda sæti.
Hressleikinn á sviðinu er yf-
irdrifinn, ekki verður nú annað
sagt. En nokkuð ósannfærandi
líka. Árið er ’92 en allt virkar eins
og ’87. Eða er það bara Evr-
óvisjónvinkillinn sem gerir það að
verkum? Dansspor og slíkt voru
ekki að gera sig og allt hálfpartinn
glatað einhvern veginn. Það er
eiginlega varla hægt að hafa gam-
an af þessu, ekki einu sinni þó að
maður skipti í Evróvisjóngír.
Ingibjörg Stefánsdóttir –
Þá veistu svarið (1993)
Þunnasta smíð sem Ísland hefur
sent í keppnina og landinn dottinn
í nokkurs konar Evróvisjónkreppu.
Ingibjörg hefur náttúrulega út-
geislun, sem komst ekki að fyrir
lapþunnu rekaldinu sem átti að
kallast lag. Myndbandið við lagið
er hins vegar magnað, súrrealískt
landkynningarmyndband þar sem
Ingibjörg er klippt inn í mynd-
skeið af fossum og slíku. Ótrúlegt.
Og hverjum datt í hug að hafa
þennan óþolandi ýlfrandi saxófón í
gangi – allt helv … lagið! Fram-
setning í úrslitum var andlaus í
takt við allt sem á undan var
gengið, Ingibjörg stóð og söng,
sveiflaði sér aðeins til hliðanna og
til hliðar stóð saxófónleikarinn og
framdi sinn „gjörning“.
Sigríður Beinteinsdóttir –
Nætur (1994)
Eyðimerkurgöngunni var fram-
haldið með þessari slöppu ballöðu.
Það sem er merkilegt við þetta
framlag okkar er að það var mun
hraðara í forkeppninni og auk þess
sungið af Sigrúnu Evu. Er út var
komið hafði verið hægt á því,
strengjum bætt við og Sigga Bein-
teins komin á bakvið hljóðnemann.
Það er eðlilega lítið hægt að
Selma og gráu frakkarnir
Morgunblaðið/Ásdís
Fataslys Hugsanlega hefði Selma Björnsdóttir unnið með „All Out of Luck“ ef ekki hefðu verið fyrir gráu frakkana.
Morgunblaðið/Eggert
Skrautfugl Silvía Nótt vakti mikla athygli í Aþenu 2006 fyrir glannalegar
yfirlýsingar sínar og framkomu sem þótti á mörkum þess boðlega.
T.G.I. FRiDAYŚ
... snakkið er komið !
www.snakk.is
...engu öðru líkt!
IÐNMARK ehf - Gjótuhrauni 5 - 220 Hafnarfirði - Sími 565 2555