Morgunblaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 10
10|Morgunblaðið Hugmyndin að Evróvisjón,söngvakeppni Evr-ópuþjóða sem sjónvarpaðyrði um alla álfuna, kvikn- aði í EBU, Sjónvarpssambandi evr- ópskra sjónvarpsstöðva 1955. Alla- jafna er Marcel Bezençon, starfsmaður hjá EBU talinn upphafs- maður hugmyndarinnar, en hans til- laga var að umgjörð hennar yrði áþekk söngkeppninni í San Remo á Ítalíu nema hún yrði í beinni útsend- ingu sem þótti djarft á þeim tíma. Fyrsta keppnin var haldin í Lugano í Sviss 24. maí 1956. Sjö þjóðir tóku þátt í keppninni og flutti hver tvö lög, en í næstu keppni, 1957, var sá siður aflagður og upp frá því hefur reglan verið eitt lag á þjóð. Fyrsta sigurlagið svissneskt Fyrsta lag sem flutt var í Evr- óvisjón var De Vogels van Holland sem Jetty Paerl söng. Sviss sigraði í þessari fyrstu keppni með lagið Refrain sem Lys Assia söng, en hún söng einmitt bæði lög Sviss í þessari keppni. Ekki er fulljóst hvernig sig- urvegarinn var valinn, en þó liggur fyrir að hvert land tilnefndi tvo dóm- ara til að greiða atkvæði fyrir sína hönd og í ljósi þess að Lúxemborg valdi tvo svissneska dómara til að kjósa fyrir sig kemur kannski ekki á óvart að Lys Assia skyldi vinna, en lagið þótti þá og þykir enn prýðilegt. Lys Assia kom aftur við sögu Evr- óvisjón, því hún tók einnig þátt í keppninni í Þýskalandi 1957, varð þá í áttunda sæti, og aftur í Hollandi 1958 og varð í öðru sæti. Ýmsar breytingar Grunnþættir keppninnar hafa hald- ið sér að mestu frá frumbýlingsárum hennar, í það minnsta eftir 1957; hver þjóð sendir eitt lag til keppninnar sem haldin er í landi sigurvegara ársins á undan. Sigurþjóðin ræður reyndar hvort hún heldur keppnina eða ekki og dæmi eru um að þjóðum hafi ofboð- ið kostnaðurinn við að halda keppnina eða þær hafi ekki ráðið við umfangið. Eftir að flutningi laganna er lokið eru svo greidd atkvæði um þau og er hverri þjóð óheimilt að greiða atkvæði um eigið lag. Þátttökuþjóð er skylt að senda keppnina alla út heima fyrir. Bretar hafa oftast haldið keppnina, átta sinnum, 1960, 1963, 1968, 1977, 1972, 1974, 1982 og 1998, en hafa þó aðeins sigrað fimm sinnum, 1967, 1969 (fjögur jöfn), 1976, 1981 og 1997, en Bretar tóku gjarnan að sér að halda keppnina ef sigurland treysti sér ekki til þess. Írar hafa haldið keppnina sjö sinnum, jafnoft og þeir hafa sigrað; 1970, 1980, 1987, 1992, 1993, 1994 og 1996. Hollendingar, Lúxemborgarar og Svíar hafa haldið keppnina fjórum sinnum hver þjóð. Bara ný lög, takk Lagið sem sent er inn má ekki hafa komið út eða heyrst opinberlega fyrir tiltekna dagsetningu sem ákveðin er fyrir hverja keppni, en engar reglur eru um hvernig á að velja lög til keppninnar, það er hverju landi í sjálfsvald sett. Fyrir vikið er mjög misjafnt hvernig þjóðir velja framlag sitt, sumar velja lagahöfund til að semja lag, aðrar byrja á að velja söngvara og láta hann síðan syngja nokkur lög sem valið er úr, enn aðrar tengja valið sjónvarpsþáttum, til að mynda hæfileikakeppni eins og Spán- verjar og fleiri þjóðir hafa gert og svo eru enn aðrar þjóðir sem velja úr inn- sendum lögum sem geta skipt hundr- uðum. Þessar reglur hafa nánast ekkert breyst í gegnum árin en flest annað hefur tekið stakkaskiptum. Einna mest hafa vandræðin verið við að finna kerfi á atkvæðagreiðslum sem skila niðurstöðum skammlaust. Ýms- ar uppákomur hafa varpað rýrð á keppnina, til að mynda hneykslið 1963 þegar Norðmenn skiptu um skoðun í miðju kafi (hringja þurfti aftur í dóm- nefndina norsku vegna mistaka henn- ar) og fyrir vikið sigruðu Danir naum- lega. Fjórar jafnar Annað enn verra mál kom upp 1970 þegar fjórar þjóðir voru jafnar í efsta sæti að lokinni talningu atkvæða og kom kynni hátíðarinnar, Laurita Val- enzuela, svo í opna skjöldu að hún spurði stigavörðinn þrim sinnum um úrslitin – trúði ekki sínum eigin eyr- um. Mjög er misjafnt hvernig þjóðir hafa haldið keppnina þó almennt hafi umfang hennar aukist og salirnir stækkað sem því nemur. Danir héldu stærstu Evróvisjónhátíðina hingað til, tjölduðu yfir þjóðarleikvanginn Par- ken og komu 38.000 manns fyrir. Með því toppuðu þeir Svía rækilega, en Svíar héldu keppnina í 16.000 manna leikvangi í Stokkhólmi árið áður. Minnsta keppnin var haldin á Írlandi 1993, en þá var hún haldin í smábæn- um Millstreet, sem var 1.500 manna bær skammt frá Cork, syðst á Írlandi. Leikvangurinn í Belgrad, þar sem Evróvisjón fer fram að þessu sinni, rúmar um 20.000 manns. Ýmsir þekktir listamenn hafa sung- ið í keppninni, til að mynda Céline Dion, Nana Mouskouri, Karel Gott, Sandie Shaw, Mary Hopkin, Julio Ig- lesias, Olivia Newton-John, Katrina and the Waves, Cliff Richard, Lulu og hljómsveitirnar New Seekers og The Shadows hafa einnig tekið þátt. Aðrir hafa slegið í gegn með aðstoð Evr- óvisjón, til að mynda ABBA, Gina G, Secret Garden, Dana International og Lordi. Svo eru dæmi um listamenn eins og Aqua sem slegið hafa í gegn eftir að hafa skemmt í atkvæðahléi Evróvisjón og ekki má gleyma River- dance-atriðinu sem gerði allt vitlaust í Evróvisjón 1994, en það sjö mínútna atriði er það sem allir muna frá þeirri keppni, en ekki hvaða lag vann (Rock ’n Roll Kids með Paul Harrington og Charlie McGettigan sem eru eini kar- ladúettinn sem unnið hefur í Evr- óvisjón). Douze Pointe Sú högun að lönd gefi stig frá 1 upp í tólf, en hlaupið er yfir ellefu, hefur verið við lýði frá 1975, en fram til 1997 sáu sérstakar dómnefndir um að greiða atkvæði. Það ár spreyttu Aust- urríki, Bretland, Þýskaland, Sviss og Svíþjóð sig á símakosningu meðal al- mennings og gekk svo vel að henni var komið á smám saman í löndunum öllum. Dómnefndir starfa þó enn í hverju landi til að vera til taks ef sím- kerfið bregst, en þetta árið kjósa dóm- nefndir reyndar eitt lag áfram hvort undanúrslitakvöld, en almenningur velur níu lög hvort kvöld. Varla þarf að taka fram að land getur ekki greitt sjálfu sér atkvæði. Margir muna sjálfsagt eftir hljóm- sveitinni sem var skylda að hafa í Evr- óvisjón; sama hvernig lagið var varð að hafa fullmannaða hljómsveit til að spila undir. Hún var aflögð 1999, með- al annars til að draga úr kostnaði, en tveimur árum áður varð líka heimilt að vera með hluta af undirleik af bandi. Söngur verður þó að vera „lifandi“, þ.e. ekki á vera með raddir á bandi, hvorki aðalrödd né bakraddir. Ekki hefur reynt nema einu sinni á þá reglu, en það var þegar Króatar voru með það sem hljómaði býsna líkt mannsrödd á bandi í keppninni 1999 (lagið var Marija Magdalena og flytj- andinn Doris Dragovic). Þeim var refsað fyrir eftir keppnina og þriðj- ungur stiga dæmdur af þeim. Fleiri frægar uppákomur urðu í keppninni 1999, til að mynda var þýsku söngkonunni Corinne May vís- að úr keppninni eftir að upp komst að lag hennar, „Just Listen To The Children“, var endurgerð á gömlu lagi (Supriz kom í hennar stað), og Bosníu- Hersegóvínumenn þurftu að redda öðru lagi í snarhasti þegar það kom í ljós að keppnislag þeirra hafði komið út í Finnlandi nokkrum árum fyrir keppnina. Íslenskuspurmálið Framan af keppninni var skylda að syngja á ríkistungu hvers lands, en síðar mátti syngja á einu af opinber- um tungumálum við komandi lands. 1973 var þessi regla svo aflögð og þjóðir máttu syngja á hvaða máli sem þær kusu. Reglan var aftur tekin upp 1977, en svo aflögð endanlega 1999. Margir muna einmitt uppistandið sem varð hér heima það ár þegar ákveðið var að flytja íslenska lagið í Evr- óvisjón á ensku en ekki íslensku, en málverndarmenn lúffuðu fyrir þeim rökum að það myndi auka sigurlíkur lagsins. Þetta virtist og ætla að ganga eftir því Selma Björnsdóttir söng lag- ið All Out of Luck í annað sætið. (Reyndar hefur enskan ekki dugað eins vel upp frá því svo kannski var þetta ekki íslenskuspursmál.) Fleiri þjóðir hafa glímt um hvaða tungumál eigi að nota og skemmst að minnast deilna í Frakklandi vegna lags Sebatiens Telliers sem hann hyggst syngja að mestu á ensku næst- komandi laugardag, en það vakti líka gremju margra Frakka að lag þeirra í keppninni 2007 var sungið á „frangla- is“ („frensku“), sem er enskuskotin franska. Danir og Svíar haga málum svo að það er beinlínis skylda að flytja lagið á ensku í úrslitunum þó það hafi hugsanlega verið sungið á móðurmál- inu í undankeppninni heima fyrir, en í Makedóníu var kosið um það hvort lagið ætti að vera á ensku eða make- dónsku. (Þess má geta til gamans að sigurlag Marija Šerifovic 2007 var sungið á serbnesku.) Menn hafa líka brugðið fyrir sig ýmsum mállýskum og málleysum. Þannig voru austurrísku lögin 1971, 1996 og 2003 sungin á þýskum mál- lýskum, viennese, vorarlbergish og steiermarkish, Írar sungu á gelísku 1972, Svisslendingar sungu á retró- rómönsku 1989, Ítalir á napólí- mállýsku 1991 og Frakkar á kreóla 1992, kórsísku 1993 og bretónsku 1996. Litháar notuðu samogitísku, litháíska mállýsku, 1999 og Eistar á eistneskri mállýsku 2004, võro. 2003 sungu Belgar svo á tilbúnu máli, sem má kannski kalla belgísku, og 2004 sungu Hollendingar hálft lag á tilbúnu tungumáli. Lengst og styst Eins og getið er er skylda að senda út alla úrslitakeppnina nema skemmtiatriðin í hléinu, en sú regla hefur orðið til þess að ýmis arabalönd sem rétt hafa á þátttöku hafa ekki treyst sér til að vera með þar sem bannað er þar að sýna frá keppninni á meðan Ísrael er með. Sjónvarps- stöðvar í ýmsum arabaríkjum sýndu þannig beint frá keppninni 1978, en hættu að senda út meðan ísraelska lagið A-Ba-Ni-Bi var sungið. Þegar ljóst varð að ísraelska lagið myndi sigra hættu margar stöðvarnar út- sendingunni og gekk svo langt að þær skýrðu frá því að Belgía hefði sigrað, en Belgar urðu í öðru sæti. Ýmsar reglur aðrar koma við sögu, til að mynda á Evróvisjónlag að vera hvorki meira né minna en þrjár mín- útur, en sú regla hefur verið í gildi frá 1962. Stysta lag sem flutt hefur verið í Evróvisjón er breska lagið All sem Patricia Bredin söng 1957, ein mínúta og fimmtíu sekúndur. Það var þriðja lag á svið það kvöld, en næsta lag, það fjórða, er lengsta lag sem sungið hef- ur verið í keppninni, ítalska lagið Corde Delle Mia Chitarra sem Nunzio Gallo söng, en það er fimm mínútur og níu sekúndur. Sögukaflar af Evróvisjón Frumleg Það þótti mörgum sem sigrinum hefði verið stolið af Frökkum þegar Amina lenti í öðru sæti 1991. Svefnþorn Norska náttljóðið sem Secret Garden flutti og sigraði 1995 er án efa eitt sérkennilegasta sigurlag sögunnar. Frumherji Lys Assia sigraði í fyrstu keppninni og hún hefur líka sungið fleiri lög í Evróvisjón en nokkur annar. Evróvisjónkeppni, sem komin er á sextugsaldurinn, hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar á langri ævi en er þó enn í fullu fjöri Fordómar Arabaþjóðir kunnu ekki að meta kærleiksboðskapinn í ísraelska laginu A-Ba-Ni-Bi sem sigraði 1978. Stuð Gina G. hamaðist sem mest hún mátti í gömlum kjól af Cher en náði ekki lengra en í annað sætið 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.