Morgunblaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 26
Svíþjóð Íslendingar bera þungan hug
til Svía í Evróvisjón síðan Charlotte
Nilsson skaust framúr Selmu Björns-
dóttur í Jerúsalem 1999. Charlotte
Nilsson snýr nú aftur og syngur fyrir
Svía lagið Hero. Sagan hermir að hún
hafi þegar fallist á að keppa aftur þeg-
ar hún heyrði lagið, en fram að því
hafði hún oft verið beðin um að vera
með en jafnan sagt nei takk.
26|Morgunblaðið
Kýpur Kýpverska söngkonan Evdokia Kadi syngur lagið Femme Fatale fyrir Kýpur, en hún
sigraði naumlega í söngkeppni kýpverska sjónvarpsins. Hún er bráðung og er víst með sína
fyrstu breiðskífu í smíðum.
Lettland Sjóræningjasveitin Pirates Of The Sea varð hlutskörpust í forkeppninni í Lettlandi
með sænska lagið Wolves Of The Sea / Sæúlfar. Sveitina skipa dansstjarnan Aleksandra Kuru-
sova, ævintýramaðurinn Janis Vaila og söngvarinn Roberto Meloni, sem hefur áður sungið á
Evróvisjón; var í söngsveitinni Bonaparti.lv á síðasta ári, Hann er reyndar ítalskur en hefur bú-
ið í Lettlandi síðustu árin.
Sviss Paolo Meneguzzi
syngur fyrir Sviss að þessu
sinni, en lagið heitir Era
Stupendo. Meneguzzi er
ítölskumælandi og hefur
verið tónlistaráhugamaður
frá barsaldri. Hann mætti
litlum skilningi hjá fjöl-
skyldu sinni þegar hann
hætti í fastri vinnu til að
getahelgað sig söngnum
en hefur spjarað sig bæri-
lega í ítölskumælandi hluta
Sviss og á Norður-Ítalíu.
Einnig hefur honum geng-
ið bráðvel í Suður-
Ameríku.
Tékkland Fulltrúi Tékka í Evr-
óvisjón er söngkonan Tereza
Kerndlová sem flytur lagið Have
Some Fun. Segja má að hún sé alin
upp í tónlist því faðir hennar er
djasssöngvari og hún fylgdi honum
á tónleikaferðum frá barnsaldri.
Söngreynslu hefur hún meðal ann-
ars frá því að syngja með föður sín-
um frá átta ára aldri, en einnig af
vinnu með Ivu Bittova. Kerndlová
er víst liðtækur dansari líka; sex-
faldur Tékklandsmeistri í dansi og
Evrópumeistari og varð í öðru sæti
á heimsmeistaramótin í steppi.
Tyrkland Tyrkneska hljómsveitin
Mor ve Ötesi treður upp fyrir Tyrki
á Evróvisjón að þessu sinni. Hún
hefur starfað í rúman áratug að
mestu óbreytt og sent frá sér fimm
breiðskífur sem gengið hafa harla
vel í Tyrklandi, en sveitinni hefur
líka verið vel tekið í Þýskalandi.
Úkraína Úkraínska söng-
konan Ani Lorak er gríð-
arlega vinsæl í heimalandi
sínu og hefur notið hylli í
hálfan annan áratug að
hún lét fyrst í sér heyra.
Hún hét reyndar Karolina
í eina tíð, en vendi nafninu
og skipti því upp - Ani Lo-
rak. Henni hefur verið
sýndur margvíslegur sómi
í heimalandi sínu og plöt-
ur hennar hafa selst í
milljónum eintaka, en eins
var hún nýverið kjörin
fegursta og kynþokka-
fyllsta kona Úkraínu. Hún
hefur einnig náð góðum
árangri sem leikkona og
hefur leikið í vinsælum
kvikmyndum í Úkraínu, á
að baki þrjár barnabækur
og ljóðabækur og á og
rekur veitingahús.
FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008