Morgunblaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 2
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Eiríkur Hauksson fór, sá og sigraðikannski ekki í fyrra, er keppnin varhaldin í Finnlandi. En hjörtuFrónbúans voru hans frá því að
hann söng fyrstu nótu í þungarokksópusnum
„Ég les í lófa þínum“, sem síðan átti eftir að
breytast í „Valentine Lost“ þegar ákveðið var
að elta ólar við alþjóðatungumál poppsins (og
innihélt þá m.a. þessar ódauðlegu og dýrt
kveðnu línur: „A passion killed by acid rain/A
rollercoaster in my brain“).
Eiríkur varð óðar uppáhald allra, féll í
kramið hjá ömmum sem kornabörnum, sjarm-
erandi rokktröll – harður nagli með stórt
hjarta úr skíra bárujárni. Ekki spillti fyrir að
Eiríkur var eldri en tvævetur í Evrósvisjón-
heimum og fjölhæfur með afbrigðum þegar
kom að stílbrögðum. Hann hafði tekið þátt í
flutningi á Gleðibankanum sem meðlimur í
ICY-tríóinu þegar Ísland keppti í fyrsta skipti
í Evróvisjón árið 1986, og keppti þá fyrir Nor-
eg árið 1991 sem meðlimur í öðru tríói, Just 4
Fun. En í þetta skiptið var komið að þunga-
rokkaranum Eiríki Haukssyni að stíga fram.
Þótti það enda hernaðarfræðilega skyn-
samlegt þar sem sigurvegarar Evróvisjón frá
árinu á undan voru þungarokkarar, en þar fór
hin „ógurlega“ finnska sveit Lordi.
Þrátt fyrir að ná ekki þeim árangri sem
hann og fleiri bjuggust við gekk Eiríkur að
sjálfsögðu hnarreistur frá keppninni; ósnert-
anlegur sem áður og tók ósigri með auðmýkt
hins sanna séntilmanns. Vinsældir hans hér-
lendis biðu engan hnekki og í raun má segja
að þessi Evrósvisjónkeppni hafi markað vissa
endurkomu rauðhærða riddarans inn í vitund
íslensku þjóðarinnar.
Á krossferð
Eiríkur segist horfa sáttur um öxl og hann
sé ánægður með framlag sitt frá því í fyrra.
Rokkið eigi alltaf séns, hvort sem er í Evr-
óvisjón eða annars staðar.
„Ég fór gagngert í keppnina af því að ég var
með rokklag í höndunum. Það er nú kannski
hvað skemmtilegast við þennan „sirkus“ hvað
allt er óútreiknanlegt. Og jú jú, rokkið á alltaf
möguleika, þó svo að ég næði ekki alla leið í
fyrra.“
Eiríki verður ekki skotaskuld úr að leiða
saman rokkarann og Evróvisjónpopparann í
sér og í rauninni má segja að hann hafi splæst
þessum tveimur eiginleikum saman í Finn-
landi í fyrra.
„Ég er búinn að fá heilmikið út úr þessu
brölti mínu í fyrra. Markmið mitt var einfalt;
að stuðla að því að rokkið myndi festa sig í
sessi á þessum vettvangi. Árin 1986 og 1991
var ég „júrópoppari“ og í rauninni bara að
selja mig í vel borgaða vinnu. Í fyrra fór ég
hins vegar sem nokkurs konar „krossfari“ og
söng með sannfæringu fyrir tugi milljóna lag
sem endurspeglar mig sem rokkara. Er hægt
að fá betri auglýsingu? Varla!“
Eiríkur hefur sitthvað að segja um keppn-
ina í ár, þótt hann sé fráleitt einhver sérfræð-
ingur að eigin sögn – þó að margir séu á öðru
máli um það. Það blekkir þá kannski margan
að Eiríkur hefur verið reglulegur gestur í spá-
dóma- og spekingaþætti, skandinavískum, um
Evróvisjón þar sem nærvera hans hefur verið
sterk og vakti hann mikla athygli fyrir vel
ígrundaða og uppbyggilega gagnrýni sína.
„Það er svolítið fyndið en samt þó vel skilj-
anlegt að margir halda að ég hafi svaka áhuga
á og viti bókstaflega allt um Evróvisjón. Ég
hef sagt það áður og get alveg endurtekið það
nú, að um 80-85% af tónlistinni eru algjört
prump að mínu mati. Hins vegar er stigagjöfin
alltaf þrælspennandi og þar af leiðandi
skemmtileg. Í ár hef ég bara heyrt framlög Ís-
lands, Noregs og Svíþjóðar. Ekkert þessara
laga stendur upp úr. En þau geta öll bæði
unnið og skíttapað – svo fríkuð er þessi
keppni.“
Skandinavíumafía?
Um gildi keppninnar segir Eiríkur að sig-
urvegarinn upplifi dágóða athygli og temmi-
legar tekjur í u.þ.b. ár – eða allt fram að næstu
keppni.
„Flestir gleymast síðan eftir það, að ég tali
nú ekki um þá sem komast ekki í efsta sætið.
Hvar er hún blessunin, sú serbíska frá því í
fyrra? Ég man ekki einu sinni hvað hún heitir.
En hún söng alla vega þrælvel og ég var bara
sáttur við hana sem sigurvegara.“
Í fyrra var mikið rætt um það að Austur-
Evrópuþjóðirnar væru svo gott sem búnar að
„stela“ keppninni með klíkuskap og ann-
arlegum meðulum. En er austurevrópska
mafían virkilega til? Eða bara tilbúningur
tapsárra landa?
„Er ekki bara eðlilegt að austurblokkin
standi saman?“ segir Eiríkur. „Það má alveg
eins tala um Norðurlandamafíu. Ég fékk tólf
stig í fyrra frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi
og átta frá Danmörku. Svolítil mafíulykt af því
líka, er það ekki?!“
Eiríkur notar tækifærið í lok spjallsins og
óskar Friðriki Ómari og Regínu Ósk góðs
gengis í Belgrad.
„Þau eru með lag sem passar inn í þeirra
feril sem söngvarar og eru þannig séð sig-
urvegarar nú þegar, bara við það að fá að sýna
sig í þrjár mínútur. Og vonandi fáum við aðrar
þrjár mínútur að þessu sinni – Áfram Ísland!“
Rauðhærði Evró-
visjónriddarinn
Morgunblaðið/Eggert
Methafi Eiríkur Hauksson setti Íslands- og Evrópumet í Evróvisjónsöng þegar hann keppti í
Helsinki og söng þar með í keppninni þriðja áratuginn í röð.
Rætt við Eirík Hauksson sem keppti fyrir Ís-
lands hönd í fyrra með svartbikað þungarokk
2|Morgunblaðið
ÍRAR eru methafar í Evróvisjón-sigrum, eiga sjö sigra að baki, en næstir þeim koma Lúx-
emborgarar, Frakkar og Bretar með fimm sigra hver þjóð. Norðmenn hafa oftast lent á botn-
inum, tíu sinnum samtals, þeir hafa líka oftast fengið engin stig.
Sigurlöndin
í gegnum árin
ÚT UM allan heim skemmta menn sér við að
giska á hvernig þjóðunum á eftir að farnast
á sviðinu í Belgrad. Í Lundúnum er til að
mynda haldið árlegt Evróvisjón-partí undir
nafninu Douze Points (tólf stig á frönsku).
Er það var haldið fyrir stuttu greiddu
gestir atkvæði um lögin í 25 dómnefndum
líkt og í keppninni sjálfri, en lögin voru flutt
í sömu röð og þau verða í hinum raunveru-
legu úrslitum.
Tíu lið komast áfram í úrslitin á hverju
undanúrslitakvöldi og ef marka má nið-
urstöðu atkvæðagreiðslunnar standa Íslend-
ingar vel að vígi. Fyrra kvöldið fóru leikar
svo:
Fyrra undanúrslitakvöldið: Noregur, 153
stig, Andorra, 132, Slóvenía, 126, Armenía,
100, Grikkland, 89, Rúmenía, 72, Belgía, 61,
Pólland, 59, Rússland, 58, Holland, 54 og
Aserbaídsjan, 53.
Seinna undanúrslitakvöldið: Svíþjóð, 164,
Sviss, 147, Ísland, 138, Portúgal, 109, Búlg-
aría, 72, Úkraína, 60, Ungverjaland, 60,
Tyrkland, 55, Malta, Albanía, 50.
Douze Points
Ár Land Lag Flytjandi
1956 Sviss Refrain Lys Assia
1957 Holland Net Als Toen Corry Brokken
1958 Frakkland Dors mon amour André Claveau
1959 Holland Een beetje Teddy Scholten
1960 Frakkland Tom Pilibi Jacqueline Boyer
1961 Lúxemborg Nous les amoureux Jean-Claude Pascal
1962 Frakkland Un premier amour Isabelle Aubret
1963 Danmörk Dansevise Grethe & Jørgen Ingmann
1964 Ítalía Non ho l’età (per amarti) Gigliola Cinquetti
1965 Lúxemborg Poupée de cire, poupée de son France Gall
1966 Austurríki Merci Chérie Udo Jürgens
1967 Bretland Puppet On a String Sandie Shaw
1968 Spánn La, la, la ... Massiel
1969 Spánn Vivo cantando Salomé
1969 Frakkland Un jour, un enfant Frida Boccara
1969 Holland De troubadour Lennie Kuhr
1969 Bretland Boom Bang a Bang Lulu
1970 Írland All Kinds of Everything Dana
1971 Mónakó Un banc, un arbre, une rue Sévèrine
1972 Lúxemborg Après toi Vicky Leandros
1973 Lúxemborg Tu te reconnaîtras Anne-Marie David
1974 Svíþjóð Waterloo ABBA
1975 Holland Ding-a-dong Teach-In
1976 Bretland Save Your Kisses for Me Brotherhood of Man
1977 Frakkland L’oiseau et l’enfant Marie Myriam
1978 Ísrael A-ba’ni-bi Izhar Cohen & Alphabeta
1979 Ísrael Hallelujah Gali Atari & Milk and Honey
1980 Írland What’s Another Year Johnny Logan
1981 Bretland Making Your Mind Up Bucks Fizz
1982 Þýskaland Ein bißchen Frieden Nicole
1983 Lúxemborg Si la vie est cadeau Corinne Hermes
1984 Svíþjóð Diggi-loo-diggi-ley Herreys
1985 Noregur La det swinge Bobbysocks
1986 Belgía J’aime la vie Sandra Kim
1987 Írland Hold Me Now Johnny Logan
1988 Sviss Ne partez pas sans moi Céline Dion
1989 Júgóslavía Rock Me Riva
1990 Ítalía Insieme 1992 Toto Cutugno
1991 Svíþjóð Fångad av en stormvind Carola
1992 Írland Why Me Linda Martin
1993 Írland In Your Eyes Niamh Kavanagh
1994 Írland Rock’n Roll Kids Paul Harrington & Charlie
1995 Noregur Nocturne Secret Garden
1996 Írland The Voice Eimear Quinn
1997 Bretland Love Shine a Light Katrina & The Waves
1998 Ísrael Diva Dana International
1999 Svíþjóð Take Me to Your Heaven Charlotte Nilsson
2000 Danmörk Fly On the Wings of Love Olsen Brothers
2001 Eistland Everybody Tanel Padar & Dave Benton
2002 Lettland I Wanna Marie N
2003 Tyrkland Everyway That I Can Sertab Erener
2004 Úkraína Wild Dances Ruslana
2005 Grikkland My Number One Helena Paparizou
2006 Finnland Hard Rock Hallelujah Lordi
2007 Serbía Molitva/Prayer Marija Šerifovic