Morgunblaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 28
28|Morgunblaðið
Bretland Bretar eru orðnir langþreyttir
eftir Evróvisjóngulli og þær raddir verða
æ háværari sem krefjast þess að þeir hætti
að senda inn lög; það sé engin leið að vinna
vegna austantjaldsmafíunnar. Hvað sem
því líður þá hafa lögin sem þeir hafa sent
undanfarin ár ekki verið burðug og flytj-
endur sumir ekki beint fyrsta flokks. Þeir
kusu nú Andy Abraham sem flytur lagið
Even If sem Abraham samdi við þriðja
mann. Hann hefur notið talsverðra vin-
sælda á undanförnum árum þó fáir virðist
þekkja hann utan Bretlands, en hann hef-
ur gefið út tvær breiðskífur og er með þá
þriðju í burðarliðnum.
Spánn Spánverjar fóru þá nýstárlegu leið í lagavali að áhugasamir sendu inn lög á MySpace,
en síðan var sigurlag valið í sjónvarpsþætti, lagið Baila El Chiki Chiki sem Rodolfo Chikilicu-
atre flytur. Hann er reyndar argentínskur, en fluttist til Spánar fyrir nokkrum árum og hefur
gert það gott þar í landi.
Þýskaland Þjóðverjar hafa verið þekktir fyrir það að senda furðu-
fugla í Evróvisjón og skemmst að minna kántrísveitarinnar Texas
Lightning sem var meðal annars skipuð stjörnum úr grínþætti í
þýska sjónvarpinu, nú eða Guido Horn og Stoðsokkana sem kepptu
fyrir áratug. Að þessu sinni senda þeir hefðbundnari sveit, stúlk-
nakvartettinn No Angels, sem syngur lagið Disappear. Þær stöllur
slógu í gegn 2001 í Idol-keppni Þjóðverja, Popstars, og nutu hylli
heima fyrir í kjölfarið, en tóku sér síðan þriggja ára hlé. Planið er
að Evróvisjónsigur skjóti þeim aftur upp á stjörnuhimininn, enda
nýútkomin ný breiðskífa.
ÞJÓÐIRNAR fjórar sem greiða mest til EBU, Bretar, Þjóðverjar, Frakkar
og Spánverjar, eru jafnan öruggar með sæti í úrslitum og að þessu sinni
slást Serbar í för með þeim, sigurvegararnir í Evróvisjón 2007.
Úrslitin 2008
Frakkland Tónsmiðurinn sérvitri Sebastien Tellier keppir fyrir Frakka á
Evróvisjón að þessu sinni. Hann hefur getið sér orð fyrir tónsmíðar sínar
og meðal annars hitað upp fyrir Air, Royksopp og Moby, en hann hefur líka
unnið með Daft Punk og á eitt lag í kvikmynd þeirra Daft Punk bræðra,
Electroma, aukinheldur sem Guy-Manuel Homem de Christo Daft Punk
bóndi vann með honum plötuna Sexuality. Tellier syngur eigin lag, Divine,
en það vakti miklar deilur í Frakklandi að textinn var nánast allur á ensku
þó Tellier hafi lofað að snúa honum á móðurmálið að mestu.
Serbía Serbar siguðu nokkuð örugglega í síðustu Evróvisjón-keppni og því mikil pressa á
söngkonunni Jelena Tomaševic að feta í fótspor Marija Šerifovic á toppnum. Tomasevic syngur
lagið Oro eftir Željko Joksimovic, en hann tók þátt fyrir Serbíu-Svartfjallaland 2004 og lenti í
öðru sæti og samdi einnig Evróvisjónlag Bosníu Hersegóvínu sem varð í þriðja sæti 2006. Je-
lena Tomaševic er þjálfuð í þjóðlagasöng en tók síðar upp poppsöng og hefur unnið til fjöl-
margra verðlauna á því sviði. Hún varð önnur í undankeppninni í Serbíu á síðasta ári, en náði
núna á toppinn með metfjölda stiga.
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008
NÚ KEPPAST menn við að spá umúrslitin í Evróvisjón, gera kann-anir, lesa í kaffibolla og spá í spil.Þýska ríkisútvarpið gekkst fyrir
viðamikilli könnun í samvinnu við aðrar þýsk-
ar og svissneskar sjónvarpsstöðvar og vefset-
ur sem helguð eru Evróvisjón. Niðurstaðan
var nokkuð afgerandi: Serbneska söngkonan
Jelena Tomasevic er líklegust til sigurs.
Tomasevic fékk stig frá nánast öllum þátt-
takendum í könnuninni, eini þátttakandinn
sem skoraði svo vel, en næst henni komu
Króatía, Úkraína, Belgía og Írland. Ekki
langt undan voru svo Portúgal, Búlgaría,
Sviss, Rússland, Grikkland, Tyrkland, Nor-
egur, Armenía, Ísland og Moldavía.
Rússar sterkir
Fleiri hafa spáð fyrir um úrslitin. Til að
mynda telur bloggvefurinn eurovisionex-
press að eftirtaldar þjóðir komist áfram 20.:
Eistland, Aserbaídsjan, Noregur, Pólland,
Bosnía-Hersegóvína, Armenía, Holland,
Rúmenía, Rússland og Grikkland.
Og 22. (keppnisdag Íslendinga) komist eft-
irfarandi þjóðir áfram: Svíþjóð, Tyrkland,
Úkraína, Sviss, Lettland, Króatía, Búlgaría,
Georgía, Malta og Makedónía.
Ísland 40/1
Veðmálafyrirtæki eru líka með sína lista
yfir sigurlíkur laga og þar skora Rússar
hæst, Serbía kemur næst, þá Armenía og
Úkraína jöfn, svo Grikkland og Svíþjóð, sem
líka eru jöfn. Athygki vekur hvað Bretar
koma illa úr þessu mati, en samkvæmt veð-
bönkum þar í landi eru líkurar á sigri Breta
250 á móti einum. Röðin er annars svo með
líkunum fyrir aftan heiti viðkomandi lands:
Rússland 7/2
Serbía 11/2
Úkraína 6/1
Armenía 13/2
Svíþjóð 12/1
Grikkland 14/1
Írland 22/1
Spánn 28/1
Tyrkland 28/1
Bosnía-Hersegóvína 33/1
Rúmenía 35/1
Búlgaría 40/1
Lettland 40/1
Ísland 40/1
Sviss 50/1
Noregur 66/1
Albanía 66/1
Georgía 75/1
Finnland 80/1
Malta 100/1
Frakkland 125/1
Ísrael 150/1
Bretland 250/1
Sigurstrangleg Serbneska söngkona Jelena
Tomasevic.
Rússar og Serbar rokka
Frægur Margir veðja á rússneska söngv-
arann Dima Bilan, enda er hann vinsæll vel í
heimalandi sínu.