Morgunblaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 8
8|Morgunblaðið
PÁLL ÓSKAR Hjálmtýs-son er með þekktustuEvróvisjónvinum lands-ins, ekki síst eftir eft-
irminnilega frammistöðu hans í
keppninni 1997. Undanfarin ár
hefur hann líka fagnað keppninni
rækilega með miklu Evróvisjón-
partíi þar sem hann hefur troðið
upp með mörgum af okkar helstu
Evróvisjónförum. Ekki er þá allt
upp talið því Páll Óskar tengist
líka framlagi okkar að þessu
sinni býsna sterkum böndum því
hann er höfundur textans og
kemur að auki að laginu að öðru
leyti, meðal annars hvað varðar
útsetningu þess og flutning.
Líkt og undanfarin ár verður
Páll Óskar með sitt Evróvisjón-
partí á Nasa næstkomandi laug-
ardagskvöld. Að þessu sinni
verða gestir hans Evróvisjónfar-
arnir Selma Björnsdóttir, Birg-
itta Haukdal, Pálmi Gunnarsson,
Mjöll Hólm og Eyjólfur Krist-
jánsson, en Haffi Haff syngur
líka.
Allir fá sitt
„Það er oft erfitt að púsla
þessu saman,“ segir Páll Óskar,
„enda hafa allir það mikið að
gera að það er aldrei hægt að ná
öllum saman í einu og fyrir vikið
eru engin tvö partí eins. Það fá
þó allir sitt og þótt Stefán Hilm-
arsson hafi ekki komist núna,
hann er í golfferð úti í heimi,
mætir Eyfi bara með kassagít-
arinn með sér – allir fá sitt,
þetta verður big time singalong,“
segir hann og bætir við að fyrir
sér sé Evróvisjónpartíið jafn
sjálfsagt og jólahátíðin.
Eins og getið er hefur Páll
Óskar haldið Evróvisjónkvöld
undanfarin ár og hann segir að
stemningin sé alltaf góð og það
sé eins og engu skipti hvernig ís-
lenska laginu farnast í keppninni.
„Á hverjum fimmtudegi und-
anfarin ár segjum við Inga í
Nasa: „Úff, nú verður engin
stemning,“ þegar Íslendingar
komast ekki upp úr undankeppn-
inni, en það er eins og það skipti
engu máli, það er alltaf fullt hús
og geggjuð stemning, enda erum
við að höfða til nostalgíunnar,
fólk fær alltaf það sem það vill
og þá eru allir glaðir.“
Bókaður ríflega ár
fram í tímann
Þótt Páll Óskar fylgist jafnan
með Evróvisjón hlýtur keppnin í
Belgrad að þessu sinni að vera
sérstakt áhugamál, enda semur
hann textann í laginu og hefur
komið mikið að því að skipu-
leggja flutninginn. Þrátt fyrir
það verður hann fjarri félögum
sínum í þessu verkefni, staddur
hér á landi á meðan fjörið er úti.
Hann segir það skýrast af því að
hann er alla jafna bókaður ríf-
lega ár fram í tímann og þannig
er hann á leið norður í land þeg-
ar rætt er við hann til að troða
upp á Evróvisjónkvöldi þar sem
var bókað snemma árs 2007.
„Við reyndum að láta þetta
ganga upp, en eina leiðin var sú
að ef ég hefði farið út til Serbíu
hefði ég þurft að vera tólf tíma á
flugi til að vera með hópnum í
þrjá daga og síðan þurft að
fljúga aðra tólf tíma til baka á
laugardeginum til að geta spilað
sjö tíma í Evróvisjónpartíinu og
það gengur eðlilega ekki upp.
Treysti þeim fullkomlega
Ég hjálpaði þeim til að búa til
atriðið og treysti þeim full-
komlega til að massa þessa
keppni,“ segir Páll Óskar ákveð-
inn. „Ég hef fylgst með þeim úti,
sá æfingu á YouTube og hjartað
í mér er að springa af stolti. Ég
er bjartsýnn á að þeim gangi vel
og spái því að þau komist úr
undankeppninni og í úrslit og
þar ættu þau að geta lent á topp
tíu til topp fimmtán.“
Undanfarin ár hefur löndunum
í Evróvisjón fjölgað svo að þau
eru nú 43. Páll Óskar segir að
sér sýnist keppnin vera komin í
óttalegt rugl, það sé engin leið
fyrir fólk að átta sig á svo mörg-
um lögum og því verði kosningin
aldrei nógu vönduð. „Menn
ræddu það fyrir stuttu að skipta
keppninni upp í austur- og vest-
urhluta og sigurlög úr því vali
myndu síðan keppa í úrslitum, en
innan Evrópuráðsins sögðu menn
að það væri búið að eyða svo
miklum tíma í að sameina Evr-
ópu að ekki væri rétt að skipta
henni strax aftur sem er kannski
skiljanlegt sem stendur, en ég
hef trú á að þessu verði breytt.“
Öruggir flytjendur
Páll Óskar hefur rætt það áður
að í hverju sigurlagi sé eitthvert
eitt atriði sem geri það ógleym-
anlegt, til að mynda þegar dans-
ararnir lyftu Ruslönu í Wild
Dances á Evróvisjón 2005. Að-
spurður hvaða augnablik það séu
í This Is My Life segir hann að
söngurinn hjá þeim Friðriki Óm-
ari og Regínu Ósk sé lykilatriði
lagsins og hann beri það uppi að
miklu leyti.
„Þau eru svo öruggir flytj-
endur að það á eftir að sitja í
fólki og þegar við bætist að þau
eru líka með grípandi popplag
sem hefur til dæmis verið vel
tekið í Austur-Evrópu þá er það
sterkur bónus. Ég held svo að
háu nóturnar hjá Friðriki eigi
eftir að framkalla gæsahúðina
hjá fólkinu heima í stofu og þá er
þetta komið.“
Morgunblaðið/Eggert
Gleði Örlygur Smári, Regína Ósk, Páll Óskar og Friðrik Ómar fagna sigrinum í undankeppninni hér heima.
Gæsahúðin kemur með háu nótunum
Páll Óskar er bjartsýnn á að þau Friðrik Ómar og Regína Ósk komist í úrslit
Í ÖLLUM látunum vegna Evr-
óvisjón, umtali um kjóla og dans-
spor, gleymist stundum að þetta
snýst allt um tónlist. Á hverju ári
kemur út diskur með lögum úr
keppninni, eða réttara sagt diskar
því keppnislögin eru orðin svo mörg
að það þarf tvöfaldan disk til að
rúma 42 lög. Fyrir stuttu kom svo út
annar pakki, öllu veglegri, sem hef-
ur að geyma 100 Evróvisjónlög og
þar á meðal 41 íslenskt lag.
Í pakkanum 100 Eurovisionlög
eru, einmitt, 100 lög á fimm diskum.
Á fyrstu tveimur diskunum í kass-
anum eru 39 lög sem hafa unnið í
Evróvisjón, á diski þrjú eru lög sem
hafa náð vinsældum hér á landi
þrátt fyrir að hafa ekki unnið, á
diski fjögur eru öll íslensku lögin
sem send hafa verið í keppnina, 21
alls, og loks eru á fimmta diskinum
lög sem ekki komust í keppnina
sjálfa, en hafa náð vinsældum hér á
landi og mörg mun meiri vinsæld-
um en þau lög sem send hafa verið
út.
Á meðal laganna á diskinum eru
þrjú lög úr síðustu forkeppni, Ho,
Ho, Ho, We Say Hey, Hey, Hey með
Merzedez Club, Hvar ertu nú? með
Dr. Spock og The Wiggle Wiggle
Song með Haffa Haff.
Af öðrum vinsælum lögum má
nefna Látum sönginn hljóma með
Stefáni Hilmarssyni, Þú tryllir mig
með Hafsteini Þórólfssyni, Alpatw-
ist Bítlavinafélagsins og Eld Frið-
riks Ómars, en Björgvin Hall-
dórsson kemur títt fyrir á diskinum,
syngur Sóley, með Kötlu Maríu, og
Ég lifi í draumi, Mig dreymir og
Lífsdansinn, með Ernu Gunn-
arsdóttur.
Ekki gleyma tónlistinni
SKÖMMU eftir að Eurobandið var
búið að landa sigrinum í íslensku
undankeppninni lögðust menn yf-
ir atriðið sjálft eins og þeim þótti
það koma best út á sviðinu í Bel-
grad. Þá kom snemma upp sú
hugmynd að breyta samsetningu
hópsins í þá veru að leggja meiri
áherslu á sönginn og í framhaldi
af því að skipta dönsurum fjórum
út fyrir fjóra bakraddasöngvara.
Annað kom ekki til greina
Í keppnisreglum Evróvisjón er
ákvæði um það að ekki megi fleiri
en sex vera á sviðinu samtímis og
því þurftu dansararnir að víkja
sem vakti eðlilega hjá þeim
nokkra gremju. Í viðtali við vef-
setrið ecstoday.com segir Páll
Óskar að ekki hafi annað komið
til greina þegar á reyndi.
Páll Óskar segir að þeir Örlyg-
ur Smári hafi ákveðið að prófa
lagið með bakraddasöngvurum í
fullu samráði við Friðrik Ómar og
Regínu Ósk. „Þetta kom svo vel út
á fyrstu æfingunni að eftir það
kom ekkert annað til greina,“
segir Páll Óskar, en bætir við að
ef reglurnar hefðu leyft hefðu
þeir gjarnan viljað halda döns-
urunum inni til að ná sem bestum
árangri.
Dönsurum skipt út
fyrir söngvara