Morgunblaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Spennandi starf í
markaðsdeild VÍS
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Þar sem tryggingar
snúast um fólk
VÍS leitar að framúrskarandi einstaklingi til starfa í markaðsdeild fyrirtækisins.
Í deildinni starfar hópur fólks sem leggur metnað sinn í árangursríkt markaðsstarf
hjá öflugu fyrirtæki. Leitað er að starfsmanni til að sinna fjölbreyttum verkefnum
m.a. umsjón með auglýsingaefni, birtingum auglýsinga, textagerð, stjórnun
viðburða, greiningu tölfræðiupplýsinga og samskiptum við auglýsingastofur.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Reynsla úr atvinnulífi skilyrði
Reynsla af markaðsstörfum æskileg
Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði
Þekking og reynsla af tölfræði er kostur
Skipulagshæfni og nákvæmni í starfi
Umsóknarfrestur er til og með 30. maí nk.
Umsóknum skal skilað á heimasíðu okkar vis.is. Nánari upplýsingar veitir
María Hrund Marinósdóttir markaðsstjóri VÍS, mariam@vis.is eða í síma 560 5000.
VÍS er nútímalegt þjónustufyrirtæki
með 43 þjónustuskrifstofur víðsvegar
um landið. Markmið VÍS er að vera
alltaf í fremstu röð tryggingafélaga á
Íslandi og er ánægja starfsfólks og
viðskiptavina lykilatriði í velgengni
félagsins. Hjá VÍS starfar framúrskar-
andi hópur einstaklinga sem saman
myndar sterka liðsheild. Mikil áhersla
er lögð á að skapa starfsfólki gott
starfsumhverfi og aðstöðu til að veita
viðskiptavinum góða þjónustu. VÍS
vill fela starfsfólki störf við hæfi, þannig
að hæfileikar þess og frumkvæði fái
notið sín við áhugaverð og krefjandi
verkefni.
Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is
Blaðamaður
Vísbending – vikurit um viðskipti og efna-
hagsmál óskar eftir að ráða blaðamann í
sumar.
Leitað er að ritfærum einstaklingi sem hefur
lokið að minnsta kosti tveggja ára námi í hag-
fræði eða sambærilegu námi. Mjög spennandi
tækifæri fyrir hæfan einstakling. Umsækjendur
vinsamlegast sendið upplýsingar með starfs-
ferilsskrá og meðmælendur á tölvupóstfangið
visbending@heimur.is.
Vallaskóli Selfossi
Eftirfarandi stöður við Vallaskóla eru enn
lausar:
Umsjón á miðstigi
Sérkennsla
Áhugasamir hafi samband við skólastjóra í
síma 480 5800 eða á netfangið:
eyjolfur@vallaskoli.is
OFFICER
Legal & Executive Affairs
The Authority shall recruit, preferably by early autumn 2008, an officer for its
Legal & Executive Affairs Department.
The Legal & Executive Affairs Department is responsible for providing legal advice to the other departments of the Authority,
especially regarding the surveillance by the Authority of the implementation and application by the EFTA States of their
obligations under the EEA Agreement. All formal decisions taken by the Authority are examined by this Department prior to
adoption. The Department represents the Authority in court proceedings, notably before the EFTA Court and the Court of
Justice of the European Communities.
A description of conditions and the application procedure for this position are available at: https://jobs.eftasurv.int.
Compliance with the prescribed procedure is mandatory.
Deadline for application: 22 June 2008
The purpose of the EFTA Surveillance Authority is to ensure the fulfilment by the EEA EFTA States, i.e. Iceland, Liechtenstein and Norway, of
their obligations under the EEA Agreement.
The Authority is located in Brussels, Belgium, and currently employs 60 international civil servants of 16 nationalities. The Authority is led
by a College, consisting of three Members appointed by the EEA EFTA States. The Authority shall be completely independent in the per-
formance of its duties, and shall neither seek nor take instructions from any Government or body.
M
bl
9
97
57
3
Grunnskóli Grundarfjarðar
leitar að öflugum og frískum kennurum til starfa næsta skólaár.
Grunnskóli Grundarfjarðar leggur áherslu á
að koma til móts við þarfir og getu nemenda•
góða samvinnu kennara og alls starfsfólks•
traust og gott samstarf við foreldra•
Á næsta skólaári verður unnið að þróunarvinnu í
sambandi við gagnvirkan lestur og samvinnunám
auk þess sem grunnskólinn tekur þátt í grænfána-
verkefninu.
Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Þórarinsdóttir,
skólastjóri í síma 430 8550/861 6772, ragnth@grundarfjordur.is
Í boði er flutningsstyrkur og aðstoð við að finna húsnæði.
Grundarfjörður er um 1000 manna bæjarfélag, staðsett miðsvæðis á norðanverðu
Snæfellsnesi. Rétt um tveggja tíma aksturfjarlægð frá Reykjavík. Atvinnulífið er blómlegt og
stöðugt og byggir að mestu á sjósókn og vinnslu afla sem og margs konar þjónustustörfum og
iðnaði. Í Grundarfirði getum við státað af góðum menntastofnunum (leik-, grunn-, tónlistar- og
framhaldsskóla) með vel menntuðu og traustu starfsfólki.
Um er að ræða
kennslu á yngsta stigi•
kennslu á miðstigi•
enskukennslu•
íþróttir•
Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, sem tekur
formlega til starfa 1. júlí vinnur nú að því að
gera samning um kaupleigu á flughermi og
mun sjá um þjálfun allra flugstjórnaráhafna
fyrir Icelandair, að því er segir í fréttatilkynn-
ingu á vefsíðu Samtaka iðnaðarins.
Kaupa skip
Þá segir í tilkynningunni að fyrirhugað sé
að festa kaup á skipi fyrir skipstjórnarnámið
sem fram fer í skólanum. Þetta kom fram í
ræðu Baldurs Gíslasonar, skólastjóra Iðnskól-
ans, á ráðgjafaráðsfundi Samtaka iðnaðarins í
húsnæði Tækniskólans við Háteigsveg í vik-
unni.
Kostnaðurinn við flugherminn er hátt í einn
milljarður króna.
Í fréttatilkynningunni segir ennfremur að
mikil hagræðing felist í sameiningu Iðnskól-
ans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands.
Þannig séu meðal annars ákveðnar greinar á
efri stigum nú kenndar á einum stað í stað
tveggja áður. Auk þess sé sparnaður í kaupum
á tækjabúnaði svo nokkuð sé nefnt.
Ellefu skólar undir einu þaki
Innan Tækniskólans verða deildir nú skil-
greindar sem skólar og skólastjóri stýrir
hverjum skóla fyrir sig. Um er að ræða 11
skóla sem munu byggja í meginþáttum á sama
grunni og hingað til. Þeir eru Bygging-
artækniskólinn, Endurmenntunarskólinn,
Fjölmenningarskólinn, Flugskóli Íslands,
Hársnyrtiskólinn, Hönnunar- og handverks-
skólinn, Raftækniskólinn, Skipstjórnarskól-
inn, Tæknimenntaskólinn, Upplýsingaskólinn
og Véltækniskólinn.
Meðal nýjunga í hinum nýja skóla verður
diplómanám í flugrekstri, nám í megatrónik
(málm- og rafiðnaður) og framleiðslunám. Þá
verða nemendur í skipstjórnarnámi útskrif-
aðir samkvæmt ISO-alþjóðastaðli, segir í til-
kynningunni.
„Það er nokkurs konar gæðavottun sem
tryggir sæti á svokölluðum hvítlista þeirra
sem sigla um hafnir heimsins. Þannig sé reynt
að útiloka sjóræningjaskip úr viðurkenndum
höfnum.“
Mikið framfaraskref
Morgunblaðið/RAX
Framfarir Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, vinnur nú að því að gera samning um kaupleigu á
flughermi og mun sjá um þjálfun allra flugstjórnaráhafna fyrir Icelandair,