Morgunblaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Innritun fyrir haustönn 2008 Innritun stendur nú yfir í Heilbrigðisskólanum. Umsóknarfrestur er til 11. júní. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans að Ármúla 12 og á heimasíðu, www.fa.is Umsækjendur sem óska eftir mati á námi frá öðrum skólum þurfa að skila ljósritum af prófskírteinum með umsókninni. Rafræn innritun fer fram í gegnum menntagátt www.menntagatt.is Eftirtaldar námsbrautir eru í boði:  Heilbrigðisritarabraut  Lyfjatæknabraut  Læknaritarabraut  Námsbraut fyrir heilsunuddara  Sjúkraliðabraut  Sjúkraliðanám á brú og  Tanntæknabraut Nánari upplýsingar um allar þessar brautir eru á heimasíðu skólans. Athugið að skólinn býður einnig upp á fjarnám allt árið í mörgum áföngum Heilbrigðisskólans. Skólameistari. Félagslíf Félagslíf Vegurinn, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Viðeyjarferð, mæting rétt fyrir 11:00 að Skaragörðum 1. Það verður fjölskylduskemmtun í Viðey, gönguferð, söngur, grill og skemmtilegheit. Bænastund kl. 18:30. Samkoma kl. 19:00. Högni Valsson predikar. Lofgjörð, fyrir- bæn og samfélag í kaffisal á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. www.vegurinn.is Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Anna Carla Ingvadóttir, Símon Bacon Ragnhildur Filippusdóttir, og Guðríður Hannesdóttir kris- talsheilari auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starfsemi þess, rann- sóknir og útgáfur, einkatíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18. auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR Samkomur Sunnudagur kl. 11.00 miðvikudaga biblíulestur kl. 20. Laugardaga unga fólkið kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Betanía, Stangarhyl 1, sími 586 2770. Samkomur Hátíðarsamkoma hvítasunnudag kl. 11. miðvikudaga biblíulestur kl. 20. Laugardaga unga fólkið kl. 20. Betanía, Stangarhyl 1, Rvík. www.betania.is - Kl. 12:30 International church – service in the cafeteria Kl. 16:30 Almenn samkoma Útskrift nemenda MCI- biblíuskólans. Ræðumaður: Urban Ringback Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Barnakirkja fyrir öll börn á aldrinum 1-13 ára. Síðasta skiptið á þessum vetri. Aðalfundur Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu verður mánudaginn 26. maí kl. 19 Íslenska Kristskirkjan, Fossaleyni 14. Sunnudagur: Vorhátíð kirkjunnar kl.11. Skírn, söngur, ratleikur, hoppukastali, grill o.fl. Samkoma kl. 20. Lofgjörð, vitnisburður og fyrirbænir. Ólafur H. Knútsson predikar. Miðvikudagur: Kl. 20 Bænastund Fimmtudagur: Kl. 16. Bænastund fyrir innsendum bænaefnum Föstudagur: Kl. 20 Samkoma fyrir ungt fólk. Þáttur kirkjunnar “Um trúna og tilveruna” sýndur á Ómega kl.13. www.kristur.is Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Samkoma kl. 17.00 ,,Trú og efi”. Ræðumaður Margrét Jóhannes- dóttir. Lofgjörð og fyrirbæn. Barnastarf. Allir velkomnir. Almenn samkoma kl. 20 þar sem Helga R. Ármannsdóttir prédikar. Lofgjörð og brauðsbrotning, kaffi og sam- vera að samkomu lokinni. Allir velkomnir! Fríkirkjan Kefas Fagraþingi 21 v/ Vatnsendaveg www.kefas.is ÚTBOÐ Orkuveita Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 516 6000 • Fax 516 6308 www.or.is/udtbod Óskað er eftir tilboðum í verkið: Dælustöð og stýrishús á Reynisvatnsheiði uppsetning búnaðar Verkið felst í uppsetning á dælum, pípulögn, rafbú- naði, loftræstibúnaði og öðrum búnaði í dælustöð, stýrihúsi og lokahúsum á Reynisvatnsheiði. Helstu magntölur eru: • Uppsetning 690 kW dælna í dælustöð 3 stk • Pípur DN 100 - DN 1000 ásamt tilheyrandi tengistykkjum 230 m • Pípur og tengistykki undir DN 100 100 m • Einangrun pípna 6.700 kg • Álklæðning á pípur 1.200 kg • Járnsmíði (göngupallar, pípuundirstöður og festur) 12.000 kg • Grunnmálun pípna og stáls 570 m2 • Fullmálun pípna og stáls 220 m2 • Loftræsisamstæður 2 stk • Smíði og uppsetning á töfluskápum 10 stk • Uppsetning 710 kW tíðnibreyta 3 stk • Strengjalagnir, afl- og stýristrengir 3.600 m • Strengjastigar 250 m • Smíði álklæddra bogaþaka á blöndunarlokahús 110 m2 Verklok eru 1. júní 2009. Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu Orkuveitunnar, www.or.is undir "Útboð/Auglýst útboð" frá og með þriðjudeginum 27. maí. Frá sama tíma er einnig unnt að kaupa þau hjá þjónustufull- trúum á 1. hæð í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík. Verð er kr 5.000.- Tilboð verða opnuð á sama stað, í fundarsal á 3. hæð, Vesturhúsi, miðvikudaginn 18. júní 2008 kl. 11:00. OR 2008/36 Tilkynningar Bæjarstjórn Álftaness samþykkti þann 22. maí 2008 eftirfarandi deiliskipulagstillögur: Grænn miðbær á Álftanesi - deiliskipulag Nýtt deiliskipulag græns miðbæjar á Álftanesi. Um er að ræða heildarendurskoðun deiliskipulags sem fellir úr gildi deiliskipulag miðsvæðis sem samþykkt var 21.02.2006. Skipulagssvæðið afmarkast til austurs af Álftanesvegi og Norðurnesvegi, til suðurs af opnu svæði að stjórnsýslumörkum Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness, til vesturs og suðurs af íbúðarsvæði við Kirkjubrú, til vesturs af Breiðumýri og norðanverðu Sviðholti og til norðurs af Breiðumýri, skóla- og íþróttasvæði, Skólatúni og Suðurtúni. Deiliskipulagið tekur til verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæða á miðsvæði Álftaness. Á norðan- verðu miðsvæði er m.a. gert ráð fyrir verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæði, markaðs- og ráðhústorgi, vatnsrásum og grænum svæðum. Á sunnanverðu svæðinu er gert ráð fyrir menn- ingar- og náttúrusetri og hóteli. Alls bárust 726 athugasemdir. Deiliskipulag skóla- og íþróttasvæðis Nýtt deiliskipulag skóla- og íþróttasvæðis á Álftanesi. Skipulagssvæðið afmarkast til norðausturs af íbúðabyggð við Vesturtún, Blátún og Skólatún; til suðausturs af miðsvæðisreit; til suðvesturs af Breiðumýri og til norðvesturs af Suðurnesvegi. Um er að ræða nýtt heildardeiliskipulag svæðisins sem tekur mið af þeim breytingum sem þegar hafa verið gerðar og þeim áformum sem felast í skipulagi miðsvæðis á Álftanesi og stækkun Álftanesskóla. Deiliskipulagið tekur til skólasvæðis, þ.e. lóða Álftanesskóla, leikskólans Krakkakots og Íþróttamiðstöðvar Álftaness og íþrótta- og útivistarsvæðis með íþróttavöllum, vallarhúsi, skátaheimili og athafnasvæði skáta, tjaldsvæði og almennu útivistarsvæði til leikja og útiveru. Alls bárust 6 athugasemdir. Deiliskipulag Suðurtúns Breyting á deiliskipulagi íbúðarhverfis við Suðurtún. Skipulagssvæðið afmarkast til austurs af opnu svæði meðfram Norðurnesvegi, til suðurs af íbúðasvæði á miðsvæðisreit, til vesturs af íbúðabyggð við Skólatún og til norðurs af Eyvindarstaðavegi. Í skipulagstillögunni er gert ráð fyrir breyttum deiliskipulagsmörkum vegna aðlögunar að tillögu að nýju skipulagi miðsvæðis Álftaness. Ein athugasemd barst. Deiliskipulag Breiðumýrar og norðanverðs Sviðholts Breyting á deiliskipulagi íbúðarhverfis við Breiðumýri og norðanvert Sviðholt. Vesturmörk skipu- lagssvæðisins eru við Suðurnesveg, norðurmörk liggja sunnan við hesthúsahverfi að Breiðumýri, vesturmörk eru um Breiðumýri og skólasvæði austan hennar og suðurmörk liggja um tún í landi Gerðakots og Sviðholts frá Breiðumýri og þaðan norðan Sviðholts-bæjarins að Suðurnesvegi aft- ur. Breytingin felur í sér að deiliskipulagsmörk Breiðumýrar og norðanverðs Sviðholts breytast að deiliskipulagsmörkum skóla- og íþróttasvæðis, miðsvæðis og við bæinn Sviðholt. Ein athuga- semd barst. Deiliskipulagstillögur græns miðbæjar og skóla- og íþróttasvæðis voru auglýstar skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Tillögur að breytingu á deiliskipulagi íbúðarhverfis við Suðurtún og við Breiðumýri og norðanvert Sviðholt voru auglýstar skv. 1. mgr. 26. gr., sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Svör verða send þeim sem gerðu athugasemdir. Deiliskipulagstillögurnar verða sendar Skipulags- stofnun til afgreiðslu. Álftanesi, 22. maí 2008, Bjarni S. Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Samkoma í dag kl. 20. Umsjón: Elsabet Daníelsdóttir. Samkoma fimmtudag kl. 20. Umsjón: Björn Tómas Kjaran. j j j Opið hús kl. 16-17.30 þriðjudaga til laugardaga. Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 og fatabúð í Garðastræti 6, opið alla virka daga kl. 13-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.